Vísir - 25.03.1966, Qupperneq 6
6
V í SIR . Föstudagur 25. marz 1966.
^— ......... I1H—WB- ■m.HII -""'■■"■■■■■I—i^———m
Filippus ptins gengur út úr ráðherrabústaönum á le!ð í brezka sendiráðið.
Iþróttir —
Framh^ af bls. 11
vtrtist vera að fará út af. En Stef-
án Jónsson dó ekki ráðalaus heldur
stökk eftir boltanum og blakaði
honum fram hiá Þorsteini Bjöms-
syni, markverði Fram, og staðan
var 19:18. Vöm Hauka stóð sig nú
vel og það var eins og Framarar
væm vondaufir. Skot Guðjóns
yfir vömina lenti fram hjá 2. mín.
fyrir leikslok og nú var byrjað að
Ieika maður gegn manni af Fram.
Þetta opnaði alla línuna fyrir Stef-
áni og hann skoraði síðasta mark-
ið 20:18 og undir Ieiksiok varði
Logi enn einu sinni stórvel.
Nú loks má segja að Haukar séu
sloppnir af „hættusvæðinu“ í 1.
deiid. Með 8 stig geta þeir ekki
fallið og er frammistaða þeirra í j
deildlnni til sóma.
Beztu menn í gær fundust mér
vera þeir Stefán Jónsson, Logi
Kristjánsson, Matthfas Ásgeirsson
og Ásgeir Þorsteinsson. Liðið í
heiid var sterkt og vömin ekki sízt.
Framliðið átti ekki sem verstan
dag en beztu menn vom Gunnlaug-
ur (hvar væri Fram statt án hans?),
Sigurður Einarsson og Þorsteinn
Bjömsson.
Dómari var Björn Kristjánsson j
og dæmdi ekki eins vel og hann |
ætti að geta og GETUR gert.
Athyglin var ekki vakandi og nið-
urstöðumar, sem hann oft komst
að voro heldur fljótfærnislegar.
Flest mörk í leiknum skoruðu:
Gunniaugur 10 (4 úr vítum), Sig-
urður Einarsson 4, Frfmann 2,
Guðjón 1 fyrir Fram. — Ásgeir og
Stefán 6 hvor, Matthías og Sigurð-
ur Jóakimsson 3 hvor, Viðar og
Gunnar 1 hvor fyrir Hauka.
— jbp —
Færð —
Framh. af bls. 16
höldnu yfir hana í fyrrakvöld
og hefur gott veður haldizt síð
an.
Biðu tíu bílar í Fornahvammi
eftir að komast yfir heiðina þá
og 7—8 í Brú í Hrútafirði. Fóru
ýta og tveir trukkar yfir heið-
ina og ruddu leiöina og var
heiðin orðin fær um sjöleytiö í
fyrrakvöld.
Höfðu bílamir þá lent í mikl
um hrakningum og tók það t.d.
áætlunarbílinn til Hólmavíkur
tvo daga að komast þangað frá
Reykjavík.
Var bíllinn tepptur í Foma-
hvammi en komst daginn eftir í
Guðlaugsvík í Strandasýslu og
tli Hólmav. í gærmorgun. Sneri
áætlunarbíllinn þegar við og
kom aftur til Reykjavíkur í nótt
Tilrmin —
Framh at ols 16
vélar og stefna þannig að algerri
vélvæðingu síldarsöltunarinnar.
Steinar var fvrir nokkrum ár-
um verksmiðjustjóri á Raufar-
höfn, en síðan er hann einn af
fleiri eigendum síldarsöltunar-
stöðvarinnar Bjargm á Raufar-
höfn og þar er ætiunin að gera
þessa tæknilegu tilraun í sum-1
ar.
Framkvæmdin er f því fólgin
að raða saman í samstæðu
nokkrum þeirra véla sem að
gagni koma. Og skal hér nú
skýra frá fyrirkomulagi vélanna
eftir upplýsingum frá Steinari.
Fyrst kemur flokkunarvél sú
sem þegar hefur verið tekin f
notkun og reynzt vel. Hún gróf-
flokkar síldina, skilur frá smá
síld sem ekki er hægt að salta.
