Vísir


Vísir - 26.03.1966, Qupperneq 2

Vísir - 26.03.1966, Qupperneq 2
7 ★ jþað gerist sitt af hverju i Hvita húsinu um þessar mundir. Eins og flestum er kunnugt opinberaði yngri dótt ir Johnsons forseta, Lucy Bain- es nýlega trúlofun sína og verð andl eiginmaður heitir Nugents. Hann er kaþólskur og því hef ur Lucy tekið kaþólska trú. Brúðkaupið fer fram í ágúst. En nú er reiknað með því að brátt fari að draga til tíð- inda hjá Lindu Bird, eldri dótt urinni, sem kom hingað til lands með foreldrum sínum haustið 1963. Nýlega átti hún 22 ára afmæli og sá sem hélt henni veizlu var enginn annar en hinn 27 ára gamli kvik- myndaleikari George Hamilton. Var veizlan haldin í Los Angel- es. Þar með þykir það nokkurn veginn víst að George Hamilton muni vera sá útvaldi. Linda Bird Hefur sézt í fylgd með ýmsum ungum mönnum, en upp á síðkastið hefur hún sézt þaö oft með Hamilton að ráðandi menn í USA, sem mikið hafa velt fyrir sér hvar Linda myndi á endanum „hafna“ á- líta nú að hún hafi fundið sína „öruggu höfn“. Hönd í hönd tengdasonur forsetans ? K" | Þessi mynd var tekin fyrir tæpum mánuði í New Örleans af Lindu Bird og George Hamilton. “Ji' í* |jM l lÍl V S;j,iW ! Nóttin og dagurinn Paö var óperufrumsýning í Scala-óperunni í Mílanó. Gestirn- ir þyrptust að og þar gat að líta margt frægra persóna — allt í einu rákust tvær þeirra, sem komu „fyrir fullum seglum“, á, og þegar betur var að gáð voru það engar aðrar en Anna Magnani og Ava Gardner. Þeim var líkt við dag og nótt, Anna var svart- klædd en Ava hvítklædd eins og brúður. Auövitað hafa spurningarnar verið látnar dynja yfir George Hamilton en hann hefur verið svarafár. í sjónvarpsviðtali ný lega sagði hann að hann óskaði ekki eftir að svara nærgöngul- um spurningum. Lægju til þess tvær ástæður: — Það getur valdið fjölskyld unni i Hvíta húsinu óþægind- um, og svo er ég hræddur um að fólki fyndist ég vera að gera þetta til þess að komast áfram í Hollywood. — En, bætti hann við, þaö þarf ekki aö vera neitt leyndar mál að ungfrú Linda er gáfaö- asta stúlka sem ég hef hitt. Kári skrifar: Sá dæmalausi Ómar. ^ pressuballinu færðist líf í tuskumar, þegar maöurinn með húmorinn sté upp á fjal- imar, náunginn, sem kvað um sjálfan sig „Ég er fífl aö at- vinnu“, o. s. frv. og byrjaöi aö tala tungum tveim, dönsku og íslenzku jöfnum höndum, og tæta af sér gamanyrðin. Þetta var hann Ómar Ragnarsson — hver annar gat það líka verið en hinn íslenzki Danny Kay eins og hann er nefndur manna á milli. Þó er Ómar sennilega Danny kollega sínum snjallari á ýmsan hátt. Auövitað eru at- vinnugrínistanum Ómari mis- lagðar hendur, en þegar hann vill það viðhafa, er hann kon- unglegur — beinlínis á heims mælikvarða, því að hann er ekki einungis flytjandi og túlkandi, heldur líka skapandi í skopinu. Þegar þessi rauðbirkni grennlu legi piltur, sem er svolítið grall- araspóalegur í hátt, er kominn í ham á sviðinu og farinn að bregða sér í allra kvikinda líki, tekur hann ,,salinn“ gjörsam- lega ekki ósvipaö og beztu grín leikarar heims geröu í kvik- myndunum, t.d. Harald Lloyd, Charlie Chaplin og ógleymdur Danny Kay; Ómar kann þá list að draga hégómann sundur og saman í háði, — hann beinlínis gegnumlýsir það, sem svo mörgu fólki finnst svo afskap lega „fínt“ — semsagt „prump- ið“ í tilverunni. En það er jafn- framt eitthvað elskulega mann- legt við skopskyn Ómars eins og hjá prakkara, sem lýsir vígi á hendur sér. Þungfært að norðan í Smárakaffi að Laugavegi J78, þar sem Vísir er til húsa, hitti „Kári‘“ í fyrrakvöld vöru flutningabílstjóra, sem var að koma að norðan. Hann kvað þetta hafa verið einn versta vet ur undanfarin ár, hvað færð snertir. Annars gekk síðasta ferð óvenju vel, því að þá var nýbúiö að moka. En ferðin þar á undan fyrir nokkrum dögum — sóttist seint hjá honum, að því er hann tjáði. Hann var eina níu tíma norðan frá Blönduósi og yfir Holtavörðuheiði. Bíl- stjórinn sagði, að flutningabíl- arnir hefðu nálega ekkert ekið frá Akureyri undanfarna þrjá mánuði — svo mikil væru snjó þyngslin þama fyrir norðan. Tannréttingar bama Fátækur bamakarl kom að máli við „Kára‘“ og tjáði farir sínar ekki sléttar. Hann haföi farið með dóttur sína, átta ára, til tannlæknis. Þurfti nauðsyn- lega að rétta tennur hennar, því að þær voru allar skakkar og skældar og til mikils lýti. Þeg ar svo reikningurinn kom þurfti hann að greiða himinháa upp- hæö, hvorki meira né minna en einar fimmtán þúsund krónur. Þetta fannst honum allt of dýrt og sárnaði honum þetta mjög. Ekki kvaðst hann sjá eftir því að hafa látið fegra munn dótt urinnar nema síður væri, en hins vegar fannst honum þetta of langt gengið í verðlagningu tannlæknisins. Ekki skal lagður dómur á það hér í þessum dálk um, hvort tannlæknirinn hefur verið svíðingslegur við hinn fá- tæka föður, en hitt ber að at- huga, hvort sjúkrasamlaginu beri ekki að greiða hluta af tannlæknaþjónustu við almenn ing, eins og háttur er á í sum um menningarlöndum. Ifcáwiii.i-. ii méi íXj. luuiaai

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.