Vísir - 26.03.1966, Page 7

Vísir - 26.03.1966, Page 7
Vf S I R . LauRardagur 26. mzrz 1966. Hefur glatt og kvatt samborgara sína með fiðlunni í mannsaldur FYRIR fimmtíu og þrem árum lauk seytján ára Reykvikingur bnott- fararprófi f fiöluleik viö tónfistaskólann f kóngsins Kaupmanna- höfn að loknu þriggja ára námi — fyrsti íslendingurinn, sem lært hafð! tökin á þvf vandmeöfama hljóðfæri meistaranna undir leið- sögn kunnáttumanna. Hefði öllum regium verið fylgt, átti þessi unglingnr í rauninni að þreyta inntökuprófraun en ekki lokapróf við þann virðulega skóla um þetta leytl, því að umsækjendur urðu að vera fullra seytján ára að aldri. En hann hafði ekki einungis fengið undanþágu frá aldurstakmarkinu, vegna hæfiieika slnna og undirbúningskunnáttu, heldur og líka hlotið eftirsóttan námsstyrk fyrir frammistöðu sína, sem fæstum veitflst, og var því ekki trútt um að dönsku skólabræðumir litu hann öfundaraugum. - • • i ÞESSI ungi fiðlari með glettn isglamparm í hlýgráum augunum er sjötugur á morgun, Þórarinn Guðmundsson — sem ýkjulaust hefur bæði glatt og kvatt fleiri samborgara með strengleik sín- um en nokkur annar. Fyrir svo sem þrjátíu og fimm árum munu þeir borgarbúar hafa verið telj- andi, sem hann þekkti ekki í sjón og sem ekki þekktu hann og höfðu séð hann og heyrt knýja strengi sina boga á veit- ingastað, í kvikmyndahúsi eða danssöium bæjarins. — Nú er svo komið, segir hann þegar við göngum vestan af Holtsgöt- unni niður að Dómkirkju að loknu rabbi heima hjá honum í tilefni af afmælinu, — að ef ég mætti einhverjum á götu, sem mér finnst ég kannast við svipinn á, þá spyr ég sjáífan mig ekki lengur hvort að ég muni hafa þekkt foreldra hans, heldur hvort að ég muni ekki svipinn af afa hans eða ömmu ... Þórarinn er léttur í spori enn og þessa leið hefur hann gengið oftar en hann veit tölu á. — Það gat orðið allstrangur starfs- dagur hjá manni áður fyrr. Fyrst lék maður við útför frá kirkjunni, síðan á veitingastað á meðan gestirnir nutu eftir- miðdagskaffisins; þá tóku kvik- myndasýningarnar við, og væri um nýja mynd að ræða, varð maður að horfa á hana, velja viðeigandi lög og æfa þau — og að sýningu lokinni var svo kannski leikið fyrir dansi til klukkan fimm eða sex að morgni. Það var að minnsta kosti ekki sjaldgæft, að ég mætti Gunnari Einarssyni, föð- ur Jóhannesar Hólabiskups, þegar ég var að halda heim af dansleikjunum á morgana — þá var hann að halda til morgun- messu í Landakotskirkju. — I þann tíð var það segin saga, að Óli Maggadon sat uppi á kirkjulofti við jarðarfarir og beið þess að fá að bera fyrir mig fiðluna niður á Café Rósen- berg. Og það voru ekki einungis tuttugu og fimm auramir, sem hann fékk fyrir fiðluburðinn, sem hann var að slægjast eftir — hann var músikalskur, Óli; hafði gaman af tónlist, þó að smekkur hans ætti sín takmörk, eins og raunar margra annarra, Það var til dæmis einhvern tíma, að dr. Páll ísólfsson lék fynr hann magnað orgelverk, prelúdiu og fúgu, þvf að hann hafði mætur á Óla, eins og ég. Þegar leiknum var lokið, klapp- aði Óli hughreystandi á öxlina á dr. Páli og mælti: — Þetta verður betra næst .. Tónleikar í smíðalaun HVERNIG er það — ertu ekki fæddur Reykvíkingur? spyr ég Þórarin, þegar