Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 13
VISIR . Föstudagur 4. febrúar 1966.
13
Þjónusta ~ ~ Þjónusta
HÚSEIGENDUR
Tek að mér alls konar húsaviðgerðir, set í tvöfalt gler o. m. fl.
Sími 10738._________________________________
FLÍSA- OG MOSAIKLAGNIR
Get bætt við flísa- og mosaiklögnum. Ámi Guðmundsson, sími
10005.______________________________________
FRÁ BRAUÐSKÁLANUM
Köld borð, smurt brauð og snittur og brauðtertur. Brauðskál-
inn Langholtsvegi 126. Sími 37940.
Bílaviðgerðir — Járnsmíði.
Gerl við grindur i bQum og alls konar nýsmiði úr járni. Vél
smiðja Sigurðar V Gunnarssonar Hrisateig 5 Sími 11083
(heima).___________________
SJÓNVARPSLOFTNET
önnumst uppsetningar og viðgerðir á sjónvarps- og útvarps-
loftnetum. Sími 30614,
BIFREIÐAEIGENDUR
Ryðbætingar með jámi eða trefjaplasti, réttingar og aðrar
smærri viðgerðir . Fljót afgreiðsla. Plastval Nesvegi 57, sími
21376.
BIFREIÐAEIGENDUR!
Sprautum og réttum. - Bílaverkstæðið Vesturás h.f., Sfðumúla
15 B, sími 35740.
GARÐEIGENDUR
Trjáklippingar, húsdýraáburður. Þór Snorrason. Sími 18897.
HOOVER-VIÐGERÐIR
og varahlutir Hverfisgötu 72. Sími 20670.
Hvers vegnn —
Framh. af bls 9
Iioffmanns", Hindemith „Lynd-
iseinkunnimar fjórar Nono
„Rauða skikkjan", De Falla
„Þrístrendi hatturinn", Strauss
„Rósarriddarinn", Czyz „Sá
hvíthærði", Bartock „Kastali
Bláskeggs", Dallapiccola
„Fanginn", Moniuszko „Drauga
höllin“, Britten „Kvölds og
morgna“, Stravinsky „Orp-
heus“, Ravel „Daphne og
Chloe“, Weill „Ris og hnignun
Mahagonny". Minkus „Don
Quixote“, Verdi „Don Carlos",
Bloch „Expectations", Twar-
dowski „Nakti prinsinn",
Wiszniewski „Ad honiem". En
auk þessa voru fluttar margar
venjulegar óperur.
Vegna þessarar óvenjulegu
hljómleikaskrár öðlaðist Var-
sjár-óperan frægð um víða
veröld. Það staðfesti Stravinski
í heimsókn sinni til Póllands. ;
W/odiczo starfaði þindarlaust
™ og varð að undirbúa verk-
efnaskrá lengra fram í tímann.
Draumur hans var að safna til
sín áheyrendum og listamönn-
um ekki aðeins úr öllu Póllandi,
heldur víðsvegar að úr heim-
inum. Hann vildi gera óperuna
að einni merkilegustu menn-
ingarstofnun Evrópu. Óperu-
salurinn er stór og þarfnast
margra sýninga, en hann fékk
ekki tíma til að láta þann
draum rætast. Hann varð að
hverfa. Þegar höfundur þessar-
ar greinar fylgdist með fyrstu
sporum Wodiczos árið 1961 og
skrifaði um það 1 dagblaðið
Zycie Warszawy", þá taldi ég
vitandi hvemig ástandið i
landinu er, að hann fengi aldrei
meira en tveggja ára tíma, —
hann fékk þó það hámark sem
er mögulegt hér 3% ár. Svo
varð hann að hverfa, hann sjálf
ur, starf hans, áætlanir hans
og sá árangur sem hann hafði
náð.
Tjetta er allt búið og gert. En
í síðasta hefti mánaðar-
ritsins „Ruch Muzyczny" er
vikið að þessu í óvanalegri
grein, sem er aðeins undirrituð
l.e. Þar segir m. a.: — Þessi
atburður minnir mann á gamla
skrýtlu, harmsögulegur sann-
leikur hennar kemur nú í Ijós.
