Vísir - 18.12.1965, Síða 6

Vísir - 18.12.1965, Síða 6
6 VISIR . Laugardagur 18. desember 196». FjöSdi árekstra Hliðarskrúfur — y Mikið var um árekstra í Reykja- vík í gær. Fyrir hádegi urðu 16 árekstrar, og um níu-leytið í gær kvöldi höfðu 7 bætzt við. Einn harð asfl áreksturinn varð við Laugar- nesveg 79. Þar rákust harkalega saman 3 bílar og skemmdust tals vert, en ekki hlauzt þó slys af á fólki. Upprenntnndi — -lamn i' ois <- hinna yngri. En það er örðugt að benda á þau með vissu, því að hin altsráðandi áhrif íslenzkr ar veðráttu koma hvarvetna í milli og breyta því, sem hefði getað orðið miðjarðarhafsblátt, i ískalda jökulliti, breyta suð- rænum lithrifum í norræn og þar fram eftir. Að lokum svo það, sem furðulegast er, að af sýningunni verða ekki ráðin nein víxlhrif milli kynslóða. eng in merki, að hinir elztu hneigist til þeirra í miðið, né að þeir í miðið heyi sér/revnslu frá hin um yngstu. Vera má, að Islend- ingar séu, líkt og allir Norður landamenn, of þverlyndir til þess, má vera að tíminn sé of stuttur tii þess að hugmyndirn ar berist á milli. En það er und arlegt engu að síður að sjá, að brautryðjandinn Kjarval málar 1960 nákvæmlega eins og hann gerði 1937, og flestir hinir fara eins að. Að öllu samanlögðu er hér einstætt tækifæri, þó að i smáu sé, til þess að athuga hina hæggengu og erfiðu fram- þróun þjóðlegrar listar. Robert M. Coates. HAFNARFJÖRÐUR Ungling vantar til ag bera út Vísi. Sími 50641 kl. 8—9 á kvöldin. ÍTALSKAR, DANSKÁR DÖMUPEYSUR Nýkomið glæsilegt úrval af ítölskum, dönsk- um dömupeysusettum með pilsi. Einnig stretchbuxur á böm. Verg kr. 298.00. VERZLUNIN ÁSA Skólavörðustíg 12 . Sími 15188 Framh. at bls. 1 vegna þess að slíkt tæki höfðu þeir aldrei séð áður. Nú er það og komið til, að nýjar tegundir af hliðarskrúfum hafa verið framleidd ar sem eru ódýrari og hagkvæmari en hinar rafknúnu Pleuger-skrúfur Þessar nýju skrúfur eru knúðar vökvakrafti. Hliðarskrúfan á Höfrungi III. hef ur reynzt ákaflega vel. Skipið er nú í hópi aflahæstu skipanna, þrátt fyrir það að það hafi verið frá veiðum í þrjár vikur vegna bilunar í hinu venjulega stýri og þótt það hafi siglt með nokkra farma af austurmiðum alla leið til Reykjavíkur. Og eitt er merkilegt við hliðarstýrin, að þau draga stór lega úr sliti á nótum. Síðan Höfr- ungur III. kom til landsins og hóf veiðar með hliðarskrúfunni hefur hann haft gamla nót, sem aðrir bát ar gátu ekki notað vegna þess að hún var orðin slitin. Svo miklu minna reynir á nótina eftir að hliðarskrúfan er komin, að slit verður afar lítið og hafa netavið gerðarmennimir á Akranesi sér- I staklega veitt þessu athygli. j Það hefur verið talsvert um það að útlendingar gerðu sér beinlínis ferð hingað til Isiands til þess að sjá hvemig þessi skrúfuútbúnaður verkar, m.a. hafa Færeyingar sýnt mikinn áhuga á þessu og munu nú vera að taka upp hliðarskrúfur. Nokkrir íslenzkir útvegsmenn munu nú einnig vera famir að hugsa um það.. Það nýjasta í þessum málum er, að menn eru nú famir að sjá það, að hliðarskrúfur kunni að koma að 1 verulegum notum hjá togurunum i oe geti e.t.v. leyst að nokkru vanda 'mál þeirra. Síðan sildveiðar með kraftblökk hófust hafa togaramir verið úr leik á síldveiðum, vegna þess að þeir gátu ekki tekið nógu krappa beygju til að kasta nót inni. En verði hliðarskrúfur settar i þá ættu þeir að verða aftur