við sitjum yfir kaffibollunum heima hjá honum vestur á Holtsgötunni. — Nei, ég er fæddur Akur- nesingur. Pabbi smíðaði tvö furðuverk uppi á Skaga — mig og kirkjuna. Hann var kallaður kirkjusmiður í þann tíð, mér hefur verið sagt, að hann hafi smíðað einar tólf kirkjur. Elztu systkini mín voru fædd suður í Njarðvíkum, en þegar faðir minn hafði lokið smíðum sínum uppi á Akranesi, fluttist hann með fjölskylduna til Keflavíkur og bjó þar um skeið. Annars lagði hann gjörva hönd á fleira en fyrrnefndar smíðar; það var einu sinni úti í Kaup- mannahöfn að gamall landi vék sér að mér og sagði: — Já, þú ert sonur hans Guðmundar bamakennara. Ég vildi ekki viðurkenna það svona umsvifa- laust, en þá kom það raunar upp úr dúrnum, að faðir minn hafði stundað bamakennslu þar syðra um skeið. — En þú ert samt uppalinn að mestu í höfuðstaðnum? — Já, faðir minn fluttist hingað og gerðist byggingafull- trúi bæjarins. Hann smíðaði hér mörg hús. Meðal annars byggði hann gamla Kleppspítalann. Þá var langt úr bænum og inn að Kleppi — svo langt, að það þótti sjálfsagt að flytja allt byggingarefni sjóleiðina þangað inn eftir, en þeir sem unnu að byggingunni lágu þar við, og fóm ekki heim nema um helg- ar. Viö bjuggum þá á Laugavegi Þórarinn Guðmundsson minn var músíkalskur; átti fiðlu og lék á hana, og voru það mín fyrstu kýnni af því hljóðfæri, þó að ég fengi ekki að snerta hana þá. — Hvað varstu gamall, þeg- ar þú byrjaðir að Ieika á hljóð- færi? Ég var átta ára, þegar ég byrjaði nám hjá „frú Petersen“, móður dr. Helga Péturs, sem var eiginlega eini tónlistarkenn- arinn á landinu í þann tíð. Hún átti heima við Smiðjustíginn, en þar sem ég var svo langt að fiðluleikari, Oscar Johanson, á vegum góðtemplara, sem þá höfðu tekið veitingasalinn að Hótel Island á leigu — til þess auðvitað að koma í veg fyrir að áfengi væri haft þar um hönd. Þetta var bráðsnjall fiðluleikari og ágætur kennari og nam ég mikið af honum. Því miður var hann alldrykkfelldur og mun það hafa ágerzt á meðan hann dvaldist hér á vegum góðtempl- ara. Árið 1917 hitti ég svo þennan gamla kennara minn aft- ur vestur í New York; þá var Rabbað við Þórarin Guðmundsson sjötugan 79, og byggði faðir minn það hús, en það er nú horfið og stendur þar Landsbankahúsið nýja. Barónsfjósið, sem stígur- inn þama dregur nafn af, var meðal þeirra húsa sem faðir minn smíðaði. Það var ævin- týramaðurinn og sellósnillingur- inn, baróninn á Hvftárbakka, sem lét byggja það fræga fjós. Þegar faðir minn gekk á fund hans til að sækja launin fyrir verk sitt, stóð þannig á að baróninn hafði ekki peninga handbæra, en bauð honum inn í stofu og lék fyrir hann á selló sitt — og þótti föður mínum þá fullgreidd fjóssmfðin. Faðir kominn, alla leið innan af Laugavegi 79, eiginlega hálfgerS ur sveitamaður, þótti sjálfsagt að ég fengi kaffi þar, þegar ég kom f tfma. Tíminn kostaði fimmtíu aura, kaffið fékk ég svo í kaupbæti. Á fiðluna byrj- aði ég að leika þegar ég var á ellefta ári, nam undirstöðuatrið- in f þeirri list hjá konu Péturs Brynjólfssonar Ijósmvndara — „kongelig Hof“ eins og hann var kallaður. Hún hafði numið fiðluleik við tónlistarskóla Homemans í Kaupmannahöfn, en ekki var ég hjá henni nema stuttan tíma. Þá vildi