Vísir - 25.03.1966, Page 4

Vísir - 25.03.1966, Page 4
4 V1 S IR . Föstudagur 25. marz 1966. // Kúiuvér ný teg- und rafritvélð Altari Háteigskirkju, krossinn á miðju altari er meðal gjafa þeirra, sem hér eru taldar upp. Gjafir til Máteigskirkju Kúluvélin, IBM-rafritvélin, sem segja má að hafi valdið byltingu í ritvélaiðnaði er hún kom á mark- að erlendis fyrir um það bil fimm árum er nú að koma á íslenzkan markað og er fyrsta ritvélasend- ingin væntanleg innan skamms. Otto A. Michelsen, umboðsmað- | ur IBM kynnti blaöamönnum þessa ritvélategund i gær, en hann kall- ar hana kúluvél vegna þess • aö stöfunum er komið fyrir á einni kúlu; i, stað þess að á venjulegum vélum er hver stafur á armi. Hleyp ur kúlan til meðfram valsinum, en valsinn hreyfist ekki, eins og á venjulegum ritvélum og sparar það 1 þyí ísltiijanlega mikið pláss. Kúlan er þannig fest að taka má hana af og setja aðra kúlu i staöinn ,t.d. með annarri leturgerð. Kúluvélin er til muna fljótvirk- ari en • eldri gerðir IBM rafritvéla tekur 15.5 stafi á sekúndu á móti 10 hjá eldri gerðuni og ér því úti- lokað að vélritunarstúlkan komist „fram úr“ kúluvélinni. Auk þess er hún þanriig að hún er með svo- kallaöri ásláttargeymslu. Ef slegið er á tvo stafi í einu geymist seinni stafurinn þar til sá fyrri er skrif- aöur en skrifast síðan. Kúluvéiin kom fyrst á markaö- inn erlendis áriö 1961 en hefur ekki fengizt til ísiands fyrr, þar sem það er mjög dýrt að búa til kúiu með íslenzkum stöfum. Sagði Ottó Michelsen aö i þakklætis- og viðurkenningarskyni til þeirra nærri þúsund viðskiptavina, sem sýnt hafa IBM rafritvélum traust á undanfömum árum heföi IBM á- kveðið að láta framleiða íslenzka kúlu. Síðan hefði verið unnið að þjálfun viðgerðar og sölumanna og uppbyggingu varahlutabirgða. Þessu er lokiö og fyrsta sendingin, um 60 vélar er væntanleg innan skamms. í tilefni af vígslu Háteigskirkju, þann 19. des. s.l. hafa henni borizt margar dýrmætar gjafir, sem nú skal greina: Kvenféiag Háteigskirkju gaf nær hálfa milljón króna til greiðslu kostnaðar við bekki kirkjunnar. Þá gaf kvenfélagið allan messuskrúöa og altarisklæöi í mismunandi gerö- um eftir kirkjuári. Ennfremur gaf það kaleik, vínkönnu og patínu úr silfri. Altarisdúkur var gefinn af Jórunni Þórðardóttur, liandavinnu- kennara. Til minningar um Eggert Ragnar Söilvason, bónda frá Skúfum í Norð urárdal hefur verið gefinn kross á altari og 6 mjög glæsilegir ljósa- stjakar. Gefendur eru ekkja hans, frú Jóhanna Jónsdóttir, Stórholti 27 og börn hennar og tengdadóttir, þau Halldóra Eggertsdóttir, náms- stjóri, Hildigunnur Eggertsdóttir, bréfritari, Gissur Eggertsson og kona hans Sigríður Davíðsdóttir, Rauðalæk 39. Til minningar um frú Jóhönnu Bjarnadóttir, hefur eiginmaður hennar Jónas Jónsson, Þórsgötu 14, gefið kirkjunni kaleik og oblátu- skrín úr silfri. Ennfremur hefur Jónas gefið 125 sérbikara sem not- aðir verða við altarisgöngur, til. minningar um foreldra sína og iengdaforeldra og aðra sér ná- Komna. Ásgeir Jónsson, Nóatúni 28, hef ur gefið kirkjunni 2 vandaða fimm álmu kertastjaka, sem hann hefur smíðað sjálfur og áletrað. Gjöf þessi er gamalt áheit frá Ásgeiri og konu hans, Guðrúnu, en þau eru nú bæði látin. Pétur Guðjónsson og frú Bára Sigurjónsdóttir, Drápuhlíð 36, hafa gefið messuskrúða til minningar um Guðjón Jónsson kaupmann Hverf- isgötú 50. Gefandi, sem ekki vill láta nafns síns getið, gaf kirkjunni Guðbrands biblíu i skipnbandi, sem er hin dýr mætasta eign, eiris og kunnugt'.er.' Þá hafa safnaðarkonumar Guö- rún Karlsdóttir, María Hálfdánar- dóttir og Vilhelmina Vilhelmsdóttir gefið mjög vandaöa biblíu í skinn- bandi og gyllingu. Þá skal getið þeirra peningagjafa, sem borizt hafa: Bjarni M. Einars- son, Stórholti 22, hefur gefið 10.000 krónur sem hann ánafnar Orgelsjóði kirkjunnar. Systurnar Ingibjörg og Elín Sölvadætur hafa gefið 2.000 krónur. Gefendur, sem ekki óska aö láta nafns síns get- iö, hafa gefiö 20.000 krónur. Af- hent af sr. Jóni Þorvaröarsyni: Frá ónefndum safnaðarmanni kr. 5.000, minningargjöf um Guömund Óla- son, sem fórst meö Stuölaberginu 17. 