Vísir - 18.12.1965, Page 5
5
V í SIR . Laugardagur 18. desember 1965.
Eiður Sig-
urðsson
Sextugsnfmæli
Eftir því sem kirkjubækur Isa-
fjarðarkaupstaðar herma. varð
sextugur fyrir skömmu, þ. e. 7.
þessa mánaðar, Eiður Ágúst Sig-
urðsson, starfsmaður hjá Eim-
skipafélagi Islands h.f. Er skemmst
frá að segja að vini hans og
kunningja rak víst flesta í roga-
stanz við þær fréttir. því að svo
unglegur og sprækur er maðurinn,
að þeir sem a.m.k. sjá hann í
fyrsta sinn, mundu naumast trúa
öðru en fertugur maður eða svo
væri þar á ferð, þannig að rétta
fæðingarárið væri 1925 eða þar um
bil en ekki 1905. Skylt er þó að
hafa það, sem sannara er, og telja
vitnisburð kirkjubókanna réttan.
Á hinn bóginn biður sá, er bessar
línur ritar, afsökunar á því, að
greinarkorn þetta varð í síðbúnara
lagi af ásettu ráði þó og birtist
því ekki á hinum rétta afmælis-
degi Eiðs.
Eiður er í föðurætt kominn af
dugmiklum vestfirzkum sjómönn-
um hið næsta, en er lengra er rak-
ið aftur, af þróttmiklum frönskum
skútu og duggarakörlum, sem ekki
létu sér allt fyrir brjósti brenna.
Voru Fransarar þessir tíðir gestir
hér við land fyrr á öldum (og
raunar allt fram í byrjun þessarar
aldar), einkum við Vest- og Aust
firði, þóttu ódælir nokkuð, ölkærir
í meira lagi og djarftækir til
kvenna. Létu þeir eftir sig fjölda
I afkomenda cg niðja. svo sem sjá
! má enn í dag í fasi og svipmóti
! margs fólks, sem kynjað er úr
þessum landshlutum. Er þetta ekki
I sagt neinum til hnjóðs eða lasts
i síður en svo. Móðurætt Eiðs er
hins vegar borgfirzk og raunar al-
kunn sóma- og dugnaðarætt, hin
i svonefnda Sveinatunguætt, er
rekja má til Mýramanna hinna
fornu, að því er virðist. Sést því
af þessu stutta vfirliti að Eiður
á til gróskumikilla .‘ciarnaætta að
telja. Má segja. að Tþ'ður hafi erft
flesta beztc kosti ættanna, en
sloppið- að mestu við það, sem al-
| múginn mundi telja til ókostanna.
Útþrána, gáskar og kraftinn
, hefir l.ann úr ætt Wýramanna, en
| léttleikann, kvenh-yllina og sjarm-
| ann frá hinum fröníku forfeðrum
sfnum
Ungur að árum fluttist Eiður
I frá ísafirði til Rvíkur og hóf störf
hjá Eimskip nokkru fyrir 1930
og þar hefir hann starfað síðan
óslitið fram á þennan dag, eða í
meira en þriðjung aldar, og unað
hag sfnum vel. Ekki hefir hann
þó hafizt þar beint til mannvirð-
inga. sem kallað er, enda maður
inn ekki mikið gefinn fyrir að
trana sér fram í metorðastiganum;
metnaðarlftill er hann á sjálfur f
hlut. Hafa því hæfileikar hans eigi
nýtzt sem skyldi.
Eiður var á „yngri“ árum sfn-
um ágætur knattspymumaður,
orðlagður fyrir hraða og leikni
með knöttinn. Svipaður var orðstfr
hans f fimleikum. Þessum fþrótt-
um sinnti hann í nokkur ár, unz
hann brákaðist við markvörzlu,
sem betur fór ekki alvarlega, en
nóg til þess, að hann gaf ekki
kost á sér til þessara hluta framar.
Eiður hefur alla tfð verið maður
reglubundinn f háttum og rækt
starf sitt vel, utan þess að hann
hefir átt það til að bregða sér á
leik út fyrir landsteinana þegar
honum hefir svo boðið við að
h rfa Hefir hann bá ekki alltaf
fullnægt settum ákvæðum og
serimoníum sem til slfkra ferðalaga
eru gerð eða kært sig kollóttan
um allt slíkt. Enginn meinlæta-
maður er hann á lvstisemdir
! þessa heims, þegar þessi gállinn
! er á honum. I bikar hans hefir
! slóað góðvfc margs konar á liðn-1
um áratugum 3g enda þótt Eiður
I hafi aldrei viljað ánetjast í hjóna- i
ÍVERZLIÐ ÞAR
ER MEST
SEM URVALIÐ
GEVAFÓTÓ HF.
LÆKJ ARTORGI
band, hefur hann vel kunnað að
meta fegurð kvenna.
Nú á þessum tímamótum i ævi
Eiðs árna vinir hans og kunningj-
ar fornir og nýir honum allrar
farsældar Hann verður trúlega
allra karla elztur og Reykjavik,
einkum höfnin og hafnarlífið,
sviplausara allt miklu þegar hann
er allur. Honum verður vafalaust
af sagnamönnum framtíðarinnar
skipað á bekk með þjóðsagnaper-
sónum, líkt og Símoni Dalaskáldi
og öðrum litríkum furðufuglum og
löngu horfnum góðkunningjum
Reykjavíkur, því að slfkir orginal-
ar munu ekki finnast á hverju
strái á komandi árum, sízt nú,
þegar allt er að kafna úr múg-
mennskunni, andleysinu og lág-
kúrunni.
Magnús Pálsson.
Og
Leikhúskðcjar
Höfum ávallt glæsilegt úrval af
gleraugnaumgjörðum
á alla f jölskyldima.
Tilbúið samdægurs.
Gjörið svo vel að líta mn.
Gleraugnabúðin
Lougavegi 46
iSúkkulaðiíó
<SJanilluíó
<~Ylougatíó
cJ-ar&arberjaió skreyttar í
ipöMÆum
ístertur
úr vannillaís og súkkulaðiís,
þrjár stœrðir:
&■?■■■ ?. ■>*: I '
6 manna
9 manna
12 manna
MJ<3LKURSAIÆSALAN
Til jólagjafa
Tókum upp f gær gott úrval af
Barometum
Hitamælam
Smellu-hulstrum
Einnig mjög fallegar
Lomgnetter
\