Vísir - 04.02.1966, Síða 6
6
Hitaveitan —
./
Framh. af bls. 1
ORSAKIR FYRIR
HITASKORTINUM
Borgarstjóri nefndi m.a.,þess
ar ástæður fyrir þeim slcorti
sem orðið hefur í kuldaköflun-
um á varmaafli
1) Heitavatnsmagn frá Reykj-
um hefur orðið minna en búizt
var við og er orsök þess m.a.
hinir langvarandi þurrkar á sl.
ári, sem hafa áhrif á vatnsmagn
ið i borholunum við Reyki.
2) Þá skýrði hann þá erfið-
leika sem verið hafa á útveg-
un á hentugum dælum til að
virkja borholumar í Reykjavík.
Hefur það seinkað því að bor-
holumar yrðu fullvirkjaðar.
Erfiðleikarnir eru fólgnir í því,
að vatnið í Reykjavfkurholunum
er yfir 130 stiga heitt og þekk-
ist það hvergi annars staðar í
heiminum að svo heitu vatni sé
dælt upp úr borholum. Hefur
komið í Ijós að áslegur dæl-
anna hafa ekki þolað hinn háa
hita. Geysimikil vinna og til-
raunir hafa verið gerðar með að
stoð erlendra verksmiðja og hef
ur nú tekizt að endurbæta leg-
umar svo að endingartími
þeirra iengist til muna og nú
talið hægt að festa kaup á þeim
dælum sem vantaði. En áður
en úr þessu fengist bætt þótti
ekki rétt að festa kaup á viðbót
ardælum sem vitað var að
myndu lítið endast, enda kostar
hver dæla um y2 milljón kr.
og 13-14 slíkar em hafðar hér
í gangi.
3) Loks er ein meginástæðan
fyrir varmaaflsskortinum, að
stærri ketill varastöðvarinnar
við Elliðaár bilaði á sl. vetri.
Þegar vitað var að um meiri
háttar bilun var að ræða, voru
fengnir hingað tveir erlendir
sérfræðingar og voru þeir hér í
april og maí. Þeir ráðlögðu að
skipt vrði um helming röranna
í katlinum, þau grennri, en
töldu að viðari rörin væru ó-
skemmd og mætti hreinsa þau
á mekanískan hátt.
3) Tekin er upp kerfisbundin
kynding 1 stórum húsum sem
hafa kynditæki. Hefur hitaveit
an samband við 50 aðila, það
er 30 opinberar byggingar og 20
í einkaeign og verða þær hitað
ar upp með eigin kynditækjum
þegar Hitaveitan telur ástæðu
til.
4) Lokun sundstaða á tímum
þegar skortur er á heitu vatni.
Þvínæst rakti borgarstjóri
hvaða úrbætur væru væntanleg
ar á næstunni til að fyrirbyggja
hitaskort.
Fullnaðarvirkjun allra bor-
hola í Reykjavík, sem nú verð
ur hægt að framkvæma eftir að
dælur með endingarbetri legum
eru fyrirliggjandi.
Varastöðin mun verða að
fullu starfhæf fyrir næsta
haust.
Tveir stórir hitavatnsgeymar
verði reistir á Öskjuhlíð til við
bótar þeim eldri. Hvor þeirra
verður að stærð 9 þúsund rúm-
metrar og má til samanburðar
geta þess að allir gömlu geym
amir til samans eru 8 þúsund
rúmmetrar.
Hitaveita Reykjavíkur mun
auka og efla leiðbeiningaþjón-
ustu sem m.a. á að hafa það
hlutverk að hvetja húseigendur
ti! að koma • á endurbótum á
húsakerfum.
Auk þessa nefndi borgarstjóri
framtíðaráætlanir um að reisa
nýja kyndistöð i Árbæjar-
hverfi, framkvæmd á nýjum
borunum í borgarlandinu, senni
lega við Elliðaámar og loks jarð
hitavirkjun á Nesjavöllum í
Grafningi.
Þá verða sérstakar ráðstafan
ir gerðar varðandi hitaveitu-
kerfi eldri borgarhluta svo sem
lagfæring og endumýjun
leiðslna á ýmsum stöðum í borg
inni í samræmi við endurbygg-
ingu borgarhverfa og breytingu
á hluta dreifikerfisins þar úr
einföldu í tvöfalt kerfi og eru
bau svæði sem þar koma helzt
til greina beggja vegna Snorra-
brautar og Melamir.
