Vísir - 10.01.1966, Side 10

Vísir - 10.01.1966, Side 10
w V í SIR . Mánudagur 10. janúar 1966. borgin í dag borgin í dag borgin í dag Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 11. jn.: Kristján Jóhann esson, Smyrlahrauni 18. Sími 50066. Útvarpið Mánudagur 10. janúar. Fastir liOir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur: Á nýju ári. Glsli Kristjánsson ritstjóri flytur. 1IL35 Við vinnuna. Tónleikar. 14.40 Við ,sem heima sitjum. Sig rún Guðjónsdóttir les skáld söguna „Svört voru seglin“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 1740 Fiðlulög. IS.OO Or myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson talar um íslenzkar gróplöntur. 18.30 Tónleikar. 20.00 Um daginn og veginn. Andrés Kristjánsson rit- stjóri talar. 20.20 Spurt og spjallað í útvarps sal. Þátttakendur: Ágúst Þorvaldsson, alþm., sr. Ei- rikur J. Eirfksson þjóðgarðs vörður, Guðmundur J. Guð mundsson verkamaður og Styrmir Gunnarsson lög- fræðingur. Stjórnandi um- ræðnanna: Sigurður Magn ússon fulltrúi. 21.20 „Kindur jarma í kofunum" Gömlu lögin sungin og leik in. 21.30 Útvarpssagan: „Paradísar- heimt“ eftir Halldór Lax- ness. Höfundur flytur. 22.15 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.05 Að tafli. Sveinn Kristins- son flytur skákþátt. 23.40 Dagskrárlok. Tilkynning ■ Kvenfélagasamband Islands, Leiðbeiningarstöð húsmæðra að Laufásvegi 2 er opin kl. 3—5 alla daga nema laugardaga, simi 10205. Söfnin Landsbókasafnið, Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lestrarsalur opinn alla virka daga kl. 10—12, 13—18 og 20— 22 nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. Útlánssalur opinn alla virka daga kl. 13—15. Spáin gildir fyrir þriðju dag inn 11. jaúar. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Framkvæmdir eða fyrir- tæki, sem þú hefur í undirbún ingi, virðast þurfa nánari at- hugunar við. Láttu ekki kunn- ingja eða vini freista þín til að ana út i neitt þess háttar, fyrr en tryggilega er frá öllu gengið. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú virðist i nokkrum vanda staddur vegna óvæntrar ákvörð unar einhvers nákomins eða kunningja þíns. Þetta raskar tals vert skipulögðu starfi þínu, en láttu það ekki á þig fá, mestu varðar að fá þessu kippt í lag. Tviburamir, 22. maí til 21. júní: Láttu ekki ánægjuna hlaupa með þig í gönur þó að bjartara virðist framunan. Þú átt enn óleystan ýmsan vanda, og það tekst þér því aðeins, að þú lítir raunhæfum augum á hlutina. Þetta á einkum við um peningamálin. Krabblnn, 22. júni til 23. júlí: Þér þykir hrósið gott, og þess vegna er hætta á að þú látir blekkjast af smjaðri þeirra, sem vilja notfæra sér kapp þitt og dugnað, en láta sem minnst koma, fyrir. Sýndu þeim ekki neina tilhliðrun, þú átt þitt. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Þér berst frétt eða tilboð, sem þú ættir að athuga náið ,það er ekki að vita nema að þú getir hagnazt sæmilega í því sam- bandi. Ekki er ósennilegt að þú eigir eftir að komast þar í all harða keppni — hafðu því vað ið fyrir neðan þig. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Góður dagur í ýmsum viðskipt um, en hætt við að rómantikin reynist viðsjál. Þú ættir þvi að gæta þín í öllu, sem snertir hið gagnstæða kyn, einkum und ir kvöldið, Einnig ætturðu að forðast öll lengri ferðalög eftir megni. