Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 4. febrúar 1966.
9
%
'1
I
I
?
Bohdan Wodiczo stjórnar Sinfóníuhljómsveitinhi. Myn’dm Var tekirt í Háskóíabíói í vetur;
Hvers vegna kom Wodiczo hljóm
sveitarstjóri til ÍSLANDS?
J»að vakti talsverða at-
hygli meðal tónlistará-
hugamanna hér á landi
í haust, þegar stjóm Sin-
fóníuhljómsveitarinnar
upplýsti það, að þá hefði
verið fastráðinn til að
taka að sér stjóm Sin-
fóníuhljómsveitarinnar
pólski hljómsveitarstjór
inn Bohdan Wodiczo.
Þetta vakti athygli fyrir
það, að þeir sem til
þekkja vita, að Wodiczo
er talinn í hópi hinna
fremstu tónlistarmanna
í Evrópu og hefur gegnt
forustuhlutverki í heima
landi sínu í tónlistarmál-
um.
Hann hafði fyrir mörgum ár-
um komið hingað til Islands og
stjómað Sinfóníuhljómsveitinni
um tíma 1960, en eftir það fór
hann heim og tók að sér yfir
stjóm Varsjár-ópemnnar, sem
er helzta tónlistarsetur Pól-
lands. Svo vitum við ekkert
fyrri til en Wodiczo tekur boði
Sinfóníuhljómsveitarinnar í
haust að koma hingað. Hann hef
ur síðan í vetur stjórnað flest-
um tónleikum hljómsveitarinn-
ar og ber öllum saman um hve
einstaklega gott starf hann hafi
unnið, menn tala um það að
hljómsveitin hafi gengið í endur
nýjun lífdaga. En hitt er ekki
nema eðlilegt, að menn hafi velt
því fvrir sér, hvernig standi á
þvi að slíkur maður fékkst yfir
höfuð til að koma hingað. Ýms-
ar getgátur hafa verið á lofti
um þetta. Sjálfur hefur hljóm
sveitarstjórinn verið fámáll um
það, hins vegar gerðist það nú
í vetur, að þýzk blöð minntust
nokkuð á hina óvæntu brottför
Wodiczos frá Póllandi, enda
er hann svo kunnur í hópi tón
istarmanna í Evrópu, að það
hlaut að vekja eftirtekt. í þess
um þýzku blöðum kom það
fram að lítið eitt hafði verið
skrifað um brottför Wodiczo
í pólsk listatímarit. í þeim grein
um kom það fram, að Wodiczo
hefði í rauninni verið hrakinn
úr starfi sínu af pólitískum á-
stæðum og væri litið á þessa
atburði sem hneyksli meðal list
unnenda. Hins vegar virtust
stjómarvöldin hafa séð um það
með ritskoðunarkerfi sínu að
ekki yrði mikið skrifað um
þetta hneyksli. Aðeins fáeinar
greinar sluppu í gegn.
Vafalaust mun íslenzka tón-
listaunnendur fýsa að vita meira
um þetta mál, og eftir tals-
verða eftirgrennslun hefur blað-
inu nú tekizt að fá grein sem
birtist um þetta efni í pólska
vikuritinu „Tygodnik Powszec-
hny“ í Varsjá á s.l. ári. Skal
hún nú birt hér, þar sem hún
gefur nokkra hugmynd bæði um
það starf sem Wodiczo hefur
unnið í Póllandi, og um það,
nvers vegna hann kaus að
hverfa frá heimalandi sínu.
Greinin er svohljóðandi:
Cumir lesendur blaðsins
muna örugglega eftir sam
tali sem birtist hér við Bohdan
Wodiczo vorið 1960. Þá var úr-
slitastund í lífi þessa ágæta
listamanns. Margra ára starf
hans með pólskum hljómsveit-
um var á enda. Og þar sem hon
um gafst ekkert annað starf í
landinu fór hann til útlanda. En
einu ári síðar var hann sam-
kvæmt einbeittrj ákvörðun
herra Galinskis fyrrverandi
menningarmálaráðherra skipað-
ur forstjóri Varsjáróperunnar,
en á starfstíma hans gerðist það
m.a. að óperan flutti árið 1963
í nýja risastóra bvggingu við
Teatralny-torg.
eignaðist við það marga' and-
stæðinga, hvergi er heldur eins
mikil afbrýðisemi og meðal tón
listarmanna.