Bílum hjálpað —
AÐGERÐTR TIL ÚRBÓTA
Nú f haust var þeirri fam-
kvæmd lokið, að skipta um
grennri rörin, en þá kom í Ijós
að víðari rörin voru einnig
tærð og óhjákvæmilegt að
skipta einnig um þau. En vegna
þess að afgreiðslutími á rörun-
um er langur lýkur þeirri við-
gerð ekki fyrr en næsta sumar.
Borgarstjóri vék síðan að úr-
bótum. Fyrst ræddi hann hvað
væri hægt að gera þegar í stað
og það er þetta:
1) Virkja eldri borholu við
Hátún, en hola þessi skemmdist
á sinum tíma, þegar borun stóð
yfir .hefur hún nú verið hreins
uð og er nú verið að setja dælu
við hana.
2) Hægt er að Iagfæra og
dýpka nokkrar eldri holur á
skömmum tíma til að auka af-
köst þeirra. Beðið er eftir hlý-
viðri til þess að framkvæma
þetta verk þar sem stöðva þarf
dælingu úr holum á meðan.
Framh. af bls 1
morgun og aðeins 200 metra
skyggni sums staðar. Þar voru allir
vegir lokaðir, nema e.t.v. innan
sveita. Sama gegnir og um Vest-
firði.
Um Suðurland allt er ágætisfærð
alla leið til Víkur, en jeppar og aðr
ir kraftmiklir bllar komast þaðan á
fram austur á Síðu.
Fært er ennfremur vestur á Snæ
fellsnes og um Bröttubrekku vest-
ur að Búðardal. Lengra vestur verð
ur ekki komizt.
Sýnishús —
Framh. af bls. 16.
Meðal höfuðkosta þessa kerf
is telja þeir, í landi eins og
Islandi, að við slíka húsagerð er
notað að mestu innl. byggingar
efni, nema einangrunarefnið
sem blandað er í steypuna, það
— t----------------------------------------------
Elskuleg eiginkona mín,, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
JÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR,
Þjórsárgötu 3,
andaðist að kvöldi 2. febrúar í Landakotsspítalanum í
Reykjavík.
Pétur Jánsson,
Bjöm Pétursson.
Maria Salters,
Ásthildur Pétursdóttir,
Jén Birgir Pétursson,
Stefanía Pétursdóttir,
Doris Salters,
Páll Þorláksson,
Bima Karlsdóttir.
V1 SIR . Föstudagur 4. febrúar 1966.
yrði flutt inn í 5 gallóna dunk-
um, Betocel-veggir verjast vel
raka, geta ekki brunnið og eru
hl j óð einangrandi.
Ekki mundi þurfa nema einn
faglærðan mann til þess að
stjóma verki við byggingu
húsa af þessari gerð.
Betocel-kerfishús hafa verið
byggð í öllum heimsálfum, m.
a. 8000 hús 1 Chile, heil íbúða-
hverfi 1 Libyu, Grikklandi,
Tyrklandi og fjölda mörgum
öðrum löndum.
Þeir félagar hafa rætt við
forustumenn á sviði húsbygg-
inga hér, og segja þeir áhuga
ríkjandi hjá öllum, er þeir hafa
rætt við, að kynna sér málið,
Sewell sagðist sjálfur hafa i
huga að koma sér upp Betocel-
húsi, en vantar enn lóðina. Tvo
bændur kvað hann hafa óskað
eftir að fá íbúðarhús byggt með
þessari aðgerð. Sewell kvaðst
fyrst hafa fengið áhuga á
málinu með tilliti til húsbygg-
inga í sveitum en komizt á þá
skoðun, að hér gæti einnig verið
leið fyrir þð sem vilja koma sér
upp ódýrum en vönduðum
húsum í bæjunum.
Vafalaust er hér um athygl-
isverða aðferð að ræða, þótt
ekkert skuli fullyrt um hversu
reynast muni hér á landi, en hér
virðist rétt að farið að kynna ■
hana svo rikulega sem í ráði er
og byggja sýnishús, o- 'æst þá
æskileg og nauðsynleg revnsla.
Járnskip —
Framh. af 1. síðu.
hinum venjulegu íslenzku
fragtskipum.
