Vísir - 10.01.1966, Qupperneq 16
Mánudagur 10. janúar 1966.
90 millj. kr. greitt í vinninga:
Stuðningur við Happdrættið er stuðn
ingur við Háskólann og starf hans
fundi með fréttamönnum
á föstudag skýrðu stjóm-
endur Happdrættis Háskól-
ans frá starfsemi Happdrætt-
isins síðasta ár og þeim fram
tíðarfyrirætlunum sem það
hefur nú á prónunum.
— Það ár sem nú fer i hönd
nefnum við ár veltp og vinn-
inga, sagði prófessor Ármann
Snævarr, rektor Háskólans,
en hann er formaður stjómar
Happdrættisins.
í ræðu sinni vakti hann at-
hvgli á þeirri merku staðreynd
að allar byggingar Háskólans
eru reistar fyrir happdrættisfé,
og kvað hann slíkt mundi vera
einsdæmi. Væri það ljós vottur
um mikilvægi þessa happdrætt-
is og stórkostleg framlög þe.ss
til menningarmála þjóðarinnar.
Með því að spila í Happdræ.'i
Háskólans verða menn þátttak-
endur í þvi að efla vísindin í
landinu, sagði rektor. Drap
hann á það hve góðum undir-
tektum Happdrættið hefði
mætt allt frá stofnun þess 1934
Framh. á bls. 5
Guðjón Sigurðsson
Sjálfkjörið í Iðju
Guðjón Sigurðsson formoður í 10. sinn
Á laugardaginn kl. 12 á hádegi
rann út framboðsfrestur til að
leggja fram lista til kjörs stjómar
og trúnaðarmannaráðs i Iðju, fé
lagi verksmiðjufólks í Reykjavflt.
Aðeins kom fram einn listi frá
stjóm og trúnaðarmannaráði fé
lagsins og var hann þvi sjálfkjör
inn.
Stjórnina skipa:
Guðjón Sigurðsson, formaður,
Ingimundur Erlendsson, varafor
maður, Runólfur Pétursson, ritari
og Steinn Ingi Jóhannsson gjald
keri. Meðstjórriéndur: Kristín Hjörv
ar, Klara Georgsdóttir og Guð
mundur Jónsson. Varamenn: Jón
Framh. á bls. 6.
Stjórn Happdrættis Háskólans. Frá vinstri: Próf. Þórir Kr. Þórðarson, próf. Ármann
Snævarr, Háskólarektor, formaður stjórnar Happdrættisins, próf. Halldór Halidórsson og
Páll H. Pálsson forstjóri Happdrættisins.
Unnið að viðgerð á Eiðasendi
Lætur af ritstjórn
ÍSLENDINGS
//
í blaðinu „íslendingi,“ sem út
kom 6. janúar, er frá því skýrt
að Jakob Ó. Pétursson láti nú af
ritstjóm blaðsins eftir aldarfjórð
ungsstarf. Tekur Jakob við starfi
við Fasteignamatið á Akureyri. í
ávarpi frá blaðstjórn vegna þess
ara tímamóta segir svo: „Tvennt
er það einkum sem vakið hefur at
hygli í ritstjórnarfari Jakobs Ó. Pet
urssonar: annars vegar prúð
mennska hans og hófstilling í mál
flutningi, án þess þó að slá
nokkru af um skoðanir, og iiins
vegar leikni hans í meðferð ís-
lenzkrar tungu og umhyggja fyrir
þvf að henni sé ekki misboðið.
Nýr fastur ritstjóri hefur enn
ekki verið ráðinn að „íslendingi“
en til bráðabirgða hefur Halldór
Blöndal stud. jur. tekið við því
starfi en hann hefur að undan-
fömu gegnt blaðamannsstörfum
við „Islending."
Nýi útvarpssendirinn á ESðum
er nú 1 lamasessi og notast Anst
flrðingar aftur við útvörpun frá
gamla sendinum. Kom bilunin fram
í sfðustn viku en á fimmtudag var
útvarps og símafræðingur sendur
austur til þess að kanna málið.
