Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 1. apríl 1966 Fjórir teknir fyrir ölvun undir stýri í nótt Fjórir ökumenn voru teknir fyr ir ölvun undir stýri í nótt — en það mun í heldur meira lagi svo snemma vikunnar, því að venju- lega er það algengast upp úr föstu degi og um helgar að menn verða uppvísir að þeim sökum. — Annars er þetta að vissu leyti undir öðru komið, sagði full trúi sakadómara, sem blaðið ræddi við. — Það mun tiltölulega sjald- gæft að menn séu svo ölvaðir und ir stýri, að akstur þeirra sýni það og veki athygli lögreglumanna, þó að þaö sé vitanlega til. Venjan er sú, að lögreglan hefur stöðvað bíl- inn einhvers annars vegna, kannski gleymsku eöa vangá í notkun stefnuljósa — eða hitt aö hann hafi verið stöðvaður beinlínis af skyndiskoðun lögreglunnar á bíl- um í sambandi við þaö hvort öll öryggistæki og annað sé í lagi — og þá verður lyktin af viökomandi bílstjóra til að vekja grun lögreglu mannsins og þá er rannsókn hafin Það má því ef til vill segja, að það sé eins konar framkvæmdaratriði hvs margir eru teknir fyrir það, aö aka „undir áhrifum." Framh. á bls. 6. ÍSINN ísinn rekur enn nær landi. Hefur hans nú orðiö vart frá Grimsey og nálgast hann eyna. Sást ísinn í sjónmáli í vestur- og norðausturátt frá Grímsey f morgun og virtist vera um nokk | 103 sæto meirihluti i Um hádegi var búið að telja í / 613 kjördæmum, en 17 voru eft- 1 ir. Þá hafðl Verkamannaflokkur- 1 inn fengið 103 þingsæta meiri- 1 hluta. / Verkamannaflokkur 356 ; Ihaklsflokkur 243 \ Frjálslyndir 9 ( Aðrir 2 l Verkamannaflokkurinn hefur / 49% atkvæða, en íhaldsflokkur- \ inn 41%. Arkitektamir Þorvaldur S. Þorvaidsson .og Jörundur Pálsson ásamt Baldvin Jónssyni framkvæmdastjóra happdrættis DAS fyrir framan stofuglugga happdrættishússlns, verðmæt'asta' háppdrættisvinnings á íslandi til þessa. -— Dregiðum stærsta happdrættisvinn- ing sem verið hefur hér á landi Hús að verðmæti Stærsti happdrættisvinningur ársins og jafnframt stærsti happdrættisvinningur sem dreg inn hefur verið út á íslandi verður dreginn út á mánudag. 2Vz millj. kr. Er það aðalvinnlngur í happ- drætti DAS, einbýlishús ásamt bflskúr og ræktaðri lóð að verð mæti um 2l/2 milljón króna. Húsið sem þama um ræðir er Lindarflöt 32 í Garðahreppi og stendur það á fegursta stað við enda götunnar en framan við rennur Hraunholtslækur- inn og hinum megin við hann tekur við Vífilsstaðahraunið. Happdrættishúsið var al- menningi til sýnis í fyrravor, SEST FRA GRIMSEY en þá var því ekki að. ftffln lok ið og átti eftir að ganga frá ýmsu. Eftir að húsið var tfl sýn is var það málað að nýju hátt og Iágt og undanfama daga hafa smiðir og byggingameist- ari verið að leggja síðustu.hBnd á verkið, svo að húsið verði tfl búið að taka á móti nýjam eig endum á mánudag. Húsið er 136.5 ferm. að grann fleti og bílskúrinn 31.5 ftenn., en lóöin er tæpir 1000 fenn. Hefur verið gengið frá lóðinni grasflötum komiö fyrir, stein- hellur lagðar, tré gróðursett o. uð samfellda ísbreiðu að ræöa þegar lengra dró frá eynni. Er ísinn norðvestur af eynni og virðist reka 1 suður. Voru menn I Grímsey aö búa sig út á grásleppuveiðar kl. 5 í morgun, þegar fyrst varö vart við ísinn. Sást í morgun nokk urt íshrafl á reki við eyna að vestanverðu, en þegar fjær dreg ur er ísbrúnin nokkuð samfelld Sést nú ísbreiðan vel frá Grímsey og færist ísinn nær