Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 15. marz 1966.
7
/
MINNING:
Magnús Magnússon
frá Cambridge
jljig langar til að biðja Vísi
að endurprenta úr Lögberg-
Heimskringlu dánarminningu
Magnúsar Magnússonar „frá
Cambridge" eins og hann var
nefndur. Magnús var svo sér-
stæður maður, að mér finnst
ástæða til að hans sé getið hér
hehna. Fæddur á Islandi og al-
inn upp þar trl 7 ára aldurs.
Þá tekinn í sonarstað af hinum
merka og hámenntaða föður-
bróður sínum Eiríki Magnússyni
háskólabókaverði i Cambridge á
Englandi. Or háskólanum þar
útskrifaðist Magnús í grísku og
latínu. Fluttist fyrir aldamótin
síðustu heim til ísiands. Varð
kennari við Latínuskólann í
Reykjavík í nokkur ár. Um 1907
mun hann hafa flutzt til Norð-
ur-Ameríku eins og algengt var
af framsæknu dugnaðarfólki.
Gerðist kennari við Jóns Bjama
sonarskólann i Winnipeg.
Skólinn naut þó hæfileika hans
og menntunar ekki lengi því
Magnús reyndist svo illa far-
inn af sullaveiki að hann beið
þess aldrei bætur. Þrátt fyrir
hina beztu læknismeðferð, sem
þá þekktist (hinir heimsfrægu
Mayo-bræður skáru hann upp)
treystist hann ekki til að stunda
kennslu áfram. Hann fékk því
léttara starf í Norður-Minnesota
og dvaldist þar þangað til hann
hætti störfum fyrir nokkrum ár
um. Fluttist þá til Calefomíu.
Ég kynntist Magnúsi 1945 og
hinni stórglæsilegu konu hans
Ástu. Ég var gestur á heimili
þeirra um tíma. Þar var gott að
vera. Þau höfðu þá dvalið um
40 ár í Vesturheimi. Það var
ekki nokkur leið að heyra á
orðum og framburði Magnúsar
að hann hefði nokkum tíma af
íslandi farið. Mál hans ljómaði
af gáfum og þrótti. Stuttar hnit
miðaðar setningar, sem lýstu
fullkomlega hugsun hans hverju
sinni. Aldrei sletti hann erlend
um orðum þegar hann talaði ís-
lenzku, sem gæti verið gott um
hugsunarefni því fólki, sem þrá
stagast á hættu þeirri, sem fs-
lenzkri menningu og máli á að
stafa af að kynnast tungu og
siðum annarra þjóða.
Magnús var fjöllesinn og fjöl
fróður. Af honum stóð andleg-
ur og líkamlegur þróttur þrátt
fyrir næstum ævilöng veikindi.
Ég hef oft hugsað til hans og
fjölskyldu hans með aðdáun og
þakklæti.
Ófeigur J. Ófeigsson.
Þó þú lang-förull legðir
sérhvert land undir fót.
Bera hugur og hjarta
samt þíns heima-lands mót.
Nú hef ég misst alla mína
vini sagði Magnús við mig s.l.
vor er við Dr. Níels Dungal
heimsóttum þau á sitt mjög
virðulega heimili í Canoga Park
hér úti í dalnum, en með hverj-
um deginum dvínar sjón mín
svo nú get ég ekki lesið og veit
hvert stefnir. — En samt sem
áður glampaði í hálfblindum aug
um hans, fjör og gáfur. Þrátt
fyrir 92 ár hans, var hann, sem
maður um 70 til orðs og æðis.
Magnús Magnússon var fæddur
að Eydölum árið 1873, kominn af
merku fólki f ættir fram. Ellefu
ára að aldri var hann tekinn í
fóstur af frænda sínum Eirfki
Magnússyni, sem var bóka-
vörður í Cambridge í nær fimm
tíu ár.
Beztu menntun fékk Magnús
á Englandi og um leið íslenzk
fræði, ljóð og sögur, sem féll
í góða jörð þar sem Magnús
var, en við sem erum kunnug er
lendis vitum um þá erfiðleika,
sem því fylgir að ala upp fs-
lendinga, sem íslendingar vilja
Magnús Magnússon.
vera í borgum erlendis. Magnús
tók ástfóstri við íslenzk fræði
og mun hann eiga í fórum sínum
í bundnu, sem óbundnu máli rit
á íslenzku, ensku og latínu! Til
íslands kom hann 24 ára gam-
all og varð íþróttakennari
menntaskólans og auk þess
kenndi hann ensku og latínu.
