Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 9
i O I IV Knujuuagur id. marz idod. Bjami Herjólfsson við komuna tll Keflavíkur. Lengdina á flugvélinni má hér bera saman viö flugafgreiðslubygginguna sem rétt má sjá á bak við. Stærst eða ekki stærst! það var umraeðuefni í gær f hópi flugfróðra manna hér í borginni, hvort fyrirsögnin á fréttinni í Vísi gæti staðizt að hin nýja Rolls Royce-flugvél Loftleiða væri stærsta farþega- flugvél f heimi. Þetta nær nú engri átt sögðu sumir, sem bezt höfðu vit á flugvélagerðum og fiugvélategundum um allan heim. Og þeir þóttust geta bent á það, að Rússamir hefðu tek- ið í notkun einhverja farþega- flugvél, sem tæki jafnvel yfir 200 farþega. Ennfremur þóttust menn geta haft í framml vífi- lengjur um það að bandaríski herinn hefði í notkun flutninga flugvélar sem væru aliar stærri og meiri um sig og gætu tekið kannski hátt upp í 300 fallhlífa- hermenn og enn þóttust menn geta bent á það að sumar far- þegaþoturnar nýju væra stærri og melri um sig en flugvél Loft Ieiða, þó að farþega sætin væru höfð svo rúmgóð aö farþegatal an yrði ekld eins mikil. Þannig voru menn með ýms ar bollaleggingar um það, hvort þessi „þjóðarstoltslega" fyrir- sögn gæti staðizt. Sjálfir eru Loftleiðamenn svo hógværir, að þeir láta sér nægja í fréttatil- kynningum að segja að flugvél- in sé sú stærsta sem tekin er í notkun á áætlunarflugleiðun- um“ yfir Norður-Atlantshaf," en í rauninni er sú flugleið sú eina sem skiptir nokkru veru- legu máli í heiminum. Þaö hvort Rússar eru með stærri flugvél á sínum Síberíuleiöum, sem flytja líklega eingöngu oþ- inbera embættismenn til og frá Moskvu, skerðir e.t.v. hið full- komna sannleiksgildi fyrirsagn- arinnar, en skiptir að öðru leyti litlu máli. Hitt er kjarni málsins, að Is- lendingar geta vissulega verið stoltir af því, að þessi litla og fátæka þjóð, og þetta félag Loftleiðir, sem einu sinni var svo lítið og fátækt að því var vart hugaö líf lengur en til næsta dags, skuli eiga slíkt far artæki og félagið farið að teygja sig með þessum flugvéla- kaupum upp í áttina til stóru risafélaganna sem fljúga á þess ari flugleið. Tjað var eitt sem var athyglis- •vert í samtölum við Loft- leiðamennina, að þeir voru hvergi hræddir um það, að þeir gætu ekki fengið nógu marga farþega til að fylla þessar stóru flugvélar. Það er vel af sér vikið hjá þeim, þegar tekið er tillit til þess, að kreppt hefur verið að þeim með lendingar Evrópumegin við hafið. Sam- keppnishugur og afbrýðisemi evrópskra flugfélaga hefur lok- að Rolls Royce-vélamar úti frá ýmsum þeim stöðum sem væru eðlileg endastöð fyrir ferðina yfir hafið. Minni og eldri vélar Loftleiða mega að vísu lenda á Norðurlöndum, í Englandi og Hollandi. En þessari nýju flug- vélategund þora stóra flugfé- lögin ekki að mæta f samkeppni Hún gæti tekið einhverja far- þega frá þeim og þó hefur verið sýnt fram á, að fjöldinn allur af farþegunum, sem ferðast með Loftleiðavélunum hefðu ekki farið flugleiðis yfir hafið, ef þeim hefði ekki boðizt hið ó- dýra fargjald Loftleiða. Sú lendingarstöð f Evrópu, sem skiptir því mestu máli og sem Rolls Royce-vélamar munu halda áfram að flytja farþega og farangur til er því Luxem- burg. Og það er kunnugt að Luxemborgarfaramir eru hæst ánægðir með þau viðskipti, því að sífelldur straumur Loftleiða- ferðamanna er í gegnum land þeirra, flutningsæðamar teygja sig þaðan landveg til Briissel, Parísar, Frankfurt, Saarbriicken Vínarborgar og jafnvel lengra suður á bóginn, allt suður til Rómar og Aþenu. I~kg það er enginn smávegis V"’ ferðamannastraumur, sem þessar risavöxnu flugvélar skapa. Þær taka eins og áður hefur veriö upplýst 189 far- þega í sæti. Og f sumaráætlun inni er gert ráð fyrir því að vél in fari þrjár feröir í viku fram og aftur og síðan einu sinni aöra leiö. Þetta gerir þá samtals sjö ferðir yfir heimshafið hvora leið. Og það þýðir þá um leið að flutningagetan er á einni viku 1323 farþegar. Á einum Framh á bls. 7. í farþegarými nýju flugvélarinnar. Á myndinni sjást nokkrir stjómarmeðlimir Loftleiða. Úr flugferðinni með Bjama Herjólfssyni yfir Reykjavík í kvöldrökkri á sunnudag. Borgarhverfi á‘ Skólavörðuhæð sjást undir. Hreyflamir tveir búa yfir orku 11 þúsund hesta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.