eyjunni, en norðanátt er, bjart og hægur vindur. Hefur veður nú gengið niður á Norðurlandi, og er frost við- ast hvar 8-9 stig. Er nú hæg- viðri á Norðvesturlandi en á Norðausturlandi er ennþá élja- gangur sums staðar. Er skyggni betra 1 Skoruvík á Langanesi en I gær þó gengur á með éljum. Þegar blaðið talaði við Bjöm Kristjánsson vitavörð .;.s|w otIíUI f Skoruvlk í morgun sagði hann að ekki sæist i ísbrúnina núna og gat hann sér þess helzt til að isinn hefði færzt austur á bóginn. Veður hefur nú lægt á Hvera- völlum, en sem fyrr er mikið frost þar, það mesta á landinu núna 15 stig, næst mesta frost ið er í Búðardal, 13 stig. fl. Arkitektamir Jörundur Páls- son og Þorvaldur Þorvaldsson teiknuðu happdrættishúsið Akureyringar ákveða að byggja fullkomið íþróttahás Á bæjarráðsfundi á Akureyri sem haldinn var 24. marz og for ustumenn íþróttamála bæjarins voru viðstaddir var tekin sú ákvöröun að láta byggingu nýs sameiginlegs íþróttahúss ganga fyrir öðrum framkvæmdum I- þróttamála á staðnum. Jafn- framt var ákveðiö að koma upp bráðabirgðahúsnæði til æfinga og keppni. Á fundi þessum vom mættir fulltrúar íþróttafélaganna KA og Þór, formaður íþróttabanda- lagsins, íþróttaráðs og íþrótta fulltrúi bæjarins. Rætt var um byggingu fullkomins íþrótta- húss og bráðabirgðahúsnæði til íþróttaæfinga og kappleikja. Það var sameiginlegt álit fund armanna að byggja bæri á næstu árum fullkomið íþrótta- hús á vegum bæjarins sem Framh. á bls. 6. Verkamannaflokkurinn vinnur sig- 100 þingsæta meiríhluta Wllson forsætisráðherra ar, fær Brezki verkamannaflokkurinn hefur unnið mikinn sigur í þing- kosningunum í Bretlandi. Talið var i alla nótt og mátti skjót- lega sjá, hvert stefndi þar sem Verkamannaflokkurinn hafði bersýnilega unnið á í fylgi um allt land. Atkvæðaaukning hans er að vísu ekki mikil, hún mun aðeins vera um 3%, en í þvi kerfi einmenningskjördæma sem gildir í Bretlandi nægir það til að gefa Verkamannaflokknum sterkan og öruggan meirihluta. Um kl. 11 í morgun var svo komið að Verkamannaflokkur- inn var þegar búinn að fá hrein an meirihluta í þinginu 317 þing sæti og var þá þó eftir að telja í meira en 100 kjördæmum. Þá hafði Verkamannaflokk- urinn unnið 43 þingsæti frá Ihaldsflokknum en tapað einu til Frjálslynda flokksins. Ihaldsflokkurinn hafði þá tap að 44 þingsætum, þar af einu til Frjálslynda flokksins. Allt bendir til að Verka- mannaflokkurinn muni fá rúm- lega 100 þingsæta meirihluta. Edward Heath foringi íhalds- flokksins hefur viðurkennt ó- sigur sinn og sent Wilson heilla óskir. I viðtali við Heath í brezka útvarpinu var hann bitur og sár yfir þessum úrslitum. Hann sagði að það væri ryidar- legt að Verkamannaflokkurinn skyldi vinna þessar kosningar þar sem hann hefði aðallega byggt baráttu sína á fortíðinni, meðan Ihaldsflokkurinn hefði horft til framtíðarinnar. Heath sagði að íhaldsflokkurinn myndi taka upp mjög harða stjómar- andstöðu. Mjög mikill spenningur ríkti um gervallt Bretland í nótt þeg- ar fyrstu úrslitin fóm að berast. Skoðanakannanir spáðu Verka- mannaflokknum miklum sigri og má heita, að spár þeirra hafi alveg rætzt. Hvarvetna í kjördæmunum hafði mikill mannfjöldi safnazt saman við talningarstaði og hafði fólkið í frammi mikil hróp og köll og æsingar. Víða mátti varla heyra í kjörstjórunum er Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.