gjald gengir á síldveiðamar. Nú þegar eigendaskipti hafa farið fram á togaranum Þorsteini þorskabít stendur til að setja hliðarskrúfur í hann og Akumesingar eru nú mjög að velta því fyrir sér að setja hliðarskrúfur í togarann Vik ing. Getur og verið að fleiri séu að hugsa sér til hreyfings i þessu. Síldarskipstjórinn Framhald at bls. t stjóri á Eldborginni, Birgir stýrimaður á Ögra, Halldór stýrimaður á Guðmundi Pét- urs, Bolungarvík. „Hvernig er skapið eftir síldina?" „Eftir atvikum er ég ánægð ur. Annars skal ég segja þér, að ég er ekki svo duglegur. Hjá mér er farið mjög mikið eftir rólegum leiðum, teknar langar slæpur. Það er ekki eins og hjá sumum, sem varla mega vera að því að stoppa til að bíða eftir olíu. Sumir segja, að sá asi borgi sig betur fyrir útgerðina — ég þori ekki neitt um það að segja“. Nýtízkuaðferðir við síld- veiðar minna einna helzt á kafbátahemað í stórum stíl. Nú er ekki verið að bíða eftir því að sjá síldina vaða, enda sagði Þórður: „Ég held ég hafi aðeins einu sinni séð „hana“ í torfum í sumar. Nú kastar maður á beran sjóinn og fleiri þúsund tunnur koma í...“ „Verður kannski farið að nota sjónvarpið í þágu veiði- tækninnar?“ „Þú segir vel um það. Með nýjustu tækjunum er hægt að sjá síldina upp í 1 y2 milu og jafnvel í enn meiri fjarlægð í þeim leitartækjum, sem em að koma“. Skipstjóri og blaðamaður fóru örlítið út í þá sálma að skilgreina þá íþróttamennsku, sem væri samfara síldveiði- skap. Þórður sagði: „Það fylgir þessu veiðiæs- ingur. Síldveiðar ganga næst laxveiði, hvað það snertir. Það krefst mikils hraða að ná henni og svo er það hitt: Maður getur veitt mikið í einu kasti. Við aðrar fiskveið- ar em smærri og jafnari köst“. „Hvað tekurðu þér fyrir hendur eftir þessa vertið?“ „Við skulum segja, að ég- slappi af. Annars er aldrei hægt að segja neitt um það, hvað tekur næst við. Ef mað- ur stoppar eitthvað, býst ég við því, að janúar verði not- aður til að þrífa bátinn, en í þeim mánuði er heldur leið- inlegt að sækja sjóinn“. - stgr. Lögreglumál — Framh. at bls. 1 húsrýmjs og erfiðra vinnuskilyrða eins og sakir standa. Hins vegar er eðlilegt, um leið og núverandi yfirlögregluþjónn, Erlingur Pálsson, lætur af störfum að gera nýja skipan á starfi hans, enda ekki hjá því komizt vegna stækkunar höfuðborgarinnar og margháttaðrar aukningar og þró- unar á sviði lögreglumála. Meðal annars em afskipti lögreglunnar af umferðarmálum orðin svo umfangs mikil að brýna nauðsyn ber til að skipa sérstakan yfirlögregluþjón yfir þau mál. Er ætlunin að hann fái einn hinna þriggja aðstoðaryfir lögregluþjóna sér við hlið. Hinn yfirlögregluþjónninn hefur almenna löggæzlu á sinni könnu og tveir aðstoðaryfirlögregluþjónar verða í þeirri deild lögreglumála. ÉT • • JOLAGJOFIN Nivada Sjálfvinda með dagatali. Jólagjöfin fyrir eigin- manninn eða unnustann Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 Hafnargötu 49 — Keflavík Hin vönduðu Omegaúr er vinsæl og góð jóla- gjöf. