Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 7
V ISIR . Föstudagur 4. febróar 1966. T byrjun þessarar viku lauk hinni svokölluðu „friðar- sókn“ Bandaríkjamanna í Vietnam. Það má segja að £ 40 daga og 40 nætur hafi sendi- menn og fulltrúar Bandaríkja- manna ferðazt fram og aftur milli höfuðborga um allan heim til þess að vinna þeirri stefnu fylgi að friður yrði saminn í Vietnam og reynt hvar sem mögolegt var að komast í sam- band og samþykki við kommún istaieiðtogana um það að skyn- samlegast væri að létta þess um blóðsúthellingum og hörm- angum af Vietnam-þjóðinni og þá sjálfsagt lfka spilað inn í þetta vilji Bandaríkjamanna til að spara sér þau milljarða út- gjöld sem þeir eru nú að gera ráð fyrir á fjárlögum sínum. Og til þess að gera friðarsóknina vænlegri, þá hafa Bandaríkja- menn nú £ 37 daga látið vera að senda sprengjuflugvélar sin- ar til árása á Norður-Vietnam. Það var á mánudaginn, þegar Johnson forseti tilkynnti £ ræðu, að sprengjuárásunum yrði nú haldið áfram, sem það varð ljóst, að „Friðarsóknin" hafði farið út um þúfur. Skoðanir á þessari svoköll- uðu friðarsókn eru mjög skiptar eins og á fleiri atriðum varð- andi Vietnam-styrjöldina. Eftir að hún hefur mistekizt, engan ' vandamál Bandarfkjanna f Viet- nam séu ekki kommúnistarnir, heldur flutningaerfiðleikarnir. Bandaríska herliðið sem kom fyrst til Vietnam á s.l. ári mátti segja að kæmi að óerjuðu landi, þar sem öll samgöngutæki vantaði. Liðið varð að senda í skyndi, því að kommúnistaherinn bjó sig undir að ná öllu landinu á sitt vald s.l. sumar. Þar gáfust því engin tækifæri til að vinna að nauðsynjaverkum til að gera landið greiðfærara og treysta þá birgðaflutninga sem nauð- synlegir eru. Sem dæmi um þá erfiðleika sem þama er við að etja hefur verið bent á þá meðalreglu, að flutningaskip sé að jafnaði 20 daga að sigla frá Vesturströnd Bandaríkjanna til Vietnam, en þá byrji þó tíma- eyðslan fyrst að ráði, þvf að skipið muni þurfa að bíða 30— 40 daga fyrir utan strendur landsins áður en það fái af- greiðslu við þau afar takmörk- uðu hafnarskilyrði sem þar eru. Sömu söguna er svo að segja um flutningaleiðirnar frá höfn- unum, þar er aðeins við að styðjast strjálar jámbrautarlín- ur sem Frakkar lögðu á ný- lendutímunum f gegnum fmm- skógasvæði, örfáir og mjóir vegir mynda lífæðar með ófull- komnum brúm, sem þar að auki herfylkingar kommúnista, hafa óáreittir getað þrammað um 600 km. leið á hlutlausu landi og komið svo yfir landamærin rétt við bæjardyr höfuborgar- innar Saigon og má þá jafnvel búast við hörðustu bardögunum þar, langt fyrir sunnan þá breiddargráðu sem upphaflega var og hefur sfðan verið skils- lína milli Norður- og Suður- hluta landsins. IZ ommúnistarnir hafa hafnað friðartilboðum Bandarfkja- manna, það er að segja haldið fast við fyrri yfirlýsingar sfnar um það að þeir séu ekki til við- tals um annað en uppgjöf Suð- ur-Vietnam og Bandarfkjanna, sem er auðvitað svo mikil fjar- stæða, að það túlkar ekkert annað en það að þeir ætla að halda styrjöldinni áfram. Þetta þýðir þá um leið, að þeir gera sér vonir um að enn kunni þeir að verða yfirsterkari. Þeir virð ast ímynda sér, að ef þeir bara seiglist áfram, þá verði þeir sem standa á móti þreyttir og leiðir á stríðinu og hlaupist á brott. Styrjöldin er þannig eins og skáktafl, báðir fmynda sér að taugar hins aðiljans kunni að bila og vonleysi að fylla hugann. Kommúnistamir byggja þetta á ýmsum táknum sem þeir greina og mikla e.t.v. Bandaríkjamenn hafa sfðan þeir hófu þátttöku í Vietnam styrjöldinni