Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 13. apríl 1966.
15
*> HARVEI FERGUSSON:
*
Don Peclro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum —
— Nei, ég stökk út í, en þaö var
dýpra en ég hélt og ég fór á bóla-
kaf og ...
Hún þagnaði er hún sá skelfing-
arsvipinn á andliti hans og henni
skildist nú fyrst, að hún hafði ver
ið í hættu ,en hún bar sig raanna-
lega og sagði:
Það er ekkert hættulegt. Þetta
er bara dálítill pollur.
— En hann var djúpur, sagði
Leo og þú ert ósynd.
Hún hristi höfuöið þrem sinnum
var dálítið glettin og stolt á svip-
inn, en þó var eins og hann bæri
því líka vitni, að hún væri haldin
dálítilli sektartilfinningu.
— Við erum að læra — að synda
sagði hún við hann eins og til
skýringar eða ef til vill fann
hún til bamslegrar þarfar að
skrifta. Við höfum horft á strákana
til að sjá hvemig þeir fara aö
þessu. Auðvitaö vorum við þar sem
þeir gátu ekki séð okkur. Og svo
æföum viö okkur. Þú mátt ekki
segja neinum frá þessu.
— Auðvitað ekki, sagði Leo. Ekk
ert gat verið fjær honum en að
bregðast henni. Það hefði verið ó-
drengilegt, svik, í þar sem hún
hafði gert hann að trúnaðarmanni
sínum og bandamanni. Hann gerði
sér vel ljóst hverjum augum Don
Augustin og Lupe hefðu litiö á
það athæfi, að horfa á strákana
buslandi á bökkunum og í ánni.
— En þú verður að lofa mér aö
fara aldrei út i þar sem djúpt er,
sagði hann.
— Ég lofa því, sagði hún og
kinkaði kolli hátíðlega, og væti
ekki á mér háriö aftur. Um leið
lyfti hún votum fæti.
— Ég held að það hafi stungizt
þymir í hann, sagði hún
Hann skoðaöi fótinn og fann
þyrníhn og náði honum út með
vasahníf sínum og honum fannst
að hann hefði innt af hendi föður-
lega skyldu án þess að hafa til
þess nokkurt umboð eða heimild.
Hann fann til nokkurrar ábyrgð-
ar vegna þess, sem stelpurnar aö-
höfðust og hafði af því nokkrar á-
hyggjur, einkum er þær tóku upp
á því að veiöa allt lifandi, sem
þær komu auga á í lygnum pollum
og skurðum, skjaldbökur, froska og
pöddur og settu í fötugarm er þær.
fylltu vatni og komu svo með þetta '
inn í bæ.
Þær voru líka klifurfuglar hinirj
mestu og klifruðu eftir greinum
trjánna til þess að leita að fugl
um og skorkvikindum og títt
heyrði hann fliss þeirra og gleðióp
er þær höfðu fudið eitthvað sem
þeim þótti akkur í.
Brátt fór Leo að hugleiða, að
það gæti bakað honum erfiðleika
að vera trúnaðarmaður Magda-
lenu. Hún hafði verið fljót að átta
sig á, að hann var gæfur og um-
buröarlyndur og átti erfitt með
að neita henni, ef hún bæði hann
einhvers og í hans hús fór hún í
meö alla veiöina. Því var ekki vel
tekið heima hjá henni ef hún kom
með þetta, og Leo var lítt hrifinn
en lét þær þó fá horn í birgða-
skemmu sinni, sem þær gerðu aði
eins konar dýragarði. Þar var gam
alt fuglabúr, sandkassi og bali
með vatni fyrir lagardýrin. Og
brátt varð það hans hlutverk að
fella ýmsa úrskurði um lífverur
þær, sem stelpurnar settu í dýra-
garðinn, þvi að sambýlið þar var
ekki upp á marga fiska. Hann úr- ;
skurðaði að fuglsungum sky’Idi |
sleppa aftur út í náttúruna, en vel j
mættu þær hafa þá í búrinu einn
eða tvo daga til þess að fóðra þá
og skoöa froska og ýmis önnur
kykvendi sem fiskuð höfðu verið
upp úr skurðum og pollum, skyldu
þangað flutt aftur eftir að þær
höfðu haft þau til skoðunar og at-
hugunar og neitaði Leo algerlega
að þær fengju að hafa þama vatna
snák, sem Benita vafði um háls
sér til þess aö sýna honum hve
meinlaus hann væri, en eðlur og
hyrnda frosktegund máttu þær
hafa, þvf að þessi dýr voru gæf
og þær voru duglegir flugnaveið-
arar að veiða flugur sér til átu.
