Vísir - 26.03.1966, Page 6

Vísir - 26.03.1966, Page 6
6 El V1SIR . Laugardagur 26. marz 1966. Framh. af bls 9 ið áhættufé er frá engum öðrum tekið neitt fjármagn, en þvert á móti myndi bygging álbræðslunn ar og rekstur hennar hafa hag- stæð áhrif á öflun fjármagns til annarra framkvæmda og at- vinnugreina. ★ Ég vik nú nánar að hverju þess ara atriða. Hinn mikli hagnaður, sem í því felst að gera samning við ál- bræðslu nú, um sölu á raf- magni, liggur einfaldlega í því að geta miklu fyrr en ella nýtt til tekjuöflunar fyrir þjóðarbúið stórfellda raforkuframleiðslu, er ella væri ekki markaður fyrir. Þetta mun svo aftur hafa í för með sér örari uppbyggingu raf- magnsframleiðslunnar í framtíð- inni ásamt þeim margvíslegu efnahagslegu tækifærum, sem í þvi felast. Um 22 árum eftir að Búrfellsvirkjunin við Þjórsá tæki til starfa með raforkusölu til ál- bræðslu, verða öll lán hennar full greidd, svo að allar tekjur frá ál bræðslunni vegna raforkusölu að frádregnum tiltölulega litlum ár- legum reksturskostnaði mundi þá verða hreinn greiðsluafgangur fyrir raforkukerfið. En gert er ráð fyrir, að álbræðslan muni greiöa fyrir rafmagnið á annað hundrað milljónir króna árlega. Ef litið er á gjaldeyris- og þjóö artekjur í sambandi viö álbræösl una koma til álita eftirfarandi at riði: Hreinar gjaldeyristekjur af 60 þús. tonna álbræðslu reiknast 300-320 milljónir króna. við mannaflaþörf við rekstur hennar reiknast hreinar gjaldeyr- istekjur á mann um 700 þús. kr. á ári. Sennilega eru samsvarandi tölur I sjávarútvegi um 250-300 þús. kr. á mann á ári. Miöað við reynslu okkar er líklegt að þjóð artekjur okkar séu um fjórum sinnum meiri en hreinar gjaldeyr istekjur, sem þær grundvallast á. Samkvæmt þessu má ætla, að ál bræðslan skapi svigrúm til aukn ingar þjóðartekna, er nemi allt að 1200 millj. kr., sem.dreifast um hagkerfið í heild. Skattgreiðslur álbræðslunnar eru verulegar. Aðalskattgreiðslan fer fram í formi framleiðslugjalds á hvert tonn málms, sem fram- leiddur er. Það er misskilningur, að álbræðslunni sé ætlað að njóta skattfrlðinda. Framleiðslugjaldið er reiknað á grundvelli gildandi skattalaga og miðað við það hvað fyrirtækinu mundi veröa gert að greiöa samkvæmt þeim. Það hefur hins vegar verið talið hagræði, aö skattgreiðslan færi fram í þessu formi, er það álit bæöi innlendra sérfræðinga á þessu sviði og einnig erlendra, sem leitaö hefur verið um álits þar að lútandi. Þetta fyrirkomu- lag hefur heldur ekki orðið neitt deiluatriði í þessu máli. Miðað við full afköst 60 þús. tonn á ári yrði skattgjaldið rúmar 50 millj. kr., en færi hækkandi samkvæmt á- kvæðum samningsins, þar sem greiðslan á tonn hækkar verulega eftir því sem á líöur og afskrift artími verksmiðjunnar er á enda en hæst kemst skattgjaldið eftir 15 ár í 35 dollara á tonn. Skatt gjaldiö gæti þá oröið allt að 100 milljónum króna. Aö vísu eru fyrirvarar, ef álverð lækkar á heimsmarkaöi og eins að fram- leiðslugjaldið fari ekki fram úr 50% hagnaöar, en í þeim tilfell- um mundu skattgreiðslumar einnig lækka samkvæmt almenn- um skattalögum. Eins og ég hef áður gert grein fyrir, er gert ráð fyrir þvl, að skattgjaldið renni til atvinnujöfnunarsjóðs, sem á að vinna að atvinnuaukningu til jafnvægis I byggð landsins, eins og það er orðað að frádregnum þeim hluta þess, sem rennur til heimasveitar, þ.e. Hafnarfjarðar og iðnlánasjóðsgjaldi. Samhliða byggingu álbræðslu yrði byggð höfn við Straumsvík og er hún hluti Hafnarfjarðar- hafnar, sem nú tekur einnig yfir þetta svæði. Samkvæmt ráðgerð- um samningum greiðir álbræðsl- an allan kostnaö við byggingu hafnarinnar, ábyrgist viöhalds- þá forgangs- rétt til notkunar hafnarinnar. Á- ætlanir um kostnað þessarar hafn arbyggingar I dag munu nema um 100 millj. kr., en reynist kostnaðurinn meiri greiðir ál- bræðslan hann engu að síður