Vísir - 26.03.1966, Blaðsíða 11
t' 1SIR . Laugardagur 26. marz 1966.
n
Þórarinn Guðmundsson
Framh. af bls. 7
mátt halda að hann væri með-
reiðarsveinn Hannesar. Og
Hannes Hafstein var ekki eina
glæsimennið hér í bæ, sem
manni verður minnisstætt frá
þeim tímum. Halldór Jónsson
bankagjaldkeri, faðir Péturs
heitins borgarstjóra, Jón, fyrr-
verandi bankaskrifstofustjóri,
sem enn er á lífi og þeirra syst-
kina, var með afbrigðum höfð-
inglegur maður. Og þá kembdi
svo um munaði af Ásgeiri Sig-
urðssyni kaupmanni, þegar
hann gekk um götur i gullsaum-
uðum einkennisbúningi sem
brezkur aðalkonsúll, með
fjaðurskreyttan hatt á höfði og
sverð við hlið.
— En glæsileikinn getur
reynzt fallvaltur eins og annað
£ heimi hér. Það sannaðist á
Hannesi. Góðkunningi hans,
sem heimsótti hann um skeið
daglega siðustu árin, sem
hann lifði, hætti því, þar eð
Hannes veitti honum ákúrur
fyrir það í hvert skipti, að hann
léti ekki svo lítið að heim-
sækja sig. Mundi ekki frá degi
til dags — hið lífsglaða og
glæsilega skáld, sem komst
þannig að orði, meðan hann var
i broddi lifsins: „Að deyða
sjálfan sig, er synd gegn lífsins
herra ... Að lifa sjálfan sig, er
sjöfalt verra“.
Þáttur af Guðmundi
dúllara
EITTHVAÐ mun hér líka hafa
verið um sérkennilega menn í
þann tíð, sem þig rekur minni
til.
— Jú, þeir voru til. Annars
man ég bezt eftir afabróður
mínum úr þeim hópi, Guðmundi
Ámasyni, sem landfrægur varð
fyrir sfna merkilegu tónlist,
dúllið, og það svo að hvort fékk
nafn af öðru, listin og listamað-
urinn. Gvendur dúllari, frændi
minn, var nefnilega þrælmúsi-
kalskur — ég get sagt þér það
þvf til sönnunar, að í þjóðlaga-
safni Bjama Þorsteinssonar eru
nokkur Iög, skráð eftir „Guð-
mundi Ámasyni úr Ámessýslu"
og dúllið hans var ekki tóm vit-
leysa, þó að það væri sérkenni
legt. Sjálfur var hann einstakt
ljúfmenni, prúður í allri fram-
komu og flugnæmur — kunni
utanað stólræður fjölmargra
presta; dúllið kostaði 25 aura,
minnir mig, en tfu aurum meira,
ef stólræða fylgdi. Guðmundur
var alltat nætursakir hjá okk-
ur, þegar hann var á ferð í
bænum, en þó kom fyrir, að
hann var svo seint á ferð, að
hann vildi ekki vekja upp og
leitaði þá gistingar hjá Hjálp-
ræðishemum. Var hann þó
slikur fyrirmaður, að honum
þótti það nokkur niðurlæging,
sagði við móður mina, þegar
hann kom inneftir til okkar að
morgni, að hann hefði sofið á
„herræflinura“.
— Gvendi var fleira til lista
lagt en dúllið, hann skrifaði
einhverja þá faliegustu rithönd,
sem sást f þá daga, og sfðustu
ár ævinnar var hann eins konar
einkaritari Símonar Dalaskálds
og fóru þeir saman um byggðir.
En skáldlistin var sett ofar
tónlistinni f þann tfð ... og
til þess að slá föstum þeim á-
litsmun, lét Sfmon Gvend alltaf
ganga þrem skrefum á eftir sér.
Guðmundur leit líka upp til
Símonar, það sanna hin frægu
andlátsorð hans. Hann bar sjálf-
ur legstein sinn með ámeitlaðri
áletrun austur að Barkarstöðum
f Fljótshlfð þrem ámm áður en
hann lézt en þar bjó frændfólk
hans. Svo var það í síðasta
sklptið, sem hann kom þangað
gestur, að hann var að klæða
sig að morgni, en húsmóðirin
heyrir hann segja, eins og við
sjálfan sig:
— Mikið skáld var Simon ...
— Hvað ertu að segja, Guð-
mundur minn? varð konunni að
orði, og þótti það einkennilegt,
er hún fékk ekkert svar, því að
Guðmundur var manna kurteis-
astur. Fer hún þá að gæta að
hvað valdi, og sér að Guðmund-
ur er dauður, svo að ekki var
við að búast að hann svaraði.
