Vísir - 26.03.1966, Blaðsíða 5
VtSílíl , Iaugardagor 26. marz 1968.
Barnaskemmtun
Hringsins í dag
Kvenfélagð Hringurinn efnir til
bamaskemmtunar í Háskólabíói í
dag kL 2 e .h. og rennur allur ágóði
af henni tO líknarstarfsemi.
Til skemmtunar verður: Dans-
flokkur frá Hermanni Ragnars sýn-
ir, AIli Rúts og Karl Einarsson fara
í gervi Gö og Gokke, Jóhann Páls
son syngur gamanvísur, Savannah-
tríóið skemmtir, þá kemur þáttur
sem nefnist Ailir og Kalli. Að loknu
hiéi kemur hijómsveitin Toxic og
leikur nýjustu lögin, þá kemur
Soffía frænka heldur gustmikil, en
hún heitir réttu nafni Emilía Jón-
asdóttir, dansflokkurinn frá Her-
manni kemur fram aftur og síðan
kemur rúsínan í pylsuendanum,
Ómar Ragnarsson. Kynnir er Jón
Gunnlaugsson.
Aðgöngumiðar kosta 50 krónur
og eru seidir i Háskólabíói, hjá Lár
usti Blöndal í verzluninni Heima-
kjör og í Kjörbúð Laugarness.
Ræða ffor-
sæthráðherra —
Framhald af bls. 1.
ánmum 1958-65 og hefðu laun-
þegar fullkomlega haldið sínum
hlut í þeirri aukningu, stjórnar
andstæöingar væru stöðugt að
hamra á því að kaupgeta tíma-
kaups hefði stórminnkað á und
anfömum árum, en skv. skýrsl
um væri kaupmáttur tímakaups
um 14.8% meiri nú en 1. júní
1964. Mætti vafalaust þakka
júnísamkomulaginu 1964 þessa
hagstæðu þróun. Forsætisráð-
herra vitnaði í síðustu skýrslur
fiskifræðinganna Jóns Jónsson-
ar og Jakobs Jakobssonar um
hlutdeild íslenzka síldarstofns-
ins í síldargöngum við landið
en hann hefði fariö minnkandi
á síöustu árum og sannaði
þetta ævafoma reynslu íslend-
inga að ekki væri hægt að
treysta á aö góðæri héldist til
eilíföar. Þess vegna ætti þjóðin
y
KR íslands-
meistari í
körfuknattl.
KR tryggði sér í gærkvöldi Is
landsmeistaratignina í körfu-
knattleik í annað skiptið í röð.
Unnu þeir Ármann með 71:53 í
hálfleik hafði Ármann yfir 38:
33.
Síðari hálfleikur færði KR góð
an lokasprett og komust þeir
bráðlega yfir og héldu forystu
til leiksloka. Bezta manni Ár-
manns, Birgi Birgis var vikið af
velli rétt eftir miðjan hálfleik
með 5 leikvillur og þar með
blasti sigurinn við KR-ingum.
Frá Hálogalandi gátu leik-
menn KR því haldið í léttu og
glöðu skapi niður í Sigtún en
þar fór fram árshátíð félagsins
í gærkvöldi. Var hinum nýbök-
uðu meisturum fagnað þar inni-
lega.
FISKA-OG FUGLABÚÐIN
KLAPPARSTÍG 37 -SÍMI: J 293 7
FISKAR
FISKAKER
FUGLAR
FUGLABÚR
TILH.
FÓÐUR
SANDUR
SKELJAR
KUÐUNGAR
O.M.FL.
að sameinast um stefnu ríkis-
stjórnarinnar í þeirri viðleitni
hennar að skapa aukna fjöl-
breytni í atvinnuvegum Islend-
inga.
Stjórnar-
andstaðan
Framh. af 1. síðu.
á hefði verið valin og hví ál-
bræðslu hefði verið valinn stað-
ur í Straumsvík og skýröi hina
fjárhagslegu undirstöðu fyrir-
tækjanna. Meginkaflar úr ræðu
hans birtast hér i blaðinu á
bls. 9.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra tók til meðferðar það
stefnuleysi og ábyrgðarleysi,
sem er svo áberandi hjá núver
andi stjórnarandstöðu. Benti
hann á nokkurra daga gömul
dæmi um þaö að Framsóknar-
menn lögðu fram frumvarp um
að taka 120 millj. kr. tekjur af
ríkissjóði og ennfremur hafi
þeir viljað fella niður ákvæði
frumvarpsins um hægri akstur
um það hvernig ætti aö afla
fjár til að standa undir 50
millj. kr. kostnaði viö þá breyt-
ingu, þeir ætluðust til að þau
útgjöld féllu á ríkissjóð án
nokkurs tekjuauka. Þá hefðu
kommúnistar lýst því yfir á
þingi fyrir fáum kvöldum að
sjálfsagt væri að veita útgerð-í
inni 80 millj. kr. ríkisaðstoð, |
en ástæðulaust að afla fjár í j
því skyni.
