Vísir - 04.02.1966, Síða 5
P’ISIR . Föstudagur 4. febrúar 1966.
5
utlönd í uoruim
1 T 4-"
U L' .
2.
;Tör
i morgim:
utlönd í mormm
SíLWYN-LLOYD TIL RHÓOBSÍU
sons og stjómar hans og hefur nú
bannað allan útflutning til Rhodes
iu, nema „útflutning á vörum af
mannúðarástæðum“.
Selwyn Lloyd, talsmaður íhalds
flokksins brezka leggur af stað til
Rhodesiu á sunnudaginn kemur, til
þess að kynna sér ástand og horf
ur, ræða við sem flesta stjómar-
sinna og stjómarandstæðinga,
hvíta menn og blakka, — menn af
öllum stéttum.
Edward Heath, formaður íhalds
flokksins tók það fram um leið og
flokkurinn tilkynnti þetta, að
Selwyn Llovd færi alls ekki til þess
að taka þátt I neinum samkomu-
lagsumleitunum eða til þess að
stuðla að að því, að einhver tæki
sér fmmkvæði í hendur um slíkar
ingkosningar á
BretS. 24. marz?
Síðan Verkamannaflokkurinn
brezki vann kosningasigurinn í
Hull er mikið um það rætt á Bret
landi, að lagt sé að Wilson af mörg
um í flokki hans, að efna til al-
mennra þingkosninga í næsta mán
uði.
Einkunnarorð þeirra eru: Jámið
skaltu hamra heitt. — Sagt er, að
Wilson muni taka ákvörðun í mál
inu um næstu helgi og tilkynna
hana eftir helgina. Ýmis rök hníga
að því, að heppilegra væri að ýmsu
leyti að láta almennar kosningar
ekki fára fram fyrr en næsta haust,
en meirihluti flokksins er svo naum
ur, að hann gæti misst meirihluta
aðstöðu vegna tveggja eða þriggja
dauðsfalla.
Seinast í gærkvöldi barst frétt um
lát þingmanns úr Verkamanna-
flokknum. Var þingmaður sá 71
árs að aldri.
samkomulagsumleitanir.
Selwyn Lloyd hefur verið utan
ríkisráðherra, og hann er nú tals-
maður flokks síns á þingi um sam
veldismál, á sæti í „skuggastjóm
inni“, og mundi verða samveldis-
ráðherra, ef Ihaldsflokkurinn mynd
aði stjóm.
Neyðarráðstafanlr
framlengdar
1 Rhodesíu hefur þingið fram-
lengt neyðarráðstafanir um þriggja
mánaða bil. Samkv. því má kyrr
setja menn án þess að mál þeira
séu tekin fyrir í rétti tiltekinn tíma.
Smithstjómin sakar brezku stjórn
ina um að hafa komið á bréfaskoð-
un, og séu opnuð bréf frá Rhodes-
iu til manna á Bretlandi. Beinir
Smithstjómin því til manna, að
hafa það í huga, er þeir skrifa
bréf ,að þau verði opnuð.
Ekki er búizt við svari brezku
stjómarinnar við þessari ásökun
fyrr en eftir helgi.
111 meðferð á
stjómarandstæðingum.
Biskup í Bulawayo segir lögregl
una hafa komið fram af mikilli
hörku þar við menn andviga stjóm
inni, — jafnvel skrúfað fyrir vatn
f húsum þeirra í mestu þurrkunum,
en þó hefði verið skrúfað frá aftur,
er þessu var mótmælt.
Pearson fetar í fótspor
Wilsons.
Pearson forsætisráðherra Kanada
hefur sem fyrr faið að dæmi Wil-
Vietnam-niálið
ekki rætt næsta
hálfan mánuð
Fréttlr frá New York herma, að
fulltrúar í Öryggisráði ræði sín á
milli bak við tjöldin um Vietnam.
Öryggisráðið hefur frestað fund
um sínum um málið ótiltekinn tíma
og er ekki búizt við, þrátt fyrir
samþykktina um að taka tillögur
Bandaríkjastjórnar á dagskrá, að
það ræði málið næsta hálfa mánuð.
Von sumra fulltrúa er, að við-
ræður eftir öðrum leiðum verði til
þess, að ráðið komist hjá að ræða
málið, og eru að minnsta kosti sum
ir þeirrar skoðunar, að Genf sé
hinn rétti vettvangur til þess.
Tákn berast reglulega tíl jarbar frá
Luna IX, sem lenti ígær á tunglinu
Það er nú viðurkennt af öllum,
að Rússar séu aftur á undan Banda
ríkjamönnum á gelmrannsóknasvið
inu, eftir að hæg lending LUNA-
IX á tunglinu heppnaðist í gær.