þjálfað tugþúsundir hermanna í skæruhemaði, enda hefur það komið í Ijós, að lið þeirra nýskipað á land í Indó Kína er við því búið að heyja stríð ið hin erfiðustu skilyrði í frumskógum og fjöllum. Mynd þessi var tekin í æfingastöð bandaríska liðsins og sýnir landgöngu undir vemd þyrilvængju. FRIÐARSÓKNIN i -agvíiiubrts ör árangur borið, er að sjálfsögðu auðvelt eftirá að gagnrýna hana. Það má segja að hún hafi enga þýðingu haft, eða jafnvel að hún hafi fremur verið til spillis með þvf að vekja upp falskar vonir um að friður væri á næstu grösum. Um hana má ræða bæði út frá stjómmálalegu og hernaðar- legu sjónarmiði. yið vitum auðvitað ekki með vissu, hvaða sjónarmið Johnson forseti hafði í huga, þegar hann ákvað að hefja þessa friðarsókn, vafalaust vom það mörg sjónarmið sem toguðust á. Það var vitað að innrásarherir kommúnista frá Norður-Vietnam höfðu beðið talsverða ósigra og farið var heldur að síga á ógæfuhliðina hjá liði þeirra. Það gat hugsazt að þeir væru þannig byrjaðir að fá eftirþanka út af styrjöld- inni og til þess gat einkennilegt sáttatilboð Ho Chi-minhs sem kom eftir furðulegum leiðum bent. Það má segja að eðlilegt hafi verið að Bandaríkjamenn könnuðu það þvf, hver vilji væri hjá kommúnistunum að láta undan sfga. Hemaðarlega gat það verið varhugavert, að gera þannig hlé á hemaðaraðgerðum, hætta á að slíkt dragi úr sóknarhug, en það var ekki nóg með að Banda ríkjamenn hættu loftárásum á Norður-Vietnam, heldur drógu þeir einnig verulega úr hreyf- ingum herja og spennunni i Suður-Vietnam. Við nánari at- hugun kann þetta þó að hafa verið hagkvæmt. Það hefur stundum verið sagt að erfiðasta hafa margar verið sprengdar af kommúnistum. Það má þannig vel vera, að hugmynd Bandaríkjamanna hafi verið sú, að ekki sakaði þótt nokkur dráttur yrði á styrjald- araðgerðum. Það kæmi sér ein- mitt vel að nota tímann til að bæta flutningakerfið. TTins vegar er það ljóst, að kommúnistamir hafa ekki sfður notað tfmann vandlega. Þeir hafa notað hann til stöð- ugra herflutninga suður á bóg- inn og notfært sér enn með sviksamlegum hætti samgöngu leiðir eftir hlutlausu ríkjunum Laos og Kambodja. Þetta er að vísu ekkert nýtt, því að í heilan áratug hafa kommúnistarnir haldið uppi herflutningum sfn- um um fjallastigu Laos og þar með rufu þeir fyrst með svik- samlegum hætti þá vopnahlés- samninga sem gerðir voru fyrir rúmum áratug og er það und- irrót áframhaldandi styrjaldar í Vietnam. Munurinn er aðeins sá, að nú hafa herflutningamir verið miklu meiri en áður. Erf- itt er að fá nákvæmar tölur um hverju þessir flutningar hafa numið, en almennt er nú álitið að herafli Norður-Vietnam í Suðurlandinu sé orðinn á milli 100 og 200 þúsund manns, ef til vill meira farið að nálgast 200 þúsundin. Þar sem liðsafli Bandaríkjamanna er nú orðinn kringum 200 þúsund má sjá af þessu að líkurnar fyrir hörðum árekstrum og raunverul. fólk- orustum hafi nú farið mjög vaxandi, og þannig hagar landa mærum við hlutlausu rfkin sem kommúnistar notfæra sér, að fyrir sér. Þeir vita að sjálf- sögðu, að almenningur f Suður- Vietnam er orðinn langþreyttur á styrjöldum. Það er ekki nema eðlil. að stjómarkerfi landsins sé meira og minna í molum og vonleysi útbreitt. Þetta ástand mikla svo ýmsir fyrir sér og ímynda sér, að meirihluti þess- arar þjóðar sé andvígur stjómar völdunum og vilji uppgjöf og brottför Bandaríkjamanna úr landi. Engin ástæða er þó til að ætla að ástandið sé svo slæmt þarna. Það er enginn vafi á því að sterk öfl í landinu eru mótsnúin kommúnistum. Stundum