Þá á næst að koma vél, sem
Steinar er nú að undirbúa smfði
á. Það er vél sem fyrst raðar
síldinni rétt til þess að haus-
skera hana, síðan haussker hún
og slógdregur síldina. Á undan-
fömum árum hafa verið í notk-
un hér erlendar vélar sem haus-
skera og slógdraga síld, þær
hafa ekki hentað aðstæðum
við mikla síldarsöltun á Norður-
eða Austurlandi. Þær hafa verið
góðar þar sem hægt hefur verið
að geyma síldina f frysti og
vinna hana eftir hendinni, en á
síldinni fyrir norðan gegnir allt
öðru máli, þvi að þá hvolfist
sfldin yfir stöðvamar. En vélin
sem Steinar hefur í smíðum er
miklu stórvirkari og á að geta
hausskorið 450—500 síldir á
mfnútu. Það hefur lfka verið
galli við hausskurðarvélar þær
sem notaðar hafa verið, að þær
hafa lítið vinnuafl sparað, þar
sem stúlkur hefur þurft til að
raða síldinni rétt i þær. En með .
röðunarvélinni sem fylgir haus-|
skurðarvél Steinars verður sá j
kostnaður algerlega sparaður.
Þessi vél á að geta unnið 200—
300 tunnur af síld á klst. Hún
afkastar þrefalt meira en þær
erlendu hausskurðarvélar, sem
hér hafa verið notaðar.
Næsti liður í vélasamstæð-
unni er að síldin á að ganga úr
hausskurðarvélinni yfir í þunga-
flokkunarvél, sem Steinar hefur
einnig í undirbúningi. Sú vél
vinnur þannig að síldirnar ganga
á færibandi og er hver einstök
síld vegin og rennur samkvæmt
þeirri vigtun eftir rennum fyrir
hvem stærðarflokk. Þar verður
t.d. einn flokkur 280 síldir í
tunnu, annar 350 síldir, þriðji
380 sildir í tunnu o.s.frv. og á
að fást með þessu mjög sam-
stæð síld í söltunina.
Síðasti liðurinn f vélasam-
stæðunni verður svo hin rúss-
neska vöðlunar og niðurlagning-
arvél, sem Rússar hafa notað
með ágætum árangri við að
leggja síldina niður í tunnur.
Þegar hefur verið fengin slík
vél hingað til lands og er hún
til sýnis hjá bæjarútgerðinni í
Reykjavík.
Þannig er uppröðun vélanna.
Steinar segir f samtali við Vísi
að nú fyrir sumarið ætli hann
að ljúka við röðunar og haus-
skurðarvélina og taka hana í
notkun. En smfði vélanna er
dýrt fyrirtæki og örðugt með
fjármagn. Er ekki víst að hon-
um takist að smíða flokkunar-
vélina fyrir sumarið, lætur hana
sitja á hakanum.
En þegar allar þessar vélar
eru komnar eiga þær að mynda
eina sjálfvirka samstæðu og er
ætlunin að einn maður geti
stjórnað allri samstæðunni. Má
sjá af því hvílíkur geysilegur
vinnuspamaður verður að vél-
um þessum. Síldarvertíðin fyrir
norðan og austan hefur og
breytzt þannig á síðari ámm, að
mjög erfitt hefur verið að fá
söltunarfólk og það hefur beðið
langtímunum saman aðgerðar-
Iaust, borið lítið úr býtum en
útgerðarmenn haft stóran kostn
að af því, svo að ef tilraun þessi
tekst vel þýðir hún stórfellda
framför í sfldarútveginum.
Vöruflutnsnðiiii. —
Framhald af bls. 1.
arinnar hélt fund með frétta-
mönnum í gær og skýrði frá eft-
irfarandi:
Á aöalfundi Vöruflutninga-
miðstöðvarinnar þann 19. marz
s.l. voru m. a. til umræðu bygg-
ingarmál stöövarinnar og útveg-
un lánsfjár svo og endurbætur á
rekstri hennar. Þótt fyrirtækið
sé ekki nema fimm ára gamalt
hafa verkefni þess aukizt svo
gífurlega, að vörugeymslan að
Borgartúni 21 er löngu oröin
allt of lítil, og hefur þvf að
undanfömu verið unnið að undir
búningsframkvæmdum við stööv
arbyggingu, sem yrði til fram-
búða.r. Ráðinn var arkitekt til
þess að teikna húsið Ormar Þór
Guðmundsson og fór hann á-
samt stjómarformanninum, Þor-
steini Kristjánssyni og fram-
kvæmdastjóranum fsleifi Run-
ólfssyni út til Norðurlanda í
haust til þess að skoða slíkar
stöðvar og kynnast starfsem-
inni.
Þegar hefur verið gerð grein
fyrir fyrsta áfanga en um áfram
hald verksins er ekki enn hægt
að segja vegna óvissu um útveg
un lánsfjár, en starfsemi félags-
ins hefur mætt skilningi hjá
stjómarvöldunum og standa von
ir til þess aö úr þessum málum
rætist innan tíðar.