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: k Þú verður ef til vill að taka ein i hverja ákvörðun í dag, sem á / eftir að hafa alvarlegar afleið 1 ingar fyrir þig. Þú skalt því i ekki flana að neinu, einkum t ættirðu að athuga ýmis smá- / atriði, sem ekki virðast skipta 1 neinu i fljótu bragði. ] Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: 1 Farðu gætilega í umferðinni, l hvort sem þú stjómar sjálfur í ökutæki eða ekki. Kannski / finnst þér árið ekki byrja sem 1 bezt en það lagast von bráðar \ þegar þér hefur unnizt tími til i hvíldar og athugunar. / Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. I des.: Það eru að gerast atburðir / einkum í sambandi við fom- 1 kunningja af gagnstæða kyn- 1 inu, sem eiga eftir að verða þér í til mikillar blessunar ,ef þú í endurskoðar afstöðu þína gagn 1 vart honum og treystir honum 1 betur en áður. í Steingeitin, 22. des. til 20. jan: Þú ættir ei að ráðast í ferða lög í dag eða vera meira á ferð inni en þú endilega þarft. Ef þú stýrir ökutæki skaltu gæta fyllstu varúðar. Trúðu varlega fréttum, sem þér kunna að ber ast og snerta kunningja eða ná inn vin. Vatnsberinn 21. jan til 19. febr.: Þér gengur ýmislegt i hag einkum fyrri hluta dagsins. Þú ættir því að koma sem mestu 1 af því I framkvæmd þá, sem þér finnst mikilvægast. Bjóðist þér aðstoð, ættirðu að taka henni, en fylgjast vel með öllu engu að síður. Fiskamir, 20 febr. til 20. marz. Láttu vin þinn skilja hvað þú vilt varðandi samvist- ir ykkar, og vertu ekki feim- 1 inn við að taka frumkvæðið, ef þvi er að skipta. Það verður ykkur báðum til hamingju, þó að þú sjáir ekki nú hvernig vand kvæði í því sambandi mega leysast. Bókasafn Kópavogs. Útlán á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Fyrir börn kl. 4.30—6 og fuil- orðna kl. 8.15—10. Barnabókaút- lán í Digranesskóla og Kársnes- skóla auglýst þar. Ameríska bókasafnið Haga- torgi 1 er opið: Mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga ki. 12—21 þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12 til 18. Bókasafn Sálarrannsóknarfé- lagsins, Garðastræti 8 er opið miðvikudaga kl. 17.30—19. Lán aðar eru út bækur um sálræn efni. Ásfrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga, og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Listasafn íslands er opið þriðju daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga ki. 1.30—4. Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðinn tíma. Þjóðminjasafnið er opið eftir- talda daga: Þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 1.30—4. Minjasafn Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, er opið daglega frá kl. 2—4 e. h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSÍ — Skip- holti 37. Opið alla virka daga frá kl. 13—19, nema . laugardaga kl. 13—15 (1. júnf—1. okt lokað á laugardögum). Bókasafn Seltjarnarness er op ið mánudaga kl. 17.15—19 og 20- 22 miðvikudaga kl. 17.15—19 og föstudaga kl. 17.15 Fundahöld Dansk kvindeklub spiiler sel- skabswhist Tirsdag den 11. jan. kl. 8.30 i Tjarnarbúð. Bestyrelsen. Kvennadeild Slysavarnarfélags. ins í Reykjavík heldur fund mánu daginn 10. jan. kl. 8,30 i Slysa- varnarfélagshúsinu