Einar sagði, að þetta skip
hefði flutt um 1000 tonn af
járni, rúmur helmingur væri
plötujám, en hinn helming-
urinn skiptist nokkuð jafnt
milli stangajárns, bjálkajárns
og steypustyrktarjárns. Einar
sagði, að járninnflutningur
færi stórum vaxandi með
hverju ári sem liði, það væri
gleðileg framþróun, því að
yfirleitt væri hvarvetna um
heim litið á járnnotkun sem
mælikvarða á almennar fram
farir.
Einar rifjaði upp í þessu
sambandi, að fyrsta járn-
flutningaskipið hefði komið
hingað til lands einmitt á veg
um vélsmiðjunnar Sindra ár-
ið 1949. Það hefði verið lítið
skip, Ajax, sem kom með
350 tonn af pólska járninu.
Það var á tímum mikils járn-
skorts rétt áður en Kóreu-
styrjöldin skall á og björguðu
pólsku járnskipin því að ekki
varð járnlaust í landinu. En
Pólverjar fengust því aðeins
til að láta þetta jám, að við
útveguðum þeim brotajárn í
staðinn, helming á móti því
magni af nýju járni, sem
fékkst frá þeim, og voru það
hagstæð kjör.
Altaristafla —
Framh at )io 16
um það bil sem bóndi hennar lá
banaleguna.
Guðrún Eggertsdóttir var rík-
asta kona á Islandi um sina
daga, átti óhemju eignir m.a.
Rauðásandshrepp allan, fyrir ut-
an aðrar jarðir og lausaf jármuni
Hún var sögð miög ágjöm og
harðbýl bótt blind væri, og
landsetar . hennar í hreppnum
líktust mest ánauðugum þrælum
að bví er munnmælasagnir
herma
En eitthvað hefur henni þótt"
vissara að bæta fyrir sálu sinni
þvi hún mun hafa látið mála
altaristöflu og gefið Saurbæjar-
kirkju hana, a.m.k. samkvæmt
sögnum sem gengið hafa þar
vestra. Það er sú tafla sem hér
er birt mynd af. En Guðrúnu
hefur ekki þótt máli skipta
hvort máluð var mynd af henni
og bónda hennar á töfluna eða
af æðri máttarvöldum, enda
mun henni hafa fundizt hún
vera staðgengill þeirra á jörðu
niðri og Rauðsendingum fam
ast jafnvel, til hvors sem þeir
leituðu.
Altaristaflan þykir merkileg-
ur gripur og má segja að það
hafi ekki verið seinna vænna
að bjarga henni úr hinni hrör-
legu kirkju sem nú er öJl. Tafl-
an er talin íslenzkt verk, senni-
lega frá því um 1700. Á altaris
töfluna hafa verið máluð skjald
armerki ætta þeirra Guðrúnar
og Bjöms sýslumanns. Skjaldar
merkið sem málað er fyrir ofan
hana sýnir einhyrning. en s*:jald
armerki hans sýnir val.
íþróftir —
Frh bls 11.
sagði: „Við borgum fyrir hvert
tékkneskt marlc með tveim ís-
lenzkum“, og hló við.
Til fróðleiks má geta þess,
að í vetur hafa leikir Dukla við
þau lið, sem við höfum haft sam
skipti við á undanförnum árum
farið þannig:
Dukla - Gottwaldow 24:10
— - Spartak Plsen 17:8
— - Karvíná 24:10
Að auki þessar upplýsingar
um Dukla Prag. Einn leikmanna
Iiðsins, hinn ungi Konechny er
sagður mestur listamaður liðs-
ins með knöttinn. Að vísu getur
hann ekki fengið hann til að
tala við sig, en hann getur sent
boltann frá sér með innhverfum
hring þannig að hann fer í boga
og jáfnvel hring. „Sem betur
fer heppnast þetta sjaldan full
komlega“, sagði einhver og því
er þetta ekki hægt að nota i
leik, en þetta ætti að sýna
hversu góðir þessir leikmenn
eru.
Fyrir þessum liðum hefur FH
heldur ekki tapað, vann Spart-
ak Plsen en gerði jafntefli við
hin tvö, og hefur skorað 60
mörk gegn 59 í þessum við-
skiptum sínum við Tékkóslóva-
kíu.
Leikurinn í kvöld hefst kl.
rúmlega hálf níu að loknum for
leik ungra pilta úr FH.
