Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 8
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar ÓlafssOB
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
„Vælukjóar"
Forustugrein Tímans sl. sunnudag fjallaði um „ís-
lenzkt framtak í hálfa öld“. Sagði blaðið, sem rétt er,
að ólíkt væri að bera saman kjör alþýðufólks hér nú
og fyrir 50 árum. Þar er sannarlega ólíku saman að
jafna. Slík breyting mun vart hafa átt sér stað í
nokkru öðru landi á hálfri öld. Og auðvitað segir það
sig sjálft, að grundvöllur núverandi velmegunar hefur
verið lagður með aukinni fjölbreytni atvinnuveganna.
Margir stórhuga og framsýnir menn hafa komið fram
í þjóðfélaginu á þessari hálfu öld — menn, sem höfðu
hugkvæmni og áræði til þess að ráðast í nýjar og
nytsamar framkvæmdir. Framtak einstaklingsins
hefur hér verið þyngst á metunum, en samvinnu-
hreyfingin á einnig sinn hlut, og ekki ótnerkan í
framförunum.
Stórhuga menn hafa verið og er enn að finna
í öllum stjórnmálaflokkum, en þeirri staðreynd verð-
ur ekki á móti mælt með rökum, að þeir hafa jafnan
verið og eru flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er því
brosleg fjarstæða hjá Tímanum, að forustumenn Sjálf
stæðisflokksins hafi ótrú á íslenzku framtaki. Væri
svo, hefðu ekki eins margir atorku og framkvæmda-
menn skipað sér undir merki flokksins og raun ber
vitni. Tíminn segir sjálfur að lífskjör landsmanna hafi
batnað með „fjölbreyttari atvinnuvegum", en það er
einnmitt og hefur alltaf verið stefna Sjálfstæðis-
flokksins, að auka fjölbreytni atvinnuveganna. Nú
virðist hins vegar svo komið hjá forustuliði Fram-
sóknarflokksins, að það vill engar breytingar, engar
nýjar leiðir, nema „hina leiðina“, sem enginn veit
hvað er.
Það er því algert vindhögg hjá Tímanum, að
bera öðrum á brýn svartsýni og vantraust á íslenzku
framtaki. Hann hefði ekki átt að tala um „vælukjóa",
því að betri nafngift verður tæplega fundin á forustu-
menn Framsóknarflokksins. Hverjir hafa „vælt“ und-
anfarin ár eins og þeir um samdrátt, hungur og
hörmungar af mannavöldum? Þeir hafa með öllum
tiltækum ráðum, bæði í ræðu ög riti, rejmt að draga
kjark úr fólki á þeim stöðum, sem aflaleysi hefur um
skeið valdið erfiðleikum, og hefði fólk í dreifbýlinu
almennt lagt trúnað á væl þeirra og hrakspár, væri
það sennilega allt flutt suður að Faxaflóa.
Og þessir „vælukjóar“ láta sér ekki segjast, þótt
staðreyndirnar tali gegn þeim. Um það ber stjórn-
málaályktun miðstjórnar flokksins gleggst vitni, en
hún var lesin yfir landsfólkinu í fréttaauka útvarps-
ins í fyrrakvöld. Og svo fengum við hana líka í
Tímanum. Þar er nú ekki bjartsýninni fyrir að fara.
Sjaldan eða aldrei hefur „vælukjóunum“ tekizt betur
upp en þar!
VfSIR . Miðvikudagur 16. marz 1966.
Hákarlaskip
TTverjum þeim manni, sem lif-
A að hefur langa ævi, hlýtur
að vera æði margt minnisstætt
og eitt og annað ógleymanlegt,
en misjafnlega ógleymanlegt
hlýtur það að vera. Ungir menn
rata einnig í ævintýri og ýmsa
þá lifsreynslu, sem þeir geta
aldrei gleymt. Til þess að taka
undir við rikisútvarpið ,skal hér
greint frá einum slíkum við-
burði á lífsleið minni. Ef frá-
sögnin á að geta orðið eitthvað
söguleg, er viðeigandi að skýra
nokkuð frá aðdraganda hins ó-
gleymanlega.
Þegar ég var nokkuð innan við
tvítugt, stundaði ég smiðanám á
vetrum en hákarlaveiðar á vor-
in. Ég var aðallega við báta og
skipasmíðar hjá Páli Kröyer í
Efri-Höfn í Siglufirði. Þó man
ég það, að einn veturinn rifum
við Gránufélagshúsið og flutt-
mn það lengra niður á eyrina.
Þótti verzlunin þar á betri stað
sem næst höfninni.
Allan veturinn unnum við
nokkrir menn við hákarlaskipin,
þau voru nokkuð mörg og þörfn
uðust alltaf meiri og minni að-
gerða, en minna var um það,
að ný skip væru smíðuð á þess
um árum, en skipin voru vand
lega skoðuð og það endurbætt,
sem þurfa þótti. Yfirsmiðurinn,
Páll Kröyer, mun hafa verið
mjög vandvirkur og samvizku-
samur í starfi sínu, var þess líka
full þörf að skipin væru traust
og vel búin.
