Vísir


Vísir - 16.12.1965, Qupperneq 16

Vísir - 16.12.1965, Qupperneq 16
Fjórir sækjc um dómuruembætti í Hæsturétti í gærkvöldi var Utrunninn frestur til að sækja um þá1 stöðu hæstaréttardómara, sem I losnar um áramótin þegar dr. Þórður Eyjólfsson lætur af | i starfi. Umsækjendur voru fjórir: i Benedikt Sigurjónsson hrl., Bjöm Sveinbjömsson settur. j bæjarfógeti í Hafnarfirði, Egill 7 Sigurgeirsson hrl. og Erlendur * Bjömsson bæjarfógeti á Seyðis- 1 firði. Tuttugu unglingar hófu vinnu við jólapóstinn í morgun. Yinnahófst í jólapóstinum ímorgun Það er byrjað að vinna að flokkun jólapóstsins, sem kominn er í háa stafla í póst- húsinu. Undanfarin ár hefur verið unnið við flokkun og dreifingu í blaðadeild póst- hússins en eftir fiutninga blaðadeildarinnar í umferðar miðstöðina fæst meira rými og betri aðstaða til þess að vinna við jólapóstinn í gömlu blaðadeildínni. í morgun byrjaði skólafólk ið sem ráðið hefur verið til þess að vinna við jólapóstinn að sundurgreina hann undir stimplun og raða honum á Á 2. hundrað þús.kr. verð- mætí fannst á götunni bókstafi eftir götuheitum, síð an er jólapóstinum raðað eft- ir götunöfnum og er hólf fyrir hverja götu. Um 20 unglingar úr unglingadeildum skólanna í borginni vinna að þessu starfi núna. Alls er aukaliðið um 150 manns og eru þar af 120, 14 — 16 ára krakkar, sem taka við póstinum eftir að hann er tilbúin tii dreiíingar og bera hann út dagana 21. — 24. desember. Alls vinna um 150 manns í aukavinnu við jólapóstinn fyrir þessi jól. Fjöldi jólakorta og bréfa sem berast pósthúsinu eykst með hverju árinu og hefur ekki fyrr borizt eins mikið af jólapósti og nú. Hefur miklu meira magn borizt pósthús- inu en á sama tíma í fyrra, en þá var jólapósturinn 6 tonn á þyngd. Enn er tekið við jóla póstinum, síðasti skiladagur inn er í dag og verður mót- taka á jólapósti til miðnættis á þrem stöðum í borginni, í Pósthússtræti, Langholtsvegi og Laugavegi. I gærmorgun bar það til tíðinda að á einni götu Reykjavíkur fund- Voru þetta þrjár bankabækur, j tvær útgefnar af Búnaðarbankan- ust liggjandl verðmæti, að fjárhæð j um og sú þriðja frá Landsbankan rúmlega 100 þúsund krónur. I um. Fundust þær í Bankastraétí Brezki skipstjórinn viðurkennir mælingar Ekki var enn búið að kveða upp dóm yfir brezka togaraskip stjóranum Mr. Call fyrir hádegi í dag, en skip hans Ross Stalk er var tekið nálægt Látrabjargi á þriðjudaginn vegna óbúlkaðra veiðarfæra. Skipstjórinn viðurkenndi að mælingar iandhelgisgæzlunnar væru réttar og einnig að hann hefði verið með ófrágengin veið arfæri. En neitaði að það stæði á nokkurn hátt í sambandi við veiðar innan landhelgi. Sagðist hann hafa verið að veiðum á opnu hafi, á Halamiðum, þegar toghleri hefði bilað. Jafnframt hefði verður versnað, svo að hann hafði ekki aðstöðu til að gera við bilunina eða búlka veið arfæri og kveðst hann hafa ætlað að gera það í hléi undir landi. Ástæðan til þess að hann sinnti ekki merkjum frá flug- vélinni var sú að hans sögn, að hann hélt að þetta væri venjuleg farþegaflugvél, sem væri að hringsóla áður en hún fengi leyfi til lendingar á flugvelli. Kom ekki til hugar að þar væri armur laganna. Málið var í morgun hjá sak- sóknara, sem ákveður hvort mál ið skuli sent til dóms. fyrir hádegið i gær. Lögreglan fékk bækumar í hendur og skilaði þeim í viðkom- andí banka. Þetta jr í annað skipti á fáum dögum sem vegfarendur finna verðmæti á götum borgarinnar, sem í hvoru tilfelli nemur á 2. hundrað þúsunda króna. Virðist ekki ýkja mikil virðing borin fyrir verðmætunum að þeirra skuli ekki vera betur gætt en raun er á. Skilafrestur á jóla- pósti að renna út Nú er siðasti dagur fyrir. þá sem eiga enn ólokið jólokortaskrif um. Móttaka á jóiapóstl innanbæj ar er til miðnættis 16. desember og flugpósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir 17. desember og fyrir 16. desember til annarra landa. Flugpóstur er daglega sendur til þeirra staða sem flogið er til inn