Þá ræddi hann um hráskinna '
leik Framsóknar í stórvirkjun-
ar- og álbræðslumálinu. Þeir
vildu gera álmáliö að þjóöernis ;
máli, öll landsbyggöin ætti að.
vera í voða af því að við Hafn-
arfjörð rís iöjuver sem veitirj
4-500 manns atvinnu. Nú ynnu j
framsóknarmenn við að grafa!
í djúp gleymskunnar ræður og
greinar sem þeir höföu áður
samið um blessun stóriðju og
erlends fjármagns. Ráöherrann
sagöi að lokum að virkjun við
Búrfell og álbræðsla við Hafnar
fjörö myndi flýta virkjun Detti
foss og leggja grundvöll aö
stóriðju nyrðra ef menn óska.
Gylfi Þ. Gíslason vék í upp- j
hafi máls síns að þróun efna- i
hagsmála frá því eftir stríö,
sagði ráðherra aö ríkisstiórnin
neföi beitt sér fyrir gagngei-
um endurbótum í atvinnumál-
um landsmanna þegar í upp-
hafi starfstíma síns. Sagði ráö-
herra, að 1-2 árum eftir þessa
stefnubreytingu hefði mikil
gróska tekið að færast í ís- j
ienzkt efnahagslíf. Þessu hefði
valdið bæði gott árferði og heii
brigö stefna ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálunum. Upplýsti
ráðherra, að á árunum 1962-65
hefði þjóöarframleiðslan vaxið
um 6-7% og væri þaö lang-
mesta aukning er átt hefði sér
stað síðan söfnun gagna um
þessi efni hefði hafizt hér á
landi og jafnvel þótt víóar væri
leitað í nálægari löndum. Jafn-
framt hefði vöxtur þjóöartekn-
anna aukizt stórlega á sama
tíma. Aftur á móti heföi vöxtur
þjóöarteknanna á árunum 1956-
58 aðeins verið 3% á ári en það
væri minnsti vöxtur er um gæti
í nálægari löndum. Jafnframt
heföi skipting þjóöarteknanna
breytzt þannig að hlutur
iönaðarmanna, sjómanna og
verkamanna hefði farið vax
andi undanfarin ár og hefði hlut
ur þeirra aldrei verið meiri en
nú síöan árið 1948, er skýrslum
hefði veriö farið að safna saman
um þessi efni. Ráðherrann vék
einnig að greiðslujöfnuði íslend
inga við útlönd og sagði að
jöfnuðurinn hefði verið hag-
stæður um 400 millj. kr. síðustu
4 ár á móti greiðsluhalla að upp
hæö 200 millj. kr. á valdatími
vinstri stjómarinnar. Gjaldeyris
varaforði ísiendinga hefði einn
ig aukizt mjög á síðustu árum
og hefði í síðasta mánuöi farið
yfir tvo milljarða kr., jafn
framt þessu heföi lánstraust i
þjóðarinnar erlendis verði aukið I
að miklum mun.
Ingólfur Jónsson sagði í upp-
hafi máls síns, að ríkisstjórnin
hefði þurft að byggja allt upp
frá grunni eftir skipbrot vinstri
stjómarinnar, sem hefði orsak-
azt af úrræðaleysi hennar og því
sundurlyndi er hefði einkennt
allt hennar stjórnarstarf. Spá-
dómar þeir er stjómarandstað-
an hefði gefið 1959 hefur reynzt
hrakspár einar, og nefndi hann
sem dæmi að framsóknarmenn
hefðu á árunum 1959—60 sagt
að af stefnu ríkisstjómarinnar
mundi leiða stórkostlegur sam-
dráttur í allri framleiðslu á land
búnaðarvörum. Stjómin hefði
stóraukið framlög til samgöngu
mála t.d. væri á árinu 1966 veitt
ar 56 millj. kr. til bygginga og
viðhalds flugvalla og væri sú
upphæð 12 sinnum hærri en á
árinu 1958. Sama væri að segja
um fjárveitingar til vegamála.