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 Hafnargötu 49 — Keflavík þingsjá Vis þingsja Visis þingsja Vísis Fundum Alþingis frestað til 7. febrúar ALÞINGI Fundir voru i báðum deildum Aiþingis i gær og sameinuðu A1 þingi. NEÐRI DEILD Aðeins eitt mál var á dagskrá í neðri deild i gær, en það var stjómarfrumvarp um breytingu á tollskrá o.fl. og var það afgreitt sem lög frá Alþingi. Þar sem þetta var síðasti fundur í deild- inni fyrir jólaleyfi, óskaði Sigurð ur Bjarnason, forseti neðri deild ar öllum þingmönnum deildarinn ar gleðilegra jóla og utanbæjar- þingmönnum góðrar heimferðar. Lúðvík Jósefsson' talaði fyrir hönd deildarmanna og óskaði for seta gleðilegra jóla og þakkaði fyrir góða fundarstjórn. EFRI DEILD Þrjú stjómarfrumvörp voru af greidd sem lög frá Alþingi í efri deild í gær, en þau eru: Sam- komudagur reglulegs Alþingis, fjárhagur rafmagnsveitna ríkisins og innflutnings- og gjaldeyrismál. Við umræðu um innflutnings- og gjaldeyrismál kvaddi viðskipta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason sér hljóðs og sagði að ákveðið væri að innheimta ekkert gjald af gjaldeyri til námsmanna. Sig- urður Ó. Ólafsson forseti efri deildar óskaði deildarmönnum gieðilegra jóla í lok fundarins en Karl Kristjánsson óskaði forseta hins sama fyrir hönd þingmabna deildarinnar. SAMEINAÐ ALÞINGI Þingfrestun var eina málið sem var á dagskrá sameinaðs þings í gær. Birgir Finnsson for- seti sameinaðs Alþingis óskaði þingmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkaði þeim samstarfið á þingi. Eysteinn Jónsson þakkaði forseta fyrir árn- aðaróskir í garð þingmanna og óskaði honum alls góðs og þakk- aði fyrir góða fundarstjóm í vet ur. Forsætisráðherra, Bjami Bene diktsson las upp forsetabréf um frestun funda Alþingis og ósk- aði þingmönnum og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla. NÝ MÁL í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um rík- isbókhald, gerð rikisreikninga og fjárlaga. Helzu nýjungar frumvarpsins og breytingar, sem gerðar eru frá fyrri tilhögun eru þessar: 1. Nýjar reglur og ýtarlegri en áður um það, hvaða stofnanir, fyrirtæki og sjóði skuli taka i rík isreikning og fjárlög. 2. Nýjar reglur um afmörkun reikningsársins og lokun reikn- inga. 3. Ákvæði um skiptingu ríkis- reiknings og fjárlaga i tvo hluta. A-hluta og B-hluta, þar sem reikn ingum og fjárlagaáætlunum fyrir tækja og sjóða í ríkiseign er haldið aðgreindum frá reikning um og fjárlagaáætlunum annarra ríkisaðila. 4. Ýmis ákvæði um reiknings lega sérstöðu fyrirtækja og sjóða 5. Nýjar og ýtarlegri skýringar en áður á helztu reikningslegum hugtökum, svo sem gjöldum, tekj um, eignum. skuldum, endurmati greiðslujöfnuði o.fl. 6. Reglur um samræmda flokk un og lágmarkssundurliðun og merkingu (með táknnúmerum) gjalda, tekna, eigna, skulda o.fl. atriða, bæði í fjárlögum og í rík- isreikningi. 7. Ný ákvæði um reikningslega meðferð geymdra fjárveitinga og tímamörk geymsluheimildar í f jár lögum. 8. Ákvæði um fastanefnd til ráðuneytis fjármálaráðherra, fjár málaráðuneyti og ríkisbókhaldi við gerð fjárlaga og ríkisreiknings 9. Reglur um aukið reiknings- legt aðhald með þeim aðilum öðr um en opinberum aðilum, sem hafa tekjustofna samkvæmt sér- stökum lögum. Með þeim reglum er jafnframt stefnt að því, að heildarskattlagning ríkisins komi sem bezt fram. 10. Ákvæði um að birta í rikis- reikningi i vaxandi mæli ýmis sér stök yfirlit i formi taflna eða skýrslna. Hér er bæði um að ræða yfirlit sem erfitt er að fella inn í reikningakerfi tvöfaldrar bók- færslu og samdráttar- eða sund urliðunartöflur ýmissa atriða úr reikningunum, sem ekki koma nægilega skýrt fram í aðalreikn ingunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.