Vísir - 26.03.1966, Side 8
p
VÍSIR . Laugardagur 26. marz 19BU.
VISIR
☆
Dtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafs90H
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
ASstoSarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorareasen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7
Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlanðs
1 lausasölu kr. 7,00 eintakiS
Prentsmiðja Vísis — Edda hi.
Nafnaleikur
Kommúnistar sjá fram á fylgistap í næstu borgar-
stjómarkosningum. Það er eðlileg þróun og í sam-
ræmi við það sem undanfarin ár hefur verið að ger-
ast í öðmm lýðræðislöndumu Er þess t. d. skemmst
að minnast, að kommúnistar í Finnlandi töpuðu mörg-
um þingsætum í þingkosningunum fyrir fáum dög-
um, og má þó segja að þeir standi þar beint undir
vemdarvæng Rússa. Á hinum Norðurlöndunum em
þeir alveg áhrifalausir í stjómmálum.
Hér á íslandi hefur allt logað í ófriði innan komm-
únistaflokksins um langt skeið. Hvað eftir annað
hefur legið við sprengingu, og ekki útséð enn nema
svo fari. Þannig hefur ástandið í þeim herbúðum oft
verið áður, og þá hefur jafnan orðið þrautalendingin
að reyna að „breiða yfir nafn og númer“ með því að
gefa flokknum nýtt heiti. Nú hefur verið boðaður
stofnfundur Alþýðubandalags í Reykjavík. Það er
að vísu ekki nýtt nafn, en nú á að réýná a£ }át$
svo út, að þarna séu hin raunverulegu stjómmála-
samtök „alþýðunnar“, alveg óskyld öllum kommún-
isma!
Það er annars skrýtið að sjá auglýst að nú eigi að
fara að stofna „Alþýðubandalag" í Reykjavík. Ýmsir
hafa haldið að þau „samtök“ væru þegar til hér, og
hefðu bæði þingmenn og borgarfulltrúa. En það er
von að almenningur ruglist í þessu, þegar Kommún-
istaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósí-
alistaflokkurinn og Alþýðubandalagið eru allt eitt og
sama tóbakið, en nöfnin notuð sitt á hvað, eftir því
sem vænlegast þykir til blekkingar á hverjum tíma.
En veldur flokksnefnan öllum þessum nöfnum?
Þessi nýja viðurkenning Þjóðviljans á Alþýðubanda-
lagsnafninu verður sennilega að skoðast sem sigur
Hannibals og félaga hans, en þó er rétt að bíða með
allar fullyrðingar í því efni þangað til framboðslist-
inn kemur fram. — Og fyrir næstu Alþingiskosning-
ar gæti svo farið, að ástæða þætti til að skíra flokk-
inn einu nafni til viðbótar.
Þeir spá enn!
i
Einhver spámaður Framsóknar hefur komizt að þeirri
niðurstöðu, að verði alúmínverksmiðja reist hér á
landi muni efnahagsástandið fljótlega verða svipað
og í Vietnam. íslenzkir atvinnurekendur muni gefast
upp og láta útlendinga um „framleiðslumálin“. Þessa
speki tekur ritstjóri Tímans upp í forustugrein.
Það er hlálegt, að blað, sem alltaf er að saka ríkis-
stjómina um ótrú á íslenzku framtaki, skuli sjálft
birta þann spádóm, að ekki muni þurfa nema eina
alúmínverksmiðju til þess að íslenzkir atvinnurek-
endur leggi árar í bát. Hver var að tala um „vælu-
kjóa“ á dögunum?
