Vísir - 02.03.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 02.03.1966, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Miðvikudagur 2, marz 1966. ' ’ Saltaði 900 lestir af físki á síðasta ári VIÐTAL VIÐ JÓN ÁRNASON VERKSTJÓRA í GRINDAVÍK Þeir söltuðu af kappi og stæðumar stækkuðu jafnt og þétt. Það hefur aldrei verið önnur eins aflatregða hér á Suðurnesja miðum, a.m.k. ekki í mörg ár, sagði Jón Ámason verkstj. hjá fiskvirkunarst. Þorbjöm h. f. i Grindavfk, þegar blaðamenn Visis hittu hann að máli í fisk- húsí fyrirtækisins fyrir helgina. Eini fiskurinn sem við fáum til vinnslu, bætti Jón, viö, er vestan af Breiðafirði. — Hvaö eru afköstin mikil hjá ykkur? — í fyrra voru þau 900 lestir af fullunnum saltfiski, auk skreiðar. En það eru mestu af- köst frá því er Þorbjöm h.f. tók aö verka fisk. — En það er ekkert komið til í ár? — Nei, ef ekki rætist úr er ástandið ekki álitlegt. Þaö er ekki nokkur veiði. Við erum bún ir að fullverka um 100 lestir af saltfiski, upsa og þorski, og spyrða dálítiö af skreið. Við er- um t. d. búnir að hengja upp 17 lestir og eitthvað var komið I trönur áður. Annars höfum við fullan hug á að auka afköstin eftir því sem kostur er, og eigum að geta aukið þau frá því í fyrra, aðeins ef fiskurinn fæst og gæftir leyfa. — Hvað vinnur margt fólk hjá fyrirtækinu? — Það eru 30 fastir starfs- eins 10 fastráðnir menn. — Þorbjöm h.f. er ekki gam- alt í hettunni. — Nei, þetta er tiltölulega ungt fyrirtæki. Hefur aðeins starfað i rúman áratug og véla- kostur allur nýr. — Nýr? — Já, við endurnýjuðum allan vélakost rétt fyrir áramótin nema flatningsvél, sem við höf- um notað um 5 ára skeið, og hefur létt mikið undir með okk- ur störfin frá því sem áður var. Hvað afkastar hún miklu? menn yfir vetrarvertíðina, þar ~ *.»r>rr i —-».rrjiÍjnMfl©,tur 24' '26 fiska af 4 stúlkur. Starfsemin kemst á mínútu, en hausingavél sem venjulega í fullan gang hjá okk- ur um miðjan janúar og varir fram í miðjan maí. En úr því dregur úr starfseminni og yfir sumarmánuðina starfa hér að- Þessl stúlka hirti lifur og hrogn úr fiskinum. áfháusar fyrir ókkur fiskinn af- greiðir 28 fiska á mínútu. — Þessar nýju vélar sem þið hafið fengiö, spara mikið vinnu- afl, eða er ekki svo? — Eitthvaö að vísu, en fyrst og fremst létta þær undir störf- in hjá starfsfólkinu. Það er orð in gjörbreytt aðsaða við fiskað- gerð frá því sem áður var. — Hafið þiö nokkuð erlent vinnuafl? — Við höfum sjö Færeyinga, sem unnið hafa hjá okkur árum saman, afbragðs menn. Hitt eru allt Islendingar. — Eru húsakynnin ný, sem þið verkið fiskinn í? — Það má segja ný eða nýleg. Elzta húsið, sem fyrirtækið hóf starfsemi sina í, er líklega 15 ára gamalt, en svo varð það alltof lítið og stækkun var 6- hjákvæmileg. Fyrir þremur árum var byggður mikill vinnusalur og söltunarhús, um 70 metra langt og 16 metra breitt. Við það hef- ur öll vinnuaðstaöa breytzt og afkastamöguleikar stóraukizt. — Fæst Þorbjörn h.f. líka við útgerö? — Já, það hefur átt þrjá Hrafna Sveinbjarnarsyni, en sá elzti þeirra 50 lesta bátur, var seldur sl. vor. En hina tvo bát ana, Hrafn Sveinbjarnarson II., sem er 110 lestir og Hrafn Svein bjamarson III., 200 lestir að stærð, starfrækir fyrirtækið enn- bá. Auk þeirra leggja fimm aö- komubátar upp hjá okkur í vet- ur, svo að alls vinnum við afla úr sjö skipum. Þess má að lokum geta að framkvæmdastjóri Þorbjamar h.f. er Tómas Þorvaldsson. Það verður að þvo þann „gula' vel áður en hann hverfur í saltið. Jón Amgrímsson fiskimatsmaður frá Dalvík og' Jón Ámason verkstjóri hjá Þorbimi h.f. í Grindavík. Hann varð að hafa sig allan við að „mata“ flatningsvélina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.