Var talið að sp(Ma hefði bmnnið
og ekki var vitað hvort hægt væri
að gera við þetta á Eiðum án þess
að fá varastykki sent að utan til
viðgerðarinnar. Er bilunin á að
Struku uf
drykkjuhæli
Aðfaranótt sl. laugardag hlupust
þrír vistmenn á brott frá Gunnars-
holtl og var talið, að þeir mundu
hafa ætlað sér að komast til
Reykjavíkur.
Framh bls 6
færsluifnmn langbylgjusendisins og | að unnið væri sem óðast að við
loftnetinu og síðustu fréttir hermdu > gerðum.
Alúmínmálið lagt fyr-
ir Alþingi í marz
Dagana 4.-6. janúar fóru
fram í Ziirich viðræðufundir um
alúmínbræðslu í Straumsvík,
milli samninganefndar ríkis-
stjórnarinnar, Swiss Aluminium
Ltd. og Alþjóðabankans, svo
sem gert hafði verið ráð fyrir.
Er nú unnið að því að ganga
frá samningsuppkasti og tillög-
um samninganefndarinnar, sem
hún mun skila í hendur ríkis-
stjómarinnar, svo fljótt sem
verða má.
Þingmannanefndinni hafa ver
ið send skjöl um það sem gert
var í desembermánuði s.l. í máli’
þessu.
Fallist ríkisstjórnin á tillögur
þær sem gengið verður frá á
næstu vikum, er líklegt að ríkis
stjómin muni getst 1agt málið
fyrir Alþingi í marzmánuði, eins
og iðnaðarráðherra gerði grein
fyrir, þegar umræður fóm fram
um málið í þinginu um miðjan
desember s.l.
Jakob Ó. Pétursson |
Jólavaka í Langholtssöfnuði
Biskup sagði Iró Rómarför
Árlega er haldin jólavaka í
Langholtsprestakalli, sem Vetr
arstarfsnefnd safnaðarins gengst
fyrlr. Meðal dagskrárliða eru
að jafnaði fyrlrlestrar eða frá-
sagnir og að þessu sinni sagði
biskup, herra Sigurbjöm Elnars
son frá Rómarför.
Blaðið hringdi í morgun til
séra Árelíusar Níelssonar, sem
sagði að jólavakan væri einn
þáttur í jólahátíðahöldum safn
aðarins og hefði verið fjölmenn
þótt lakara væri að hafa hana
eftir jólin þar sem fólk væri
þá orðið, dálítið þreytt á and-
legri fæðu.
« — Erindi biskups var ákaf
lega fróðlegt, sagði séra Árelius
og kom manni ýmislegt á óvart
þótt maður væri búinn að lesa
um Rómarförina í blöðum, eins
Og t.d. afsökunarbeiðni páfa
kirkjunnar til austurkirkjunnar
á því sem gerðist árið 1054,
þegar rifizt var um heilagan
anda. Fleira merkilegt er tengt
þessu, t.d. það að þetta er í
fyrsta sinni sem lútherskum
klerkum er boðið til fundar þar
sem eingöngu eru rædd málefni
kaþólsku kirkjunnar þar sem
kaþólska kirkjan hefur aldrei
fyrr viljað viðurkenna að aðrar
kirkjur væru til.
— Við lítum út um gluggann
með þessum erindum ef svo má
segja. í fyrra f’engum við for
sætisráðherra til að segja frá
nútíma Israel.
Fleira er á jólavökunni t.d.
einsöngur og kórsöngur og
helgistund. Enn hátíðlegri sam
koma var þó um daginn, þegar
við höfðum húsfylli af öldruðu
fólki og fór þá fram helgisöng
ur, fólk úr æskulýðsfélögunum
og eldri bekkjum skólans kom
fram í hvítum skikkjum. Enn
fremur má geta jólaskemmtun
arinnar, sem er meira en leikur
inn einn og voru þar mætt mörg
hundruð böm.
Sigurbjöm Einarsson biskup
seglr frá Rómarferðlnnl.
,1