Grandagarði. Til skemmtunar: Gamanþáttur, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason. Sýndar skuggamynd- ir. Sameiginleg kaffidrykkja og hljóðfærasláttur. — Stjórnin. Kvenfélag Bústaðasóknar. Spila fundur í Réttarholtsskóla mánu- dagskvöld kl. 8.30 — Stjómln. Aðalfundur Aðalfundur Kvenfélags Grens- ássóknar verður í Breiðagerðis- skóla kl. 8.30 mánudaginn 10. jan. Aðalfundarstörf og lagabreyt ingar. — Stjórnin. Blöð og tímarit Heilsuvernd 6. hefti 1965 er ný komið út. Það flytur m. a. þetta efni: Máttur sólar eftir Jónas lækni Kristjánsson, Jólahugleið- ing eftir séra Jón Thorarensen, greinar um Veganhreyfinguna eft ir Bjöm L. Jónsson lækni, hirð ingu húðarinnar eftir dr. med. Wemer Tiegel, æðakölkun og syk ur eftir dr. med. M, O. Bruker. í ritinu eru uppskriftir eftir Bryndfsi Steinþórsdóttur hús- mæðrakennara, fréttir frá lands þingi NLFÍ, smágreinar um mat arliti, DDT í dýrum suðurheim- skautsins, hjartasjúkdóma, dýra fitu og erfiðisvinnu, sykur og feitisneyzlu, um frumorsakir æða kölkunar, skordýraeitur og fiska líf o. fl. Ritstjóri er Björn L. Jónsson læknir. Árnað heilla Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sr. Sigurjóni Þ. Árnasyni ungfrú Guðlaug Sveinbjörnsdótt- ir og Stefán Sigurðsson, Lauga- vegi 8. (Nýja myndastofan, Laugavegi 43b. Sími: 15125). Á jóladag voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúla- syni ungfrú Jónína Helgadóttir og Víkingur Sveinsson, Sogavegi 130. (Nýja myndastofan Laugavegi 43b). Þann 30. des. voru gefin saman í hjónaband af sr. Árelíusi Níels- syni ungfrú Edda K. Haraldsdótt- ir og Baldur Gunnarsson, Njáls- götu 72. (Nýja myndastofan Laugavegi 43b). Sjónvarpið Eins og áður hefur verið skýrt frá hafa staðið yfir að undan- förnu prófanir á sendi íslenzka sjónvarpsins á Vatnsendahæð. Kyrrstæð stillimynd hefur verið send út öðru hverju síðan 24. desembér s.l. Stillingu á sendin- um er nú að mestu lokið. Til að gefa sjónvarpseigendum kost á að athuga hvort myndin næst á móttökutæki þeirra hefur verið ákveðið að hefja regluleg ar útsendingar á henni, ásamt hljóðmerki, föstudaginn 7. jan. Fyrst um sinn verður þessi útsend ing frá kl. 13 til 21 ( kl. 1—9 e.h.) alla daga nema miðvikudaga. Sent er á rás nr. 11 samkvæmt Evrópukerfi. í flestum tilfellum mun þurfa ný loftnet eða breytingar á þeim loftnetum, sem fyrir eru. Enn er ókannað hversu langdræg stöðin er, en myndin ætti að geta sézt vel í Reykjavík og nágrenni. Þeim, sem erfiðlega gengur að fá skýra mynd, er ráðlegt að leita til seljenda tækjanna um leiðbein ingar, eða nauðsynlegar lagfær ingar á þeim. Happdrætti Frá Lögreglukór Reykjavíkur Dregið var í happdrætti lög- reglukórs Reykjavíkur 23. des. s.l. Upp komu eftirtalin númer: 1. v. Volkswagen-bifr. nr. 654 2. — Sjónvarpsviðtæki — 4119 3. — Saumavél — 6666 4. — Flugferð. USA. — 9044 5. — Tveir farm. R.sk. — 2958 6. — Farm. Gullfoss — 3601 7. — Flugf. Kaupmh. — 8426 8. — Herraföt — 5768 9. — Herraföt — 7619 10. — Bílfar — 7582 Vinninganna skal vitjað hjá að- alumboðsmanni happdrættisins, Guðbirni Hanssyni, Skeggjagötu 14, Reykjavík, sími 11888. • BELLA* legt — það er ekkl einn elnasti, sem ég get prófað nýja kossekta varalitinn minn á.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.