Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Þriðjudagur 15. marz 1966. FERÐALEIKHÚSIÐ SÝN- IR TVÖ NÝ LEIKRIT Nýtt leikhús er nú að hefja starfsemi sína, nefnist það Ferðaleikhúsið og eru stofnend- ur þess og eigendur þau Kristín Magnús leikkona og Halldór Snorrason. Er hér um nýjung að ræða í leiklistarmálum hér á landi, þar eö fyrirhugað er að á vegum Ferðaleikhússins verði starfandi leikflokkur, sem ferð- ist um landið jafnt sumar sem vetur, en þeir leikflokkar, sem fariö hafa í leikferðir um land- ið, hafa hingað til eingöngu starfað á sumrin. Slík ferðaleik- hús, sem starfa allt árið, eru al- geng £ nágrannalöndunum, og hafa stofnendur þessa nýja ieik- húss áhuga á að kanna, hvort ekki sé grundvöllur fyrir einu slíku hér á landi. Slíkt mundi að sjálfsögðu efla leiklistaráhuga fólks í dreifbýlinu meira en orð- ið er, en það hefur sýnt sig að leikflokkum atvinnuleikara úr Reykjavík hefur jafnan verið vel tekið úti um land. Kristín Magnús tjáði frétta- mönnum að æskilegast væri að ná saman fastráönum hópi leik- ara, sem ekki störfuðu annars staðar, og væri áformað aö Ferðaleikhúsið hefði slíku starfs liði á að skipa ,er fram liðu stundir, ef allt gengi að óskum. Nú starfa hjá leikhúsinu 2 leikar ar auk Kristínar, þeir Leifur fvarsson, sem jafnframt hefur starfað hjá Leikfélagi Reykjavík ur í vetur, og Sverrir Guðmunds son, sem starfar hjá Þjóðleik- húsinu. Fyrsta verkefni þessa leik- flokks eru tvö leikrit eftir leik- ritahöfund af yngri kynslóðinni í Bretlandi, Peater Shaffer. Hef- ur íslenzka þýðingin hlotið nafn ið Hjónaspil og Tónaspil. Oddur Björnsson hefur þýtt Hjónaspil, en Kristín hefur sjálf þýtt Tóna spil og er hún jafnframt leik- stjóri og leikur kvenhlutverkin í báðum leikritunum, en auk hennar leika þeir Sverrir Guð- mundsson og Leifur ívarsson eins og fyrr greinir. Æfingar hafa staðið yfir alllengi og hafa þær að mestu farið fram í Lind- arbæ. Leikritin verða frumsýnd í kvöld í hinu nýja og glæsilega félagsheimili að Borg í Gríms- nesi ,en síðan er áformað að fara út á land í sýningarferðir einu sinni í viku. Peater Shaffer vakti fyrst á sér athygli sem leikritahöfund- ur með leikritinu Five Finger Exercise. Leikrit þetta var kvik- myndaö og var myndin sýnd hér í Stjörnubíói fyrir jólin í vetur. Næstu verkefni hans voru svo þessi verk, sem hér um ræðir. Voru þau sýnd samfellt í tvö ár £ landinu, en veriö er að kvikmynda annað þeirra, Hjónaspil. Síðan hefur Shaffer samið leikrit um Inkana, hinn foma Indjánaþjóðstofn £ Perú, og er það mjög fjölmennt leik- rit að persónum, en þær eru um 80. Nýjasta leikrit hans heitir á ensku The Black Comedy, sem gæti útlagzt Hinn svarti gleði- leikur. Leikendur i Hjónaspili og Tónaspíli, taliö frá vinstri: Magnús, Sverrir Guðmundsson og Leifur ívarsson. Kristíh Blómabúðin Gleymmérei er flutt á LAUGAVEG82 (verzlunarhús Silla og Valda) Afskorin blóm og pottablóm, fræ og laukar BLÓMABÚÐIN GLEYMMÉREI ■ Sími 31420 EINBÝLISHÚS í Arnarhrauni, mjög glæsilegt, í fokheldu ástandi til sölu af sérstökum ástæöum. Húsiö er 153 ferm., 6 herb., allt á einni hæö og í fremstu röö, þar sem áldrei kemur neitt til að skyggja á mjög fagurt útsýni. Einnig einbýlishús í smíðum á mjög fallegum stað í Kópavogi og við Smyrlahraun og nýtt og fulllokið, mjög glæsilegt við Faxatún. STEINN JÓNSSON hdi. lögfræði- og fasteignaskrifstofa Kirkjuhvoli. Simar 14951 og 19090. Sálarrannsókna félag Islands gengst fyrir fundi í Sigtúni (Sjálfstæðishús- inu) þriðjudaginn 15. marz n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Erindi