Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 7
TfelR . Fostudagur 1, apríl 1966, RWQ£ZS3QE HUGSJONIR RÆTAST Stórvirkjun í Þjórsá Fróðlegt er áð fylgjast með því hvert er álit manna úti á landsbyggðinni á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum í Þjórsá og byggingu álverk- smiðju. Nýlega birtist grein í einu héraðsblaðanna, Suður- landi, sem gefið er út á Selfossi um þetta mál. Greinin er um margt athyglisverð og sýnir vel sjónarmið manna þar um slóðir á málinu. Birtist hún þvi hér á eftir. Að undanfömu hefir stór- vfrkjun í Þjórsá og álbræðsla verið til umræðu. Hefur stjórn- arandstaðan snúizt gegn því að Þjórsá verði virkjuð með þeim hætti að virkjunin geti miðlað stóriðju roforku. Stjórnarandstaðan hefir snú- izt gegn stóriðju á þeim for- sendum að það sé ekki í sam- ræmi við hagsmuni þjóðarinnar að hleypa erlendu fjármagni inn í landið. Vitað er að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa talað og skrifað um álverk- smiðju og talið þjóðinni til góðs að stóriðju væri komið á fót í krafti erlénds fjármagns. Fyrir jólin gerðust þau tíðindi að samþykkt var í þingflokki Framsóknarmanna að flokknum bæri að vera á móti þessu máli. Þeir sem áður höfðu tjáð sig fylgja málinu sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna og hafa fallizt á að vera á móti því máli á Al- þingi, sem þeir áður höfðu lýst sig vera fylgjandi. Til þess að reyna nú að rétta sinn hlut hafa sumir af þessum mönnum reynt að þvo hendur sínar með því að telja fólki trú um að álbræðsla sé ekki tíma- bær. Stjórn Alþýðusambands ís- lands og Alþýðubandalagið hafa samþykkt að vera á móti ál- bræðslu, stórvirkjun og erlendu fjármagni til uppbyggingar at- vinnuveganna, nema það verði sótt austur fyrir járntjald. Við þessu var búizt af hendi þeirra sem skipa flokka-sam- steypu Alþýðubandalagsins. En þeir voru margir, sem reiknuðu með því, að nokkur hluti Fram- sóknarflokksins vildi líta á þetta mál á raunhæfan og skyn- samlegan hátt. Sú von hefur brostið. Sá kostur var valinn að slá á tortryggni og reyna að blekkja þjóðina og hræða, með þeirri hættu, sem af erlendu fjármagni gæti stafað. Stjórnarandstaðan telur ekki útilokað að með blekkingum megi fá almenning til þess að snúast gegn góðu máli. Þannig gæti stjórnarandstaðan náð í nokkur atkvæði við bæjarstjórn arkosningar í vor og einnig við alþingiskosningar 1967. Vitað er að stórvirkjun og stóriðja mun sanna gildi sitt með áþreif- anlegum hætti, þegar tímar líða og að í framtíðinni munu þeir sem hafa snúizt gegn málinu hljóta slæma yfirskrift í 'sög- unni. Meðan framkvæmdin er í uppbyggingu verður að treysta á dómgreind almennings og vilja fólksins til þess að afla sér réttra upplýsinga um málið. Búrfellsvirkjunin vel undirbúin og elcki dýrari en áætlað var á s.l. ári. Virkjun Þjórsár hefur verið vel undirbúin og áætlanir gerð- ar með tilliti til orkusölu vegna stóriðju af færustu mönnum. Það er því eðlilegast að láta tölumar tala þegar um stór- virkjun Þjórsár er að ræða og álbræðslu í sambandi við virkj- Virkjunin var boðin út og báryst mörg tilboð. Er gert ráð fvrir að virkjunarkostnaðurinp. verði um 1400 niillj. króna, þeg- ar miðað er við orkusölu til ál- bræðslunnar. Mörg tilboð bárust en tvö af þeim voru lang