Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 10
w borgin í dag borgin i dag V1SIR . Föstudagur 1, apríl 1966. borgín í dag j Nætur og helgarvarzla i Rvík vikuna 26. marz — 2. apríl Reykjavíkurapótek. Næturvarzla í Hafnarflrði að- faranótt 2. apríl. Eirikur Björns- son Austurg&tu 41. Sími 50235. ÚTVARP Föstudagur 1. apríl Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.05 I veldi hljómanna 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum 20.00 Lestur fornrita: Færeyinga- saga. 20.20 Kvöldvaka bændavikunnar: a) Bóndi og borgarbúi taka tal saman: Pétur Sigurðs- son í Austurkoti í Flóa og Ragnar Ingólfsson fulltrúi í Reykjavík ræðast við. b) Minnzt gömlu bændanám- skeiöanna: Ragnar Ásgeirs son ráðunautur segir frá c) Glatt á Hjalla: Nokkrir fé- lagar austan yfir fjall taka iagið. Hallgrímur Jakobs- son leikur undir d) Sam- talsþáttur: Rætt við bænd ur á búnaðarþingi e) Loka orö: Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaöarfélags ís- lands slítur bændavikunni 21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin,“ eftir Johan Boj er. 22.10 Lestur Passíusálma 2 2.20 Islenzkt mál 22.40 Næturhljómleikar: Píanó- konsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Beethoven. 23.20 Dagskrárlok SJÚNVARP Föstudagur 1. apríl 17.00 Dobie Gillis 17.30 I’ve got a Secret 18.00 Þriöji maöurinn 18.30 Candid Camera 19.30 Fréttir 19.30 Þáttur Jimmy Deans 20.30 Rawþide 21.30 How to Watch Pro Football 22.00 Keppni í frjálsum íþróttum 22.30 Kvöldfréttir 22.45 Fréttakvikmynd vikunnar FÖSTUMESSUR Elliheimilið: Föstuguðsþjónusta kl. 6.30. Stud. theol. Einar Sig- urbjömsson predikar. Heimilis- prestur. TILKYNNíNG Fermingarkort Óháða safnaðar ins fást í öllum bókabúðum og klæðaverzlun Andrésar Andrés- sonar, Laugavegi 3. FUNDUR Kjósverjar. Munið fundinn 1. apríl í Lindarbæ á Lindargötu 9. Sýnd kvikmynd, spiluð félagsvist og dansað. Mætið stundvíslega kl. 8.30 Aðalfundur Geðverndurfélugs íslunds Aðalfundur Geðverndarfélags íslands var haldinn í Tjamarbúð 24. þ.m. Var fundurinn vel sótt- ur. Formaöur félagsins, Kristinn Björnsson, sálfræðingur, setti fundinn og kvaddi til fundar- stjóra, Kjartan J. Jöhannsson, héraðslækni, en til fundarritara kvaddi hann Guðríði Jónsdóttur fyrrv. forstöðukonu Kleppsspít- alans. Formaður gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Störf félags ins hafa aðallega beinzt að fræðslu um geöverndarmál ásamt fjársöfnun til aö koma fram á- hugamálum félagsins, svo sem aö efla ungt fólk til þess að afla sér menntunar fyrir geðverndar- störf og til aö koma upp hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir geðsjúklinga. Þá var og hafin út gáfa á tímaritinu Geðvernd undir ritstjóm Benedikts Tómassonar skólayfirlæknis. Að loknum umræöum um skýrslu formanns voru lesnir upp og samþykktir reikningar fé- lagsins. Félaginu bárust á árinu margar góöar gjafir, sem þaö kann gefendum beztu þakkir fyr- ir. Þá var gengið til stjómarkjörs Úr stjórninni áttu að ganga Kristinn Björnsson, formaöur, Sigurjón Bjömsson, sálfræöingur Tómas Helgason, prófessor og Áslaug Slvertsen frú. Formaður baðst eindregiö und an endurkosningu, svo og Sigur- jón Björnsson. I þeirra staö voru kjörnir formaður Kjartan J. Jó- hannsson