Stjórnarandstæðingar legðu
mikla áherzlu á að stjómin hefði
lifað á góðærinu, sem hefði ver-
ið hér sl. ár. Það væri að vísu
satt að mikið góðæri hefði verið
hér undanfarið en menn ættu að
athuga að til að. njóta góðs af
góðærinu og hinu mikla afla-
magni hefði ríkisstjórnin stuðl-
að að stórkostlegri uppbyggingu
fiskiskipafiotans og það væru
þessi nýju fiskiskip sem að
miklu leyti orsökuðu hina mikiu
aukningu á aflamagninu. —
Ráðherra sagði einnig að undir
forystu núverandi ríkisstjórnar
hefði verið unnið að stóraukinni
rafvæðingu landsins og væri
þess nú skamrpt að bíða að allir ,
landsmenn nytu rafmagns, og j
einmitt með virkjun Búrfells og |
um leið sérstökum samningum ;
um sölu rafmagns til álbræðslu
mundi þjóðinni tryggt mun ó- ;
dýrara rafmagn en annars hefði j
verið auðið.
•
Ræður stjórnarandstæðinga
einkenndust af svartsýni og van ■
trú á öllum aðgerðum ríkis- '
stjórnarinnar. Samningarnir um j
álbræðslu væru vanvirðing við
Alþingi og ríkisstjómin fengist
ekki til að ræða þessa samninga
opinberlega. Jafnframt væri
stofnun álbræðslu hrein ógnun
við aðrar atvinnugreinar, og
mundi álbræðslan stóriega draga ;
vinnuafl frá þeim. Jafnframt |
væri staðsetning álbræðslunnar
alröng. Einnig sögðu stjórnarand
stæðingar að nær væri að ein-
beita sér að virkjun við Búrfell
án sérstakra samninga við ál-;
bræðsluna og snúa sér jafnframt |
að öðrum virkjunum við Þjórsá, I
og annar staðar á landinu. Ræðu
menn stjómarandstöðunnar
lögðu einnig áherzlu á að ríkis-
stjómin hefði brotið öll loforð
er gefin hefðu verið í byrjun
stjómartíma hennar, verðlag
færi stighækkandi, jafnframt
hefðu aðgerðir stjórnarinnar í
málefnum atvinnuveganna stefnt
stöðu þeirra í voða, togaraút-
gerð landsmanna væri í molum,
staða iðnaðarins færi hríðversn-
andi.
Borgarráð —
Framhaid af bls. 1.
auðveldara með að setja sig inn í
mál borgarinnar. Á vegg í lestrar-
sal þessum verður komið fyrir geysi
stórri loftmynd sem tekin hefur
verið í mörgum hlutum af borgar-
landinu og sjást þar greinilega öll
hús og mannvirki.
í fundarsalnum þar sem borgar-
ráð situr viö fundarborð sjást tvö
málverk á veggjum sitt til hvorrar
hliöar. Þessi málverk eru bæði eft-
ir góðkunnar islenzkar listakonur,
Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu
Sveinsdóttur. I borgarráöi sitja
fimm borgarráðsmenn, en þeir eru
Auður Auðuns, próf. Þórir Kr. Þórð
arson og Birgir Isl. Gunnarsson
hrl. fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Krist
ján Benediktsson fyrir Framsóknar-
fiokkinn og Guðmundur Vigfússon
fyrir kommúnista. Borgarstjóri
Geir Hallgrímsson situr einnlg á
fundum borgarráðs og borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins Óskar Hali-
grímsson situr fundi sem áheym-
arfuiltrúi. Þá sitja þrír starfsmenn
borgarinnar fundi borgarráðs, það
eru borgarlögmaður, borgarritari og
borgarverkfræöingur.
Álsamningur —
I í
Framhald af bls. 16.
Akureyrar fyrr en kl. 4 síðdegis
og höfðu þannig verið 8 klst. á
leiðinni. Hér skal ekki upplýst
hvemig leikar fóru en keppni
var spennandi og fjöldi áheyr-
enda, þar sem klapplið Þingey-
inga búsettra á Akureyri setti
svip sinn á samkomuna.
Guðni Þórðarson stjómandi
þáttarins upplýsir að nú séu að-
eins fjórar sveitir eftir, það eru
Borgfirðingar, Árnesinga, Barð-
strendingar og sú fjórða sem sig
ur hafði í fyrrgreindri keppni á
Akureyri. Guðni telur að al-
mennt sé áhuginn í sýslunum
ennþá meiri en var í kaupstöð-
unum í fyrra, þó kaupstaðamenn
eink. Siglfirðingar og Akureyr
ingar væru þá mjög spenntir, en
þegar Siglfirðingar höfðu unnið
var flaggað í bænum í sigurvím
unni.
Kjarval —
Framhald af bls. 1.
— Það ríkir mikil ánægja meö
þessa gjöf í Listasafninu því að
safnið átti enga fantasíumynd
eftir Kjarval fyrir, en þetta er
ein sú stærsta, sem hann hefur
unniö í þessum dúr og verið aö
því síðan 1918.
