Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 9
V IS I R . Föstudagur 1, apríl 1966. 9 ■mmm Cérkennilegt atvik sem gerð- ist snemma á þessu ári, eða nánar tiltekið 17. janúar s.l. hef- ur minnt okkur á það, að við lifum í hræðilegum og hættu- legum heimi. Það er óhugnan- leg og óhagganleg staðreynd að við lifum í heimi vetnissprengj- unnar. Atburðurinn sem minnir okkur á þetta er að þennan dag fórst risastór bandarísk sprengjuflugvél yfir Palomares baðströndinni á Suður-Spáni. Hún fórst þegar hún var að taka benzín á flugi frá benzín- flutningavél, komst neisti í benzínið og á svipstundu varð sprenging í flugvélinni og tætl- umar úr henni fleygöust til jarð ar og dreifðust yfir stórt svæði. Það sem gerði þetta slys sér- staklega óhugnanlegt var að sprengjuflugvél þessi hafði haft innanborðs fjórar vetnissprengj ur. Sprengjur af þeirri stærð, sem gætu með einum blossa gereytt stærstu heimsborgir. Sem betur fór sprungu þær þó ekki, en þær féllu til jarðar, þrjár af þeim fundust bráðlega á landi, en síðan hefur þrotlaus leit staðiö yfir eftir fjórðu sprengjunni og er hún nú loks- ins fundin á hafsbotni. piugferð sprengjuflugvélar þessarar með vetnissprengj- una vekur með okkur óhug, en þó er þetta engin nýjung. Þó að hljótt fari i daglegum um- ræðum, þá hefur þessum vetn- issprengjuflugferðum verið hald ið uppi nærri því látlaust í heil- an áratug. Þær eru liöur í vam ráða, annað var smíði Polaris- kafbátanna, hitt var að halda uppi þessum stöðugu vetnis- sprengjuflugferðum kringum landamæri Sovétríkjanna. Ef Rússar gripu til óyndisúrræða til að hrifsa heimsvöldin yrðu þessi tæki tilbúin á öllum tím- um sólarhrings til að svara i sömu mynt og mola hina rúss- nesku árásarheri. Þó virðist sem þörfin fyrir slíkar öryggisflugferðir sé ekki nú á síöustu árum oröin eins brýn og áður, þar sem Banda- ríkjamenn hafa nú stillt upp í heimalandi sínu miklum fjölda langdrægra eldflauga, sem þeir geta skotiö yfir hálfan hnött- inn. Þrátt fyrir það sýnir atvik- ið á Spáni að þeir halda flug- ferðunum áfram. Jþað hefur verið von og trú beztu manna, að ekki muni nokkum tíma koma til þess aö þessum eyðingarvopnum verði beitt. Þau verði einungis liður í valdajafnvægi stórveldanna, svo framarlega sem ábyrgðar- lausir óvitar eins og Kínverjar fara ekki að meðhöndla kjam- orkuvopn eins og leikföng En þrátt fyrir það, að þess- um hræðilegu vopnum yrði aldr ei beitt í styrjöld, þá er það óneitanlega óviðkunnanlegt að hugsa til þess, að sprengjuflug- vélar skuli stöðugt vera á sveimi yfir heimsálfunum með svo óskemmtilegan farm innan borðs. Og menn spyrja sjálfa sig: Hvernig er það getur ekki alltaf komið eitthvert slys fyrir, Þannig er stálolíufötunum safnaö saman á ströndinni við Palomares til útflutnings tii Bandaríkj- anna. Innlhaldið er gelslavirk mold. Ceislavírk mold flutt frá Spáni ar og varúðarkerfi vestrænna þjóða og að baki þeim ósköp einföld röksemdarfærsla hem- aðarfræðinnar. Skýringin er einfaldlega sú, að vitað er að Sovétríkin ráða þegar yfir miklu magni af kjarnorkuvopn- um. Það gæti hugsazt að þau sæju sér leik á borði til að framkvæma f einu vetfangi eina allsherjar sprengjuárás á vest- rænar þjóðir. Sá möguleiki er fyrir hendi, að í slíkri allsherj- arárás sem kæmi allsendis á ó- vart, tækist þeim að lama ger- samlega allt vamarkerfi vest- rænna þjóða. Okkur finnst að vísu, að varla væri nokkrum sæmilegum manni ætlandi aö gefa fyrirmæli um slíkt, að leggja milljónalönd í eyði, brenna og svíöa allt og eyði- leggja, en allur er varinn góð- ur, það er ómögulegt að reikna út ofstækisfullan hug valdaræn ingja og ef ekki væri snúizt til vamar, má vera að freistingin yrði of sterk, þegar sá stóri biti, alger heimsyfirráð væri kominn i þægilega seilingar- lengd frá ofbeldismönnunum. Og sannleikurinn er sá, að það eru varla liðin meira en 3—4 ár síðan hætta var talin yfirvofandi á þessu, áður en Bandaríkjamenn kipptu við sér og tóku að vinna að því að efla herstyrk sinn stórlega og áður en í odda skarst í Kúbu-deil- unni. Til að hindra slíka árás gripu Bandaríkjamenn m.a. til tveggja hvað ef þessar flugvélar farast, eða ef þær missa eina vetnis- sprengjuna út fyrir óhapp? Allan þennan óhugnað erum við minntir á í þessum atburði yfir Spánarströndum. Við erum minntir á það að á vorum dög- um er blámi himinsins tæplega eins skír og fagur og hann var fyrir nokkrum áratugum. Yfir okkur hvolfist ekki