Vísir - 25.03.1966, Side 5

Vísir - 25.03.1966, Side 5
V1SIR . Föstudagur 25. marz 1966. 5 utlönd. í r.crrun uteöná í •uti önd í morgim. .utlqnd í mopgun Skerst Portúgol úr leík? Haldlð er uppi vömum fyrir Norður-Atlanshafsbandalagið, en Portúgalsforseti lýsti samtökin 6- fullnægjandi fyrir Portúgal. í Lundúnum hefir verið boðað svar til de Gaulle forseta nú um helgina varðandi ákvarðanir hans um erlendar herstöðvar og herlið í Frakklandi og til vamakerfis Norður-Atlantshafsbandalagsins. Meginkjama svarsins telur brezka í NTB-frétt frá SAS í gærkvöldi segir, að félag danskra flug- manna — Dansk Pilotforening — hafi tilkynnt framkvæmdastjóra fé- lagsins, að þeir myndu ekki koma til vinnu á laugardag og vera frá vinnu sólarhring. Skírskotar fé- lagið til tilkynningar SAS frá í útvarpið, að sameiginlegt vama- kerfi sé vestrænum þjóðum mikil nauðsyn. Tekur hún þannig sömu afstöðu og Johnson forseti sem í bréfum sínum til de Gaulle varar við af- leiðingum þess, að veikja hið sam- eiginlega vamakerfi, en það mundi verða til þess að efla samtök and- stæðinganna, sem vilja það feigt. Dr. Schröder utanríkisráðherra fyrradag um verkbann. í svari sínu segir SAS að flug- menn sem gegni ekki skyldustörf- um vegna verkfalls dönsku flug- mannanna verði strikaðir út af launalistum og til íhugunar tekið að segja þeim upp starfi. Félagið neitar að það hafi boðað verkbann. | Vestur-Þýzkalands, sem er staddur ! í Lissabon hvatti eindregið til þess i gær í ræðu að þjóðir NATO j treystu samtökin en tvístmðu þeim , ekki. En um leið og vömum er þannig haldið uppi og reynt að afstýra að samtökin gliðni sundur, hefir dr. Salazar forseti Portúgals kveðið upp úr með það, að samtökin séu gagnslítil fyrir Portúgal, sem muni framvegis hafa samstarf aðeins við þá, sem skilja þarfir Portúgals og em fúsir til fulls stuðnings við það. Aðeins 90 af 260 dönskum flug- mönnum mæta ekki til vinnu á laugardag. SAS hyggst láta það sitja fyrir að halda uppi venjulegum Evrópu- ferðum meðan verkfallið stendur. Oliveito Salazar, forseti Portúgals. BONN: Harðar deilur urðu í vestur-þýzka þinginu í gær út af Starfighter-þotunum vestur-þýzku, en þær era af bandarískri gerð, og hafa 50 farist á undangengnum 5 ámm. Von Hassel landvarnaráð- herra svaraði og sagði, að allt yrði gert sem unnt væri til þess að girða fyrir slys og þjálfun flug- manna aukin. Hann var sagður ljúga og fara með staðlausa stafi, en vantraust á hann var fellt. Danskir flugmenn hjá SAS hóta sólarhríngs verkfalli PARIS: Lokið er rannsókn Ben Barka málsins og hefir rannsókna- nefndin skilað um það skýrslu upp á 5000 orð. Búizt er við að 6 menn verði leiddir fyrir rétt í París og ákærðir fyrir þátttöku í ráninu. Fimm þeirra gætu átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi. CANBERRA: Fellt hefir verið vantraust á Ástralíustjóm fyrir að I hafa sent lið til Suður-Vietnam. Stjómin sigraði með 60 atkvæðum gegn 47 í neðri deild og 25 gegn 21 ; í efri deild. ACCRA: Anhkra, yfirmaður bylt- ingaráðsins í Ghana varaði I gær j Sekou Toure forseta Guineu við ' að halda til streitu áformum um ; innrás í Ghana vfir Fílabeinsströnd I ina. Kvað hann Ghana-her mundu j fara Fílabeinsströndinni til hjálpar ! ef slíkt væri gert. SAIGON: I fyrrakvöld réðust skæmliðar á herstöð 12 km. frá Saigon og náðu þremur skriðdrek- um vamarliðsins, — 78 skæmlið- ar féllu. CONAKRY í GUINEU: Nkmmah hinn