Vísir - 18.12.1965, Side 2
2
VISIR . Laugardagur 18. desember 1965.
HOLLENZKIR
KARLMANNAFRAKKAR
NÝKOMNIR
Skyrtur - bindi Knapahúfur Sokkar
P. EYFELD
Ingólfsstræti 2 - Sími 19928
INDVERSKU HELGILJÓÐIN
BHAGAVAD - GITA
eru komín út í nýrri þýðingu Sörens Sörenssonar
Bókin er gefin út í aðeins 299 tölusettum eintökum, og fæst aðeins
hjá bókaverzlunum > Reykjavík hiá ótgefanda.
Prentsmiðjn f*u-V>Mn ’ai 1 h
ÍSAFOLD
Sdpennandi óLáfdóög-ur
á bóbamarhaÉi 1965.
Dœgradvöl diplomata
Eftir Roger Peyrefitte
205 bls. Kr. 230.OO
. Segja má að þessi skáldsaga hafi blátt áfram
vakið uppnám, þegar hún kom út fyrst fyrir
nokkrum árum. Peyrefitte var um langt skeið
háttsettur embættismaður í utanríkisþjónustu
Frakka, og sá grunur hefir leikið á, að bókin
■ Dægradvöl diplomata sé byggð á reynslu hans
sjálfs. Þykir Peyrefitte meir en alllítið ber-
orður um líf og starf, ástir og áhugamál diplo-
mata. í sumar varð Peyrefitte frægur á nýjan
leik, er bók hans Gyðingurinn kom út, en í
þeirri bók heldur hann því fram, að menn
eins og Kennedy forseti, de Gaulle, Eisen-
hower forseti o.fl. séu Gyðingaættar. Dægra-
dvöl diplomata er spennandi skáldsaga og
verður sjálfsagt mörgum íhugunarefni.
Hinir vammlausu
(THE UNTOUCHABLES)
Eftir Paul Robsky.
Ásgeir Ingólfsson þýddi.
162 bls. Kr. 220.oo
Ekki þarf að kynna hina vammlausu fyrir
íslenzkujn lesendum. Þeir þekkja bókina Þá
bitu engin vopn, sem kom út í fyrra, og hina
vammlausu þekkja þeir úr sjónvarpinu. Höf-
undurinn, Paul Robsky segir um þessa bók
sína:
Hér er sögð í fyrsta sinn sagan af grun-
semdum, sem ríktu í röðum hinna vamm-
lausu — um þrjá þeirra, sem sviku félaga
sína — um óhugnanlegar hefndir glæpafor-
ingja Chicago.
Gúró og Mogens
Eftir Anitru.
Stefán Jónsson, námsstjóri þýddi.
220 bls. Kr. 220.OO
Norska skáldkonan Anitra varð alkunn hér á
landi, er skáldsagan ,Silkislæðan“ kom út.
Ekki minnkuðu vinsældir hennar er skáldsag-
an Gúró kom út í fyrra. Gúró og Mogens er
algerlega sjálfstæð saga, ættarsaga og ástar-
saga — góð skáldsaga sem menn munu ekki
leggja frá sér fyrr en hún er lesin öll.
>okauerz
íun ^óa^oídar
RAKARÁSTOFUR
eru opnar til kl. 9 í kvöld.
Rakarameistarafélag Reykjavíkur.
LAUSAR STOÐUR
TIL LEIGU
Einbýlishús á Seltjarnarnesi. Nánari uppl. í
símum 16814 og 14714.
Stöðuryfirlögregluþjóns almennrar löggæzlu,
yfirlögregluþjóns umferðarmála og þriggja
aðstoðarlögregluþjóna eru lausar til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi borgarlögreglu-
manna. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1966.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
16. desember 1965.