Vísir - 10.01.1966, Síða 11

Vísir - 10.01.1966, Síða 11
V1SIR . Mánudagur 10. janúar 1966. 77 FHFERA FRAM / ÞRWJU UMFERB Vann Fredensborg oftur í Evróp ubikurleiknum í gærkvöldi og vunn sumunlugt með 35:28 FH er komið meðal 8 Evrópuliða í Evrópubikarkeppninni í handknattleik. Það var enginn vafi á því að FH var betra liðið í viðureigninni við norsku meistar- ana Fredensborg. Sigurinn í síðari leiknum var 16:13 og samtals unnu FH-ingar með 35:28 eða með 7 mörkum. Sigurinn í gær gat orðið stærri, en síðustu mínút- umar notuðu FH-ingar til að „slappa af“. Það var ástæðulaust að leggja út í tvísýnu með leikmenn því greinilegt var að önnur og stærri átök em í vændum. FH átti nú sinn bezta leik um langt skeið, mun betri leik en á föstudaginn. Norð menn skomðu fyrsta markið eftir 7 mín. leik, en bræðumir Geir og Öm Hall- steinssynir komu á eftir með þrjú falleg mörk og færðu liði sínu forystu, sem hélzt allan leikinn. Á 20. mín. var FH búið að ná 6:3, og þriggja marka forskot hélzt út hálfleikinn en í hálfleik var staðan 10:7. í seinni hálfleik byrjuðu FH- menn mjög vel. Vömin virtist ekki síðr! en sóknin, og færi eitthvað í gegn máttu menn vera vissir um að Hjalti Einarsson í markinu sæi fyrir því. Norðmenn fóm líka illa með tækifæri. Áttu þeir m. a. skot i stöng úr vítakasti. FH skor aði hins vegar hvað eftir ann- að og komst i 14:7. Loks á 16. min. i seinnl hálfleik skoraði Sve- stad 14:8, og hafði Fredensborg þá ekki skorað mark í 20 mínútur. Nú voru aðeins 14 mín. eftir af leik. Til að Norðmönnum ætti að auðnast að vinna FH samanlagt þurftu þeir að skora 10 mörk og greínilegt var að kraftaverk yrði að koma þeim til hjálpar. Nú var eins og losnaði um leikmenn FH og þeir gerðu ekkl eins mlkið og fyrr tíl að skora, vömðu sig á j að Ienda í mikilll hörku. Norðmenn náðu að skora 14:9 og 14:10 bæði úr vitaköstum en | FH svaraði með tveim mörkum á móti. Fredensborg skoraði 16:11 og Páll Eiríksson „brenndl af“ vítakastí en hafði áður skorað ör- ugglega 4 mörk úr vítalcöstum. Á siðustu mínútunum skoruðu Norð- menn tvö mörk og það þríðja var á leiðinni í netið, þegar flautað var af. En sem sagt leiknum lauk 16:13. Var úrslitunum fagnað innilega af mannfjöldanum. sem hafði fylit Laugardagshöllina og óspart látið í sér heyra allan leikinn. Handknattleikurinn í gær var mjög góður og þá ekki sizt hjá FH. Hins vegar var leikurinn ekki eins spennandi fyrir áhorfendurna, — til þess voru yfirburðir Hafn- firðinganna of miklir og segja má að strax í fyrri hálfleik hafi fólk séð að Norðmennirnir gætu ekki unnið leikinn. í liði Norðmann- anna sjálfra gættí jafnvel nokkurr ar svartsýni, að minnsta kosti var ekki hægt að lesa annað úr Ieik þeirra, sem var mun daufari en á föstudaginn, sendingar margar ó- nákvæmar og liðið í heild ekkl gætt þeim áhuga sem var svo áberandi í fyrri leiknum. í liði FH áttu margir góðan leik, raunar allir leikmenn liðsins, Páll Eiríksson kom nú fram í sviðs- ijósið sem hættulegur maður fyrir Norðmennina og skoraði 7 mörk, þar af 4 úr vítaköstum sem voru mjög vei framkvæmd. Bræðumir Geir og Öm voru báðir góðir og er Geir án efa einn snjallasti ein- staklingur liðsins með knöttinn ásamt Ragnari. Geir er nú nemandi í íþróttaskólanum á Laugarvatni og var nú hvattur af öllum neai- endum skólans og skólastjóra, Áma Guðmundssyni, en