Mikill fögnuður ríkir i Sovét-
ríkjunum, en raunar finnst mönn-
um hvarvetna mikið til um afrek-
ið og hafa borizt fjölda mörg heilla
óskaskeyti til forseta og stjórnar
Sovétríkjanna, m.a. til forsetans
frá Johnson Bandaríkjaforseta, sem
kvað afrekið mundu verða öllu
mannkyni að gagni.
Táknin berast reglulega og gefa
til kynna upplýsingar um hita, loft
strauma og fleira, og vinna sovézk
ir vísindamenn úr táknunum. Eitt
af því sem menn vona, að táknin
leiði í Ijós, er hvort menn muni
geta komizt leiðar sinnar á tungl-
inu.
Síldveiðor —
Framh. af bls. 4
hún á sömu slóðir og vor-
gotssíldin. Síðari hluta júní
fer sumargotssíldin svo að
draga sig út úr ætisleitinni og
heldur á hrygningastöðvarn-
ar á meðan vorgotssíldin heid
ur ætisleitinni áfram.
| Enda þótt þessir tveir stofn
ar séu um margt líkir er þó
verulegur munur á þeim eink
um í lífeðlisfræðilegu tilliti.
Mismunandi hrygningatími
var áður nefndur.
Fæðutímabil vorgotssíldar-
innar er samhangandi frá því
að vorar í sjónum í maí og
fram á haust og á þessum
tima eykst búk- og innyfla-
fita hennar jafnt og þétt. —
Fæðutímabil sumargotssíldar
innar eru tvö, hið fyrra að
vorinu fram að hrygningu.
Búkfita sumargotssíldarinnar
eykst þá ekki að marki, en
hrogn og svil stækka því
hraðar á þessu tímabili. Síð-
ara fæðutímabilið hefst þegar
að hrygningu lokinni og nær
fram á haustið. Að þessu
sinni fer öll umfram fæða til
að auka búk- og innyflafitu,
en hrogn og'svil eru á hvíld-
arstigi fram á vor.
Ævisaga norsku
sfldarinnar
J^orska síldin hrygnir við
vesturströnd Noregs eins
Iog áður var getið og eru
hrygningastöðvar hennar
- ---■— i—n r ■m' h
mjög mismunandi og geta ver
ið á ýmsum stöðum allt frá
sunnanverðri ströndinni norð
ur að Lofoten. Á tfmabilinu
1930 og fram til 1956 voru
helztu hrygningastöðvarnar á
svæðinu frá Stavangri að
Bergen, en s.l. áratug hefur
meginhrygningasvæðið flutzt
norður fyrir Bergen og á und
anförnum 3 árum hefur verið
um 2 meginhrygningastöðvar
að ræða, þ. e. í Vestfirði í
Lofoten og út af nesinu Stadt
á vestanverðum Noregi. Eft-
ir hrygninguna leitar norska
síldin f vesturvíking, hefur að
vísu norðlægari stefnu en vfk
ingarnir til foma og fer langt
norðan Bretlandseyja. Elzta
og stærsta síldin fer fyrir,
enda hrygnir hún að jafnaði
fyrr, leggur því fyrst af stað
og linnir ekki ferð sinni, fyrr
en í júní og er þá komin allt
til íslands. Það er einkum
eldri hluti norska stofnsins,
sem sækir þannig á síldarmið
in norðanlands og austan, en
yngri hluti hans er oftast f
hafinu austur af landinu milli
Jan Mayen og Færeyja og á
s.l. sumri fannst einnig veru-
legur hluti þessa stofns enn
norðar eða á svæðinu milli
Bjamareyjar og Jan Mayen.
Þegar líður fram á sumarið
og ætistímabilinu lýkur safn
ast norski síldarstofninn sam
an í kalda sjónum austur af
íslandi og myndast þá oft
grfðarstórar torfur. Virðist
sfldin vera að meiru eða
minna leyti í eins konar vetr-
ardvala 3 sfðustu mánuði árs-
ins. Hún heldur sig þá á
miklu dýpi á daginn, en er
nærri yfirborðinu eftir að
dimma fer. í janúar hefst svo
hrygningaganga þessa mikla
síldarstofns þvert yfir hafið
til Noregs, en þangað er hún
komin’ um eða upp úr miðjum
febrúar. Meðalhraði síldarinn
ar á leiðinni til Noregs er
talinn vera nálægt 30 sjm. á
sólarhring.