TjEIR eru fáir meðal okkar,
sem ekki játa það, að á-
fengið getur verið, og er oft og
tfðum, einn mesti bölvaldurinn,
sem við eigum við að stríða á
þessari miklu véla- og tækni-
öld. Það sanna okkur hin tíðu
slys, ekki sfzt umferðarslysin,
sem mörg stafa af ofdrykkju,
og valda þeim dauða og ör-
kuml, sem fyrir þeim verða, en
mikillar andlegrar áreynslu
þeim, sem tjóninu valda og
komast llfs af, samvizkubits,
sem nagar þá alla ævi. Eigna-
tjónið er auk þess gffurlegt, svo
milljónum skiptir f einstökum
tilfellum. Slfkri blóðtöku hefur
okkar fámenna og fátæka þjóð
ekki ráð á. Við eigum svo margt
heflsu neytandans, gerir hann
vanmáttugan I baráttunni við
sýklasjúkdóma og eyðileggur
hvert Uffærið af öðru í líkama
hans.
Ég er orðinn gamall maður,
en á langri læknisævi verður
ekki hjá því komizt, að margt
og hörmulegt hafi maður upp-
lifað, sem beint og óbeint verð-
ur rakið til áfengisneyzlu. Þetta
hefur gjört mig að bindindis-
manni. Jafnframt hefi ég sann-
faérzt um að bezta vömin gegn
ofdrykkjunni og öllum hörm-
ungunum, sem sigla í kjölfar
hennar er sterkt og jákvætt al-
menningsálit, sem fordæmir of-
drykkjuna og hvetur alla á að
leggjast á eitt með að efla það.
Það verður bezt gert að mfnu
viti með því að auka bindindi
meðal landsmanna, sérstaklega
meðal æskulýðsins.
Það er vísindaleg staðreynd,
að áhrif alkohóls era alltaf lam-
VÍNBINDINDIER
BRÝNNAUÐSYN
Bjami Snæbjömsson
EFTIR BJARNA SNÆBJÖRNSSON LÆKNI
)
eftir ógert í okkar harðbýla og
strjálbýla landi.
Við höfum sorglega mörg
dæmin um efnilegt fólk, sem
við höfum vænzt svo mikils af,
en hefur orðið áfengisnautninni
að bráð, brotið niður starfsþrek
þess og siðferðisþrek og í stað
þess að verða landi og þjóð til
mikils gagns, hefur það orðið
að rekaldi, flestum til leiðinda
og ama. Oft og tíðum hneigzt
til glæpa, stundum til að geta
svalað drykkjufýsn sinni og
stundum af þvf, að þeir voru
ofurölvi og vissu ekki hvað þeir
vora að hafast að.
Hversu mörg heimilin leggj-
ast ekki f rúst vegna áfengis-
neyzlu hjónanna, annars þeirra
eða beggja, og hversu margt
bamið lendir ekki á hrakhólum
og fær lélegt uppeldi af sömu
ástæðum?
Eftir þvf sem þéttbýlið eykst
og eftir þvf sem peningamir
liggja lausari fyrir, eykst á-
fengisneyzlan meðal lands-
manna og verður fyrr en varir
orðin að þjóðarógæfu ef ekki
er spymt við fótum. „Það þarf
sterk bein til að þola góða
daga“.
Kvi miður eru þeir of margir
meðal okkar, og það meira
að segja meðal framámanna
þjóðarinnar, sem telja það að
vísu hörmulegt hvemig áfengið
verkar á sumt fólk, en telja að
slfkt komi þeim harla lítið við.
Þeir hafi nægilegt siðferðis- og
starfsþrek til að bera þótt þeir
neyti áfengis „í hófi“ og vilja
ekki fara á mis við þá „á-
nægju“, sem áfengið veitir
þeim. En trúið mér, þessir menn
gæta þess ekki fyrr en um sein-
an, að það er afar erfitt að
halda áfengisneyzlunni f skefj-
um. Fyrr en varir er áfengið
orðið að nautnalyfi, sem grefur
undan andlegri og líkamlegri
andi, svipað og er um áhrif
svæfingameðalanna klóróforms
og ethers, sem era náskyld
alkoholi efnafræðilega séð.
