Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 8
* V1SI R . Föstudagur 1, apríl 1966. Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR / Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafssar \ Ritstjóri: Gunnar G. Schram (( Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson ) Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson ( Þorsteinn Ó. Thorarensen j Auglýsingastj.: Halldór Jónsson \ Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) ( Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 ) Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands ( t lausasölu kr. 7,00 eintakið j Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. \ / fremsfu þjóðaröð Endalaust má deila um það hve vel einhver ákveðinn ( stjómmálaflokkur standi í stöðu sinni — hve vel hann ( vinni fyrir þjóð sína. Sínum augum lítur þar hver á I, silfrið og allir mikla ágæti sinna eigin flokka, eins og ) alkunna er. Hins vegar má draga raunhæfar og hlutlæg \ ar ályktanir af ýmsum opinberum upplýsingum, stað- ( reyndum sem koma fram í þjóðarbókhaldinu og ekki ( verða í efa dregnar. Þær staðreyndir liggja fyrir utan / mörk kappræðna stjómmálanna og sýna svart á / hvítu hvar þjóð er á vegi stödd, hvernig henni hefur ) vegnað og hve vel henni hefur tekizt að ráða málum \ sínum, þegnunum til hagsældar. Á þetta er drepið hér ( vegna þess að nýkomin er út skýrsla Efnahagsstofn- ( unar Evrópu um meðaltekjur Evrópuþjóðanna. Þar er / að finna þann fróðleik að í Svíþjóð em hæstu meðal- ) tekjur á mann, eða 2.280 dollarar. Næstir koma Sviss- ) lendingar með 2.190 dollara á mann. Þriðju í röðinni \ erum við íslendingar með 2.110 dollara á raann. Fyrir ( nokkrum áratugum hefðu það þótt meir en lítil tíð- (í indi á íslandi að við værum orðnir með tekjuhæstu / þjóðum álfunnar. En staðreynd er það. Seyra og ) skortur fyrri áratuga er um gerð genginn. Hagsæld j og velmegun almennings er nú meiri en í flestum öðr- \ um löndum veraldar. Ástæðurnar til þessarar stór- ( breytingar eru ýmsar, en fæstir munu draga það í efa / að meginorsökin er sú að dugleg þjóð hefur valið sér / rétta stefnu og rétta forystu mörg síðustu árin. ) Hagstætf rafmagnsverð £in er sú staðreynd sem stj’frnarandstæðingar hafa / mjög reynt að draga fjöður yfir í umræðunum um ) álmálið. Það er hve miklum mun dýrari raforka til ) almenningsnota yrði í landinu ef álbræðslan væri ekki \ byggð. Fyrir liggja ítarlegir útreikningar Landsvirkj- \ unar um þetta efni. Þeir sýna að rafmagnsverðið til ( almenningsnota verður 62% dýrara á árabilinu 1969 / —1975 ef álbræðsla er ekki með í dæminu. Á ára- ) bilinu frá 1976 — 1980 yrði rafmagnið síðan 22% ) hærra. Með andstöðu sinni við byggingu álbræðslu \ og orkusölu til hennar er því stjórnarandstaðan raun- \ verulega að krefjast þess að fólkið í landinu verði ( að greiða verulega hærra verð fyrir rafmagnið heldur ) en ella yrði. Það er undarleg þjóðmálabarátta, sem \ lýsir sér í slíkum gerðum og svo þvermóðskulegri af- ( stöðu. Hagurinn í tölum talinn, sem fæst við það að ( selja raforku frá Búrfellsvirkjuninni til álbræðslu / verður á 25 ára tímabili alls 862 millj. króna. Það er ) mikið fé og ætti hverjum manni að vera auðsætt að ) hér er ein helzta röksemdin, sem mælir með byggingu \ álbræðslu. Fé þetta mátti annað hvort nýta til alhliða \ uppbyggingar atvinnuveganna eða nýrra raforkuvera ( annars staðar á landinu. / Minningargjafasjóður Landspítalans Aðalfundur Minningargjafa- sjóös Landspítala íslands var haldinn þriöjudaginn 8. marz 1966. Lagðir voru fram endur- skoðaðir reikningar fyrir árið 1965, og voru þeir samþykktir. Styrkveitingar til sjúklinga á árinu námu kr. 220.000,00, en þær hafa farið vaxandi ár frá ári. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram árið 1931, en alls hafa sjúkrastyrkir numið krónum 1.486.818,45. Fyrstu árin var styrkveitingum aðallega varið til styrktar sjúklingum, sem dvöldust á Landspítalanum og voru ekki í sjúkrasamlagi né nutu styrkja annars staöar frá. En er sjúkrasamlögin náðu al- mennri útbreiðslu, fækkaði um sóknum. Stjómamefnd Minn- ingargjafasjóösins fékk því ár- ið 1952 staðfestan viðauka við 5. gr. skipulagsskrár sjóösins, þar sem heimilt er að styrkja til sjúkradvalar erlendis þá sjúklinga, sem ekki geta fengið fullnægjandi læknishjálp hér- lendis að dómi yfirlækna Land- spítalans, enda mæli þeir með umsókn sjúklingsins. Síðan hef- ur styrkjum að