héraðslæknir og Jón Bergs, forstjóri. Nýkjörinn formaöur þakkaöi fráfarandi formanni vel unnin störf í þágu félagsins, svo og Benedikt Tómassyni fyrir rit- stjórn tímaritsins Geöverndar og Jóni Gunnarssyni, skrifstofu- stjóra, fyrir að hafa safnaö aug- lýsingum til tímaritsins. I stjórn Geðverndarfélags Is- lands eru nú: Formaður Kjartan J. Jóhannsson, héraöslæknir, vara formaður Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir og gjaldkeri frú Áslaug Sívertsen. Meðstjómend- ur eru Grímur Magnússon, lækn- ir, frú Jóhanna Baldvinsdóttir, Jón Bergs, forstjóri og Tómas Helgason, prófessor. I varastjóm félagsins voru kjörin: Ásgeir Magnússon, forstjóri, Gylfi Ás- mundsson, sálfræöingur. Jón Gunnarsson, skrifstofustjóri, Lár us Helgason læknir, Pétur Pét- ursson, forstjóri og Vilborg Öl- afsdóttir frú. Endurskoöendur voru kjörnir Sigurður Helgason, lögfræðingur og Gunnar Stefáns- son, stórkaupmaður. FAUNA KOMIN ÚT •WMhi 1 m 1 dag kemur út Fauna blað Menntaskólans í Reykjavík. Að venju birtast í blaðinu myndir af stúdentsefnum þessa árs á- samt skrifum um þá og teikn- ingar af hinum vísu lærifeörum Að þessu sinni eru teiknarar óvenju margir eða 7 talsins, þeir Bjöm Kristleifsson, Ingólf ur Margeirsson, Kristján Lmnet Ólafur Torfason, Orri Magnús- son, Trausti Valsson og ílrlyg- ur Richter. Hér er sýnishom úr ®aunu, teikning af Jóni Erni Marinós- syni fyrrv. ritstjóra skólaWaðs- ins. Spáin gildir fyrir laugardaginn 2. aprfl. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Láttu ekki leiöa þig út í neitt, sem þér er ekki að skapi taktu ekki á þig neinar skuld- bindingar annarra vegna, pen- ingalegar eða aðrar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Treystu ekki á loforð annarra í peningamálum, geröu jafnvel ráð fyrir að umsamdar greiðsl- ur geti dregizt á langinn. Lof- aðu engu sjálfur nema með fyr irvara. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þetta getur oröiö all- skemmtilegur dagur, en ekki vist aö þú komir miklu í verk eöa þú hafir mikinn ávinning Taktu hlutunum eins og þeir koma fyrir. Krabbinn, 22. júnl til 23. júli: Góöur dagur á ýmsa lund, eink um ef þú leyfir þér að slaka dálítið á og miðar ekki allt við afköstin. Þú ættir að skemmta þér 1 kvöld. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Gættu þess vel að allir samning ar, sem þú gerir í dag, séu heldir og veiti ekkert tækifæri til undanbragða. Peningamál öll dálítiö viðsjárverö. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Góöar fréttir gætu borizt í dag og aukið mjög bjartsýni þína og trúna á að eitthvert mál nái \ fram að ganga, sem þér er mjög hugleikiö þessa dagana. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Haföu vakandi auga á fréttum, sem kunna að vera á sveimi, þær geta ef til vill komið þér að gagni þó aö seinna veröi. Athugaðu vel allar heimildir. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Gættu þess að fara hægt og gætilega í samskiptum við fólk þessa dagana. Einkum þína nán- ustu, sem veröa að líkindum venju fremur hörundssárir. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú gefur sennilega tilefni til að bæta talsvert aðstöðu þína á vinnustað ,en gættu þess samt að gera ekki of miklar kröfur fyrst í stað. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Hafðu vakandi auga á því, sem er að gerast í kringum þig Taktu þó ekki fullt mark á yf- irborðinu, þar verður kannski ekki allt sem sýnist. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú átt aö þvi er viröist sæmilegra kosta völ, en athug- aðu vel allar aðstæöur áður en þú velur á milli. Faröu þér í hægt en láttu ekki undan ganga 7 Fiskarnir, 20 febr. til 20 J marz: Það gerist varla margt \ markvert í dag a.m.k. ekki sem t snertir þig persónulega. Kvöld- 7 ið ánægjulegt heima fyrir. \ MINNINGARSPJÖLD Minningarkort kvenfélags Bú staðasóknar fást á eftirtöldum söðum Bókabúðinni Hólmgarði 34, Sigurjónu Jóhannsdóttur, Sogavegi 22, sími 21908. Odd rúnu Pálsdóttur, Sogavegi 78, sími 35507, Sigríði Axelsdóttur Ásgarði 137, sími 33941 og Ebbu Sigurðardóttur Hlíðargerði 17, sími 38782. Minningarspjöld Flugbjörgunar sveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfs sonar, hjá Sigurði Þorsteinssyrú, Goðheimum 22, sími 32060, Sig- urði Waage, Laugarásvegi 73, sími 34527. Magnúsi Þórarinssyni Álfheimum 48, sfmi 37407 og Stefáni Bjamasyni Hæðargarði 54, sfmi 37392. Minningarspjöld félagsheimilis- sjóðs hjúkrunarkvenna eru til sölu á eftirtöldum stöðum: Hjá forstöðukonum Landspítalans, Kleppsspítalans, Sjúkrahús Hvfta bandsins og Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. I Hafnarfirði hjá Elínu Eggerz Stefánsson, Herjólfs götu 10. Einnig á skrifstofu Hjúkrunarkvennafélags íslands, Þingholtsstræti 30. Minningarkort Hrafnkelssjóðs fást 1 bókabúð Braga Brynjólfs- sonar. Minningarspjöld Geðvemdar félags Islands em seld I Markað inum, Hafnarstræti og f Verzlun Magnúsar Benjamínssonar, Veltu sundi. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna em seld á skrifstofu félagsins Laugavegi 11. Sími 15941. v Aðalfundur Styrkturfélugs vungefinnu Aöalfundur Styrktarfélags van gefinna var haldinn að Dagheim- ilinu Lyngási sl. sunnudag 27. marz. Formaður félagsins, Hjálm ar Vilhjálmsson setti fundinn og stjórnaði honum. Las hann skýrslu félagsstjómar og skýröi frá helztu framkvæmdum á sl. ári Framkvæmdastjórinn, séra Er- lendur Sigmundsson las reikn- inga félagsins fyrir áriö 1965 og geröi grein fyrir fjárhag þess. Frú Sigríður Ingimarsdóttir las reikninga kvennasjóðs félagsins, vom reikningamir samþykktir at hugasemdalaust. Úr aðalstjórn félagsins áttu að ganga Hjálmar Vilhjálmsson og Sigríður Ingimarsdóttir, voru þau bæði endurkosin samhljóða. Úr varastjórn áttu að ganga Halldór Halldórsson og Vilhelm Hákansson, voru þau einnig end urkjörin. Aöalstjórn skipa nú: Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri, formaður, Aöalsteinn Eiríksson, eftirlitsmaður fjármála skóla, Guð mundur St. Gíslason múrara- meistari, Kristrún Guðmundsdótt ir frú og Sigríður Ingimarsdóttir frú. ÁRNAÐ HEILLA Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Kristín Snorradóttir og Guðmundur Harðarson. Heimili þeirra er aö Sigtúni 49. HJARTA- L^-l VERND Hjartavemd: Minningarspjöld Hjartavemdar fást á skrifstofu læknafélagsins Brautarholti 6, Ferðaskrifstofunni Útsýn Austur stræti 17 og skrifst samtakanna Austurstræti 17, 6. hæð. Sími: 19420.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.