Þessi ungi glæsilegi og gáfaði
maður varð fljótt hrókur alls
fagnaðar t. d. með enskumæl
andi fólki í Reykjavík. Þar
kynntist hann fljótt Ásthildi
Grímsdóttur frá Isafirði, sem
var náskyld Ásgeiri Sigurðssyni
kaupmanni og vann Ásta f Edin
borg. Þó fór gifting þeirra ekki
fram fyrr en í Minnesota. Fljótt
fékk Magnús stöðu sem kennari
við Gustavus Adolphus College
í St. Peter, Minnesota. — Sök-
uta veikinda hætti hann kennslu
störfum og fékk stöðu sem að
entist honum í 34 ár. Það var
hjá U.S. Steel Corporation. Var
hann trúnaðarmaður þeirra á
nokkrum stöðum þangað til
hann var sendur til Virginia f
Minnesota árum saman.
Magnús og Ásthildur undu vel
lífi sínu í hinum nýja heimi,
áttu 3 böm, Eric sem varð
þjóðkunnur flugmaður, fórst f
flugvél sinni langt úti í heimi.
Var dauði hans svo mikið reið
arslag að Magnús beið þess
aldrei bætur og tók hann hina
sáru sorg í gröfina með sér.
Sonur þeirra Ólafur er verk-
fræðingur f Texas en Magnús
dó á meðan hann var hjá hon-
um í heimsókn 3. nóvember s.l.
Þá er Ragnhild, dóttir þeirra,
hámenntuð hjúkrunarkona, gift
Jack Johnson, sem er af
sænskum og norskum ættum.
Bamabörnin em 6 en bama-
bama bömin eru 7 dreifð frá
hafi til hafs. — Magnús Magn-
ússon var 70 ára er ég kvnnt-
ist honum, en fannst þá sem að
ég hefði þekkt hann alla ævi.
Mikil veizla var á gullbrúð
kaupsdegi á heimili Johnson
hjónanna ennfremur á 90 ára
afmæli hans þar sem hann
dansaði sem ungur væri. Magn
ús var rúmlega meðalmaður á
hæð, fallega vaxinn og bar sig
sem íþróttamaður fram á efri
ár. Hjónaband þeirra vartil fyrir
myndar. Ásta kona hans er gáf-
uð og glæsileg og þjóðleg mjög.
Án efa er Magnússon fjölskyM
an framarlega í þeim hópi sem
varpar ljóma á Islendinga í
þessari álfu.
Þess má geta að Magnús dó
5 dögum síðar en Dr. Níels Dcmg
al.
Skúti G. Bjarnason.
Stærst eða ekki -
Framh. af bls 9
mánuði getur ein slík flugvél
flutt hátt á 6. þúsund farþega
yfir hafið. Þetta eru risavaxnar
tölur og sýna aö hin lengda
Rolls Royce flugvél er tvímæla-
laust langafkastamesta sam-
göngutæki sem íslendingar
hafa eignazt. Það mætti jafn-
vel setja upp til gamans dæmi
um þaö, hve lengi allar fjórar
Rolls Royce vélarnar væru
að flytja alla íslenzku þjóöina
í heild nærri 200 þús. manns,
hvort sem menn vilja suður á
Jótlandsheiðar eöa suður á sól
areyjuna Majorca. Ætli þær
væru lengur að því en svo sem
einn eða tvo mánuði.
Að undanfömu, þegar Rolls
Royce flugvélamar og leng
ing þeirra hefur verið til um-
ræöu manna á meðal hafa sum
ir látið skína f vantrú, á að
það mætti lengja eða stytta flug
vélar eins og mönnum sýndist.
Slíkt kynni að hafa slæm áhrif
á flugeiginleika vélanna. En nú
þegar vélin kom til landsins og
stjóm Loftleiða ræddi við
fréttamenn um þessa framL
kvæmd, þá upplýstu þeir það
sem þeir höfðu ekki áður sagt
frá, að framleiðendur vélarinn
ar, Canadair-verksmiöjan í
Montreal hefði mjög snemma
eftir kaupin á vélunum fyrir
tveimur árum farið að róa í því
að lengja þær. Ástæðan var ein
faldlega sú, að flugtæknisér-
fræðingar þeirra töldu aö flug-
eiginleikar hennar sem farþega
flugvélar myndu batna viö
lengingu. Og sú hefur orðiö
raunin á. Skemmtilegustu tíð-
indin fyrir Loftleiöamenn eru
að flugmönnum öllum sem próf
að hafa kemur saman um það,
að flugeiginleikum vélarinnar
hafi farið fram. Þær eru lítið
eitt hraöfleygari en áður og
láta betur aö stjóm. Stafar
þetta af ýmsum flugtæknileg-
um atriðum, sem erfitt er að
útskýra í stuttu máli. Þá er það
einnig framför, aö titringur sem
orðið hefur vart f fremra far-
þegarými í eldri vélunum hefur
nú horfið við lenginguna. Flug-
stjórar á vélinni láta mjög af
því hve létt og þægileg hún sé
í lendingu og flugtaki.
Á lengdu vélinni veröur á-
höfnin óbreytt að öðru leyti en
því, aö fjölga veröur um eina
flugfreyju. Áhöfnin verður þá
11 manns, þar af 7 flugfreyjur.