á 25 ára tímabili. Hafnarfjörður hefði að sjálfsögðu mestan bein an hagnaö af þessari hafnargerð en ég tel, að hún muni I fram- tíðinni að ööru leyti hafa mikið þjóöhagslegt gildi. Það liggur mjög nærri að á- lykta, að bygging og rekstur ál- bræðslu mundi geta haft veruleg áhrif til góðs á eflingu iðnvæð- ingar almennt I landinu. Skapast tækifæri til þess, að upp komi I landinu vinnsla úr áli, einkum til innanlandsnotkunar. Eitt af því sem háir íslenzkum iðnaði, er hár hráefniskostnaöur, þar sem flest hráefni eru hér innflutt og mun dýrari en I þeim iðnaðarlöndum sem við er keppt. Mér er kunn- ugt um, að íslenzkir iðnrekendur tengja töluverðar vonir við bygg- ingu álbræðslu frá þvl sjónarmiði aö hún geti skapað mikilvæg ný tækifæri, sem I því fælust, aö ál gaéti orðið hér jafn ódýrt eða ó- dýrara en I nágrannalöndunum. Loks er að því að víkja, aö allt fjármagnið til byggingar ál- bræðslu kæmi frá erlendum aöil- um, allt að 2 þús. og 5 hundruð milljónir króna. Það er því frá engum innlendum aðila tekið né heldur hagnýttir til þess láns- möguleikar, sem draga myndu úr öðrum lánsmöguleikum til efling ar íslenzku atvinnulífi. Þvert á móti er það augljóst, aö bygging álbræðslunnar með þeim kostum sem henni eru samfara, mikilli gjaldeyrisöflun, verulegri aukn- ingu þjóðartekna mundi skapa nýja möguleika til aukinnar láns fjáröflunar af hálfu Islendinga sjálfra, öðrum atvinnugreinum til uppbyggingar og hagræðis. ★ Hagur fslendinga tryggður Auðvitað verður ekki framhjá því komizt, að nokkur áhætta gæti verið því samfara fyrir ís- lendinga, að byggð yrði hér ál- bræðsla. 1 allri samningagerðinni við hina erlendu aöila hefur af ís lendinga hálfu verið leitazt við að draga sem mest úr sérhverri slíkri áhættu. Lögð hefur verið á- herzla á það, að hið svissneska fyrirtæki tæki á sig miklar skuld bindingar I þessu sambandi, svo hagur íslendinga væri sem bezt tryggður og tekjur af álbræðsl- unni fyrir íslenzka þjóðarbúið öruggar og jafnar. Mikilvægast í þessu málefni efu ákvæðin um lág marksgreiðslur fyrir raforku, sem þýöir aö álbræðslan er skuldbund in til þess að greiða fyrir þá raf orku, sem samið yrði um að selja henni, hvort sem hún þarf á henni að halda eöa ekki. Gilda þessi ákvæði á meöan samning- amir eru I gildi. í öðru lagi yröi hið svissneska fyrirtæki skuld- bundið til þess að Iækka aldrei framleiðslu álbræðslunnar á ís- landi meira hlutfallslega en ann arra álbræðslna sinna að sam- anlögðu. Þetta þýðir, að lækkun framleiðslu vegna sölutregðu mun aldrei bitna á álbræðslunni á Is- landi umfram aðrar, sem I eigu fyrirtækisins eru. Þessi tvö á- kvæði um fasta lágmarksgreiðslu eiga að tryggja það eins og bezt verður á kosið, að atvinna og skattgreiðslur og aðrar tekjur af álbræðslunni veröi jafnar og öruggar. Ég tel óhætt að fullyrða að skuldbindingar hins svissneska fyrirtækis séu yfirleitt miklu meiri en almennt tfðkast um at- vinnurekstur útlendinga og ó- venjulega fast um það búið, að fyrirtækið skili öruggum tekjum I þjóðarbúið. Það er ekki ósenni- legt, að hægt hefði verið aö fá einhver af hinum fjárhagslegu atr. samninganna eitthvað hagst. ef slakaö hefði verið á hinum hörðu kröfum um skuldbindingar af hálfu hins erlenda fyrirtækis. Það hefur hins vegar verið ein- dregið mat ríkisstjórnarinnar og annarra, sem um mál þetta hafa fjallað, að nauðsynlegt væri að forðast alla áhættu I þessum efn- um, svo sem kostur væri, svo áð þessi framkvæmd yrði til þess að auka öryggi I þjóðartekjum Is- lendinga, en ekki til að draga úr þvL ★ Mál þetta hefur átt langan að- draganda og kostað mikinn undir búning. Ríkisstjómin hefur kapp kostað að láta Alþingi fylgjast vel með undirbúningi málsins og hverju hefur fram undið á hverj um tíma. Á sl. ári hefur þing- mannanefnd (valin af þingflokk- um) unnið að undirbúningi máls- ins