frávikni forseti Ghana talaði í útvarp í gær og skoraði á þjóðina í Ghana að steypa byltingarráðinu. DEHLI: Indira Gandhi er á leið til Parísar, þar sem hún hittir de Gaulle forseta, áður en hún heldur áfram til Washington til fundar við Johnson forseta. BRtíSSEL: Ung kona í Briissel varð léttari í gær og ól 7 böm, sem öll vom andvana fædd. þingsjá Vísis P i n g s | a FrumvarpiS um lohdýrarækt samþ. ineðrideðd Á fundi 1 neðri deild í gær var frumvarpiö um loðdýrarækt tekið til framhalds þriðju umræðu og atkvæðagreiðslu. Fyrst var borin undir atkvæði breytingartillaga Halldórs Ásgrímss. (F) viö fmm varpið og var hún felld að viö- höfðu nafnakalli með 20 atkv. gegn 11. Síðan var fmmvarpið borið undir atkvæði í heild og það samþykkt með 20 atkvæöum gegn 13 og það sent til forseta efri deildar. Viðauki við lög um skógrækt. Gunnar Gíslason (S) mælti fyrir nefndaráliti meiri hluta landbún- aðarnefndar neðri deildar um stjómarfrumvarp um viðauka við lög um skógrækt. Sagði fram- sögumaður, að Búnaðarþing hefði gert samþykkt um að afgreiðslu fmmvarpsins nú yrði frestaö og máliö yrði athugað nánar. Ræöu- maður sagði, að meiri hluti nefnd arinnar gæti þó ekki fallizt á þessa ábendingu Búnaðarþings, enda hefði sú tillaga ■ veriC sam- þykkt með naumum meiri hluta atkvæða, eöa 12 atkv. gegn 9. Sagði ræðumaður, að ræktun skjólbelta hefði farið mjög í vöxt, einkum í hinum norðlægari lönd um, og ætti þessi skjólbeltarækt- un því mjög vel við hér á landi. Bjöm Pálsson (F) mælti fyrir nefndaráliti minni hluta nefndar- innar en Bjöm skipar minni hlut ann einn. Lagðist hann eindregið gegn fmmvarpinu og sagði, að ekki þekktist nema hér á landi, að menn ætluöu sér að stunda rækt- un skjólbelta ásamt þvl að stunduð væri sauðfjárrækt. — Nefndi hann sem dæmi Ástralíu og Nýja-Sjáland. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra sagði, að fmmvarpiö gæti ýtt undir skjólbeltaræktun, en hún væri mjög mikið stunduð erlendis í hinum norölægari lönd- um, og nefndi hann sem dæmi N-Noreg, N- Finnland og Jót land, þess vegna ætti skjól beltaræktunin erindi hingað til íslands þar sem svipaði til veöráttu og í framan- greindum löndum. Ráðherra sagði, að það væri skylda okkar að gera landið betur undirbúið fyrir fram tíðina og jafnframt gera landið byggilegra. Að lokum sagði ráð- herra að frumvarpið stefndi einn ig að því að auðvelda ræktun hins viðkvæmari gróðurs. Að lokinni umræðu var frumvarpinu vfsað til 3. umræðu með 27 atkv. gegn 1. Iðnlánasjóður. Jónas G. Rafnar (S) mælti fyrir nefndaráliti iðnaðamefndar neðri deildar um stjómarfrumvarp um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð en nefndin mælir meö efni frum- varpsins, en tveir nefndar- menn flytja breytingartil- lögur við frum- varpið, og em það fulltrúar Framsóknar- flokksins í nefndinni. í upphafi máls síns sagði ræðumaður, að vöntun á stofnlánum hefði staðið iðnaðin- um fyrir þrifum hér á landi, og þvi væri hann svo illa undirbúinn að standast erlenda samkeppni og raun bæri vitni. Áriö 1962 hefði iðnaðarmálaráðherra skipaö nefnd til að endurskoða lög um Iðnlána sjóð og hefði nefndin skilað áliti í tillöguformi. Síðan hefði ríkis- stjómin lagt fram á Alþingi frum varp um eflingu sjóðsins og hefði það fmmvarp verið samþykkt ár- ið 1963, og markað tímamót í sögu iðnaðarins. Ræðumaöur sagði, að allar tillögur, er í frum- varpinu fælust, miðuðu að því að gera iðnlánasjóð