Einu sinni varð ég þess var að
Guðmundi mislíkaði við mig.
Það var eftir að ég byrjaði að
leika á fiðluna, að ég sagði ein-
hvem tfma við hann, að nú
gæti ég „lfka dúllað" — átti við
að ég gæti leikið trillur á
strengina svipað og þetta hljóð
var, sem hann framleiddi. Það
þótti honum óvirðing.
Ekki nema sjötugur!
ÞÓRARINN GUÐMUNDS-
SON hefur verið svo lánsamur
að lifa á miklum umbrota og
framfaratfmum hvað alla tækni
snertir að minnsta kosti. Hann
hlustaði ungur á „dúll“ Guð-
mundar frænda síns, en sú list
útheimti vandasamar stellingar
— svæfil undir olnboga, og svo
stakk listamaðurinn fingri í
aðra hlustina til þess að ná ná-
kvæmri tónmvndun. Eldri hlust
aði hann á sjálfan Kreizler á
hljómleikum í Hamborg. — Það
er hámark snilldar, sem hann
glevmir aldrei; vönduðustu
hljómplötur með leik þess
mikla meistara gera ekki bdtur
en að veita nokkra hugmynd um
list hans. Og nú berst talið að
fjölmiðlunartækninni: — Þeirri
tækni hefur fleygt ótrúlega
fram, eins og við vitum, segir
Þórarinn, — en samt sem áður
verður það aldrei annað en
niðursoðin tónlist, sem hlust-
endur fá að njóta. Dósamatur
af segulböndum. Um „framúr-
tónlist" vill hann ekki tala,
ekki láta hafa neitt eftir sér á
prenti um það.
Þ6 að ótrúlegt kunni að
virðast, hefur Þórarinn Hfað
eingöngu af tónlistinni frá þvf
er hann lauk námi, seytján ára.
Hann lék með hljómsveit sinni á
veitingastöðum — en það var
einungis sfgild tónllst, sem
þeir félagar fluttu þar —
Hann sýnir mér litla bók,
smekklega innbundna, skrá
yfir meira en 600 sfgild og létt-
sígild lög, sem hljómsveit hans
var alltaf reiðubúin að leika;
skráin lá á hverju borði, og
gestimir gátu valið sér lög,
fyrirvaralaust. Danstónlistin var
lfka allt önnur en nú, lansfr og
valsar, dansendumir vom sam-
kvæmisklæddir, vasapelafyllerí
þekktist ekki, og ekki var held-
ur um að ræða vínveitingar á
staðnum. Og dansað fram á
morgun. — Jú, vitanlega var
drukkið þá, en ekki á dans-
leikjum, segir Þórarinn, — það
er ekki nokkur leið að koma
vasapela fyrir í kjólfötum ...
Tónlistarsaga okkar verður
ekki skráð án þess að Þórarins
sé getið sem helzta brautryðj-
anda. Hann stofnaði fyrsta
vísinn að þeirri hljómsveit, sem
nú hefur þróazt í sinfónfu-
hljómsveit okkar. Hann og
Emil heitinn Thorarensen voru
fvrstu tónlistarmennirnir, sem
ráðnir vom að ríkisútvarpinu;
léku þar fyrst tveir einir, síðan
kom útvarpskvartettinn, þá út-
varpssextettinn og loks út-
varpshljómsveitin, og alltaf var
leikið „undir stjóm Þórarins
Guðmundssonar".
— Þá var lengst af leikið
beint inn f hljóðnemann. Ef
eitthvað mistókst, þá varð það
ekki aftur tekið. En það var
Ifka einu milliliðstækinu færra,
og tónlistin þvf lífrænni, þegar
hún náði eyrum hlustenda.
Því fer fjarri að hinn sjötugi
fiðlari sér beiskur, þegar hann
litur yfir farinn veg, þó að hann
hafi oft og tíðum orðið að
leggja nótt við dag til þess að
geta brauðfætt sig og sína af
list sinni. Lundin hefur alltaf
verið létt, skopskynið glaðvak-
andi fyrir þvf broslega, en án
allrar græsku. Og enn iðar hann
allur af glettni, þegar hann
rifjar upp slfkar endurminning-
ar — enda ungur enn, ekki
nema sjötugur!
Loftur Guðmundsson.
Handknatt-
leikur
Laugardaginn 26. marz verða
leiknir 3 leikir í 1. deild kvenna:
Vfkingur—Fram, Ármann—FH og
Valur—Breiðablik.
