Vísir


Vísir - 26.03.1966, Qupperneq 3

Vísir - 26.03.1966, Qupperneq 3
V í S I R . Laugardagur 26. m.-.rz 1866, 3 Jjaö hefur tæpast farið fram hjá nokkrum, aö snjór og harðindi hafa ríkt á Noröur- iandi lengst af þessum herrans vetri, sem nú er orðið langt á liðið samkvæmt tímatalinu. Mugga, stórhríð eöa dumbung ur hafa skipzt á í veðurlýsing um frá þessum landshluta, en einstaka sólskinsstundir hafa þó skotið upp kollinum inn á milli. Víðast hvar hefur snjóinn fest, svo að hvergi hefur séð í dökkan díl, en á stöku stað hef ur verði beitandi fé i uppstytt um. Svo mikið kveður að þess um snjóavetri, að Norðlendingar muna ekki annað eins síðan á 3. tug aldarinnar, og má segja að það sé langsótt tll viðmiðun ar fyrir kynslóð nútímans. Núna í vikunni brast rétt einu sinni á norö-austan bylur með mikilli fannkomu á Norðurlandi og í þeet sinn samtímis í flest- um öðrum landshomum. Á á- liönum þriðjudegi fram á mið- vikudag geisaði iðulaus stór- hríöin í höfuðborg Norðurlands og ailar landleiðlr út frá staön- um tepptust á ný, en þær höfðu veriö ruddar fyrir og um helg- ina. Innanbæjar á Akureyri varð strax þæfingur og jafnframt blinda fyrir vegfarendur af veð- urhamnum. Féll þvi allt kvöld- rjátl Akureyringa niöur að heSta mátti, og þóttist hver sæll, að komast til sinna heima úr vinnu og öðmm erindageröum um dag- inn. J gærmorgun hafðl veðrinu slotað og sól skein I heiði við árvökrum Akureyringum. Gaf þá á að líta fanndyngjur miklar, einkum viö helmreiðar og aörar bráðnauðsynlegar um- gangsæðar, og máttu Akureyr- ingar einu sinni enn hefja dag- inn með snjómokstri. Má með sanni segja, að þeSr eigi nú orð- ið veðurguðunum mikið grátt að gjalda. Myndimar em teknar árla í gærmorgun. Stærsta myndin er ofan af Brekkunni, þar sem bíl- ar hvila i sköflum í hverri götu, en greinar trjánna slúta þung- lamalega undir fannþunganum, þar sem hann hefur lagzt á. Þá em tvær myndir úr Norðurgötu niðri á Eyrinni og loks er ein myndin tekin niður kirkjutröpp- umar 117, þar sem verkamenn bæjarins hreinsa minjar und- angengins óveðurs á meðan mið bærinn vaknar. >f . r!*1- * ’ ,'■• | .. ' llll

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.