Eflaust verður uppselt á leik
inn í kvöld, en bent skal þeim
á, sem ekki verða svo heppnir
að ná í miða að Dukla leikur
hér aukaleik gegn landsliðinu á
Iaugardag. Hefur heyrzt að ís-
Ienzka landsliðið verði með
nokkrar breytingar í tilrauna-
skyni og fylgdi það sögunni að
Karl Jóhannson, Þórarinn og
Ágúst fengju hvíld, en inn
kæmu Hermann úr Val, Guðjón
Fram og Stefán, Haukum.
— klp —
Myndsjá —
Framh. af bls. 3
1965 var byggingin svo fullgerð.
Bygginganefnd;na hafa skipað |
eftirtaidir menn: Davíð Ólafs-
son. Friðríksson. Hafsteinn
Bergbórsson og dr. Þórður Þor-
bjarnarson. En er Ámi fór af
Iandi burt árið 1954 kom Jón
Jónsson í hans istað. Ilúsameist
ari var Halldór H. Jónsson.
I ræðu sinni þakkaði Davíð
Ólafsson dr. Þórði Þorbjamar-
synj sérstaklega, bæði fyrir
störf hans í byggingamefnd
svo og í þágu fi’skiðnaðarrann-
sókna.
Afhenti Davíð Ólafsson síðan
fyrir hönd byggingamefndar
sjávarútvegsmálaráðherra, Egg-
ert G. Þorsteinssyni bygging-
una.
Sjávarútvegsmálaráðherra
þakkaði byggingamefnd og af
henti síðan Rannsóluiarstofnun
fiskiðnaðarins og Hafrannsókn
arstofnuninni bygginguna. Kvað
hann þetta merk tímamót í sögu
rannsókna í þágu sjávarútvegs-
ins. Hefðu fiskimenn, útgerð og
fiskiðnaðurinn þama lagt i sam
eiginlegan byggingarsjóð með
greiðslu útflutningsgjaldanna.
Næsti áfangi væri svo bygging
hafrannsóknarskips og síðan
síldarleitarskips og væri hvort
tveggja í athugun. Ráðherra
óskaði síðan rannsóknarstofmm
inni til hamingju með bygging-
una.
Viðstaddir athöfnina voru
framámenn í sjávarútvegi, haf-
rannsóknum og fiskiðnaðarrann
sóknum og var þeim síðan boðið
til síðdegisdrykkju og gafst
þeim sem óskuðu kostur á að
skoða bygginguna. Bregður
Myndsjáin í dag upp svipmynd
um frá afhendingu byggingar-
triðarsóknin —
Framh dt ols /
lagði. Þeir hugsa sér að koma
tækni sinni við með öðmm
hætti og hafa nú þannig ger-
breytt hernaðaraðferðum, sér-
staidega með notkun á þyril-
vængjum og með nýjum hug-
myndum um það, hvemig taka
beri á móti skæruliðahemaði.
Hin stikkfría samgönguleið
kommúnista gegnum hlutlausu
ríkin Laos og Kambodja hefur
sérstaklega auðveldað þeim
dreifingu skæruliðahers um svo
til öll hémð Suður-Vietnam,
það hefur verkað líkt og áveita,
en heldur óskemmtileg áveita
um allt landið. Þrátt fyrir það
hafa kommúnistamir tekið eft-
ir því upp á síðkastið að skæm
liðahernaður er ekki einhlýtur
þegar andstæðingarnir fara að
koma 'rið réttum mótaðgerðum.
. .,-v. - viú heldur með hin-
-.hliósf.utningum suð-
o.. n upp á síðkastið
s^ef„u a( p-i að fylkja liði sínu
til or'.is i. og þá helzt á þeim
svspðum „álægt landamærum
hlntlausu ríkjanna, þar sem
ancls*.æði»gamir éiga örðugast
með samgöngur.
Þessar omstur verða næsti
þáttur Vietnam-styrjaldarinnar
og það er þó bót í máli, að þær
munu sennilega ekki valda al-
menningi í landinu eins miklu
tjóni og skæruliðahemaðurinn,
þvi að svæði þau sem barizt
verður á eru tiltölulega dreif-
býl. Þessar orustur munu vænt
anlega hafa sín úrslitaáhrif,
eins og flestar orustur gera og
er þess vert að fylgjast með
þeim. Gangi þær kommúnistum
í óhag er hugsanlegt að Ho
Chi-minh fari að verða samn-
ingaliprari.
Þorsteinn Thorarensen.
RÆSTINGARKONA
Ræstingarkona óskast.
SÖEBECHVERZLUNIN MIÐBÆR
Háaleitisbraut 58—60