Vísir - 10.01.1966, Side 7

Vísir - 10.01.1966, Side 7
y 1SIR . Mánudagur 10. janúar 1966. 7 OSLÓARBRÉF: Á sunnudagsgöngu um paradís Osló-búa NORDMARKA Tjað er ánægjuleg tilfinning að koma gangandi upp brekk una sem liggur að Ulleválsseter einn fagran októberdag — eft- ir að vera búinn að arka nokkra klnkkutíma gang í gegnum skóginn meðfram lygnu Sogns vatninu — og vita að áfangan um er náð. ennþá aðeins nokkur skref upp brekkuna og svo — þetta er töluvert spennandi um leið, því ennþá sést ekkert af þessum margumtalaða Seter, én þegar komið er upp bakkann þar sem hann er hæstur, þá f einu vetfangi blasir við manni öll dýrðin En hvílík sjón! Sé sem kemur þama í fyrsta skipti hlýtur að undrast, og það fyrsta sem í hugann kemur er hvort það sé eiginlega þjóðhátíð hér. Maður ruglast i ríminu — er 17. maí í dag eða hvað?Þarna út um alla móa sitja og standa ef ekki þúsundir þá áreiðanlega hundr uðir fólks, borðandi, drekkandi, masandi, Jeikandi sér við bömin geitur eða lömb, og í gegnum þennan hressilega og glaðværa klið má heyra í bjöllum kúnna sem spígspora þar innan girð ingar fram og aftur og þarna eru nokkrir komnir inn fyrir girðinguna og farnir að leika sér við kusu. Allt virðist ve^a f sátt við náttúruna og sjálft sig Það er furðulegt að hér skuli vera þessi fjöldi saman- kominn því svo sannarlega ef það skipti ekki þúsundum sem við mættum á göngunni í gegn um skóginn, látlaus straumur fólks á öllum aldri. En það er ekki um að villast: Þetta er norska þjóðin „pá sön- dagsturen í Marka“. Heilar fjölskyldur með börnin og hundana — með bakpoka — f skrautprjónuðum peysum, vað- stígvélum og skotthúfu. Og vei þeim sem sést á þeirri göngu með hatt og í frakka og gljáðum skóm. Ósjálfrátt verður manni á að líta á hann sem einhvern furðufugl, hann truflar samræmið, heildina, hann er eins og falskur tónn í skalanum. Og það er víst ekki örgrannt um að hann finni þetta ofboðlítið sjálfur. hann eins og fer ögn hjá sér þegar hann mætir öllum skotthúfunum. En hann lætur sig samt hafa það, hann er nú einu sinni hér, og hefur víst leyfi til að vera á sunnudagsgöngu eins og allir hinir þó hann sé ekki með skotthúfu. Þarna eru h'ka unglingar í hópum eða ung pör vefjandi hvort annað örmum á göng- unni — geta ekki látið vera með — við og við — svolítið að kjást, hér þykir engin minnkun að láta það sjást. Veðrið hefur verið unaðslegt, glampandi sól frá þvf snemma morguns. Loftið er milt og tært, örlítið svalt. Þó er enn hægt að njóta þess á miðri göngunni, að setjast niður stundarkorn og láta vermandi geisla sólarinnar leika um and- litið. Við sitjum alveg niður við Sognsvatnið, sem er nú líkast spegli þar sem sólin glampar á það. Meðfram vatninu standa há furutrén, þessar hnarreistu beinvöxnu stoðir sem standa af svalan ilm jarðarinnar, — svo hríslast út í hverja taug — og yfirleitt nýtur þess að vera til. Og sú spurning kemur upp í hugann, — hvort það sé annars nokkur furða þótt Oslobúar vi fár snakke om det pá turen nu pá söndag“. — „Söndagsturen" er það sem Norðmaðurinn lifir fyrir alla vikuna. Seinni hluta viku má telja víst, — sé maður á sér alla storma. Og þama úti á miðju vatni má sjá lftinn róðr- arbát, athyglin beinist að honum um stund, og lítill drenghnokki heyrist bollaleggja hvemig nú færi „hvis báten kentret" — já, það væri hreint ekkert spaug“. En nú erum við komin til Ulleválsster. Hér má fá ýmis legt sér til hressingar, þegar er orðið fullsetið innifyrir, eru borð og bekkir úti, þar sem setið er við kaffidrykkju, líka má fá gosdrykki, og heita sól- berjasaft sem virðist vera vin- sæll drykkur nú þegar svalt er orðið. En nú síðla dags þegar sólin er farin að lækka á lofti finnur maður verulega fyrir því að vetur er ekki langt und- an, enda trén farin að fella laufin, þó enn standi þau mörg í fullu skrúði með rauðgullnum blöðum, sem t skini síðdegis- sólarinnar lýs.. sem leiftrandi eldur langt að. Á þessari sunnudagsgöngu paradís Oslobúa, Nordmarka, — flýgur margt í hugann, um leið og maður teygar að sér Seter á Nordmarka. gleymi því — jafnvel árum saman — að þeir eiga ekkert konserthús, — já og láti sér jafnvel fátt um finnast þótt þeir myndu eftir