hópurinn tók sér á hendur ferð til að sjá leikinn. Ragnar Jónsson var mjög góður sem fyrr og það er ekki vafi á að Ragnar er ekki síður hættu- legur þegar hann spilar í stað þess að skjóta um of. Án efa á hann eftir að verða snjall í línu- sendingum þegar hann hefur æft þær upp en linuspilið er í minnsta lagi hjá FH og e.t.v. ein af veiku hliðum liðsins í dag. Birgir Bjöms- son átti ágætan leik og Hjalti Einarsson varði hvað eftir annað stórkostlega vei og er nú án efa okkar bezti markvörður. Af Norðmönnunum bar mest á Jon Reinertsen sem skoraði 6 marka liðsins, en ágætan lefk áttu Knut Larson, Ame Johansen og Kai Ringlund. Fredensborg varð nú að bíta í það súra epli í þriðja sinn í Evr- ópubikar að komast ekki áfram, Framh á bls o NOHDMENNIRNIR: „Hrífmr af FH" Norsku leikmennimir og far- arstjóramir voru að vonum nokkuð óánægðir með úrslit leikjanna hér í Reykjavík, enda komu þeir hingað með talsverð- ar vonír um að fá nú í fyrsta sínn tækifæri til að komast á- fram í Evrópubikarkeppninni eftir að hafa verið stöðvaðir tvívegis af dönskum liðum. „Sigur FH var sanngjarn", sagði Klepperás, markvörðurinn góðkunni, þegar fréttamaður talaði við hann að leik loknum. „Breiddin í FH-Bðinu er mikil og það kom okkur á óvart að mæta allt í einu allt öðmm skyttum í dag en á föstudags- kvöldið. FH var sannarlega vei að sigrinum komið, það er iétt og leikandi á móti þessum þungu sleðum okkar“, sagði hann. Og hvað um „koIlegann“ í Hafnarfjarðarmarkinu? „Mér finnst Hjalti Einarsson vera langbeztl maður Iiðsins, og markvarzla hans er einhver sú bezta, sem ég hefi nokkm sinni séð“. Lördahl, fararstjóri sagði: ,.Ég er mjög hrifinn af FH. Þeir em léttir og ieikandi, en virðast ekkl leika eftir neinni sérstakrí „taktík“. Það er allt í lagi í þeirra tilfelli, því að það gefur góðan árangur, eins og sjá má. Ég vona bara að Iiðið ykkar fari langt í keppninnl“. Kleven, fararstjórl: „FH-liðið leikur góðan handknattleik. Við urðum að láta í minni pokann fyrir betra Iiði. Þá er það mark varzlan hjá Hjalta Elnarssyni. Hún er einhver sú stórkostleg- asta, sem ég hefi séð. Og við höfum ekki bara notið góðs handknattleiks, heldur frábærr- ar gestrisni, sem við munum seint gleyma“. Ragnar Jónsson skorar fallega. ÍSLANDSMÓTIÐ HAFIÐ: KR OG FRAM SIGRUÐU „Núna skiljum við þessar eilífu afsakanir erlendu Iiðanna, þegar þau hafa leikið á Hálogalandi“, sögðu margir handknatt- Ieiksmannanna, sem gengu til fyrstu leikjanna í íslandsmót- inu um síðustu helgi. „Þetta er ótrúleg breyting eftir að hafa æft nokkum tíma í nýju höliinni“. Leikmenn FH ganga af vellinum eftir sigurinn yfir norsku meistumnum íslandsmótið hófst með tveim leikjum í 1. deild á laugardags- kvöldið að viðstöddum nokkrum hópi manna og fóm tveir all skemmtilegir leikir fram. Fram vann Val með 23:19 en í hálfleik var staðan 13:12 fyrir Fram. Framarar höfðu náð góðri forystu með 8:3, en í seinni hálf leik komust Valsmenn 2 mörk yfir, en undir lokin kom greini- lega í ljós hvor aðilinn var sterk ari, — Fram tók forystuna og tryggði sigur með góðum enda- spretti. KR vann Ármann í seinni leik kvöldsins og vann 22:17. Höfðu KR-ingar yfir allan leikinn með 2-3 mörk og var sigur þeirra aldrei í verulegri hættu og voru þeir greinilega sterkari aðilinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.