svo til, að hingað kom sænskdanskur hann hættur að drekka og lék þar í frægri hljómsveit, þar sem hann naut mikils álits, en það er önnur saga. — Fjórtán ára gamall hélt ég svo út til Kaupmannahafnar og innritaðist í tónlistaháskólann þar, með fiðluleik sem aðalfag. Að vísu var það skilyrði fyrir innritun, að umsækjendur væru fullra seytján ára — þetta var ekki neinn barnaskóli — en ég var seytján ára, þegar ég lauk þaðan burtfararprófi. I þann tíð var tveim nemendum í hverju aðalfagi, þeim sem sköruðu framúr, veitt ókeypis kennsla: það var að sjálfsögðu mikið keppikefli, því að námsgjaldið var þrjú hundruð krónur á ári, mikill peningur þá, og ég varð annar þeirra nemenda í fiðlu- leik, af milli tuttugu og þrjátíu, sem sóttu, er hnossið hlaut, og var ekki laust við að þeim dönsku þætti þá fullmikið gengi „eskimóans". Áður en hið eig- inlega nám hófst, höfðum við verið í þriggja mánaða forskóla trl reynslu, og að sjálfsögðu hef ég notið þama kennara mfns, prófessors Antons Svendsen, en hann eggjaði mig á að sækja um þessi friðindi, eftir að hafa kynnzt mér í þéssum forskóla. Annars hefði ég vitanlega aldrei lagt út í það. Gteesilegir menn ÁÐUR en hljómlistarferiH Þócarins er lengra rakirm, dok- wn við sem sönggvast við bæj- arMið, eins og það var þegar hann sleit hér bamsskónum. Þá þeysti Þorvaldur pólití, sennilega fyrsta og eina „ríðandi fögreglan" hér á landi, á Grána sín«m um götur bæjarins og hélt uppi lögum og reglu. Þór- arinn fullyrðir að Þorvaldur hafi á stundum verið með brenni- vfnsfleyg f brjóstvasanum og slöngu úr stútnum, svo að hann gat sogið sér til, hressingar úr fleygnum á reið sinni, án þess mikið bæri á. Þorvaldur var ögunarsamur við krakkana, og þeim því ekki sérlega vel við hann. Einhvern tíma voru Þór arinn og leiksystkini hans í boltaleik þama á Laugaveginum, „fyrir innan bæ“, en yfirvaldið tók boltann af þeim og sprengdi hann. Slíkt athæfi þótti Þórami að sjálfsögðu vítavert og það af sjálfu yfirpólitíi bæjarins, enda voru boltar að sjálfsögðu dýrgripir miklir í þann tíð, og er ekki að orðlengja það, að hann óð fram fyrir skjöldu og sagði pólitíinu meiningu sína. Þá varð Þorvaldi orðfall — að þessi snáði skyldi voga sér að segja honum til syndanna ... Þegar Þórarinn var kominn á legg, nam hann danslist af dönskum balletmeistara, Bertel- sen að nafni, sem kom upp hingað á hverju sumri og kenndi bömum „betri borgara“ sam- kvæmisdansa, sem þá voru efst í tfzku. Ráðherradætumar — dætur Hannesar Hafstein — voru f hópi þeirra nemenda og komu róandi f lystibáti frá ráð- herrabústaðnum yfir tjömina. Segir Þórarinn að það hafi verið hinn mesti vegsauki að fá að setjast undir árar hjá þeim Hafsteinsdætrum. — Það getur enginn gert sér það í hugarlund nú, hvílíkt virð- ingarembætti það var þá að vera ráðherra. Enda var Hannes Hafstein svo frábært glæsi- menni, bæði að vallarsýn og allri framkomu, að höfðinglegri mann gat ekki. Ég man það vel, þegar Friðrik áttundi Danakon- ungur kom hingað og reið á hvftum fáki samhliða Hannesi ráðherra. Sá hvíti var að vísu konunglegur, en það varð held- ur lítið úr kóngi sjálfum við hlið ráðherrans. Það hefði vel Framh. á bls. 11

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.