Miklar sveiflur í síldarafla
Norðmanna fyrr á öldum
hafa m. a. valdið því, að sum
ir vísindamenn álíta, að
norska vorgotssíldin sé raun
ar ekki alnorsk, heldur hrygni
á vissum tímabilum við suð-
vesturströnd Svíþjóðar. Sam-
kvæmt þessum kenningum
hrygnir sfldin 60 - 70 ár í röð
við vesturströnd Noregs, en
flytur sig svo til Svíþjóðar og
hrygnir þar f 20-30 ár. Sfð-
asta sfldartímabili við Svf-
þjóð lauk um 1890-95, þann
ig að stutt er nú f næsta síld
veiðitímabil þar, ef þessar
kenningar reynast réttar. —
Norski fiskifræðingurinn
Finn Devold hefur bent á ým-
is merki þess, að síldin muni
brátthætta að hrygna við Nor
eg og telur hann, að þetta
muni eiga sér stað á næstu
10 árum. Sænskir fiskifræð-
ingar telja hins vegar, að
norsk síld hafi aldrei við Sví-
þjóð hrygnt og hin miklu síld
artímabil í sögu Svíþjóðar
hafi byggzt á göngum Norður
sjávarsíldar þangað. Hafa
þeir gert merkar rannsóknir
á síldarbeinahaugum frá 17.
og 19. öld, sem enn finnast í
námunda við helztu síldveiði-
bæi Báhúsléns. Sænsku fiski-
fræðingarnir andmæla aðeins
kenningum norskra starfs-
bræðra sinna viðvíkjandi
hrygningu sfldar við Svíþjóð,
en leggja ekki til neinar skýr
ingar á hvarfi sfldarinnar frá
vesturströnd Noregs fyrr á
öldum.
Aflasveiflur skýrðar
Ef kenningar Finns Devolds
standast munu þær miklu
breytingar, sem þá verða í lífs
sögu norsku síldarinnar hafa
mikil áhrif á síldargöngur hér
við land. Devold gerir t. d.
ráð fyrir því, að hrygninga-
tíminn færist fram og verði
að haustinu sennilega í nóvem
ber og desember í stað febrú
ar og marz. Þetta hefði t. d.
þau áhrif, að sfldin myndi
eiga miklu lengri leið á ætis
svæðin norðanlands og aust-
an að vorinu. Af Islandsmið-
um yrði hún að hverfa eigi sfð
ar en . ágúst eða sept. til
að ná í tæka tíð til Svíþjóðar
með haustinu.
Ekki skal hér fullyrt neitt
um líkur á því, að svo stór-
felldar líffræðilegar breyting-
ar, sem Devold gerir ráð fyrir
geti átt sér stað. Hitt vil ég
benda á, að unnt er að skýra
aflasveiflur til forna án þess
að grípa þurfi til svo rót-
tækra kenninga, sem hér um
ræðir. Allan fyrri helming
þessarar aldar voru hrygn-
ingastöðvar norsku síldar-
innar að miklu leyti innan
skerja örskammt frá strönd-
inni, enda landnótaveiði al-
geng fram á 6. áratuginn. Eft-
ir 1956 fer síldin svo að
hrygna fjær landi og á dýpra
vatni allt út á 200 m dýpi.
Hin síðustu ár hafa Norð-
menn einungis getað veitt
vetrarsíldina við Vestur-
ströndina langt frá landi á
stórum skipum með djúpum
herpinótum. Hefði sömu
tækni verið beitt og fyrr á
öldum myndu allir telja ,að
síldin hefði hætt að hrygna
við Vesturströnd Noregs og
síldartímabilið liðið. Samtím-
is varð mokveiði í Skagerak.
Nútima rannsóknir sýna, að
hér er um tvo óskylda atburði
að ræða. Gætu þeir ekki eins
hafa átt sér stað fyrr á öldum
og síldartímabil svo hafizt
aftur við Noreg, þegar sfldin
sótti enn á ný á hrygninga-
stöðvar sínar innan skerja.
Komizt hjá aflabresti
JJinar miklu breytingar, sem
orðið hafa á göngum og
hegðun síldarinnar hér við
land síðustu áratugi sýna
einnig Ijóslega, að hér hefði
verið alger aflabrestur og sfld
veiði sennilega lagzt niður
fyrir nokkrum árum, ef við
hefðum ekki fært okk-ur í nyt
aukna þekkingu á göngura
síldarinnar og tileinkað okk-
ur jafnframt algerlega nýja
tækni við síldveiðar og slldar
leit eins og rakið var hér áð-
ur.