anlands og svo til daglegar bíl- ferðir munu vera til flestra staða á landinu. Skipaferðum út á land fyrir jól er farið að fækka: þann 16. fer Esja vestur um land til Akureyrar, og þann 17. fer Herðu breið austur um land til Fáskrúðs fjárðar og sama dag fer Skjald- breið til Húnaflóahafna, Skaga- fjarðarhafna og Eyjafjarðarhafna. Síðasta sjópóstferð til útlanda fyr ir jól var Stavos, sem fór f fyrra kvöld til Thorshavn og Kaupmanna hafnar. Pósthúsið í Reykjavík verður op ið til kl. 24 í kvöld. Útburður jóla pósts í Reykjavik hefst 21. desem ber og skal jólapóstur vera áritað ur ,,JÓL“ annars verður hann bor inn út jafnóðum og hann berst. Þinghlé 18. des. í Sameinuðu Alþingi í gær var lögð fram þingsályktunartillaga frá forsætisráðherra um að fund- um þingsins verði frestað frá 18. desember eða síðar, ef henta þyk- ir, enda verði það kvatt saman aft ur ekki síðar en 7. febrúar. 120 bækur á upnboSi / dag Sigurður Benediktsson heldur bókauppboð i dag, sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 5 sfðdegls. Um 120 bækur koma þar undir hamarinn, sem reyndar er ekki neinn hamar því að Sigurður not- ar alltaf vindlakveikjara til að slá með. Segja má að á þessu uppboði séu bækur fyrir alla, fátæka menn jafnt og rika, fræðimenn og Ijóða- unnendur, góðar bækur og fágætar og aðrar sem vekja litla athygli meðal bókamanna. Mjög sennilegt að þarna geti margir gert góð kaup. Talsvert er á uppboðinu af ljóða bókum, ekki sízt yngri höfúnda eins og Tómasar Guðmundssonar, Guðm. Böðvarssonar, Guðm. Inga, Steins Steinarrs, Jak. Jóh. Smára, en líka eldri höfunda eins og Bjama Thor, Matthíasar, Jóns Ól- afssonar, Snót o. fl. Af meiri háttar ritum má m a. nefna Ferðabók Olaviusar (óheil), Supplement til ísl. Ordböger, rit Vísindafélagsins, Dýravinurinn 1—16, Islandica 1—30, Grágás (1850—53), Paleografiskur Atlas, Skýringar vfir fornyrði lögbókar, Ársrit Fræðafélagsins, Óðinn (all- ur), Reykjavíkurpósturinn I—III, Íslandsvísur Guðmundar Magnús- sonar (frumútgáfan) o. m. m. fl. Þá verða gömul handrit að verzl- unarbókum boðin upp, kassar með bókaslöttum, aukanúmer o. fl. Á 4. bundrað manns leituða týndu konunnar i gær Konan, sem leitað hefur verlð að frá því í fyrrakvöld, er enn ókomin fram, þrátt fyrir ailt að þvf stanzlausa leit nema rétt yfir lágnættið. 1 gær tóku á 4, hundrað mans þátt i leitinni þegar fiest var, og í morgun voru um 200 manns lagðir af stað til leitar. Það síðasta sem til konunnar spyrzt er um sjöleytið í fyrrakvöld. Hafa borizt upplýsingar frá tveim mönnum, sem urðu hennar varir. Annar þeirra kvaðst hafa séð hana út úr bíl sínum, en þá var hún á gangi eftir Reykjanesbraut rétt við Bústaðaveginn, þó utan akbrautar innar, og var á suðurleið. Hinn maðurinn virðist hafa séð hana skömmu síðar en þá var hún miðja vega milli Fossvogskirkjugarðs og Fossvogslækjar. 1 gær var hafin viðtæk leit og voru það auk lögreglu, hjálpar- sveitir skáta úr Rvík og Hafnar firði, björgunarsveitarmenn úr Ingólfi og fjöldi menntaskólanema sem leituðu. Leitað var um allt ná- grenni borgarinnar, og sum svæðin leituð oftar en einu sinni svo sem Öskjuhlíðin, Fossvogurinn, Sel- tjamarnesið og víðar. Auk þess var farið um Kleppsholt, inn fyrir borgina, upp á Vatnsendahæð og víðar. Leitað var í mannlausum kofum og skúrum. nýbyggingum, bátum, með fjörum og alls staðar þar sem hugsanlegt virtist að leita. Leitað var úr þyrlu skamma i stund í gærmorgun, en hvassviðrið I var svo mikið að þeirri leit var skjótlega hætt. Verður það gert að nýju strax og lægir. Ennfremur var leitað með leit- arhundi fyrst í stað, og virtist hann snöggvast hafa komizt á sporið, en síðan ekki söguna meir og nú er leit með honum hætt. Leitin í nótt stóð nokkuð fram yfir miðnætti og í morgun fóru fyrstu leitarhóparnir af stað um 9-leytið og fyrir hádegið voru um 200 mans komnir í leitina. snnnaannani 8 DAGAR TIL JÓLA IBOOaaOBBDOOaODDODEHD

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.