Vísir - 23.03.1966, Page 5

Vísir - 23.03.1966, Page 5
VÍSIR . Miðvikudagur 23. marz 1966. 5 utlcnd £ noriZim i mor^.tin tlör f mox'tun Franska sendiherranum í Washington var í gær afhent orð- sending frá Bandaríkjastjórn til fyrirgreiðslu og er litið á hana sem svar frá Johnson forseta til de Gaulle varðandi ákvarðanir hans um að leyfa hvorki bandarískt lið né bandarískar hersveitir i land- inu, og að taka ekki þátt í hinu samræmda vamakerfi Norður- Atlantshafsbandalagsins. Talið er, að í orðsendingunni, sem ekki hefir verið birt enn, hafni Johnson þessum skoðunum, og lýsi yfir, að Bandaríkjastjóm telji mik- ilvægt, að vamakerfið haldist og samstarf um vamir, og það án Frakklands ef í það fer. við fréttamenn á fundi með þeim í gær og kvað Bandaríkjastjóm eiga um þessi mál viðræður við banda- lagsþjóðir sínar í Norður-Atlants- hafsbandalaginu. Hann minntist einnig á Kína. Kvað hann Bandaríkin vilja tengsl við Kína, en leiðtogar Kína væm á öðru málfr, og þeim að kenna að tengsl sem gætu leitt til viðskipta og annars samstarfs, væm ekki komin á. Johnson. Yfirlýsing Svía um utanríkismál Hann kvað Kína ekki vilja sam- Johnson ræddi þessi mál nokkuð ! komulag í Vietnam. 1 NTB-frétt frá Stokkhólmi segir, að sænska ríkisstjómin hafi í yflrlýsingu til beggja þingdeilda lýst yflr þeirri skoðun, að Viet- nam-styrjöldin verði ekki til lykta leidd nema með samkomulagi og með gagnkvæmum tflslökunum. Frá sænskum sjónarhólum skoð- að er það sjálfsagt, að suður-viet- namska frelsishreyfingin fái aðild að samkomulagsumleitunum. Torsten Nilsson utanríkismála- ráðherra las upp yfirlýsinguna í neðri deild þingsins. í henni segir og, að framfylgja verði kröfunni um viðskiptalegar refsiaðgerðir gegn Rhodesiu svo að dugi. Að því er varðar kostnaðinn við að hafa gæzlulið á Kýpur segir, að viðhorf og ástand sé nú óviðun- andi, og stjómin vænti þess, að gert verði átak til þess að koma málum í lag, og gætu Sameinuðu þjóðimar með fullum rétti krafizt þess af báðum aðilum, að þeir greiddu fyrir lausn málsins. í yfirlýsingunni segir, að afstaða Svíþjóðar til kjarnorkuvopna sé, að stefna skuli að haldgóðu sam- komulagi til þess að hindra út- breiðslu kjamorkuvopna. Stórveld- in gætu gert sitt til með þv£ að aðhyllast sáttmála í reynsluskyni og banna allar tilraunir með kjam- orkuvopn og með því hætta fram- leiðslu efna til þess að framleiða kjamorkuvopn. 1 yfirlýsingunni segir, að Svíþjóð vænti þess, að auka-innflutnings- tollurinn í Bretlandi verði felldur niður fyrir árslok. Dr. Verwoerd forsætisráðherra Suður-Afríku hótaði f kosningar- ræðu í gær f Port Elisabeth, að gripið yrði til viðeigandi ráðstaf- ana, ef brezk herskip eða flugvélar stöðvuðu suður-afrísk skip. Forsætisráðherrann tók fram, að ekki væri neinn fótur fyrir frétt- um, að þetta hefði þegar gerzt. Hann kvað engin skip frá Suður- Afríku hafa verið stöðvuð, en ef tilraun yrði gerð til slíks bæri skipstjórum að neita að láta í té nokkrar upplýsingar um farm skipa sinna. Gagnaðgerðir í Rhodesiu vegna útvarps. 