3. flokkur karla. A-riðill: Fram
—Víkingur, Haukar—Þróttur. —
B-riðill: Valur—Ármann.
Staðan í 1. deild kvenna er þessi:
Valur
FH
Ármann
Fram
Vfkingur
Breiðablik
Sunnudaginn 27. marz kl. 20.15
verða leiknir 2 leikir i 1. deild karla
FH—Ármann og Fram—KR.
Skólamótið
í frálsum
íþróttum
Mikið fjölmenni tekur þátt í
skólamótinu í frjálsum fþróttum,
sem hefst á morgun f Iþróttahúsi
Háskólans á Melunum. Sagði Bene-
dikt Jakobsson, fþróttakennari Há-
skólans, en hann er aðalhvatamað-
ur að mótinu, að lfklegt væri að
á 3. hundrað mundu mæta til leiks.
Hefst keppnin kl. 14 með kvenna
keppni þar sem 70 stúlkur taka
Þátttakendur eru aðallega frá
Reykjavík, en ófærðin hefur gert
keppendum frá Snæfellsnesi, Ak-
ureyri og víðar erfitt fyrir og ekki
víst um þátttöku þeirra.
Benedikt kvað mótið ákaflega
erfitt viðureignar vegna fjölmenn-
isins og bað hann blaðið að koma
því á framfæri að það væri mikil
hjálp ef fþróttakennarar fjölmenntu
og aðstoðuðu við keppnina.
Stefánsmót-
/ð á morgun
Hið árlega Stefánsmót verður
haldið í Skálafelli n.k. sunnudag
27. marz og hefst mótið kl. 12 á
hádegi. Nafnakall verður f KR-skál-
anum kl. II f. h. Bílferðir frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 9 og til bæj-
arins aftur strax að móti loknu.
Mót þetta er minningarmót um Stef
án heitinn Gfslason, einn af mörg-
um frumherjum KR í skíðaí-
þróttinni. Fyrsti skáli KR var að
mörgu leyti til vegna dugnaðar
Stefáns heitins. Mótstjóri f ár er
Ólafur Nílsson og eins og venja er
j9_231 er keppt f öllum flokkum, A, B, C
Yj__og kvenna, og ef næg þátttaka fæst
ennfremur f telpnaflokki. I þetta
sinn verður keppni f drengjaflokk-
um frestað þar sem unglingameist-
aramótið 1966 er háð á Akureyri
um þessa helgi og flest allir kepp-
endur úr drengjaflokkum eru upp-
teknir við keppni á Akureyri. Þar
sem þetta er opið mót og boðið til
þátttöku frá öðrum héruðum verð-
ur þetta án efa skemmtilegt mót
og Reykvfkingar beðnir að fjöl-
menna f Skálafell um helgina.
42—17
33—20
26—32
17—43
Skíðaferðir
um helgina
Vúnbindindi nuuðsynlegt —
Laugardaginn 26. marz kl. 2 og
kl. 6 eins og venjulega.
Á sunnudaginn er ferð kl. 9 en
ekki kl. 10 eins og venjulega f
Skálafell. í skfðaskálann í Hvera-
þátt og keppni sveitarflokks þar dölum, iR-skálann f Hamragili, Ár-
sem þátttakendur eru álfka margir. mannsskálann f Jósefsdal er farið
Kl. 16 hefst sfðan keppnin f karla-1 kl. 10 eins og venjulega. Farið
flokki og eru þar á annað hundrað verður frá Umferðarmiðstöðinni,
keppendur. i sími 22300.
Framh af bls. 8
og örgeðja ungmennura frá þvf
að lenda á þeim villigötum, sem
þeir vita, að áfengið svo sorg-
lega oft leiðir þá út á? Vilja þeir
ekki reyna eftir megni, að efla
almenningsálitið fyrir kostum
bindindisins?
Líf mannsins er harla inni-
haldslítið ef það snýst einungis
um hann sjálfan. Vorkunnsemin
við sjálfan sig og tillitsleysið við
aðra er hættulegt mannlegu
samfélagi Sjálfsafneitun og
fómir við og við á þvf, sem við
teljum til gæða Ilfsins, eykur
lífsgildið. Væri t. d. til of mlkils
mælzt að hófdrykkjumenn okk-
ar tækju sig saman, einn eða
fleiri og færu f nokkra mánaða
eða árs bindindi? Gerðu þeir
þetta, slá þeir tvær flugur f
einu höggi. Þeir sýna með
breytni sinni, að hægt er, ef
vilji er fyrir hendi, að neita sér
um þessi svokölluðu gæði áfeng-
is nautnarinnar og að njóta beri
áfengis með varúð ef ekki á að
hljótast illt af, en um leið sann-
færast þeir sjálfir um, að þeir
eru ekki enn orðnir þrælar
Bacchusar, geta fullkomlega
haft hemil á löngun sinni f á-
fengið og hlýtur slíkt óneitan-
lega aö verða til þess að auka
sjálfstraust þeirra og matið á
manngildi þeirra.
