Vísir - 01.03.1966, Qupperneq 16
Þriðjudagur 1. marz 1966
Spilakvöld
Sjálfstæðisfólk, munið
spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna annað kvöld.
Flugmenn hjá Loftleiðum mátmæla
takmörkua á áfengisinaflutaiagi
Flugliðar hjá Loftleiöum hafa
skrifað til fjármálaráðherra
þar sem þeir mótmæla hinum
nýju ákvæðum um innflutning
flugmanna á áfengi. En sam-
kvæmt þessum nýju reglum
mega flugmenn hafa með sér i
hvert sinn er þeir koma frá út-
löndum einn áfengisfleyg (1
pela og 3 pakka af sígarettum.
Er það miklu minna magn en
þeir hafa fengið aö flytja meö
sér til þessa. En auk þessa mun
innflutningur flugmanna á ýms-
um öörum vörutegundum svo
sem kjöti verða bannaður eða
stórum takmarkaður.
Mótmælin sem hér um ræðir
fjalla þó aðeins um áfengi og
tóbak. Vilja flugliðar fá leyfi til
Hurkalegar árásir á peaiaga
kassahjá tveim fyrirtækjum
1 nótt var brotizt inn hjá
fyrirtækinu Kistufelli í Braut-
arholti 16, en þar hefur það
verkstæði og varahlutaverzlun
fyrir bíla.
Eftir að inn í húsið var kom-
ið hirti þjófurinn eða þjófamir
með sér verkfæri af verkstæð-
inu, kúbein, meitla, hamra og
annað sem til þurfti og réðust
með þeim á læstan peninga-
kassa. Dælduðu þeir hann og
skemmdu, en hafa einhverra
hluta vegna gefizt upp við hann
áður en þeim tókst að brjóta
hann upp. Það var heldur ekki
af miklu að missa þvf kassinn
var tómur!
Annað innbrot var framið í
nótt í skrifstofur Júpiters og
Marz í Aðalstræti 4. Var farið
inn á þann hátt að brotin var
Stakk móður sína — og sjólf-
an sig á eftir með hníf
Aðfaranótt s.l. laugardags gerð-
ist sá atburður hér í borg að ungl-
ingspiltur stakk móður sína i
brjóstið og veitti sjálfum sér á-
verka á eftir.
Kvöldið áður hafði þeim mæðg-
inum orðið sundurorða út af því
að hann vildi fara út að skemmta
sér en hún vildi ekki að hann færi.
Hann fór engu að síður og kom þá
til nýrrar sennu á milli þeirra,
sem lyktaði með því að pilturinn
stakk móður sína í brjóstið með
brauðhníf. Hann skýrði siðar svo
frá að það hefði verið óviljaverk,
hnífurinn hefði óvart rekizt í hana.
Fóru þau mæðgin eftir þetta
atvik upp á næstu hæð húss-
ins þar sem dóttir konunnar og
tengdasonur bjuggu og þaðan var
símað eftir sjúkrabifreið, sem
flutti konuna í slysavarðstofuna.
Á meðan þessu fór fram og á
meðan verið var að flvtja konuna
út í sjúkrabifreiðina fór pilturinn,
sonur hennar niður í kjallara og
þegar að var komið rétt á eftir lá
hann þar meðvitundarlaus í blóði
sínu. Hafði hann stungið sig með
hníf f brjóstið en hnífblaðið lent
á rifbeini, sem hefur forðað hon-
um frá meiriháttar áverka. Er
hann ekki talinn hættulega slas-
aður.
Verzlunarmannadeilan:
Lokað í þrjá daga?
Sáttafundur í deilu verzlunar-
manna og kaupmanna verður
haldinn í kvöld. Eins og kunnugt
er hefur Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur boðað verkfall f
matvörubúöum á fimmtudag,
föstudag og laugardag, ef samn
ingar ekki takast.
Viðræður aðila hafa staðiö
undanfama daga ,en ekki enn
náðst samkomulag. Hafa kaup-
menn boðið nokkra beina kaup-
hækkun, en henni til viðbótar
verulegar aðrar kjarabætur, svo
sem miklar flokkatilfærslur,
mikla aukningu á veikindadög-
um o. s. frv. Jafngildir það veru
legum kjarabótum, sérstaklega
fyrir afgreiðslufólk í kjöt og mat
vömbúðum.
Vegna hugsanlegs verkfalk
nefur Félag matvörukaupmanná
og kjötverzlana samþykkt eftir
farandi ályktun:
„Vegna boðaðs verkfalls Verzl
unarmannafélags Reykjavíkur
fimmtudag til laugardags í þess
ari viku verða verzlanir félags
manna lokaðar framangreinda
daga komi til verkfallsins. Þeim
tilmælum er þvf beint til neyt-
enda að þeir geri innkaup sfn á
þriðjudag og miðvikudag í þess-
ari viku“.
Meö tillögunni kveðast kaup-
menn vilja undirstrika samstöðu
sína f máli þessu og hindra að til
nokkurra árekstra geti komiö
vegna vinnustöðvunar verzlunar
fólks, í verzlununum.
rúða í útidyrahurð og komizt
sfðan upp á efri hæð og þar
enn farið inn í ýmis herbergi
og skrifstofur með þvf að
brjóta rúður í hurðum.
Ekki varð séð í morgun að
neinu hefði verið stolið, enda
ekki þau verðmæti geymd í
skrifstofunum sem venjulegum
þjófum koma að gagni.
Fyrir sfðustu helgi var fram-
ið hörkumikið innbrot í Hilmi
h.f. Skipholti 33.
Þar hefur undanfarið verið
unnið að viðbótarbyggingu við
húsið og geymdu smiðirnir þar
gnægð hinna ákjósanlegustu
verkfæra fyrir innbrotsþjófa
svo sem kúbein, slaghamra,
meitla og þess háttar.