Þrengslin f vömgeymslu stööv
arinnar að Borgartúni 21 há
mjög allri starfsemi, þar er að-
eins 100 fermetra geymsla, en
vörumagnið sem fór gegnum
stöðina á s.I. ári, var um 30
þúsund tonn og hafði aukizt um
20% frá árinu áður, og annast
stöðin afgreiðslu fyrir 40 bfla,
sem flytja vöirur til 45 kaup-
staða og kauptúna og byggðar-
laga á Vestur, Norður og Austur
landi, allt frá Akranesi til Homa
fjarðar, en flutningum sunnan-
lands getur stöðin ekki sinnt
fyrr en nýja athafnasvæðið er
komið í gagnið.
Stjóm Vöruflutningamiðstöðv
arinnar skipa nú: Þorsteinn
Kristjánsson, Egilsstöðum,
formaður, Birgir Runólfsson, í
Siglufirði, Kristján Hansen,
Sauðárkróki. í varastjóm Pétur j
Jónsson, Akureyri og Njáll Þor
geirsson, Stykkishólmi. Fram-
kvæmdastjóri er lsleifur Run-
ólfsson.
Filippus —
Framhald af bls. 1.
Brezki sendiherrann heilsaði
prinsinum fyrstur manna á flug
vellinum f gær, sfðan forsætis-
ráðherra og aðrir, sem tóku á
móti honum, en það vora hand
hafar forsetavalds, lögreglu-
stjóri, deildarstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, og starfsmenn
brezka sendiráðsins. Var síðan
haldið til Ráðherrabústaðarins,
þar sem prinsinn bjó og
skömmu síöar hélt hann til mót
töku í brezka sendiráðinu. í
gærkvöldi kl .8,15 hófst svo
kvöldverðarboð forsætisráð-
herra í Ráöherrabústaðnum og
var þangað boöið um 20 manns.
Þegar prinsinn ko m ígær var
eitt af því fyrsta, sem hann
spuröi um hvenær veiðitíminn
byrjaði o gátti hann þar við lax
veiðar, en þegar hann kom hing
að í opinbera heimsókn fyrir
rúmum tveimur árum fór hann
m.a. á laxveiðar. Þegar hann
fékk svarið að laxveiðitíminn
byrjaði ekki fyrr e f júlí í sum
ar varð honum að orði: „Ans-
ans vandræði".
Prinsinn er mikill fuglaáhuga
maður og þegar hann steig út
úr bílnum við ráðherrabústað-
inn í gækvöldi leit han strax nið
ur á tjörn ,e nlíklega hefur
hann orðið fyrir vonbrigöum
því að hún var ísi lögð og
ekki fugl að sjá við þann eda
tjamarinnar. 1 morgun aftur, er
pirnsinn vaknaöi heyrði hann í
gæsum og þótti honum það und
arlegt. '
í morgun, við brottför Fillip
usar prins var þó nokkur mann
fjöldi saman kominn á flug-
vellinum og veifaði til hans og
hann brosti og veifaði á móti.
Til að kveðja hann vom mætt
ir ráðuneytisstjóri og deildar-
stjóri úr utanríkisráðuneytinu,
lögreglustjóri, brezki sendiherr-
ann og starfsmenn sendiráðsins.
StrákiBgöng —
Framh. af 1. síðu.
Ekki er vitað til að nein &-
kvörðun hafi verið tekin um
hvort botninn verður steypt-
ur eða ekki, en það mun
verða mjög dýrt, því steypu-
efni yrði að sækja um allt
að 30 km. veg.
Grjótinu sem úr jarðgöng-
unum kemur hefur verið ekið
í heljarmikinn bing, og við
hann hefur verið komið fyrir
grjótkvörn sem Siglufjarðar-
kaupstaður á. Er það hug-
myndin að mala grjótið og
nota síðan sem ofaníburð í
götur á Siglufirði, og jafnvel
göngin sjálf.
! RÝMINGARSALA
]
Seljum í dag og á morgun ullarpeysurnar
margeftirspurðu, slæður, húfur, hanzka og
margt fleira. Rýmingarsalan stendur aðeins
yfir í tvo daga vegna breytinga á verzluninni.
Notið þetta tækifæri og lítið inn.
HATTABÚÐIN HULD, Kirkjuhvoli.
íbúðir v/ð Flókagötu
Hús til sölu við Fiókagötu, í húsinu eru: Tvær 156
ferm. íbúðir með bílskúr.
4ra herb. ris og 4ra herb. jarðhæð. Húsið selst allt í
einu lagi eða hver íbúð út af fyrir sig. Þetta er einn
eftirsóttasti staðurinn á markaðinum í dag.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12
Símar 14120, 20424 og kvöldsími 10974.
HÁSETA VANTAR
strax á handfærabát. Uppl. í síma 10344.
KIUKKAN WIKV0LD
OG LAUGARDAG TIL KL. 4.
KRÓNAN Mávahlíð 25, sími 10733