Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 16
Þrtðjudasur TS. marz 1966.
Fisksölur
togorannu
Togarinn Maí kom inn til Hafn-
arfjarðar í vikunni sem leið meö
allgóðan afla af Austur-Grænlands-
miðum. Voru það um 280 tonn af
þorski og karfa. Togarinn hélt ut-
an aðfaranótt miðvikudags til Bret-
lands og Þýzkalands. Togarinn
seldi hluta af aflanum eða um 50
tonri af þorski i Hull í gær fyrir
4080 pund.
Framh. á bls. 6.
Brígður bornar á að Einar Bene-
diktsson hafí skrífað handritið
En eigendur þess stnðhæfu nð svo sé
í gær, er uppboðsbækur þær,
sem Sigurður Benediktsson sel-
ur í dag í þjóðleikhússkjallaran
um ,voru almenningi til sýnis,
snerist áhugi margra að eigin-
handriti því sem þar er talið
vera eftir Einar Benediktsson
skáld.
Margir fræðimenn og áhuga-
menn skoðuðu handrit þetta af
mikilli nákvæmni og þ. á. m.
menn sem áttu handrit eftir Ein
ar eða voru nauðakunnugir rit-
hönd hans. Báru þeir mjög brigð
ur á að þama væri um rithönd
Einars að ræða. Til þess þó að
ganga enn betur úr skugga um
þetta, var farið með handritið
upp í þjóðskjalasafn í gær og
borið þar saman við rithönd
Einars á Dómabókum Rangár
vallasýslu, sem er frá sama
skeiði ævi hans. Sá samanburð
ur mun ekki hafa reynzt hag
stæður fyrir handritið, sem í
T.' “Framh. á bls. 6.
Innflutningur tilbúinna
sænskra húsa að hefjast
Um þessar mundir er að hefj-
ast innflutningur tilbúinna
húsa frá sænska byggingafélag
inu HSB.
HSB, sem er langstærsta hús
bygglngafélag á Norðurlöndum
er raunverulega fjöldasamtök
húsbvggienda og leigjenda i
Sviþjóð. Það er rekið á sam-
vinnufélagsgrundvelli og allt
húsnæði, sem byggt er á þess
vegum, er seit á kostnaðar-
verði, þannig að ekki er gert
ráð fyrir hagnaði til félagslns.
Hefur HSB á þennan hátt tek-
izt að lækka byggingakostnaö
og byggja um leið vandaö og
hentugt húsnæði fyrir almenn-
ing í Svíþjóö og fleiri löndum
Til marks um hina umfangs-
miklu starfsemi HSB má nefna,
að á sl. ári nam framleiðsluverö
mæti félagsins 992 millj.
sænskra króna eða 828 þúsund
millj. íslenzkra króna.
Sú deild HSB, sem annast
framleiðslu tilbúinna húsa, nefn
ist BORO-hús, sem er skamm
stöfun dregin af kjörorðinu „Bo
i ro i eget bo“. Hefur þessi
deild nú starfað f meir en 40
ár og byggt eða lagt efni í
meira en 50.000 einbýlishús. í
dag býr í húsum þessum mann
Framh. á bls. 6.
Hið umdeilda handrit af kvæði Einars Bened’iktssonar.
Sæmundur Óskarsson með líkan að BORO-húsi.
LÍDÓ aftur vín-
veitingastaður
Lokað unglingum
fíéðist inn t ibúð og
braut allt og bramlaði
t Glerárþorpl á Akureyri voru
unnin spellvirkl i mannlausri íbúð
s.l. laugardagskvöld, en ekki er upp
lýst ennþá hver eða hverjir eru
valdir að þeim.
I húsi þessu er sin ibúðin
á hvorri hæð, en þær eru tvær.
Þegar spellvirkin voru framin, var
enginn heima á neðri hæðinni, en
konan þar hafði tekið að sér að
sitja yfir bömum á efri hæðinni á
meðan foreldramir voru að heim-
an.
AÖ nokkrum tíma liðnum heyröi
konan bresti og skelli á neðri hæð-
inni, og þar sem hún vissi ekki
annaö en að íbúöin ætti að vera
mannlaus og engrar heimsóknar að
vænta, hringdi hún þegar í stað i
lögregluna og skýrði henni frá at-
vikum. En rétt á eftir — og áður
en lögreglan kom — sá konan bif-
reið hverfa frá húsinu, og er talið
að i þeirri bifreið hafi skemmdar-
vargurinn verið.
íbúöina hafði konan skilið eftir
ólæsta þegar hún fór upp á efri
hæðina til að gæta barnanna, og
var því auövelt að komast inn í
hana. Þegar lögreglan kom á vett-
vang gaf á að líta, þvi þar var
allt á tjá og tundri, þrfr arm-
stólar lágu brotnir á gólfinu,
borði hafði verið velt um, leirtau
verið brotið og þeytt út um gólf
og þar fram eftir götunum.
Lögreglan á Akureyri vinnur
núna að þvi að rannsaka þetta mál
og hafa upp á sökudólginum.
Eltingarleikur við
drukkinn bílþjóf
í fyrrinótt átti lögreglan í elt-
Ingarleik við ökumann á stolinni
bifreið, R-9524, sem stollö var
fyrir utan Þórsgötu 5 laust eftir
miðnætti.
Eigandi bifreiðarinnar kom í lög
reglustöðina og tilkynnti að
bifreið sinni, R-9524 hefði verið
stolið um hálfeittleytið eftir mið-
nætti þar sem hún stóð fyrir ut-
an Þórsgötu 5.
Lögreglan lét þegar hefja eftir
grennslan eftir bifreiðinni og frétti
innan skamms af henni þar sem
hún var í umferð á götum borgar-
Framhald á bls. 6.
LIDO, sem í hálft fjórða ár hef
ur verið rekið sem vínlaus veit-
ingastaður, ætlaður unglingum,
mun innan skamms verða gert að
vínveitingastað á ný og þegar það
opnar sem slíkt munu verða gerð
ar nokkrar breytingar á húsakynn-
um.
Róbert Kristjónsson fram-
kvæmdastjóri Lido tjáði Vísi að
forráöamenn Lido teldu sig ekki
geta haldið rekstrinum áfram í því
formi, sem hann er nú.
— Við fáum ekki þær undirtekt
ir sem okkur eru nauðsynlegar hjá
þeim sem með málefni ungling-
anna hafa að gera. Við förum ekki
fram á fjárhagslegan styrk, þetta
hefur gengið sæmilega vel, en að-
eins að hliðrað verði til og okkur
leyft að hafa dansleiki með sömu
aldurstakmörkum og Æskulýðs-
ráð. Nú er aldurstakmarkið 16 ár,
en þegar við sóttum um að fá að
lækka það niður í 15 ár var þvf
Framhald á bls. 6.
Norðurstjaman lokaríbib’
vegna brúefnisskorts
I athugun að hefja framleiðslu á niðursoðnum
þorskhrognum og reyktri niðursoðinni horsklifur
Hráefnaskortur hefur nú gert
vart við sig hjá verksmlðjunni
Norðurstjömunni í Hafnarfirði
og hefur rekstur hennar verið
stöðvaður í bili. Em þriggja mán
aða blrgðir verksmiðjunnar af
hráefni þrotnar og vinna aðelns
fastamenn við ýmsar lagfærlng-
ar innanhúss.
Meöan beöið er eftir aö síldin
komi aftur er í athugun að
hefja framleiðslu á nýjum út-
flutningsvörum og er einkum
haft í huga að framleiða niður-
soðin þorskhrogn og niðursoðna
Framhald á bls. 6.