Með þessum tækjum réðust
þjófamir á stóran og eldtraust-
an peningaskáp, hið mesta bákn
og hömruðu á honum unz þeim
hefur tekizt að meitla á hann
gat. 1 gegnum það hirtu þeir
1900 krónur í' peningum og
rúmlega 17 þús. kr. f ávísunum.
Verðmætatjónið er þó mest í
skápnum sjálfum, sem er tug-
þúsunda króna virði.
að flytja inn meira áfengismagn
og telja mjög á sig hallað f sam
anburði við farmenn á skipum.
Álit okkar er, segir í bréfinu,
að magn það af tollfrjálsum vam
ingi sem sjómönnum verður
leyft að flytja inn í landið á
hverjum tuttugu dögum, sé tals-
vert meira en okkur verður leyfi
legt að hafa með okkur á sama
tfma. Þá álítum við að með hinni
nýju reglugerð verði brotin á
okkur hefð, þar eð hingað til
hefur okkur leyfzt að flytja með
okkur einn kassa (24 flöskur) af
sterku öli í stað áfengis, en reglu
gerðm nýja gerir ekki ráð fyrir
að sfík verði leyft.
Blaðið hafði samband við Run
ólf Sigurðsson, flugvélstj., sem
hafði einna helzt forustu í að
safna undirskriftum þessum.
Hann sagði að bréfið hefði legið
frammi til undirskriftar í af-
greiðslu Loftleiða á Reykjavfkur
flugvelli og hefðu um 200
manns, flugmenn, loftsiglinga-
fræðingar, flugvélstjórar og
flugfreyjur undirritað það. Þar
væru að vfsu lfka fáemar útlend-
ar flugfreyjur, sem ekki ættu
þar heima, en auk þessa væru
allmargir úr flugliðahóp erlendis,
er ekki hefðu getaö undirritað.
Hann taldi að þessar nýjn tak-
markanir á innflutnmgi áhafna
hefðu raunverulega kjaraTýmun
í för með sér, sérstaklega fyrir
flugfreyjur, en þær litu almennt
svo á að þessi innflutningur
hefði stórmikla þýðmgu fyrir
kjör þeirra.
Runólfur sagði ennfremur að
það hefði komið til tals meðal
flugliða að flytja með sér sér
jafnmikinn áfengisskammt og
áður inn í landið og láta þá
skeika að sköpuðu um það hvort
þeir yrðu sektaðir eöa yrðu látn
ir afplána sektir í fangelsum.
ÞjófaaðarfaraUur
á kveaveskjum
Fyrir siðustu helgi var þjófur
staðinn að verki í einu veitinga-
húsi Reykjavíkur, er hann var að
stela peningum úr kvenveski.
Hafði utanbæjarstúlka farið á
dansleik í einu samkomuhúsi borg-
arinnar s.l. föstudagskvöld, en skil-
ið veski sitt eftir á borðinu á með-
an hún fékk sér snúning. Þegar
hún kom aftur að borðinu var bú-
ið að hirða peningaeign hennar úr
veskinu, 800 kr. en þjófurinn náð-
ist nær samstundis og varð að
skila þýfinu.
Þjófnaðir sem þessir eru næsta
algengir í veitingahúsum, hefur
lögreglan tjáði Vísi, og er það oft
engu síður kvenfólk heldur en
karlmenn sem stela. í því sam-
bandi má geta þess að nýlega var
þremur kvenveskjum stolið á einu
og sama kvöldi úr einu veitinga-
húsi borgarinnar. Fundust veskin
öll inni á kvennasalemi litlu síðar,
en tóm að sjálfsögðu.
stórkaupmanna í nýja miðbænum
Stórkaupmenn hyggjast reisa
mikla byggingu í nýja miðbænum
við Kringlumýrarbraut, eins og
þegar hefur komið fram f Vfsi.
Verður það 27.000 rúmmetra bygg
ing með um 7100 fermetra gólf-
flöt og er reiknað með að þama
verði aðsetur fyrir 25—30 helld-
sala.
Heíldsölumiðstöð þessi, sem verð-
ur hin fegursta bygging samkvæmt
útlitsteikningum, er teiknuö af
arkitektunum Jósef Reynis og
Gísla Halldórssyni.
í kjallara byggingarinnar verða
vörugeymslur fyrir fyrirferðarlitl-
ar vörur. Á jarðh. verða verzlanir
aðallega á vegum heildsalanna.
Verður innangengt milli þessara
verzlana. Er fyrirhugað að þama
verði einkum vélaverzlanir, heim-
ilistækjaverzlanir o.s.frv. Á 2. og
3. hæð verða skrifstofur og í miðju
húsinu verða sýningaherbergi. Á
efstu hæðinni, sem verður inndreg
in verður sjáifsafgreiðslumatstofa
fyrir starfsfólk hússins og þá verð
ur þar einnig fundarsalur o.fl.
I nýju heildsölubyggingunni skap-
ast aðstaða til samvinnu milli fyr
irtækjanna og hefur verið rætt um
að hafa sameiginlega útsendinga-
þjónustu, sendlaþjónustu, út-
keyrslu, og ef til vill símaþjónustu
og aðra fyrirgreiðslu.
Heildsölubyggingunni hefur enn
ekki endanlega verið ákveðinn stað
ur, en eins og fyrr segir, verður
hún í nýja miðbænum í nágrenni
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar. Munu byggingarfram-
kvæmdii faef jast eins fljótt og auð-
ið verður.
í bygginganefnd eru: Jón Jó-
hannesson, Björgvin Schram, Þór-
hallur Þorláksson, Ölafur Guðna-
son og Kristján Þorvaldsson.