Gott upeldi stefnir að fágaðri
framkomu unglingsins, hjálp-
semi og tillitssemi við aðra og
gerir honum yfirleitt ljóst,
hversu mikilvæg sé í samskipt-
um mannanna þessi gullvæga
kenning Krists: „Það sem þér
viljið að mennimir geri yður,
það skuluð þér og þeim gera“.
Kenna honum að hafa hemil á
fýsnum sínum og gæta fullkom-
ins velsæmis. Það era þessar
kenndir, sem lamast fyrst við
áhrif alkohóls. Það er þvf ekki
að ófyrirsynju að flaskan er
höfð sem hálparkokkur er tæla
á stúlkur til óskírlffis. Þær eiga
því að varast alla áfengisneyzlu
og það því fremur sem þær vita,
að öll vfxlspor f kynferðismál-
um bitna margfalt meira á
þeim, en hinum aðilanum og
yndisþokki þeirra hverfur er
þær gerast ölvaðar. I kjölfar
þessarar lömunar fylgir svo
lömun á dómgreind neytandans.
Hann á æ erfiðara með að
greina rétt frá röngu. Honum
flnnst hann vera gáfaðri en ella,
skemmtilegri og andríkari, þótt
einungis sé um raup að ræða
eða fylliríisröfl. Þreytutilfinn-
ingin, dapurleikinn, feimnin og
hlédrægnin hverfur, en þess í
stað kemur kæruleysið. Það eru
þessi einkenni, sem gera alkó-
hólið hættulegt. En þessir eigin
leikar þess gefa ekki nema
stundarfróun, standa einungis
yfir á meðan áhrifin vara. 1
slíkum tilfellum er varanlegasta
ráðið til úrbóta, að sýna sam-
vizkusemi í námi og starfi, en
gefa sér tíma til að eyða frí-
stundum sínum til að blanda
geði við jafnaldra sína eða sér
eldri og reyndari af báðum
kynjum. Félagslyndi og heilbrigt
skemmtanalff, þar sem ekki er
haft vín um hönd er þezta ráð-
ið til að útrýma feimni, hlé-
drægni og minnimáttarkennd,
en eykur sjálfstraustið og gerir
manninn að nýtum þjóðfé-
lagsþegn.
jyjargur unglingurinn neytir
víns í fyrsta sinn af því
hann vill sýnast maður með
mönnum. Það eru þó ekki of-
drykkjumennirnir, ræflamir og
rónamir, sem hann vill líkjast,
heldur hinir svokölluðu hóf-
drykkjumenn, selskapsmenn,
hanastélsunnendur eða hvaö
maður á að kalla þá. Oft hefi
ég heyrt slíka menn hneykslast
á framferði unglinganna á
skemmtunum, sem haldnar eru
í hinum glæsilegu félagsheim-
ilum vfða úti á landi og eiga
ekki nógu sterk orð til að lýsa
skepnuskapnum, sem þar ríkir
og hversu umhorfs hafi veriö á
staðnum eftir slíkar skemmtan-
ir. Vandlæting þessi og hneyksl-
un er i fyllsta mála réttmæt, en
verður hún tekin alvarlega þeg-
ar þessir menn bera hana fram?
Hafa þeir ekki með framferði
sínu verið að vísa unglingun-
um veginn? Er það í sjálfu sér
sök ungmennanna að Bacchus
hefur afskræmt fyrirmyndina
þegar þeir voru að reyna að
Iíkja eftir henni, en voru of
örgeðja og skorti reynslu til að
halda sér innan þess ramma,
sem fyrirmyndin hefur tamið
sér í hanastélsboðunum?
Áfengisneyzla manna er ekk-
ert einkamál þeirra þótt þessir
menn vilji svo vera láta. Þeir
vita það, að áfengisneyzlan get-
ur verið ægilegur bölvaldur og
er þegar orðin það meðal okkar.
Vilja þeir nú leggja hönd á
plóginn og foröa reynslulitlum
Frh. á bls. 11.