Vísir - 02.03.1966, Side 1

Vísir - 02.03.1966, Side 1
VISIR 56. árg. — Miðvikudagur 2. marz 1966. — 51. EFTIR STANDA AÐEINS SVIDNAR BRUNARÚSTIR Fréttamaöur Vísis á bruna- stað, Svanlaug Baldursdóttir. Það var ömurlegt að líta sviön ar brunarústimar á Álfhólsveg- inum í Kópavoginum í morg- un. Þar sem áður haföi staðið trésmíðaverkstæði Páls Jóns- sonar^ og tvær verzlanir, voru Eldstrókarnir brjótast út um giuggana á verksmiöjuhúsinu í Kópavogi Myndina tók ljósm. Vísis B.G. meðan eldurinn var hvaö mestur. aðeins brunnar tóftir. Ennþá lifði í glæðunum og gengu slökkviliðsmenn um og dældu vatni á þær. Þama var nokkur mannfjöldi saman kominn, full orðið fólk, sem horfði með al- vörusvip á verksummerki eftir eldsvoðann og krakkar, sem fylgdust vel með því sem gerð- ist á brunastaðnum. Nokkrir strákar vóguðu sér inn um gatiö þar sem áöur hafði verið gluggi á skóverzlun inni, annarri verzluninni, sem haföi verið til húsa í bygging- unni og virtu fyrir sér brunn- inn skófatnaðinn. Þarna voru stígvél, sem af einhverjum á- stæðum höfðu sloppið ó- skemmd að mestu úr brunanum einnig karlmannaskór o.fl. Þeg ar slökkviliðsmönnunum fannst strákarnir vera aðgangsharð ir beindu þeir i ctnsbununni í áttina til þeirra svo að þeir hörfuðu í bili. Einn áhorfendanna var Þrá- inn Ámason myndskeri að mennt, en hafði síðustu 6-7 ár unnið sem trésmiður við tré- Framhald á bls. 6. Gífurlegur bruni í Kópuvogi í nótt Stórhýsi með verkstæðum og verzlunum brunn til kuldru kolu Slökkviliöið í Reykjavík stóö í alla nótt í harðri baráttu viö stóreld aö Álfhólsvegi 11 í Kópavogi, en þar brann stórt verkstæðis- og verzlunarhús til kaldra kola og allt til ösku sem í því var. Samkvæmt uppiýsingum frá lögreglunni í Kópavogi, fékk hún tiikynningu um eldinn um eittleytið í nótt og þá frá slökkviliðinu í Reykjavík, sem hafði verið kvatt á vettvang. Hús þetta er mikiö ummáls en aö mestu leyti ein hæð og undir nokkrum hluta þess kjall ari. Það var úr timbri, enda að mestu smíðað úr vöruskemm- um tékknesku vörusýningarinn ar, sem hér var haldin fyrir nokkrum árum. I húsinu var húsgagnaverkstæði, húsgagna- verzlun og skóverzlun. Páll M. Jónsson húsasmíðameistari Digranesvegi 97 átti húsið. ' Þegar slökkviliðið kom á vett vang stóðu eldtungurnar út úr húsinu og eldurinn mjög magn aöur í því. Það sem gerði slökkviliðsmönnunum erfiðast fyrir var það að frosið var í nærliggjandi brunahönum og urðu slökkviliðsmennimir að leita vatns ýmist niöur á ný- býlaveg eða Kársnesbraut, sem er í 900 m. fjarlægð. Telur lögreglan í Kópavogi líkur fyrir því að bjarga hefði mátt hluta hússins ef greið- legar hefði gengið aö ná til vatnsins. En því vár ekki fyrir að fara. Engu tókst að bjarga af verð mætum út úr eldinum nema einum peningakassa úr skó- verzluninni og fáeinum stólum úr húsgagnaverzluninni. Allt annað brann til kaldra kola. Lengi nætur stóð apótekinu Framhald á bls. 6. Heildarveiöi Breta viö ísland á r Arangurslous súttofundur fjórum árum 253 millj. þorska 1 Ægi, tímariti Fiskifélagsins sem kemur út í dag birtist all- löng grein eftir Jón Jónsson fiskifræðing sem hann kallar „Ástand fiskistofnanna á Norð- ur-Atlantshafi.