Er nú verið að vinna að því
að setja myndina á nýjan
blindraramma og einnig „Hey-
þurrk eftir Heklugos", en Lista
safniö var mjög ánægt með þau
kaup. Er sú mynd ein af
stærstu myndum sem Kjarval
hefur málað og hefur hann unn
ið að henni síðan 1947. Má
gera ráð fyrir aö málverkið
vaxi þrefalt í verði eftir að
gengið hefur verið frá því eins
og það á að vera.
Ef tími vinnst til verða báð
ar þessar myndir að líkinÖum
settar á Kjarvalssýninguna í
Listasafninu, annars fljótlega
eftir uppsetningu.
gerð við Straum og loks þriðja
samninga milli íslenzka álfélags
ins (ICEAL) og hins svissneska
firma um ýmis framkvæmda-
atriði.
Hingað til lands kom í gær-
kvöldi aðal lögfræðingur Swiss
Aluminium en í kvöld koma
tveir aðalforstjórar firmans til
undirritunarinnar.
Samningarnir eru nú allir í
prentun, en strax og því verki er
lokið munu þeir lagðir fyrir Al-
þingi til meðferðar. Verður það
væntanlega á föstudag. Mun
fyrsta umræða um málið fara
fram fyrir páska og nefnd at-
huga málið yfir páskana. Verður
málinu síðan fram haldlð í þing
inu eftir páska.
Marga daga —
Framhald af bls. 16.
sína á þriðjudag að heiman frá
Vaðbrekku. Var hún tvo sólar-
hringa að komast fvrstu 40 km á
hesti út aö Skjöldólfsstöðum.
Þaðan óku hún og Skjöldur á
snjóbíl og voru 14 kl. á leiðinni
til Egilsstaða og var stórhrjð.
Frú Ingibjörg hélt upp á 65 ára
afmæli sitt í snjóbílnum.
Frá Egilsstöðum flaug sveit
Norðmýlinga á föstudaginn með
Flugfélagsvél til Akureyrar. Þar
tóku stjórnendur þáttarins B.
Isl. Gunnarsson og Guðni Þórðar
son á móti þeim. Ætluðu þau nú
að aka með snjóbíl til Húsavík-
ur en þar átti keppnin að fara
fram. En þá bilaði snjóbíll
þeirra. Vou nú góð ráð dýr, en
það varð úr á endanum að
keppnin skyldi flutt til Akureyr
ar og komu Þingeyingar þangað
með snjóbíl úr Mývatnssveitinni
Þeir lögðu af stað kl. 8 á sunnu
dagsmorguninn en komu ekki til
Bátur —
Framh. af bls. 16
er til mikils hagræðis: „Ekki eins
mikil' yfirvigt", sagði Eggert skip-
stjóri. Tvö asdic-tæki af nýjustu og
stærstu gerð eru í bátnum, talstöð
og dýptarmælir, allt af Simrad-
gerð.
Gísii Árni kostaöi tæpar 18 millj-
I ónir króna, en eins og áöur er
Isagt, er hann stærsti sildarbátur
Iflotans fram aö þessu, en geröir
Ihafa verið samningar um nokkra
stærri báta fyrir íslenzka flotann.
Eggert sagöi, að þeir hefðu látið
i út höfn í Noregi sl. sunnudagskvöld
log verið rúma fjóra sólarhringa á
lleiöinni. „Við fengum storm og
jkulda síðasta sólarhringinn og
1 settist mikii ísing á bátinn, og urð-
um við að berja ísana með sér-
stökum jámstöngum, sem ég lét
smíða fyrir bátinn".
„Hvernig fór báturinn í sjó?“
„Það var ekkert athugavert við
jhann, hvað það snerti. Hann fór
jvel i sjó“.
j „Hvenær prófið þið bátinn f al-
;vöru?“
j „Við hugsum okkur að fara á
imorgun — bara að reyna græjum-
ar og vita hvernig þetta allt virkar.
i Við förum náttúriega út með þorska
nót, en það er allt dautt eins og er“.
Eggert Gíslason hefur, sem kunn
ugt er, verið aflakóngur æ ofan í
æ. „Nokkur skipti", sagði hann
að vísu, þegar hann var spurður
að því, og vildi helzt eyða þvf tali.
Áhöfnin á Gísla Áma er 14
jmanns. Stýrimaður er Ámi Guð-
I mundsson. Fyrsti vélstjóri er
Hjalti Þorvaröarsori. Umboösmaður
bátsins er Eggert Kristjánsson,
stórkaupmaður.