Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 2
Var með skurðartækið meira en ar kvalirnar urðu óþolandi TTér er sagan af Evelyn Bal- ■^arcanu fallegum 17 ára göml um hjúkrunarnema viö sjúkra- húsið í Rinteln hjá Hannover, sem reyndi að fremja sjálfs- morð eftir að hún hafði sann- færzt um að hún gengi með ó- læknandi sjúkdóm. Lengi vel hafði hún fundið fyrir kvölum í maganum og þann 17. janúar í ár hafði Eve- lyn fengiö nóg. Eftir að hafa lok ið störfum sínum við sjúkrahús- ið reyndi hún til viö sjálfsmorð ið. Hún tók lestina heim á leið frá skólanum eins og venjulega Evelyn Balaccanu Páskareisur ZC’tlarðu til kirkju á páskun- ^um? spurði maður mann fyrir svona mannsaldri — mið- að við það, þegar allur obbinn var kominn í kirkjugarðinn fimmtugur. Nú spyr maður mann: Ætlaröu ekki til Mall- orku um páskana — eöa kannski eitthvað lengra, og margflestir svara: Ætli maöur fari ekki eitthvað lengra í þetta skiptið, maður er oröinn hálf leiður á þessari Mallorku — rútu um hverja páska. Þeir eru þó nokkrir sem munu svara: Jú ætli maður fari ekki aö líta á lóðina... það eru þeir, sem fest hafa kaup á lóðum suður þar og ráðgera að byggja, lóð- imar kváðu vera hræódýrar og byggingarkostnaður hlægilega lágur, bara þessi ókostur hvað langt er í vinnuna ... en það lag ast í hendi, þegar geimflaug- arnar veröa komnar á rútuna, bá verður mönnum skotið á milli á skemmri tíma en það tekur nú að fara á milli í Hafn arfjarðarrútunni. Það er því lík legt, að þess veröi hreint ekki svo ýkjalangt að bíða, að Stór- Reykjavík nái suður þangað, kannski alla leið suður í Hunda- eyjar. Það hefur a.m.k. flogiö og jbd kom hinn ótrúlegi sannleikur í Ijós fyrir, að lóðir þar verði aug- lýstar hér £ blöðum á næst- unni, þar ku vera dýrindis loftslag — sólbað vetrarlangt og allt í blóma, áfengi kostar sama og ekkert og kvenfólk gef ins ... semsagt allt, sem land- inn girnist. Það er í rauninni einungis eitt vandamál sem skapazt getur í þessu sambandi — hvert maður eigi aö fara i páskafríinu og sumarleyfunum ... kannski verður þaö þrauta- lendingin að skreppa til Akur- eyrar eða austur á firði, ef flug veöur gefst og ekki veröur allt á kafi í snjó. Sumir lifa og í þeirri von, að þá hafi feröa- skrifstofurnar tekið upp páska- ferðalög til tunglsins eða Ven- usar ... og fjandakornið sem ís- lenzkir fari að kaupa þar lóð- ir og byggja alveg á næstunni og fara þannig með nýjabrumiö af öllu saman . .. Annars heyrði ég mann tala um það í gær, að hann hefði verið að eltast við opinberan starfsmann ár- angurslaust í marga daga ... nú hefur hann frétt að sá op- inberi ætli suður á Mallorku um páskana, og er ekki að orð- lengja það, að hinn <• *''' keypt f og enginn sá þegar hún varpaöi sér út. Skömmu síðar var hvarf henn ar uppgötvað og allar brautar stöðvarnar fengu vitneskju um það. Rétt á eftir fannst Evelyn hjá brautarteinunum, höfúð- kúpubrotin auk annarra meiðsla Á sjúkrahúsinu í Rinteln gerði Albert Jonas að sárum hennar en Evelyn hélt áfram aö kvarta undan sársauka eftir að þau voru byrjuö aö gróa. Læknirinn lét hana fara í röntg enljósmyndun og hið ótrúlega kom í ljós. í móðurlífi Evelyn var hár- beitt skurðartæki um 20 cm. langt. Hafði skuröartækið orðið þar eftir að loknum uppskurði sem Evelyn gekkst undir í nóvember 1964. £i£. si-JÍ Skurðartæklö var tuttugu sentimetra langt Kári skrifar: Símastúlkur eða varðhundar? Tjað hefur oft verið kvartaö um það við Kára að síma- þjónustu hjá ýmsum fyrirtækj- um, bæöi einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum sé mjög ábótavant og hefur „andartak- ið“ og „viljið þér bíða“ yfirleitt verið tekiö sem dæmi. En það er annað, sem nokkrir hafa minnzt á við Kára, sem er held ur ekki sem bezt í símaþjón- ustunni Og það er þegar símastúlkurnar gerast varðhund ar yfirmanna sinna. Sé yfirmað urinn ekki viðlátinn, eða ekki til viðtals, þá eru stúlkurnar heldur ekki til viötals um hve- nær hann verði við, hvar sé hægt aö ná í hann eða hvort einhver annar sé viðlátinn sem geti veitt upphringjanda ein- hverja úrlausn. Þær hamra bara á því aö hann sé ekki við og má líkja þeim við varðhunda sem gelta og gelta og foröi komumaður sér ekki er hann bitinn, þ.e. símastúlkurnar skella á. Náist svo í viðkomandi mann eftir öðrum leiðum kemur svo kannski í ljós aö hann er hinn viðræðufúsasti um tiltekið efni og heföi ógjarnan viljað missa af þessu símtali og hefði síma stúlkan hæglega getað látiö hann vita eöa bent á annan sem hefði getað veitt umbeðnar upp lýsingar. Þyrftu yfirmenn síma- stúlkna nauösynl. að gera þeim Ijóst hvar mörkin liggja milli tryggrar símaþjónustu og hlut- verks varöhunda. ...------ *-4í^ifi3SKS> v \\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.