hagstæðust og er annað þeirra frá norrænni verktakasamsteypu, sem ís- lenzkt fyrirtæki á y3 hluta í. Miðað við lægsta tilboðið það var kyndug sanisuða sem færð var upp úr pottinum I Lido i fyrrakvöld. Þar var stofnað Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur með þátttöku hinna aðskiljanlegustu parta vinstri manna og kommúnista í borginni. Má segja að þá sam eini ekkert nema óttinn við klofning fyrir borgarstjórnar- kosningarnar væntanlegu. Það er sá örlagaatburður, sem kom á laggirnar félagsstofnun þess- ari, því Hannibalsliðið í Al- þýðubandalaginu harðneitaði að taka þátt f kosningasamstarfi með kömmúnistum nema hinn gamli draumur gengi í uppfyll- ingu: að Alþýðubandalagsfélag yrðl að veruleika. Hefur Hanni bal klifað á þessari ósk sinni ár eftir ár, en kommúnistar í Sósí alistafélagi Reykjavíkur skellt jafnan viö skollaeyrum. Nú er þeir sáu að þeir voru aö missa Hannibalsliðið út úr höndun- um á sér, jafnvel út í sjálfstætt framboð, brugðu kommúnistar skjótt við og féllust á stofnun félagsins. Er því Lidókróinn með mikl um þrautum borinn í þennan heim. JJinar erfiðu fæðingarhríðir spá ekki góðu um framtíð þessa uppvaknings. Á fundinum í Lído logaði húsið allt i flokka dráttum og hjaðningavíg handa uppréttinganna geisuðu. Hinn gamli páfi, Brynjólfur Bjarnason og Páll Bergþórsson formaður Sósíalistafélagsins, kröfðust með offorsi þess að Sósíalistafélagið yrði sem heild stofnaðili að Alþýðubandalag- inu. Slík heildaraðild á að á- kvarðast af fulltrúaráði félags- ins, samkvæmt lögum Alþýðu- bandalagsins, en það neituðu kommúnistaforsprakkamir að sætta sig við. Voru þeir síðan bomir ofurliöi um þetta atriði í kosningunum að litið væri á Sósíalistafélagið í heild sem stofnaðila. Sameinuðust þar þjóðvarnarmenn , Hannibalsliö- ið og framúrlínumenn kommún ista gegn klíku Páls Bergþórs- sonar í Sósíalistafélaginu. v Jjannig logaði hið nýja félag í ófriði og innbyrðissundr- ung þegar á fyrsta fundinum. Sætir það heldur engri undran þar sem svo ólík eru elementin er það byggja upp, allt frá hug ljómuðum Kínakommum niöur í íhaldssama Þjóðvamarmenn. Samfylkingin mun lafa saman fram yflr kosningarnar. Þá mun pappinn gliðna, sem límd- ur hefur verið yfir sprungurnar Andþrengsli setja mjög svip sinn á baráttu ritstjóra Þjóöviljans gegn sáttaákvæöum álsamningsins. í gær reynir blaðið að snúa út úr ummælum Vísis um að gerðardómssamningar í alþjóða viðskiptum séu ekkert einsdæmi heldur næsta algengir. Mætti nefna marga slíka samninga m. a. milli ríkisstjórna og erlendra olíufélaga sem eru fullkomlega hliðstæðir þeim gerðardómi sem hér verður komið á fót. Og öll Norðurlöndin hafa ritað und ir samning um þann gerðardóm sem um ræðir í álsamningnum og hefur það hlutverk að leysa ágreining í alþjóðlegum fjárfest ingar- og viðskiptamálum. Allt þetta veit Þjóðviljinn en dregur vísvitandi fjööur yfir. Og vand lega þegja ritstjórar hans vitan lega um það meginatriöi að gerðardómurinn skal einungis dæma eftir íslenzkum lögum og meginreglum alþjóðalaga. Til of mikils væri mælzt, aö þeir sýndu það andlega hug- rekki að skýra lesendum sínum frá þeirri grundvallarstaðreynd Vestri. Við Tröllkonuhlaup. stenzt virkjunarkostnaðurinn fyllilega miðað við áætlanir þær, sem lagðar voru fram á s.l. vori þegar lög um Lands- virkjun voru sett. 