Páll var hinn mesti öðlingur,
skipti varla nokkru sinni skapi
og sagði helzt aldrei styggðar-
yrði, var gersamlega laus við
allan hávaða, en svo virtur var
hann, að allir hlýddu honum
orðalaust, einnig sá galsafulli
hópur ungra manna, sem oft-
ast var við uppsetningu og fram
setningu skipanna vor og haust.
Við þetta þurfti töluverðan
mannskap eftir þvi sem upp-
setningartækin voru á þessum
árum.
Við skipasmíðar
Vinnubrögð við skipasmiðamar
vom víst nokkuð misjöfn, menn
Með Oddi
fóm sér fremur hægt, en laun
vom þá einmg svo rýr, að senni
lega hafa hinir hægfara menn
unnið fyrir þeim. Sögur gengu
um það, að menn hlypu frá
hálfreknum nagla, þegar verk-
stjórinn kallaði: Matur. Þess má
þá geta um leið, að sumir nagl-
amir við skipasmíðamar vom
alls ekki neitt fljótreknir á kaf.
Smiðimir urðu stundum að
liggja á bakinu í mölinni og
berja upp fyrir sig og reka inn
mikla gadda.
í skammdeginu var vinnudag
urinn útivið stuttur, birtutíminn
ekki betur en að við hinir yngri
vinnu var ekki að ræða. Ekki
voru miklar hörkur og man ég
ekki betur en að hinir yngri
gætum oftast unnið berhendir. Á
hinum dimma hluta dagsins,
sem í skammdeginu var langur,
unnum við Páll í smiðahúsi
hans heima í Efri-Höfn, aðal-
lega við smiði skipsbátanna. Oft
var þörf á nýjum skipsbátum,
þeir voru almennt kallaðir jull-
ur, ekki stórir, fremur sterk-
lega gerðir og urðu að geta
fleytt vel 12 mönnum, þótt ekki
væri sléttur sjór.
Ég hafði fremur óbeit á mikl-
um skarkala lífsins, vildi því
læra handiðn og geta stundað
störf mín í rólegheitum, og enn
fastari varð þessi ásetningur
minn, er ég hafði kynnzt há-
karlaveiðunum, því að, þótt þar
kynntist ég varla öðrum en hin
um vænstu mönnum, þótti mér
sjómannslífið fremur siarksamt,
orðbragðið oft Ijótt, en mjög
var það þó misjafnt. Það var
þó ekki þetta, sem ég gat hugs
að til að kjósa mér sem framtíð
arstarf, en góðar endurminning
ar á ég frá þessum vorum og
sumrum, er ég stundaði sjóinn.
Stundum gátu kvöldin verið svo
ógleymanlega og undursamlega
fögur, þar sem við lágum við
stjóra fram á Strandagrunni,
stillilogn, spegilsléttur sjór,
glaða tunglskin og hafflöturinn
silfurmerlaður, eða þegar kom
fram á vorið, sólarlagið í allri
sinni dýrð.
Frá Hafnarsystrum
En hverfum sem snöggvast
aftur að Hafnarheimilinu. Páll
Kröyer var ekkjumaður, en um
hússtjómina sáu prýðilega þrjár
gjafvaxta dætur hans. Þær voru
oft nefndar Hafnarsystur. Þær
voru geðþekkar og góðar stúlk
ur. Munaði minnstu að ég tæki
varanlega tryggð við Efri-Höfn,
en örlög manna eru jafnan ærið
torráðin gáta og annað hvort eru
atvikin furðuleg eða svo stend
ur einhver ósýnilegur og sterkur
vilji að baki rás viðburðanna,
nema hvort tveggja sé. Það er
langt orðið síðan menn fyrst
tóku þá trú, að maðurinn upp
hugsaði sinn veg, en drottinn
stýrði hans gangi.
Á þessu notalega og góða
heimili voru einnig þrír fullvaxn
ir ungir menn, var því oft kátt
á hjalla á kvöldum. Húsbónd-
inn gekk jafnan snemma tii
hvílu í sérherbergi sínu, en þeg
ar honum þótti tími til kominn
að allt yrði rótt í húsinu, barði
hann ofurlítið í skilrúmið og
heyrðist þá hvorki hósti né
stuna í húsinu eftir það. Annað
þekktist ekki en að honum væri
hlýtt, en kröfur hans voru
hvorki háværar né ósanngjam-
ar.
Oft komu góðir gestir í Efri-
Höfn, þar á meðal Helgi læknir
Guðmundsson, mágur Páls, einn
ig séra Bjami Þorsteinsson og
fleiri framámenn staðarins.
Bannlög voru þá ekki enn gengin
í gildi og ríkti því ekki neitt
slíkt bann á þessu heimili. Páll
Sjómannaminningar frá
aldamótum rifjaðar upp