hæfari til styrkt ar iðnaðinum með veitingu hag- kvæmra stofnlána. Þórarinn Þórarlnsson (F) mælti fyrir breytingartillögum er hann og Gísli Guðmundsson flytja viö frumvarpið, en í þeim felast hækk un á framlagi ríkissjóðs til iön- lánasjóðs, og jafnframt aukning lánsfjárheimildar til handa sjóðn- um. Jóhann Hafsteln, iðnaðarmála- ráðherra, þakkaði nefnd skjóta og góða afgreiðslu málsins og sagði, að hún væri góðs viti, sem iðnaðurinn mætti vel við una Ráðherra sagði, að iðnaðurinn kæmi til með aö lenda í haröri samkeppni við erlendar iðnaðar- vörar og þeirri samkeppni gæti iðnaðurinn ekki komizt hjá. Ráð herra sagði, að hann hefði nú ný- verið falið framkvæmdastjóra Iðnaðarmálastofnunar tslands að kynna sér, hvernig bezt mætti stuðla aö því, aö ísl iðnfyrirtæki sameinuðust í stærri félög og væru fordæmi um þaö í Noregi. Sagði ráðherra, að nú væru uppi í röðum iðnrekenda raddir um þessi mál. Einnig myndi hann nú skipa þriggja manna nefnd til að gera athuganir á, hvernig bezt mætti haga fyrirkomulagi á sér- stakri tæknilegri aðstoð við iðn- aðinn. Umræöu um málið var lokið, en atkvæöagreiðslu frestaö. Verðtrygging sparif jár. Davíö Ólafsson (S) mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárhags- nefndar neðri deildar um frum- varp til laga um verðtryggingu fjárskuldbindinga. Meiri hlutinn leggur til, að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum, sem hann ber fram tillögur um. Ræðumaö- ur sagði, að nefndin hefði sent frumvarpiö til umsagnar Seðlabankans og við- skiptabankanna og Sparisjóös Reykjavíkurognágrennis og hefðu umsagnir borizt frá flestum aöil- um. Sagði ræðumaður, að Seöla- bankinn mælti eindregið meö sam þykkt frumvarpsins, Iðnaðarbank inn og Verzlunarbankinn lýstu stuðningi við meginstefnu frum- varpsins, Útvegsbanginn lýsti sömuleiðis stuðningi við megin- stefnu frumvarpsins, en benti á ýmsa annmarka, sem vörðuðu starfsemi viðskiptabankanna, en Útvegsbankinn og Landsbank- inn legðu til, að málið yrði at- hugað milli þinga. Landsbankinn tæki enga afstöðu til málsins. í niðurlagi greinargerðar meiri hlut ans segir svo orðrétt: Meö þessu frv. er að vísu ekki farið inn á nýja braut, þar sem dreifðar tilraunir hafa áður veriö gerðar á sviði verðtryggingar. Með frv. er hins vegar skápaður grundvöllur til áframhaldandi að- gerða á þessu sviði, á breiðari grundvelli en áður hefur verið. Er þá gert réð fyrir þvl, aö innan ramma frv. verði möguleikar til samræmdra aðgerða, sem er nauð syplegt, ef von á að verða til þess, að árangur verði af. Er það skoöun meiri hl. nefndar innar, að með skynsamlegri notkun þeirra heimilda, sem frv. veitir, og góöri samvinnu þeirra aðila, sem aö framkvæmdinni standa, geti sú leið, sem hér er ætlað að fara, orðið hið þýðingar- mesta vopn í þeirri viðleitni að tryggja verögildi peninga. Með þetta í huga mælir meiri hl. nefndarinnar með því, að frv. verði samþykkt með þeim breyt- ingum, sem áður getur. Minni hluti nefndarinnar en hann skipa þeir Einar Ágústs- son (F), Skúli Guðmundsson (F) og Lúövík Jósepsson (K), skilar séráliti og leggur hann til, að frumvarpinu verði vísað frá meö rökstuddri dagskrá í samræmi viö álit þeirra banka, sem það leggja til. Eigna- og afnotaréttur fasteigna. í efri deild var frumvarpið um eignarétt og afnotarétt samþykkt við 3. umræöu og afgreitt sem lög frá Alþingi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.