einungis feg urð himinsins heldur er hann blandaður þeirri lævi og ótta sem fylgir atómöldinni. Víst er öll þessi tækni sem við búum við okkur til ánægjuauka og kjarabóta, en það er illur fylgi- nautur að vaxandi þekkingu skyldi einnig þurfa að fylgja þekkingin á ráögátu þeirra skelfilegu eyðingarafla sem hin ar smæstu eindir búa yfir. En þetta er hlutur sem við verð- um að sjálfsögðu að sætta okk- ur við og reyna að læra að hegða okkur eftir því. jpiugslysið suður á Spáni var i fyrstu hjúpað þögn og banni þeirra öryggisráðstafana sem gerðar voru þar. í fyrstu fékkst ekkert opinbert svar við því, hvort um hefði verið að ræða flugvél með kjamorku- vopnum innanborðs. Jafnvel í- búamir þama í nágrenninu fengu ekkert svar við ótta sín- um um það, eða hver hætta þeim kynni að vera búin af geislavirkum efnum frá sprengj unum. Fjölmennir flokkar bandarískra vísináamanna og hermanna komu skjótlega á vettvang og lokuðu svæðinu með aðstoð spænskra lögreglu manna. Þó var það seint og um síðir opinberlega viðurkennt, að í flugvélinni sem fórst hefðu verið fjórar vetnissprengjur. Þrjár af þessum sprengjum fundust mjög fljótlega. Ein þeirra var heil og lítt skemmd, en í tveimur þeirra hafði það gerzt að hvellhettur með dýna- míti höfðu spmngið og skemmt nokkuð stálskelina utan um plútóníum efnismagnið í sprengjunni svo að geislavirkt efni hafði dreifzt um nokkuð svæði. Efnið dreifðist um akurlendi upp frá ströndinni, varð að flytja íbúana af því svæði og hefur fjölmennur hópur vísinda manna spænskra og banda- rískra síðan unnið að því að mæla geislavirkni jarðvegsins og hreinsa geislavirkan jarö- veg í burtu. Þeim efnum sem eru geislavirk er safnað saman og þeim komið fyrir í stál- tunnum sem fluttar veröa til Bandaríkjanna og grafnar þar i djúpri gjá skammt frá Sav- annah kjamorkuverksmiðjunni í Suðurríkjunum. Moldin sem þannig verður flutt í burtu nem ur um 8 þúsund 200 lítra stál- tunnum. Síðan verður önnur mold flutt á staðinn og hinir spænsku akuryrkjumenn geta haldiö áfram störfum sínum ó- skaddaðir. Að fjórðu sprengjunni varð Bandaríkjamönnum miklu meiri leit. Hún hafði fallið í sjó- inn.en í fyrstu var talið nærri útilokað að finna hana, því að hún gat hafa fallið á mjög víðu svæði. Þrátt fyrir það sendu Bandaríkjamenn að ströndinni 15 leitarskip sem byrjuðu að slæða sjóinn meðfram strönd- inni. En aðstæður voru mjög erf- iðar þar sem aðdjúpt er þama og fljótlega er komið niður á 500 metra dýpi og meira. Þá var gripið til þess ráðs að fá sérstakt köfunartæki, það er lítill 7 metra langur kafbátur sem fyrirtæki í Bandaríkjunum hafði látið smíða, ætlaður til björgunarstarfa og leitar á haf- dýpi. Var kafbátur þessi kallað- ur Alvin og er nú heimsfrægur orðinn, og þykir hið mesta undratæki, hann er útbúinn ljósaútbúnaði, ljósmyndavélum og sérstökum klóm sem hægt á að vera að vinna með á hafs- botni. Virtist nú sem ærið verkefni væri fyrir höndum með kafbáti þessum að leita eftir öllum hafs botninum á stóru svæði. Var þessu verkefni líkt við það að leita að saumnál í stórum hey- stakki. Áður en þessi skipulega leit hæfist var þó reynt að fara eft- ir ábendingu spænsks fiski- manns, sem hafði verið að veið um út af ströndinni 17. janúar þegar flugvélin fórst. Hann þekkti sín mið og kvaðst hafa séð að einhver ókennilegur hlut ur hefði fallið í hafið skammt frá sér. Farið var með sjómann- inn út á bát, hann héit á mið sín og benti Bandaríkjamönnun- um á hvar hann teldi að hlutur inn hefði fallið niður. Síðan var komið með kafbátinn Alvin þang að. Þar reyndist vera nærri 900 metra dýpi og fór kafbáturinn nokkra stund um botninn og voru myndir teknar af tiltölu lega litlu svæði. Síðan voru ljós myndimar framkallaðar og má geta nærri að það kom leitar mönnum skemmtilega á óvart, að á einni ljósmyndinni sáu þeir greinilega hvar sprengjan 'lá á botninum. Var það talið ein- stök heppni að hitta svo ná- kvæmlega á hinn rétta stað. Tekið var til með að reyna að ná sprengjunni upp, en aftur gerðist óhapp, vírtaug sem átti að draga sprengjuna upp með slitnaði og sprengjan féll nið- ur á meira dýpi. Þó þykjast Bandaríkjamenn nú vera örugg ir um að ná henni heilli upp. Þeir segja að ástæðan til þess, hve mikla áherzlu þeir leggja á að ná sprengjunni upp, sé ekki að hún valdi geislavirkri hættu, heldur hitt, að þeir óttast að Rússar gætu komizt yfir hana. Framh á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.