Fram til 1960 starfaði Wod-
iczo á þessum stöðum: 1945—
49 var hann forstjóri Fílharmón
íuhljómsveitarinnar í Sopot,
1949—51 í Lodz, 1952—55 í
Krakow og 1955—58 í Fílharm
óníusveit ríkisins í Varsjá. Á
árunum 1953—54 annaðist hann
samstarf við G. Fitelberg út-
sendingar hjá pólska útvarpinu
í Katowice með hinni stóru
hljómsveit útvarpsins. Hann ger
breytti starfsaðferðum hjá
hljómsveitunum, lagði áherzlu á
að veita áheyrendum tónlistar
menntun með því að víkka sjón
deildarhring þeirra og setti á
hljómleikaskrá ótal tónverk,
endur og fór svo að lokum í
hljómleikaför til annarra landa
og varð það sannkölluð sigur-
för.
''í/’anþakklæti er laun heimsins.
’ Árið 1959 var wodiczo rek
inn. Hann átti of marga óvini.
Fólki í þessu landi líkar ekki við
menn sem gleyma einkamálum
sínum vegna áhuga á starfi sínu.
Fólki líkar ekki við mann hug-
mynda og viljakrafts, þegar
hann svo þar að auki kærir sig
kollóttan um að vera aðlaðandi
góður eða félagslyndur en er
þvert á móti einþykkur, hrein
skilinn, harður og einbeittur.
Hvaða gagn er að því að hafa
með okkur mann sem er svona
utan við allt. Hann má fara til
íslands.
:■ j I r ■ • .
Frásögn pólsks blaös af Gretfístakl hans
í pólskum menningarmálum og hvernig
valdhafarnir hröktu hann úr forustustarfi
Hver var hann þessi atvinnu
lausi Wodiczo árið 1960. Hann
var hvorki meira né minna en
umbyltingamaður, hann hafði
skapað tónlistarstefnu sinfóníu
hljómsveita Póllands eftir stríð,
hann var skipuleggjari og upp
alandi allmargra sinfóníuhljóm
sveita baráttumaður og braut-
ryðjandi nútíma tónlistarlífs. Á
því sviði að skapa tónlistar-
stefnu og í þvf sem kallað er
„að skipuleggja aðsókn“. setti
hann svo mjög mark sitt á tón-
listarlíf þjóðarinnar, að hann
sem aldrei höfðu verið leikin
áður. Þar á meðal voru tónverk
eftir Strawinski, Roussel Bartok
Hindemith, Britten, Martin,
Kodaly, Janaczek, Frank Mart-
in, Messiaen Limbermann, Blac
her og eftir mörg pólsk tón-
skáld. Fílharmóníusveit ríkisins
á honum margt og mikið að
þakka, hann ávann henni sér
stöðu, útvegaði starfsmönnum
hennar fbúðir til að búa í, iók
og endurskipulagði hljómsveit-
ina og kórinn og yngdi upp
hljómleikaskrána, sigraði áheyr
Svo var þó fjnir að þakka
skynsamlegri og vfðsýnni á-
kvörðun menningarmálaráðherr
ans að einangrun Wodiczos stóð
ekki lengi og réð hann for-
stjóra Varsjár-óperunnar. Og
skyndilega sprakk sprengja.