hefur verið talað um það, að Bandaríkjamenn ættu að semja við kommúnistana og viðurkenna þá sem hina „þjóð- legu“ fylkingu. Er þvf svo við bætt í röksemdafærslunni að kommúnistamir í Vietnam séu 'svo sjálfstæðir, að þeir gætu orðið einhvers konar títóistar Asíu. Þessum hugmyndum má slá fram léttúðarlegum bolla- leggingum um það, að það sé enginn vandi að leysa þetta mál f hvelli, en ég fæ ekki séð að þetta standist neina raunhæfa athugun, einfaldlega vegna þess að þau öfl í landinu sem era andvíg kommúnistum era miklu sterkari en þar er gert ráð fyrir. | öðru lagi blimskaka komm- únistarnir mjög augunum til þeirra tákna sem þeir þykjast sjá f Bandaríkjunum og vest- rænum löndum, um að þar ríki á bak við tjöldin uppgjafarandi. Fyrst var um að ræða hinar alþekktu mótmælagöngur stúd- enta f Bandaríkjunum og sfðan gerist það nú þegar þjóðþing þarf að fara að samþykkja fjár- lög, það er borga reikninginn af hemaðarútgjöldum, að ein- staka þingmenn þar í landi láta í Ijósi deigju sína. Það má vel vera að Johnson forseti hafi í myndi sér, að þegar farið sé að koma við pyngju kapitalistanna f Bandarfkjunum, þá sé um leið komið við hjarta þeirra, þeir muni blikna og blána þegar þeir eiga að fara að borga hina stóru reikninga og hlaupa í uppgjöf frá öllu saman. Heldur er þó ó- líklegt að þeim verði þar að ósk sinni, það sýna allar að- gerðir Bandaríkjamanna f mál- inu. Þá hafa kommúnistarnir vafalaust túlkað friðartilboð Bandaríkjanna nú sem veik- leika, einmitt þau sýni það að nú sé farin að renna uppgjöf á lið þeirra. Sennilega er það einnig misskilningur. Það má vera að Johnson forseti hafi í og með hugsað sér að friðar- sóknin yrði pólitískt bragð gegn úrtölufólkinu, sérstaklega með tilliti til þess, að mikil- vægar þingkosningar eiga að fara fram á þessu ári. Að öðru leyti sýnir friðarsóknin lítið annað en það sem áður var vitað að Bandaríkjamenn eru hvenær sem er reiðubúnir að semja frið og hætta þessu heimskulega vopnabraki, ef staðið verður við vopnahlés- samningana sem enn era að nafninu til í gildi. Tjað má segja að friðarsóknin hafi mistekizt og það hefur valdið vonbrigðum ekki sízt hjá þeim sem gerðu sér falskar gyMivonir um að málin væra að leysast. Það er varla nema von að þeir sem þá afstöðu tóku fyllist svartsýni, enda er því nú sums staðar haldið á lofti að hér sé um að ræða að eins upphaf að nýju þrjátíu ára stríði, næsta stigið verði að „stórveldið“ Kfna komi inn f stríðið „með öllum sínum þunga", síðan komi Rússar og þar með sé þetta orðið að heimsbáli, sem gereyði álfum- ar. Þannig er auðvelt f huganum að draga upp hryllingsmynd sem mótstaða gegn kommúnism anum geti leitt til. En heldur er þetta þó ólíklegt, á bak við stendur sú staðreynd, að yfir- burðir Bandaríkjanna á hern- aðar og kjarnorkusviðinu eru svo miklir, að ábyggilega er ekkert sem kommúnistamir vilja nú eins mikið forðast eins og að lenda í þeim heljar átök- um. Hina leiðina geta þeir farið og fara að æsa til svokallaðra takmarkaðra styrjalda, þar sem þeir geti beitt hinum mikla mannafla, sem þó er tiltölulega illa útbúinn vopnum og þeirra uppáhaldsstríð eru skæruliða- hernaðurinn. Samkvæmt hug- myndum þeirra er skæraliða- hernaðurinn aðferð hinna veik- ari aðila til að sigra þann sterkari, þannig fmynda þeir sér að þeir geti smám saman unnið bug á veldi Bandaríkj- anna. ■Dandaríkjamenn svara ekki U með því að kasta atóm- sprengjum eða „aflaufga trén“ eins og Goldwater gamli ráð- framhald á bl. II

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.