Vísir - 15.03.1966, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 15. marz 1966.
J
anu
I
i
Armann Brynjólfsson vinnur við vélina, sem framleiðir gagnlegan hlut fyrir yngstu þjóðfélagsþegnana.
70-80 TONN AF
PLASTPOKUM Á ÁRl
Ásgeir Long ber saman lok5ð af plastfötunni og mótið mörg kíló
að þyngd.
Fallegar og þægilegar umbúðir
eru einn liðurinn í þjónustu
verzlana við viðskiptavini sína
nú á dögum. Meðal þeirra eru
plastpokamir, sem núna þykja
ómissandi utan um ýmsar fram-
lciðslutegundir. Fyrir nokkmm
árum voru þeir næstum óþekkt
fyrirbrigði.
Árlega framleiðir verksmiðjan
að Reykjalundi plastpoka fyrir
landsmenn og nemur framleiðsl-
an 70—80 tonnum af plastpok-
um á ári. Vélin gengur dag sem
nótt, en ekki hefur ennþá tekizt
að anna eftirspuminni eftir þess
um sjálfsagða þætti lífsþægind-
anna.
í apríl eða mai verður komið
upp annarri vél tii plastpoka-
framleiðslu að sögn Jóns Þórðar
sonar framleiðslustjóra verk-
smiðjunnar að Reykjalundi.
Fór Myndsjáin í ferðalag að
Reykjalundi núna fyrir helgina
tll þess að kynnast framleiðsl-
unni, sem m.a. er fóigin f notk
Þorleifur Eggertsson við vélina, sem gengur dag og nótt.
un plasts í ýmiss konar hluti.
Mörg handtök liggja að baki
áður en hlutirnir koma alskapað
ir úr vélunum, sem hafa ieyst
manninn af hólmi á mörgum
sviðum.
Fer einn mikilvægasti þáttur-
inn fram f mótasalnum þar sem
mót fyrir hvert einasta smá-
stykki eru smíðuð í mótavélun
um eftir að búið er að teikna
upp hlutinn. Stundum eru feng
in leigumót, aðallega fyrir leik-
föngin og má því stundum sjá
merkið „Made in Danmark“ á
einhverri vörutegundinni þótt
hún sé íslenzk framleiðsla að
öðru Ieyti. Erú þó flest allar
framieiðslutegundimar teiknað-
ar að Reykjalundi.
Ásgeir Long yfirmaður í móta
salnum sýndi litla plastfötu, sem
á að nota undir ávaxtamauk
og stálmótin, sem hún er gerð
eftir, en þau ein kosta á milli
50—60 þúsund krónur.
Smíðinni á mótunum má ekki
skakka 2/100 úr millimetra,
sagði Ásgeir um leið og hann
bar lokið á einni fötunni við
viðamikið mótið, mörg kíló á
þyngd.
Þegar komið er inn í vélasal-
inn blasir við nýjasta fram-
leiðslutegundin, sem ekki er enn
þá komin á markaðinn. Er hún
miðuð við þarfir yngstu þjóð-
félagsþegnanna, lítill hlutur,
stöðugur á gólfi svo að engin
hætta er á að innihaldið fari
á það. Hefur verksmiðjan þegar
framieitt 2 þús. stykki af bama
koppunum, sem bráðum eiga
að koma á markaðinn. Fram-
leiðslan gengur greitt, vélin af-
kastar 40—60 stykkjum á klst.
En plastið er einnig notað í
leikföng, matarílát, vatnsrör o.
fl. sem allt er merkt „Reykja-
lundur“. >
Ármann Brynjólfsson við hjólið, sem hringar upp vatnsrörin, en 300 þúsund metrar af þeim voru framleiddir að Reykjalundi s.l. ár.
UILS061
m
JStv