því, jafnvel þó þeir ættu ekkert leikhús. Er hægt að hugsa sér dásamlegra „svið“ en hele Marka“, með bjöllukúm, geitum og lömbum, fuglasöng á sumrum, hunda- sleða, skauta- og skíðagaman á vetrum, Holmenkollen Fnogn- erseter, Ulleválsseter, og svo fleiri hundruð þúsund manns á „sviðinu" hingað og þangað um alla mörkina, í þeirri lit- skrúðugu litrústningu sem þeim nú einu sinni finnst ekki annað en tilhlýðilegt að sýna sig í á því sviði. Flestir meiri háttar hljóm- leikar hafa áratugum saman farið fram í hátíðasal háskólans „Aulaen“ sem tekur u. þ. b. 7 hundruð manns. Þetta er vina- legur salur, og málverk eftir norska snillinginn Munch prýða þar alla veggi. Nú, þetta hefur alit blessazt hingað til, svo hvers vegna ætti það ekki að geta gert það áfram? „Men rölti um borgina — að heyra einn og annan minnast á — turen pá söndag — eða bara „pá turen“ og heyri maður ekki meira af orðræðunni, mætti gefa hugmyndafluginu svolítið Iausan tauminn, og láta Norðmanninn segja t. d. eitthvað á þessa leið: Konsert- hus! Hvad skal vi med konsert- hus vi, som har hele Marka — Konserthus!! ja, ja, vi snakker om det pá turen vi — pá sön- dag-morna. Otlendingur undrast fyrst í stað þennan eldheita áhuga fyr ir „söndagsturen", en eftir að- eins einn slíkan „tur i Marka“ undrast hann ekki lengur, en er þegar orðinn eldheitur aðdá- andi „Marka“, með öllu til- heyrandi, og kominn undir töfravald þessarár seiðandi náttúru, sem dregur mannfólkið til sín eins og segull. — Svo það er kannski ekkert undarlegt þó þessi óskapaða náttúrudýrk- un Norðmanna orsaki það að Osloborg er frábrugðin öðrum stórborgum. Einhvern veginn er það hálfgert eins og að vera komin í stórt sveitaþorp að koma til Oslo. Þetta er engan veginn meint í niðrandi merk- ingu, þvert á móti. Þessi nátt- úrudýrkun Norðmanna er ein- mitt eitt af þeirra mest aðlað- andi einkennum Þeir eru nátt- úrubörn miklu fremur en heimsborgarar, og Oslo, sem höfuðborg á heimsmælikvarða, — þá tekst illa til, kannski m. a. af fyrrgreindum ástæðum. STÚDENTALÍFIÐ. Það sem einna helzt setur svip á Osloborg — nú eftir að ferðafólk er haldið til sinna heima — eru stúdentamir, en þeir eru eins og mý á mykju- skán þar sem þeir hópast oft saman á svæðinu fyrir framan háskólann við Karl-Johan, eða þeir standa í löngum biðröðum fyrir framan lestrarsali og bókasöfn eins og t.d. Deich- mann, ef þar skyldi vera krók að fá, og ró og næði til lestrar. En það er oft vandamál stúd- enta, sem koma víðsvegar að frá öllu landinu, að geta búið svo viðunandi sé. pvi ekki komast allir fyrir í „Stúdent- byen pá Sogn“, en þar búa u. þ. b. 1700 stúdentar og er þá fullskipað. Þrátt fyrir hina nýju háskóla byggingu á „Blindern" — sem er skammt utan við borgina — er samt gamli háskólinn við Karl Johan enn í fullu fjöri og þarf ekki annað en að skjótast inn í kjallara miðbyggingar til að sannprófa það. Þar eru strax á göngum slík þrengsli að maður verður að olnboga sig á- fram á milli kaffistofu og bóka- verzlunar. Þar standa jafnan í hrókasamræðum stúdentar af báðum kynjum, en fjölmennur hópur kvenstúdenta er þarna á vfð og dreif, og þær sem sjást á ferli innan þessara gömlu veggja, eru allar að lesa lög. — „Áá ... det er sá moro“ segja þær á sinni syngjandi norsku. sem fer alveg upp á háa C-ið á „moro“. — í bókaverzl. fást allar þær bækur sem stúdentar þurfa á að halda við háskóla- nám sitt, þar getur tilvonandi læknirinn, presturinn eða lög- fræðingurinn o. s. frv. gengið að sínum lærdómsbókum, sem er snyrtilega raðað, hver lær- dómsgrein út af fyrir sig. En á miðju gólfi innan um öll vfs- indin — trjónar slægætiSkassi allmikill með hinum ýmsu teg- undum góðgætis, sem er hægt að kaupa um leið og gengið er þar um. Hinum megin við ganginn er kaffistofan. Þar er oft margt um manninn, og hafi manni tekizt að olnboga sig þangað inn fyrir dyrnar hefur maður allt í einu orðið fyrir loftlags- breytingu. Við erum bókstaflega komin í annað „klima". Loítið er þykkt, mengað reyk, útgufun og, ja kannski andlegheitum. Við greinum varla andlitin í gegnum móðuna, kliðurinn er óskaplegur. Hér er setið yfir Framli. á bls. 4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.