Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 4
4 V i s IK . Prrojuaagur iz. apru xaoo, I ÖLLUM KAUPFELAGSBUÐUM Færeyingar — Framh. af bls 9 tonn að stærð hann var ánægð ur með aflabrögðin. Síðustu þrjá mánuðina hafði hver bátur að meðaltali 2100 tunnur. — En við megum ekki láta hjónin missa alveg af matnum og þess vegna fáum við ekki að heyra meira um útgerðina. Frúin er lika orðin dálítið óþolinmóð. og' er það að vonum, þar eð varla er nokkuð eftir af máltíðinni nema eftirrétturinn. Að skoða náttúruna og kynnast íslenzkri menningu J^oks tökum við tvenn hjón tali. Þau heita: frú Jóhanna og Kristjan Jensen, fullorðin hjón, hann er verkfræðingur í Þórshöfn og hefur mikið haft með hafnarframkvæmdir að gera. Hitt eru ung hjón, frú Maud og Jens Pauli Heinesen. Jens Pauli er náskyldur þekktasta rithöfundi Færeyinga og ber raunar sama ættamafn og hann. Jens Pauli Heinesen er einn- ig rithöfundur, hann skrifar á faereysku og hafa komið út eftir hann fjórar sögur tvær í flokki, sem hann kallar sögusafnið:. Deningsælið og Hin vakra kvirr an og skáldsögumar tvær Afokjarin úr Selvík og Tú upp havsins heimur, sem er í þrem hlutum og kom seinasti hluti þess út rétt áður en þau lögðu upp í þessa ferð. — Þau segjast vera komin til þess að skoða landið, „Sögueyjuna" og nátt- úrufegurðina. — Syo eigum yið kunningja héma, ségir frú Heinésen, okkur hefði t.d. þótt gaman að heilsa upp á Hannes Pétursson skáld, en hann var um þriggja mánaða skeið i Fær eyjum í fyrrasumar og dváldi þá hjá okkur. — Við spyrjum rit höfundinn hvort Færeyingar lesi islenzkar bókmenntir. Jú, það er mikið um það Sumar af ís- lendingasögunum hafa verið þýddar á færeysku eins og t.d. Laxdæla, Gunnlaugssaga orms- tungu, Víga-Glúmsraga, einnig Heimskringla svo og nokkuð af nútímabókmenntum. Og talið berst að skólamálum, en Heine- sen er jafnframt kennari. Hann segir okkur að þeir hafi, auk skóla fyrir skyldunámið, menntaskóla, iðn- og tækniskóla og vísi að háskóla, þ.e. mál- fræðideild, svo eru nokkrir sér- skólar. Kennaraskóiinn þeirra er orðinn 90 ára eða rúmum 30 árum eldri en okkar og útskrif ar hann nú um 30 nemendur annað hvert ár. Konumar spyrjum við um húshaldiö. Þær halda því fram aö þaö sé ósköp líkt og tíðkast hér á ísl. Þær segjast hafa öll nýtízku þægindi rafmagnsáhöld og slíkt. Frú Jen sen minnist á ísl. lambakjöt- ið og segir okkur að það sé tálsvert borðað af því f Fær- eyjum, enda sé það ódýrara en innlenda kjötið. Við förum nú hálfpartinn hjá okkur við þess- ar fréttir, en þegjum kunnáttu- samlega um allar uppbætur og niðurgreiðslur. Frú Jensen trú- ir okkur fyrir því, að íslenzka kjötið sé alveg sérstaklega gott í skerpukjöt. En skerpukjöt er Færeyingum það sama og hangi- kjötið er okkur, það er bara vindþurrkað en ekki reykt. Og þá komum við aftur að menningarmálunum. — Islend- ingar hafa verið Færeyingum fyrirmynd í frelsisbaráttunni, segir Kristjan Jensen og við vildum gjarnan margt af þeim læra. Og Heinesen bætir við: Færeyingar þekkja meira til Is- lands heldur en íslendingar til Færeyja, það stafar í og með af því hve margir Færeyingar hafa verið héma í atvinnu. Það mætti gjarnan vera meira menn- ingarsamband milli þjóðanna, gagnkvæmar heimsóknir lista- fólks og slíkt. — Og við minn umst þá á leikför Leikfélags ins til Færeyja sumarið 1964, þar sem félagið sýndi Hart í bak eftir Jökul Jakobsson í öllum helztu kauptúnum við mjög góð ar móttökur. — Jú, þau höfðu séð sýninguna og luku öll upp einum rómi um ágæti hennar og sögöust hafa hrifizt mjög af hinum íslenzku leikurum. I Fær- eyjum er enginn atvinnuleikari, en þar er nú verið að byggja nýtt leikhús, sem reiknað er með að rúmi um 500 manns. — Við segjum þeim að nú sé ver ið að sýna leikrit hjá Leikfélag inu eftir sama höfund og Hart í bak, og það vill etnmitt svo til að það er verið að sýna leikritið í Iðnó þetta kvöld. Heinesen hjónin hafa mikinn áhuga á þess ari sýningu, svo að við bjóðumst til að aka þeim upp í Iðnó og það verður úr að við skilum þeim á „Sjóleiðina til Bagdad“. Samkeppnin Framh af bls. 8 endurkaupahlutföllum jafnvel oft á ári, ef aðstæður kreföust. Þróunina þarf að móta Ég er þá kominn aö lokum þessa máls. Enn á ný hafa treg RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. aflabrögð og erfitt tíöarfar minnt íslendinga á hina margvís legu óvissu, sem afkoma þjóðar innar er háð. Meö bættri tækni vísindalegum rannsóknum og fjölbreyttari atvinnuháttum hef- ur á undanförnum árum tekizt að draga stórlega úr þessari ó- vissu. En það tekst aldrei til fulls, og þá kemur til kasta stjórnar efnahagsmálanna að jafna sem bezt þær sveiflur, sem eiga sér stað, þrátt fyrin alla tækni og þekkingu nútímans. í því skyni, að Seðlabankinn geti gegnt hlutverki sínu í þessum efnum er tvennt mikilvægast, annars vegar aö bankinn eigi yfir að ráöa gjaldeyrisvarasjóði er veiti þjóðarbúinu traust og öryggi, en hins vegar að hann hafi í höndum tæki til að móta þróun peningamálanna á hverj- um tíma á heilbrigöan hátt. Þrátt fyrir öll vandamál líðandi stundar, held ég megi segja um þetta hvort tveggja, að miðað hafi að mun í rétt átt, síðan bankaráð Seðlabanka íslands kom saman til fyrsta fundar síns fýrir réttum fimm árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.