Það er mikið starf, sem þær
þurfa aö inna af hendi, að veita
hinum mikla fjölda farþega veit
ingar á leiöinni og er þar allt
af ein heit máltfö innifalin. Á
hvaða veitingahúsi sem er þætti
það talsvert viðfangsefni að
gefa 200 manns að boröa á svo
skömmum tíma. En verkið er
gert auðveldara með því að
raöa öllu á bakka fyrirfram,
nema heitu máltíðinni sem hit-
uð er upp á sérstökum ofni. Eld
hús í flugvélinni eru tvö.
TJTin nýja lengda Rolls Royce
flugvél er meö 43 m. væng
hafi, lengd skrokksins er 46.3
m. Leng farþegarýmis er 34.5
m. og breidd þess við gólf 3.55
m., gólfflötur farþegarýmis er
um 116 ferm, eða eins og með
alstór fjögurra herb. íbúð, en
það gerir um 206 rúmm. Undir
gólfum er flutnings- og farang-
ursrými, sem er samtals um 37
rúmmetrar.
Sé flugvélln öhlaöin vegur
hún 51,8 tonn. Farþegar og far
þegaflutningar mega vega 20,8
tonn. Fullhlaðin meö farþegum
flutningi og eldsneyti vegur bún
95,2 tonn, en þegar hún lendir
má hún vega 79,5 tonn. Mismun
urinn sem þama kemur fram er
auövitað eldsneytisþunginn og
bentu Loftleiðamenn á þaö í
þessu sambandi, að nú væri þaö
fariö verulega að baga þá í
rekstrinum aö hafa engan vara
flugvél! hér á landi fyrir Rolls
Roycevélamar. Vegna þess
verða þær að hafa meira elds-
neyti en ella, þar sem næstivara
flugvöllur væri Prestvík úti I
Skotlandi. Ef AkureyrarflugvöH
ur væri t.d. gerður varaflugvðll
ur gæti flugvélin minnkað benz
ínforðann um 1,5 tonn í hverri
ferö og aukið flutninginn að
sama skapi.
Flugvélin er meö fjórum 5,730
hestafla Rolls Royce túrbínu-
hreyflum og knýr hver þeirra
fjögurra blaöa Hawker Sidde-
ley skrúfu. Er þaö alveg óbreytt
frá þv£ sem áöur var. Hefar
engu verulegu þurft að brejrta
í flugvéKnn' nema að lengja
skrokldnn og styrkja nokknð
hjólaumbúnað.
JJreyflamir gefa véiinni 612
km. meðaíhraða miðað viö
að þyngd vélarinnar sé 86 tonn.
Og flugþol hennar miöað við að
hún hef ji sig á loft meö 30 torai
af eldsneyti er 8,460 km.
Canadair-verksmiðjumar lukn
við lengingu vélanna BjamaHerj
ólfssonar og Leifs Eiríkssonar
fyrir áramót, en hafa síðan ver-
iö að þrautprófa þær í æfinga
og reynsíuflugi. Ætlunin var að
fyrsta flugvélin Bjami Herjólfs
son hæfi áætlunarflug 23. marz.
En I gær var sú ákvaröun tjrfc-
in, aö láta hana þá þegar fara i
fyrstu flugferðina til Luxem-
burg. Mun hún nú um þessar
mundir standa á flugveffinum i
Luxemburg eða rétt I þann
mund að leggja af stað til Kefla
víkur.
5 herb. hæð
HÖFUM TIL SÖLU:
5 herb. efri hæð, mjög glæsilega á Seltjarnarnesi
ca. 140 ferm. Harðviðarhurðir og innréttinga, mosaik á
baði og í eldhúsi. íbúðin öll teppalögð. Suður og vestur
svalir, bílskúrsréttur. Útborgun 800-850 þús. verð
1475 þús. Hagkvæm lán áhvílandi til 15 og 25 ára allt
að hálfri milljón. Húsið er 3 — 4 ára.
EINNIG sumarbústað við Vatnsenda á mjög góðu
verði.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Ansturstræti 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272
opinn annað kvöld (miðvikudag)
í Sjálfstæðishúsinu niðri, frá
kl. 20. —
Dagskrá: Kvikmyndasýning
og dans. Hinir vinsælu „Þeir“
leika.
Fjölbreyttar vetingar á hóflegu
verði. Munið nafnskfrteini með
mynd.
Framkvæmdanefnd.
Hagtrygging h.f.
vill ráða eftirfarandi starfsfólk:
AÐSTOÐARMANN í tjónadeild, þarf að hafa þekk-
ingu á bílaviðgerðum (boddyviðgerðum).
STÚLKU við IBM skýrsluvélar.
SKRIFSTOFUMANN f söludeild.
Eiginhandarumsóknir ásamt uppl. um menntun og
fyrri störf óskast sent skrifstofu félagsins fyrir 25.
þessa mánaðar.
HAGTRYGGING HF.
Bolholti 4 - Reykjavík