Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 11
Vf SIR . Þriðjudagur 15. marz 1966. ViUi helzt sjá Stanley ... drottninguna til vara Sagf frá þrem ungum KR-ingum í Coventry minnast í sambandi við Bret- landsdvölina. „Góð knatt- spyma“, segja þeir einum rómi. Og hvaða frægri persónu mynd- uð þið helzt yilja mæta, spyr blaðamaðurinn. — Stanley Matthews, segir Hörður. — Dennis Law, segir Guð- mundur. — Stanley Matthews, segir Einar, „eða drottningunni“, er annað val hans. Sfðan segir frá ýmsu sem þeir þremenningamir hafa veitt at- hygli utan leikvallanna. Blaðamaðurinn segir þá hafa tekið eftir hversu óvenjulega hreinleg Coventryborg er, hvað stúlkumar klæðist stuttum pils- um og hvað drykkir ýmsir séu ódýrari þar en í Revkjavík og segir að wiský og ,kóka kóla kostar eitthvað sem svarar steri ingspundi á íslandi. Loks segir að Englandsdvöl þeirra þremenninga ljúki í apríl lok og þá muni þeir snúa aftur til Reykjavfkur. Þá muni vinir og kunningjar æra þá með spum ingum. „Hvað gerðuð þið?“, „Hvað sáuð þið?“ o. s. frv.... „Við sáum góða knattspymu" munu þeir eflaust segja. Eins og undanfarin ár fara ís- ienzkir skíðamenn til keppni f Vest ur-Noregi. Keppendur frá Akureyri keppa við íþróttabandaiagið í Voss helgina 19.—20. marz Keppendur frá Akureyri verða 7. Ennfremur fara frá Reykjavík: Bjami Einarsson, Ármanni, Ás- geir Christiansen, Víking, Georg Guðjónsson, Ármanni, Haraldur Pálsson ÍR, Leifur Gfslason KR, Þór ir Lámsson ÍR. f kvennaflokki: Martha B. Guðmundsdóttir KR, Hrafnhildur Helgadóttir Ármanni, og Sesselja Guðmundsdóttir Ár- manni. I drengjaflokki: Tómas Jónsson Ármanni, Eyþór Haraldsson fR og Haraldur Haralds son ÍR. Keppnin, sem Reykvíkingar taka þátt í er hin árlega bæjakeppni á milli Bergen-Glasgow-Reykjavík. Drengimir frá Reykjavík keppa á hinu árlega vestur-norska unglinga móti, sem er eitt fjölmennasta mót, sem haldið er í Vestur-Noregi. Tóm as Jónsson, Ármanni keppti í fyrra á móti þessu og varð nr. 5 í sín um aldursflokki. Öll þessi mót fara fram í Bavallen við Voss. Fararstjóri fyrir Akureyringunum verður Ólafur Stefánsson en fyrir Revkvfkingunum Lárus Jónsson, Skíðafélagi Reykjavíkur. Keppend ur fóru utan með vél frá Flugfélagi íslands s.l. föstudag til Bergen og fara þaðan með lest til Voss. Kom ið verður heim mánudagskvöldið 21. marz með vél frá Loftleiðum. Keppendur frá Akureyri eru: Karólína Guðmundsdóttir, ívar Sigmundsson, Reynir Brynjólfsson, Viðar Garðarsson, Magnús Ingólfs I son og Þorlákur Sigurðsson. Körfubolti: Fjör / yngri ílokkunum \ sunnudaginn fóru fram 5 skemmtilegir leikir í fs- iandsmótinu í körfuknatt- leik. í 4. fl. karla sigraði ÍR Ármann með 11:3, í 3. fl. karla sigraði ÍR einnig Ár- mann 25:16. í 2. fl. karla sigraði Ármann KR 45:40 og KFR ÍR í sama flokki I mjög góðum leik 44:39. Loks sigraði ÍR ÍS í 1. fl. a 70:53 og Ármann KFR í sama flokki 50:33. 2. fl. Ármann - KR 45:40 (25:17) Þetta var vel leikinn leikur, eink um af hálfu Ármenninga, en KR- ingar voru oft óheppnir með körfu skot. Ármann hélt alltaf öruggri for ystu í leiknum og skoraði oft úr laglegum skyndiupphlaupum. Enn- fremur fengu Ármenningar oft meira úr sinni sókn en KR. Lang- beztir Ármenninga eru þeir Hall- grímur, sem skoraði 13 stig og Kristinn, mjög skemmtilegur og létt leikandi bakvörður, með 16 stig. Hjá KR voru skástir Stefán með 16 stig og Brynjólfur. 