1 Rhodesiu hefir verið gripið til þess ráðs að tmfla útvarpssending- ar frá Bechuanalandi til Rhodesiu. Þar var sett á stofn útvarpsstöð á vegum brezka útvarpsins til þess að Rhodesiumenn fengju fréttir um Rhodesiumálið frá sjónarhólum brezku stjórnarinnar. Þv£ er neitað í Salisbury, að um útvarpstruflanir sé að ræða, en fréttamenn segja, að fyrir 2 mánuðum hafi verið reist truflunarstöð £ Bulawayo og sé önnur starfandi £ Salisbury, en þetta eru mannflestu staðir lands- ins. Fréttaritarar segja að ekki séu truflaðar aðrar útsendingar en þær sem fjalla um það, sem um- heimurinn segi um Rhodesiu. Visað úr Iandi. Tveimur af starfsliði brezka landstjórans £ Rhodesiu hefir verið visað úr landi. þingsjá Vísis þin g s já Ví s i s þings|á Vísis Á fundi f efri deild Alþingis i gær mælti Magnús Jónsson, fjár málaráðherra fyrir stjómarfrum- varpi um breytingu á lögum um tollskrá. Ráðherra sagði, að um sl. áramót hefði rikisstjómin lýst þvi yfir, aö hún myndi beita sér fyrir því aö auðvelda inn- flutning á tilbún um húsum og húshlutum I því formi að lækka tolla á þeim hlutum. Framkomið frumvarp væri því flutt til staðfestingar þessari yfirlýsingu. Ástæöan til þess aö rikisstjómin vildi beita sér fyrir þessu og tilgangur hennar með þessari yfirlýsingu og aðgerðum hennar í sambandi viö þetta mál, væri tvíþætt: Um væri að ræða aö stuðla aö lækkun byggingarkostnaðar og draga almennt úr hinni miklu spennu, sem ríkti í byggingar- iðnaðinum hér á landi. Þaö sem einnig heföi ýtt undir framgang þessa máls væru byggingaráætl- anir, sem ríkisstjórnin ætti hlut að og náöst heföu í kjarasamning um. Þessar byggingaráætlanir væm nú þegar komnar á byrj- unarstig hér á íslandi. Ráöherra sagði að meginatriði framvarps ins væru þau, aö gert væri ráö fyrir aö lækka tolla á tilbúnum húsum og húshlutum úr 60% og í 40%. Einnig væri áformaö að lækka tolla á innfluttu sem- enti úr 35% og í 20%. Þessi breyting ætti ekki að vera Sem entsverksmiðju rikisins til skaða, heldur til hvatningar. í sambandi við þessar breytingar yrði auð vitað aö gera ýmsar breytingar á tollskránni og væru þær breyt ingar til samræmingar. Ráðherra sagði einnig að á undanförnum árum hefðu verið gerðar ýmsar breytingár á tollskránni og heföi hún verið endurskoðuö I sam- ræmi við Brilsselsamningana svonefndu og siðan hefði rikis stjómin reynt eftir fremsta megni að fylgjast meö þróun þess ara mála i nágrannaríkjunum. Einnig hefðu háitollar verið lækk aðir stig af stigi. En þetta væri eigi nóg og ríksstjómin ætlaði ekki að láta hér staöar numiö. Tollskrána þyrfti að taka til enn rækilegri endurskoðunar, og einnig þyrfti að marka stefnu íslands í tollamálum. I þessu sambandi hefði ríkisstjórnin fal ið tollanefndinni og GATT-nefnd inni aö gera athugun á þessu ári hvort auðið væri fyrir Islend- inga að lækka aðflutningstolla á næstu 4—5 árum um allt að 50%, og ættu niðurstöður nefnd arinnar að liggja fyrir nú næsta haust. Málinu var siðan visað til 2, umr. og fjárhagsnefndar. Almannatryggingar. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) mælti fyrir nefndaráliti meirihl. heilbrigöis- og félagsmálanefndar efrideildar um framv. um breyt- ingu á lögum um almannatrygg- gerða í þeim tilfellum, er beint heflsutjón lægi við. Sagði ræðu- maöur, að ákvæði um þessi efni væra til staðar i núgildandi lög- um um sjúkrasamlög, en ákvæö um þessum hefði aldrei verið beitt, og væri ástæðan til þess sú, hve mikill skortur væri á tann- læknum í landinu. Það þætti ekki skynsamlegt, að sjúkrasamlagið keppti við skólana um þá starfs- krafta er fyrir væru, en biði I þess stað eftir því að skólatannlækna málin kæmust í betra horf. Frum varpiö hefði verið sent til um- sagnar tveim aðilum og hefði Tannlæknafélag Islands ekki get að tekið afstöðu til málsins, og Tryggingastofnun ríkisins ekki getað fallizt á samþykkt frum- varpsins. Þess vegna legði meiri hluti nefndarinnar til, að frum- varpið yrði fellt. Alfreð Gíslason (K) mælti fyrir nefndaráliti minni hluta nefndar- innar, en hún leggur til, að frum varpið verði samþykkt. Að lokinni umræðu var frum- varpiö tekið til atkvæöagreiðslu og var það fellt með 9 atkvæöum gegn 6. Fólksflutningar með bifreiðum. í neðri deild mælti Ingólfur Jónsson samgöngumálaráöherra, fyrir stjómarframvarpi um breyt ingu á lögum um skipulag á fólks flutningum með bifreiöum. S^gði ráöherra, að núgildandi lög um þessi efni heföu nú gilt óbreytt um 10 ára skeið. Á þessu tima- bili hefðu þær samgöngur, sem lög þessi giltu um, tekið nokkr- um breytingum, sérstaklega hefðu hópferðir og skipulagðar skemmti ferðir um landið með innlenda og erlenda skemmtiferðamenn aukizt að mun og orðið stór þáttur i þess um flutningum. Lög þau, er gilt heföu um þessar hópferöir og skemmtiferðir, væru nokkuð ó- skýr i núgildandi lögum og væri hlutverk þessa frumvarps því að bæta úr þvi meö skýrari ákvæð- um. Frumvarpinu var síðan vfsað til annarrar umræðu og samgöngu málanefndar. Lífeyrissjóður togarasjómanna. Pétur Sigurðsson (S) mælti fyr- ir frumvarpi, er hann flytur um lífeyrissjóö togarasjómanna og undirmanna á farskipum. Frumvarpið fel- ur í sér heimild til handa félög- um sjómanna að tryggja starfs- menn sína í sjóð um þessum. Sömuleiðis er útgerð farskipa, varðskipa og togara heimilt að tryggja skipverja sfna, þótt þeir séu eigi lögskráðir ,ef þeir starfa viö skip hennar, sem er I viðgerð, flokkunarviðgerð eöa öðrum störf um í þágu útgerðar. Sjómönnum, sem stunda nám i sjómannafræð- um er og heimilt samkvæmt fram varpinu aö kaupa sér réttindi í sjóðnum fyrir þann tfma, sem úr hefur fallið af þessum sökum, og ákveður stjóm sjóðsins iðgjald þeirra ,er þaö gera. Að lokinni framsöguræðu flutningsmanns var frumvarpinu vísað til annarrar um ræðu og heilbrigðis- og félagsmála nefndar. Ný mál. í gær vora lögð fram nokkur ný mál á Alþingi. Helgi Bergs op fleiri bera fram frumvarp um breytingu á vegalögum. Þá var einnig lagt fram sameiginlegt nefndarálit iðnaðamefndar neðri deildar um stjómarfrumvarp um Iðnlánasjóö, en nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt Nokkrir nefndarmenn áskilja sé. þó rétt til aö flytja breytingarti lögur ef fram koma. Einnig voru lögð fram nokkur önnur nefnda' álit. ☆

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.