“ Grein þessi er árétting við þær yfirlýsingar sem hann hef- ur gefið að undanförnu um að þorskstofninum við ísland sé mikil hætta búin vegna ofveiði og er í greininni vikið ýtarlegar að ýmsum þáttum þessa vanda- máls. í greininni segir m.a.: Þorskveiðin hefur um langan aldur veriö ein aðalundirstaða íslenzks sjávarútvegs. Á fyrstu fimm tugum 20. aldarinnar má segja, að árlega hafi þorskafl- inn numið 70-90 hundraðshlut- um af heildarveiðinni. Árið 1961 varð hins vegar sú breyt- ing á, að síldaraflinn varð meiri en þorskaflinn og árið 1964 var svo komið, að síldin nam rúmlega 56% heildarafl- ans, en af þorski fengust ein- ungis tæp 22%. Þetta stafar hins vegar ekki af neinni veru- legri rýmun þorskaflans, held- ur jókst sildveiðin svo mjög með aukinni veiðitækni og auk- inni siidargengd. Fyrstu þrjá tugi aldarinnar jókst afli íslendinga hröðum skrefum samfara aukinni sókn og náði hámarki 1930, en síð- an hrakaði veiðinni mjög allt fram til ársins 1936, en jókst eftir það nokkuð jafnt fram til ársins 1955, en hefur farið, minnkandi síðan. Má segja, aö bæði heildarveiöin og veiði ís- lendinga sýni sömu þróun. Hlutur íslendinga í heildar- þorskveiðinni á íslandsmiðum hefur farið vaxandi á seinni ár- um. Á árunum 1930-34 var okk ar þáttur í heildarþorskveiðinni tæp 47%, en á árunum 1960-64 nam hann 61.1%. Á seinna tímabilinu veiddu Bretar 27.7% Þjóðverjar 7.1%, Færeyingar Framhald á bls. 6. Fundur sáttasemjara með að- ilum að deilu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og Kaup- mannasamtakanna, sem haldinn var í gærkvöldi reyndist árang- urslaus. Stóð fundurinn til kl. 1,30 í nótt. Til verkfalls verzlunarmanna í matvöru og kjötbúðum kemur í fyrramálið, ef ekki semst fyrir Framhald á bls. 6. Mestu humfurir viö Surtsey síÖan nýja gosiÖ hófst um árumótin Reynt nð gnngn á nýju eynn á sunnudng en mistókst um 2000 fet, og þá var gígurinn sjálfur meira eða minna laus frá aðaleyjunni, suðaustan í henni. M.s. María Júlía var þá stödd þar syðra og var að gera mælingar á eyjunni. Kvaðst Sig urjón hafa heyrt að eyjan hafi þá mælzt um 400 m. löng og Langinesta gos, sem nokkru sinni hefur orðið í nýju gos- eynni við Surtsey — Litla Svarti — varð þar sl. mánudag. Gos- súlan náði þá 12000 feta hæö og sást alla leið austur að Fag- urhólsmýri. Jafnframt var eyj an þá orðin stærri um sig, en hún hefur nokkru sinni áður verið. Vísir átti í morgun tal við Sigurjón Einarsson hjá Flug- málastjórn, en hann flaug yfir gosstöðvarnar bæði á sunnudag inn og mánudaginn. Á sunnu- daginn náði gosmökkurinn i sjálfur kvaðst Sigurjón gizka á, að hún myndi vera 250—300 m. breið. Svo stór hefur eyjan aldrei orðið til þessa. Skipverjar á Maríu Júlíu reyndu að komast í land, en urðu frá að hverfa vegna þess hve kvikan var mikil við ströndina. Hins vegar munu þeir hafa tekið sýnishom af gosmöl. Framhald á bls. 6. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.