2. fl. KFR - ÍR 44:39 (20:15) ÍR-ingar komu nú til leiks án síns bezta manns, Birgis Jakobs- sonar og vantaði hann nú illilega. því iR-liðið, annars mjög gott lið, var oft ekki nema svipur hjá sjón. KFR náði 10:2 í byrjun og hélt öruggri forystu í f. hálfleik sem lauk 20:15 KFR í hag. ÍR-ingar virtust ætla að ná KFR um miðjan hálfleikinn og skildu iiðin um tíma ekki nema 3 stig en allt kom fyrir ekki, vel leikandi ! KFR-liðið með Þóri og Rafn, sem aðalmenn, hélt góðri forystu út leik inn, sem endaði 44:39 KFR í vil. Bæði þessi félög hafa góðum liðum á að skipa í þessum flokki, en með fullu liði myndu iR-ingar eflaust fara með sigur af hólmi ,en nú kom í ljós, hvers þeir voru megnugir án Birgis, en hins vegar virtust þeir frekar sigurvissir í bvrjun Guðmundur, Hörður og Einar Coventry City á. leiks, sem aldrei er til góðs. KFR- ingar voru oft heppnir, en sýndu á köflum mjög góðan leik og er langt síðan sézt hefur svo skemmtilegt og vel leikandi KFR- lið. Beztir ÍR-inga voru þeir Arnar (11 stig) og Skúli (13 stig), en I KFR þeir Þórir (19 stig) og Rafn 14 stig). 1. fl. ÍR - ÍS 70:53 (21:23) ! ÍR mætti nú til leiks með gamal kunnan miðherja Guðmund Þor- steinsson, sem lék með m.fl. ÍR fyr ir nokkrum árum og var hann lið- inu góður styrkur, þótt hins vegar hann hafi lítið beitt sér. ÍR skorar fvrstu körfuna en stúdentar jafna. Þá taka ÍR-ingar forystu 16:8, en ÍS nær að jafna undir lok f. hálf- leiks 21:21 og bætti síðan við einni körfu fyrir lok hálfleiksins. á Highfield Road-veliinum, sem I síðari hálfleik voru ÍR-ingar mun betri og juku forskot sitt, sem þeir náðu í upphafi hálfleiksins, jafnt og þétt og lauk leiknum með yfir burðasigri þeirra 70:53. Hjá ÍR átti Anton mjög góðan leik, skoraði 22 stig og Vilhjálmur átti eiqnig þokka legan leik skoraði 14 stig. Hjá IS var Hrafn langbeztur og hitti hann vel úr langskotum sínum. Hann skoraði 19 stig og Jón Eysteins- son 12 stig. 1. fl. Ármann - KFR 50:33 (28:8) Ármenningar náðu í upphafi for skoti, sem nægði til sigurs í leikn um. Eftir 12 mín. leik var staðan 20:8, en í hálfleik var staðan 28:8 Ármann í vil. KFR bætti vel fyrir hrakfarir f. hálfleiks, með mun betri leik í þeim síðari, sem þeir unnu 25:22, en forskot Ármanns Framhald á bls. 6. • „MÉR LÍKAR VEL HÉR“. Þannig hefst grein- arkom í vikublaðinu Coventry Standard, sem út kom 3. marz s.l. Þar rabbar blaðamaður við íslend- ingana þrjá, sem undanfamar vikur hafa dvalið með hinu sterka knattspymuliði Coventry City, en þeir eru eins og kunnugt er Einar ísfeld, Hörður Markan og Guðmundur Haraldsson, allir ungir leik- menn úr KR. við. En nú hefur svo undarlega brugðið við að með tilkomu þeirra i framlínunni hefur Cov- entry fengið 5 stig í 3 leikjum og er liðið farið að rétta tölu- vert úr kryppunni. Liðin, sem B-lið Coventry á þarna i höggi við eru sterk firmalið og fleiri lið með þunga knattspyrnumenn og sterka. I Coventry-liðinu eru hins vegar frekar ungir leikmenn, 16—17 ára, og þurfti sannarlega eldri og harðari leikmenn til að standast hinum liðunum snúning. Blaðamaðurinn segir að enda þótt atvinnumennska í knatt- spvmu sé ekki til á íslandi, þá sé knattspyman það sem þeir lifi fyrir. Þannig spyr hann þá hvað það sé sem þeir muni helzt Hópur skíiafólks tiINoregs I fyrirsögn segir að KR-ingam ir hafi verið sendir Coventry, og liðið grætt vel á komu þeirra. Síðar í greininni, eftir að þeir og KR hafa verið kynntir nokk uð fyrir lesendum segir að þeir hafi eiginlega ætlað að taka að eins þátt £ æfingum Coventry og til að kynnast brezkri knatt- spymu, en sem áhugamenn megi þeir keppa og nú sé það kómið á daginn að þeir reynist vel í keppni. B-lið Coventry, sem leik ur í Coventry og Norwich „líg- unni“ gekk illa áður en þessir þrír ungu menn komu til sög- unnar í liðinu og fallið blasti Skíðafólldð við brottförina frá Reykjavík á föstudaginn (Ljósm. BB)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.