til meðferðar hér I þinginu, en hún hefur verið skipuð tveim full trúum allra þingflokka, en sjálfur hef ég heft meö höndum for- mennsku þessarar nefndar. Þessi þingmannanefnd hefur haldiö alls 26 fundi. Hún hefur á hverjum tíma haft aðgang að öllum gögn- um þessa máls bæöi varðandi orkumál og álbræðslu. Hún hef ur haft aðstöðu til þess að kynna sér nokkuö eöli og rekstur ál- bræðslu og kynna sér uppbygg- ingu og starfsemi hins svissn- eska álfyrirtækis. Hún hefur yfir farið öll samningsuppköst aðal- samningsins og verið kynnt efni fylgisamninga. Hún hefur starfað eins og hver önnur þingmanna- nefnd að undirbúningi málsins án hliðsjónar af afstöðu þingmanna I grundvallaratriðum til þess, hvort þeir teldu æskilegt, aö þetta mál næði fram að ganga eða ekki. Ég sé ástæðu til þess aö þakka þingmannanefndinni fyrir störf hennar og ágætt sam- starf I nefndinni frá öndveröu. Mér er vel ljóst, að starfsemi hennar hefur á margan hátt leitt tl góðs og umbóta f þeirri samn ingagerð, sem við höfum haft með höndum, og það er því meiri ástæöa til þess að starfsemi þing mannanefndarinnar njóti fullrar viðurkenningar af minni hálfu, þar sem ég I öndverðu var nokk uð efnis um, að þátttaka allra þingflokka I henni mundi verða til þess að greiða fyrir undirbún- ingi málsins. Svo hefur engu síður orðið, eins og ég sagði. Og um það á enginn misskilningur að ríkja, að sumir nefndarmenn hafa frá öndverðu verið andvígir grundvallaratriðum málsins og Menningarsjóður Akureyrar keypti á s.l. ári nokkur málverk, en fyrirhugað mun vera að koma síðar upp listasafni 1 bæn um og má segja að hér sé fyrsti vísirinn til þess fenginn. Menn- ingarsjóðurinn var stofnaöur á 100 ára afmæli Akureyrar. Þau málverk sem keypt voru eru þessi: Jóhannes S. Kjarval: Öxarárfoss (1930), Eyjólfur K. Eyfells: Vatnsdalshólar, Höskuld síðar hefur komið I ljós, að and- staða þeirra við málið var víð- tækari en mér fannst vera ástæða til að ætla. ★ Hagnýtum möguleika landsins Ég beini að lokum orðum mín um til æskufólks þessa lands, sem á að erfa landið. Meðan ætlað er ,að samningurinn við hið svissneska fvrirtæki sé í gild^ mun íbúatala Islendinga tvöfald- ast. Hér mun upp úr aldamótum búa 400 þús. manna þjóð. Ég við urkenni að ég er bjartsýnn á framtlð þessarar litlu þjóðar, en sú bjartsýni helgast einnig af því að við séum á hverjum tíma menn til þess að hagnýta sérstaka möguleika, sem að því stefna, að treysta efnahagskerfi þjóðarinn- ar og þorum meðal annars, ef svo ber undir að gera samninga við erlenda aðila I sambandi við áhættufjármagn og tæknikunn- áttu, ef við teljum að þeir komi þjóðinni að gagni. Það hefur ekki verið ætfð vöxt ur I íslenzku atvinnullfi, það hef ur ekki ætfð verið vinnuaflskort ur hjá þessari litlu þjóð. Þeir, sem minnast atvinnuleysisáranna hafa ef til vill rfkari ástæðu til þess en aðrir að leggja sig fram um það að gera hverjar þær ráð- stafanir, sem teljast megi líkleg ar til þess að bægja vágesti at- vinnuleysis og örbirgðar frá dyr um þjóðarinnar. Við erum að vísu lftil þjóð I harðbýlu landi. En þessi litla þjóð á mikla möguleika I ónotuðum auðlindum landsins, f vatnsafli og jarðvarma, í gróð- urmold og fengsælum fiskimiðum Islenzka þjóðin býr yfir miklum framtíðarmöguleikum. Á þvf velt ur, að við hagnýtum þá með hag sýni, bjartsýni og djörfung á hverjum tfma. ur Bjömsson: Svanir (1938), Kári Eiríksson: Málverk (1965). Þetta eru fyrstu verkin, sem Menningarsjóðurinn kaupir en fyrirhuguð munu vera frekari kaup slðar meir. Una bæjarbúar því vel að upp skuli kominn vlsir að listasafni, þótt staður hafi ekki enn verið fenginn fyrir það. — Fréttaritari, BOLANDS-KEXÍD BRAGDAST BEZT DANIELOLAFSSON 06 C0.H.F. VONARSTRÆTI 4 SÍMI 24150 Miðað kostnað og hefur Vísir að lista- safni á Akureyri

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.