'Ú tilboðihU ' eru um 60% af ■ •viriíjunarkostnaðinum á föstu verði og því aðeins um 20% háð verðsveiflum innanlands. í áætluninni, sem áður er getið var gert ráð fyrir ríflegri upp- hæð til að mæta hugsanlegum launahækkunum í þeim hluta verksins, sem verðbreyting nær til. Tilboð hafa einnig borizt í i túrbínur og ýmsar vélar og eru þau á föstu verði. Eru lægstu tilboðin talsvert lægri heldur en reiknað var með í áætlunum, sem lagðar voru fram sl. vetur. Af þessu má sjá að ekki er ástæða til að ætla að rafmagns- verð verði hærra vegna aukins kostnaðar við virkjunina erf" reiknað hefir verið með frá því fyrsta . Þótt ákveðið hafi verið að flytja nokkuð af mannvirkjun- um yfir á fyrsta byggingarstig og sem áður var áætlað að fram kvæma síðar verður það ekki til þess að hækka rafmagnsverð- ið. Það hefur verið reiknað út hver munur verður á rafmagns- verðinu ef virkjað verður með hagkvæmum hætti og því að virkja eins og Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn ætlast til að gert verði. Munurinn er gevsilega mikill. Rafmagnsverð til almennings- nota 62% hærra ef álbræðsla er ekki með. Miðað við Búrfellsvirkjun og aluminiumvinnslu og nauðsyn- legum varastöðvum verður raf- magnsverð á árunum 1969— 1975 62% hærra ef álbræðsla er ekki með í dæminu. Á árunum 1967—1980 verður rafmagns- verðið 22% hærra og á árunum 1981—1985 12% hærra. Sé kosn aðarmismunurinn við hinar tvær leiðir lagður á 6% vexti er hann orðinn 323 millj. króna í árslok 1985. Væri reiknað með núgildandi vöxtum væri upp- hæðin vitanlega miklu hærri. Hér er um að ræða fjárhæð, sem stjórnarandstæðingar vilja láta ragmagnsnotendur í land- inu greiða með Kækkuðum heim ilistaxta og hækkuðu orkugjaldi til smáiðnaðar og annarra al- mennra nota. Þessa fjárhæð, sem aluminiumverksmiðjan ger- ir mögulegt að spara með lægra raforkuverði munar verulega um, hvort sem það er skoðað frá sjónarmiði einstaklings eða heildarinnar. Öll mannvirki við Búrfells- virkjunina hafa verið skipulögð með tilliti til þess að tryggja sem öruggastan rekstur virkjim- arinnar þrátt fyrir ísskrið og vanda, sem af því leiðir. Það hefur alltaf verið vitað að nokkur aukakostnaður stafaði af ísnum. Með því hefur verið reiknað í áætlunum um virkjun- arkostnaðinn. Meðal annars vegna íssins hefur verið gert ráð fyrir varastöðvum, sem gripið verður til þegar nauðsyn krefur. ísrannsóknir og tilraunir, sem gerðar hafa verið í Noregi vegna Búrfellsvirkjunar sýna að ís- vandamálið er yfirstíganlegt, án þess að lagt verði í meiri kostn- að en reiknað hefir verið með. Það er oft talað um vinnu- aflsskort í landinu, það er þó betra að hafa of mikla vinnu heldur en atvinnuleysi, eins og var hér áður. Vinnuaflsþörfin við virkjun og álbræðslu skapar ekki vanda Stórvirkjun við Þjórsá þarf nokkum mannafla á meðan á virkjuninni stendur. Er gert ráð fyrir að um 490 manns, muni vinna við framkvæmdina ef stærri virkjunin er tekin, en 430 ef virkjað er án aluminium- verksmiðju. Munurinn er aðeins 60 manns þegar um virkjunina eina er að ræða. Um mannfjölda við að byggja verksmiðjuna er ekki enn kunn ugt, en starfslið 1 verksmiðjunni verður 300 manns miðað við Framh. á bls. 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.