Nýi forstjórinn vakti undrun og
umtal í höfuðborginni sem læt
ur sér þó ekki allt fyrir brjósti
brenna. Hann vakti undrun með
hugrekki sfnu, furðulegum
krafti, og óþrjótandi vinnu. Það
var ekki sfzt dirfska hans og
afleiðing hugmynda hans sem
vöktu áhuga og árangurinn var
ekki lengi að koma í ljós Wodi
czo innieiddi nýjan anda í þessa
þrautleiðinlegu gamaldags stofn
un, það var sannur byltingar-
andi. Þrátt fyrir það að stofnun
in væri hreiður framagirni, véla
bragða, afbrýðisemi, taugaæs-
ings og mikilmennskudrambs,
en sérhvert söngleikahús er
slíkt hreiður, tók hann að sér
að framkvæma umbætur á sama
hátt og mestu umbyltingar hafa
verið framkvæmdar í leiklistar
sögunni. Hann prófaði mikinn
fjölda listamanna, vék frá sum
um, réð aðra, endurskipulagði
og yngdi upp hljómsveitina og
kórinn. Þetta leiddi til þess að
á skömmum tfma náðu þau
hærra listrænu stigi en nokkurn
tíma áður. Samtímis þessu örv
aði hann starfið með því að
færa upp í hverjum mánuði nýtt
verk, og loks sigraði hann á-
heyrendurna. Sérstaklega náði
hann hylli unga fólksins, sem
hafði fram að þessu leitt hjá
sér hinn venjubundna fáránlega
flutning á verkunum.
VF/odiczo er óvenjulegt sam-
bland af listamanni og fé-
lagsmálasérfræðingi leggur
mikla áherzlu á vandamál ungu
áheyrendanna. Á árunum 1962
—64 voru hafðar 30 sérstakar
sýningar fyrir háskólastúdenta
undir heitinu „Opera Viva“ —
„Lifandi ópera“ og sóttu þær
30 þúsund stúdentar. Einnig
30 sérstakar sýningar fyrir
;pðra skój^nemendur og sóttu
þær 34 þúsund nemendur.
Þannig hefur honum tekizt að
breyta áhorfendahópnum, um-
bæta tónmenntun og kynningar
starf, auk þess sem hann leit-
aði uppi nýja hljómsveitar-
stjóra, leikstjóra, leiktjaldamál-
ara og kynnti verk Varsjár ó-
perunnar í öðrum löndum í
fyrsta skipti. Minni hljómsveit-
arhópar frá óperunni svo sem
strengjahljómsveitir og kórinn
héldu opinbera hljómleika. Og
hann var stöðugt á hnotskóg
eftir nýjum efnilegum söngv-
urum og tónlistarmönnum.
1 einu orði sagt, hann vann
eins og hestur og menningar-
málaráðherrann lét ánægju sfna
í ljósi með hrósyrðum og lýsti
blessun sinni yfir starfi hans.
4 llt það sem hér hefur verið
rakið er þó smámunir móti
aðalverki hans, — hinni rót-
tæku þreytingu á hljómleika-
skránni. Áður en Wodiczo kom
að óperunni var hljómleika-
skráin byggð á 19. aldar tónlist.
Wodiczo ákvað að bæta þessa
lélegu og einhæfu hljómleika-
skrá með tónlist sem er samin
fyrir 19. öld og einnig eftir það
tfmabil. Hann var þeirrar skoð-
unar að til þess að rækta tón-
listarsmekk áheyrenda, þá yrði
að seilast lengra en aðeins til
tónlistar eins tímabils. Á
tveimur árum voru 18 nýjar
óperu og ballettsýningar og
skal hér telja upp nokkrar
þeirra helztu í sömu röð og
þær voru fluttar: Eftir Stra-
vinsky „Oedipus Rex“ og
„Persephone“, eftir Malawski
„Tindarnir", eftir Morawski
„Switezianka", eftir Szalowski
„Álagakráin“, eftir Gluck
„Iphigenie í Taurus“, eftir
Debussy „Glataði sonurinn",
Honegger „Judith“ Stravinsky
„Vorblót", Handel „Julius
Caesar“, Offenbach „Ævintýri
Framh. á bls. 6.
-3