2. 1962 kr. 3.000, frá konu hans frú Margréti Hinriksdóttur og böm um, Stórholti 22. Minningargjöf frá Guðrúnu Finn- bogadóttur kr. 3.000, frá P. Sigurðs syni, Nóatúni 29 hafa borizt 1000 krónur, frá Benedikt Kristjánssyni og Ingibjörgu Stefánsdóttur frá Þverá í Axarfirði kr. 2000, frá-safn aðarkonu kr. 1000 og annarri safn- aðarkonu kr. 500, frá Á. Á. kr. 1000 Ennfremur ýms áheit og gjafir frá- fólki, sem ekki óskar að láta nafna sinna getið, samtals kr. 6.500. Allar þessar gjafir vill sóknar- nefnd kirkjunnar hér meö þakka af heilum hug. Auk þess, sem þær ! koma sér mjög vel í tilefni af byggingu og vígslu hinnar nýju kirkju safnaöarins, sýna þær rækt- arhúg gY?fenda ög ánægju þeirra með. kirkjuna. Þess skal getið aö stofnaöir hafa veriö tveir sérstakir sjóöir innan kirkjunnar, til þess að ljúka tveirn óleystum verkefnum, þ. e. Orgel- sjóður og Kirkjuklukknasjóður og eru gjafir tii þeirra vel þegnar. Inn- an tíðar verður leitaö til almenn- ings í sókninni um stuðning við kirkjubygginguna og er ekki að efa, að sóknarfólk bregzt vel við. KIRKJUKVÖLD: i i Næstkomandi sunnudagskvöld veröur kirkjusamkoma 1 Háteigs- Vélritunarstúlka í Reykjavík reynir hina nýju kúlurítvél á skrifstofu Otto Michelsens. Mikíð um árekstra síðustu dagana Undanfarið hefur veriö mikiö um bifreiðaárekstra á götum Reykja- víkur, og frá því s.l föstudags- rnorgun og fram til sunnudags- kvölds höföu orðið hér um 50 á- rekstrar. Frá því um s.l. áramót hefur lög reglan í Reykjavík tekið 128 ölv- aða bifreiðarstjóra við akstur, þann síðasta í gær. I" Hafnarfirði og nágrenni varð talsvert um umferöaróhöpp s.l. laugardag, m.a. var tveim bílum ekið út af, öðrum á Krýsuvíkur- vegi, hinum á Hraunsholti Árekstr ar milli bifreiða urðu á Reykjavík urvegi, Herjólfsgötu og á Grinda víkurvegi. Meiri eða minni skemmdir urðu á öllum bílunum. I sambandi við þessi óhöpp voru tveir ökumenn grunaöir um ölvun við akstur. Þar munu biskupinn og kirkjumála ráðherra halda ræður, en sóknar- prestarnir flytja ávörp. Þá veröur kirkju. Hefst hún klukkan 8,30. einsöngur, Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari og Kirkjukór Há- teigskirkju syngur. Orgelleikari er Gunnar Sigurgeirsson. Aögangur er öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Dæimkir í500kr. sektfyrir blómasöki á páskum í fyrra Hæstiréttur hefur nýlega kveöið upp dóm f máli Þóröar á Sæbóli, eiganda Blómaskálans viö Nýbýla veg I Kópavogi og lögreglunnar þar f bæ, og úrskurðar, að ákærði Þórð ur Þorsteinsson greiöi kr. 500 til bæjarsjóðs Kópavogs og komi 2 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins, sem var þann 18. marz. Einnig átti ákærði að greiöa allan sakarkostnað. I sakadómi haföi Þórður verið dæmdur i 2.500 kr. sekt, en á frýjaði til Hæstaréttar. Var málið rakið í fréttum á sfn- ingar í fyrra á föstudaginn langa, páskadag og að kvöldi hvítasunnu um tíma, en eins og menn muna ■ seldi Þórður blóm og biómaskreyt- dags. Kom til átaka milli hans og lögreglunnar í Kópavogi hvort þes blómasala væri lögieg. Lauk þein viðskiptum þannig að staðnum ví Veskið ffonnst í vosa þjöfsins Um sl. helgi var kært yfir því til lögreglunnar að peningaveski hefði horflð úr húsi einu hér í borg. Jafn- framt var lögreglunni tjáð að heima menn hefðu gest, sem nýfarinn væri úr húsinu grunaðan um þjófn aðinn. í veskinu voru 890 krónur í pen- ingum, auk 10 króna norskra. Hóf lögregian leit að manni þeim, sem grunaður hafði verið um stuldinn og fann hann nokkru síðar f öðru húsi. Ekki kvaðst maöur þessi hafa stoliö veskinu, en við leit, sem gerö var á honum, fannst þaö í vasa hans. Taldi hann það koma sér mjöig á óvart og gæti hann enga grein gert sér fyrir því hvemig það væri komiö í vasa hans. Mað- urinn var fluttur í fangageymsluna og hefur játað á sig stuldinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.