Er það sannfæring mín, að
þetta bindindi þeirra yrði í mörg
um tilfellum vfsir að ævilöngu
bindindi. Ef þeir svo um leið
legðu til hliðar fé það, sem þeir
eru vanir að nota til áfengis-
kaupa og verðu þvf til að bæta
hag fjölskyldu sinnar og vanda-
manna eða til styrktar góðum
málefnum, þá fer ekki hjá því,
að þeir finna það áþreifanlega,
að bindindið hefur margborgað
sig: aukin vellfðan kemur f stað
timburmannanna og þeir hafa
eflt almenningsálitlð um kosti
bindindisins.
Jgf læknir er sóttur til fárveiks
sjúklings, sem máske er ó-
málga bam og fullkominnar at-
hygli er þörf til að veitt sé
rétt aðstoð ti) hjálpar eða þá
að krafizt er af honum að gera
f skyndingu vandasama oögerð
(t. d. að hjálpa konu f barns-
nauð), sem krefst fullkom'nnar
dómgreindar á því hvað vera
skuli; myndum við þá ekki 'yíl-
ast sárri gremju og kvíða ef
læknirinn mætti að sjúkrabeðn-
um undir sýnilegum áhrifum á-
fengis? Myndi ekki sama gremj-
an og óttinn gagntaka okkur ef
við værum á skipi úti á rúmsjó
f aftaka veðri og skipstjómar-
menn væru undir áhrifum áfeng
isneyzlu? En höfum við nokkurt
leyfi til að láta f ljósi andúð yfir
kæraleysi þessara aðila ef, við
sjálf getum ekki haft taumhald á
áfengisnautn okkar?
Ég hefi oft verið undrandi á
skoðun og háttalagi margra sjó-
manna okkar f nautn áfengis.
Vitað er að þeir vinna erfitt og
áhættusamt starf, fjarri ástvin-
um sínum og verða að fara á
mis við margvisleg þægindi og
skemmtanir, sem hægt er að
veita sér f landi. Það er þvf ekki
nema eðlilegt og sjálfsagt, að
þeir þurfi að lyfta sér upp þegar
þeir koma í land eftir erfiðan
túr oft og tíðum. En er nokkur
ánægja að því og er það ekki
nokkuð einhæf upplyfting aö
sitja að sumbli, óðar en komið er
í Iand, með drykkjubræðrum og
systram, oft og tíðum þjótandi
tilgangslaust fram og aftur f rán
dýrum bílum? Er þá ekki lengi
verið að eyða mesninu af þvf fé,
sem þelr hafa aflað sér I sveita
síns andlits. Vildu þelr nú ekki
prófa það við og við er þeir
koma í land, að neita sér um
flöskuna, en þess í stað leita
sér skemmtunar t .d. f leikhúsi
eða annars staðar þar sem ekki
er haft áfengi um hönd, f félags
skap með ástvinum trúum vin-
um eða skipsfélögum og vita
hvorí þeim líður ekki betur eftir
slfka landvist? Ég er sannfæröur
um að álit þeirra verður ekki
nema á einn veg, bindindinu til
öflunar. Ég skal fúslega játa
það, að freistingin er mikil og
birtist f margvíslega lokkandi
myndum, en sigurinn er Hka
mikill ef þeim tekst að yfirstfga
þær og sæmandi hverjum góó-
um dreng að vinna að því.
J^oks vildi ég leggja þá spum
ingu fyrir ráðandi menn
þjóðarinnar hvort þeir ekki
haldi að jákvæður árangur yrði
f þessu nauðsynjamáli, bindind-
ismálinu. ef fyrirskipað væri aö
lfma miða á hverja þá áfengis
r’ösku, er færi út úr Áfengis
verzlun rfkisins. sem á væH I*tr
að Varúð? Ég held að slfk n§ð-
stöfun væri ti! tmTrils gagne í
þessu vandmeðfama máli, seœ
áfengisneyzlan óneitanlega er.
Bjami Snæbjömsson