Séra Sveinn Víkingur. Á undan og eftir erindinu flytur Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari tónlist, við undir leik Skúla Halldórssonar. — Öllum heimill aðgangur. Afgreiðslumaður Óskum að ráða vanan og ábyggilegan af- greiðslumann. Uppl. á skrifstofunni. (Ekki í síma). GEYSIR H.F. / ráði að stofna rannsóknastoh á vegum heilbrigðiseftirlitsins Viðtal Vísis við borgarlækni í athugun er nú að stofna rannsóknarstofu i sambandi viö hellbrigðlseftirlit borgarinnar og mun hún verða £ húsakynnum Heilsuverndarstöðvarinnar, i hús- næöi þvf, sem rannsóknarstofa Borgarspitalans hefur nú, en hún flytur sem kunnugt er þegar Borg arspítalinn í Fossvogi er tiibúinn. Þá hafa verið geröar breytingar innan borgarlæknisembættisins. Vfsir náði tali af borgarlækni, dr. Jóni Sigurðssyni og spurði hann nánar um þessi mál. Sagði borgarlæknir að hingað til hefðu matvæla- og sýklarann- sóknir á vegum heilbrigðiseftirlits 'ins aðallega verið framkvæmdar hjá tveimur rannsóknarstofum í borginni, Rannsóknarstofu Háskól ans og Rannsóknarstofnun sjávar- útvegsins. Teldu þessar stofnanir sig nú, vegna anna, ekki geta sinnt viðfangsefnum frá heilbrigðiseftir- litinu á viðunandi hátt. Þær breyt- ingar, s.em orðið hefðu undanfar- ið á dreifingu og meðferð matvæla hefðu í för með sér nauðsyn á mjög svo auknu eftirliti, þar sem fólk neytti nú tilbúins matar, sem keyptur er í veitingahúsum, kjöt- verzlunum o.s.frv. £ æ ríkara mæli og þessi matur óhreinkaðist ó-1 sjaldan eftir að hann er tilreiddur, j og gæti af því skapazt allveruleg i sýkingarhætta. Væri fullkomin sýkla- og matvælarannsóknarstofa því mjög mikil nauðsyn í sam- bandi við heilbrigöiseftirlit borgar j innar. Þá sagði borgarlæknir að starfs- tilhögun heilbrigðiseftirlitsins hefði verið breytt og yrði nú önnur skipui á starfi eftirlits- manna, sem jafnframt nefndust nú heilbrigðisfulltrúar, en áður var. Hingað til hafa þeir skipt með sér eftirlitsstörfum eftir tegundum stofnana og fyrirtækja, en nú verður borginni skipt í hverfi og mun hver heilbrigðisfulltrúi hafa eitt hverfi. Eftirlit með verksmiðj- um og vinnustöðum verður þó á- fram greint frá öðru og verða eftir- litsmenn þar nú tveir £ stað eins áður. Ennfremur verður húsnæðis- eftirlit utan við hverfaskiptingu eins og verið hefur. Eftirlit á vinnu- S stöðum verður nú tengt nánar at- 1 vinnusjúkdómadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar og mun aðstoðar- borgarlæknir, Björn Önundarson, sem áður nefndist aðstoðarlæknir : borgarlæknis hafa með höndum , bæði læknisfræðilega hlið eftirlits- ins á vinnustöðum og sjúkdóma- rannsóknir á starfsmönnum. Þórhallur Halldórsson, sem hing- að til hefur haft starfsheitið heil- brigðisfulltrúi, fær nú starfsheitið framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- lits. KVEIKTU FISKHJALLI í fyrramorgun snemma kvikn- aði í ibúðarhúsi að Stangarholti 26, sem er verkamannabústaður. Piltur sem býr í húsinu varð elds var um fimm leytið um morg uninn i geymslurisi hússins. Féð- ist hann strax á eldinn með vatni en bróöir hans, sem vaknaöi um svipað leyti, kvaddi slökkviliðið á vettvang. Þegar það kom á stað- inn haföi mikinn reyk lagt um húsið, en eldinn tókst fljótt að kæfa og skemmdir af honum urðu litlar, hins vegar einhverjar af vatni og reyk. Ekki er vitað um eldsupptök. Síðdegis á laugardaginn urðu tveir tólf ára gamlir drengir upp- vfsir að því að kveikja i fiskhjalli uppi hjá Árbæ. Brann hann að mestu. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.