Gamansagan er á þá leið, að
fulltrúar ýmissa þjóðerna voru
að brenna í helvíti í tunnum
með vítisglóðum i. Við hverja
tunnu var púki til eftirlits, sem
ýtti þeim með þrífork sínum
aftur ofan í tunnuna hverjum
þeim ógæfusama vesling, sem
tókst að komast upp úr glóðar-
baðinu. Aðeins við tunnu Pól-
verjanna þurfti engan eftirlits-
púka, því í hvert skipti sem
einhver Pólverjanna reyndi að
komast upp úr eldbaðinu, tog-
uðu hinir hann niður.
Það er sannarlega óskemmti-
legt, að vegna þessa aldagamla
leiks erum við nú að glata
þjóðlegu og menningarlegu
tækifæri. Það er gömul saga
hjá okkur að vegna frama-
drauma einstaklinga hafa þing
verið rofin og pólitfskar og
hemaðarlegar endurbætur
numdar brott án þess að skeyta
um tilveru og starfshæfni rík-
isvaldsins. Og i dag skildi
„sigurvegarinn“ það ekki, að i
þessu fúafeni vélbragða
drukknaði meira en atorka
eins manns. Þeir skildu það
ekki að í hundrað þúsundasta
skipti var varið til einskis sjald-
gæfu tækifæri til sköpunar var-
anlegra menningarverðmæta,
sem hafði skapazt fyrir sameig-
inlegt átak. Enn einu sinn var
ætlunin aðeins að ýta til hlið-
ar manni sem átti markmið og
hafði tækifæri til að vinna fram
úrskarandi starf. Ætlunin var
að losna við mann sem „stóð
utan við“, einstakling sem var
hataður vegna atorku sinnar,
áhuga og iðjusemi. Sá einstakl-
ingur hvarf á braut. Hurðinni
var skellt og því fylgdi léttir.
Lifið heldur áfram sinn vana-
gang. Ekkert mun gerast. Fúa-
Stærsti handknattleiksviðburður
til þessa á Íslondi
TÉKKNESKU SNILLINGARNIR
DUKLA PRAHA gegn FH
Fyrri leikur félaganna í 8 liða umferð Evrópubikarkeppninnar fer
fram í íþróttahúsinu í Laugardal í dag föstudaginn 4. febrúar. Forleik-
ur drengja úr F.H. hefst kl. 20,15 (2 xlO mín.)
Dómari: BENT WESTERGAARD frá Danmörku.
Línuverðir: Magnús Pétursson og Valur Benediktsson
Tímavörður: Bjarni Björnsson
Aðgöngumiðasala er hafin og eru miðar seldir í Bókaverzlunum
Lárusar Blöndals í Vesturveri og við Skólavörðustíg. — í Hafnarfirði
eru miðar seldir hjá Nýju-Bílastöðinni. — Verð aðgöngumiða er krónur
125,00 fyrir fullorðna og krónur 50,00 fyrir börn.
KAUPIÐ MIÐA TÍMANLEGA FORÐIZT BIÐRAÐIR
FIMLEIKAFÉLAG HAFNARFJARÐAR
Útvegum nýtízku enskar eldhúsinnréttingar á mjög hagstæðu verði.
Myndalistar fyrirliggjandi.
Málningarvörur sf,
Bergstaðastræti 19 . Sími 15166
ti
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
mýrin kyrrðist. Frekari um-
sagna er ekki þörf. Látum okk-
ur heiðra mínútu þögn andlát
einnar djörfustu menningar-
hugmyndai Alþýðu-Póllands.
Það mun líða langt þar til
önnur slík hugmynd lifnar.
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BAR
Hreingern-
ingar
Hreingerum með ný-
tízku vélum.
Fljótleg og vönduð
vinna.
Hreingemingar s.f.
Sími 15166