mestu leyti ver- ið úthlutað samkvæmt þessu á- kvæöi. Jafnframt því, aö stjóm Minningargjafasjóðsins þakkar öllum þeim, er stutt hafa að vel- gengni sjóösins undanfarin ár, leyfir hún sér að benda á, að minningarspjöidin fást á eftir- töldum stöðum: Landssíma íslands, Verzlun- inni Oculus, Austurstræti 7, Verzluninni Vík, Laugavegi 52, og á skrifstofu forstöðukonu Landspítalans (opið kl. 10.30— 11 og 16—17. Stjóm sjóösins skipa nú: Frú Lára Árnadóttir formaöur, frú Guörún P. Helgadóttir skóla- stjóri, ritari, frk. Ragnheiöur Jónsdóttir fyrrv. skólastjóri, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru frk. Sigríður Bachmann for stöðukona Landspítalans, og frú María Sigurðardóttir við- að var fámennt á tónleikum tékkneska pianóleikarans Radoslav Kvapil í Austurbæjar- bíói sl. laugardagskvöld, píanó- leikara, sem hingað kom á vegum Péturs Péturssonar. — Efnisskráin var hin forvitnileg- asta, verk, sem lítið munu vera þekkt hérlendis, eftir lítið sem ekkert þekkta höfunda (Vorisek og Janácek, Dvorák og Smet- ana). Það var því skelfing klaufalegt, að prentaða „pro- gramið" skyldi hvorki veita smávegis upplýsingar um höf- undana né verkin. rJ'ónleikamir hófust með són- ötu i b-moll eftir Vorisek, skemmtilegu verki í anda um- ferðapíanista (svo sem Humm- els) f upphafi seinustu aldar. Siðar lék Kvapil Stef og til- brigði op. 36 eftir Dvorák, fyr- irferðarmikið verk, með fróð- legumn hljórnasamböndum, en tiltöliiiegapylitlu :.af, þeim sér- kennum, sem hafa gert Dvorák kærastan í hljómleikasölum veraldarinnar. Mér fannst slæmt, að hinir tékknesku dansar Smetana skvldu koma strax á eftir Sónötu Janáceks frá 1905. Hún var nefnilega ær- ið umhugsunarefni fram yfir hléið. Janácek (d. 1928) mynd- aði sérkennilegan stíl sinn út skiptafræðingur, en hún tók sæti í stjórninni á síðastliðnu ári. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir gefur formaður sjóðs- ins eða forstöðukona Landspít- alans. frá rannsóknum á hrynjandi og blæbrigðum móðurmáls síns. List hans má líkja við tilfinn- ingaríka og viturlega mælsku. Vmsar hljómrænar niðurstöður hans þóttu djarfar á fyrra helm- ingi þessarar aldar. Eftir hlé gafst enn annað tækifæri til að heyra verk eftir Janácek, tón- smíðina „í þoku“, og þá fór sem fyrr, maður var enn að velta fyrir sér afleiðingunum af hin- um sérstæða mótívíska leik, þegar leiknar voru að lokum „Skáldlegar hugðarmyndir“ Dvoráks. Þær hafa vafalaust einhvem tímann þótt skáldleg- ar. J ^eikur Radoslavs Kvapils ein- kennist af Ijóðrænni mýkt umfram allt. Hann var lítillátur, með duglega fingur, og skapið var visst í túlkuninni. Þorkell Sigurbjömsson. Æiþjóðleg kvikmynda- sýning ■ fldontreal Tékknesk píanómúsík I vélvirkjun í Bretlandi Myndin sem hér birtist var tekin úti í Englandi fyrir nokkru í Vauxhall bifreiðaverksmiðjunnl í Bretlandi þar sem fjórSr islenzkir verkstjórar fá nú þjálfun í vélaviðgerðum og sjást þeir á myndinni þar sem þeir eru að yfirfara dieselhreyfSl í Bedford vörubifreið með einum vélvirkja verksmiöjanna, en verksmiðjur þessar fram- leiöa bæði Vauxhall fólksbfla og Bedford vörubitreiðir. íslendingarn ir sem sjást á myndinni eru talið frú vinstri Sigurður Guðmundsson, þá kemur starfsmaður Vauxhall-verksmSðjanna, þá Jón Þorbergsson og Guðjón Hannesson. Áttunda alþjóðlega kvikmynda hátfðin í Montreal verður haldin 4. til 8. ágúst 1967. 1 sambandi við hina fyrirhuguðu miklu heimssýningu f Montreal það ár hefur verið ákveðið að efna til kvikmyndahátíðar, þar sem að þessu sinni veröur m. a. alþjóð leg samkeppni á örstuttum 50 sekundu myndum um einkunnar orð sýningarinnar „Maðurinn og heimur hans“. Fyrstu verðlaun verða 10 þúsund dollarar og 10 beztu myndimar verða sýndar meðan á kvikmyndahátfðinni stendur. Er kvikmyndagerðar- mönnum um allan heim boðið að senda eins margar myndir til keppninnar og þeir vilja. MIFF (Montreal Intemational Film Festival) mun útnefna dómara, velja myndir til sýningar og veita 10 þús. dollara verðlaunin. Meðan á kvikmyndahátíðinni stendur munu margir fremstu menn í kvikmyndaheiminum verða boðnir til Montreal, auk hundrað kvikmyndadreifingar- manna, nokkurra erlendra blaða manna og kvikmyndagagnrýn- enda, og auk þess framleiðendur og leikarar í kanadísku verð- launamyndinni ,en alþjóðlega kvikmyndahátíðin f Montreal hefur fram að þessu verið aðal lega samkeppni kanadfskra kvik mynda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.