Leo var sem að líkum lætur lít-
ið um það gefið að sinna þessu
hlutverki, en samtímis var sem
hann endurheimti bemskugleði, því
að undir niðri hafði hann sama á-
huga fyrir þessu og telpurnar
Leiddi þetta til þess að áhugi hans
vaknaði fyrir náttúmfræði og
keypti hann sér bók um þau efni
og síðar náttúrufræði handa börn
um með litmyndum. Þær juku lítt
fræðslu um náttúrufræði byggöar-
lagsins, en telpumar höfðu bæöi
gaman af og voru ekki sízt hrifnar
af myndum af fílum og tígrisdýr
um og ljónum, en myndir af þess
um dýmm höfðu þær aldrei séð
fyrr.'
Leo vissi mæta vel, að hann var
að gera margt fyrir Magdalenu,
sem hvorki Vierra-h-'ónin eða fað-
ir Orlando mundu hafa lagt bless
un sína yfir og hafði nokkurt sam
vizkubit af að fara á bak við þau
en það vóg meira hve mikla samúö
hann hafði með Magdalenu og eink
um ást hennar á því frjálsræði er
hún naut. Hann viss, að ef líf
hennar yrði síðar meir sem annarra
mexikanskra kvenna, mundi hún
eiga minningar til æviloka um
þennan frelsistíma bernskuáranna,
en frelsi — eöa frjálsræði til neins
mundi hún ekki njóta síðar meir
nema þess, sem hún gæti aflaö
sér með leynd og slóttugheitum.
Það var engan veginn óalgengt
að mexikanskar telpur fengju að
lifa frjálsu lífi á dögum bernsku og
æsku en á kynþroskaaldri var fyrir
slíkt tekið. Þá var ung síúlka af
stétt Magdalenu í rauninni tekin
i flokk hefðarkvenna eða frá ferm
ingu og fyrstu skriftum og var lát
in hefja þátttöku í samkvæmislíf-
inu og bar eftir þaö að hlíta hefð
bundnum venjum og rækja skyldur
ýmsar, sem ættin taldi mikilvægar
Þá mátti hún ekki hafa neitt sam
an að sælda við karlmenn utan sinn
ar ættar, fara ferða sinna án
fylgdar og ekki taka þátt í neinu
sem líkamlega áreynslu hafði í för
meö sér og var þar dans aðeins
undanskilinn. Og 16 ára, ef heppn
in var með, mundi hún giftast, oft
mannsefni, sem foreldrar hennar
eða aðrir ættingjar höföu valið
handa henni. Og mexikanskar
stúlkur yfirleitt sættu sig viö þessi
örlög af hlýðni og undirgefni og til
hlýðilegum virðuleik þvi að það
var vilji foreldranna, vilji klerks
ins og guös vilji, en ekki var Leo
í vafa, að þaö myndi er þar að
kæmi verða erfitt fyrir Magdalenu
að beygja sig undir ok þessara
siðareglna, því að hún var upp-
reisnargjörn aö eölisfari, var at-
hafnasemi f blóð borin og þótti
margt forvitnilegt í þeim heimi,
sem húri óx upp í, vildi kynnast
öllu og njóta kynnanna. Innan vé
banda ættarvettvangs var fátt for-
vitnilegt og eftirsóknarvert í henn
ar augum, en á vettvangi frjálsræð
isins var vissulega óvissan ein
framundan.
Sjóstakkarnir
ódýru fást enn, svo og flest önn-
ur regnklæSi, regnkápur (kðflóít-
ar) og föt handa bömum og ungl-
ingum. Vinnuvettlingar og plast-
vettlingar o.fl. — Vopni h.f. Aðal-
stræti 16 (við hliðina á bílasölunni)
Setjum upp
Mælum upp
Loftfesting
Veggfesting
Lindargötu 25
4^ 444 4 4 liinuurgwiu
tlJwllv) sími 13743
7
A
R
2
h
n
Serena,
inga, sem
eina sem
heldurðu
og þig?
to MP LKe tumTA 6ÉT REA7y PORWSHQW'
THERH ARE A COUflE
EffifBfWlklfi I vnip «.e,u=«_* op'ANUML LOVEHS
WHOJUSTCAMEWOM
HOKSESACIC...TMEY
WAHT TO PUT A STOP
TOTHE IL.LESAL
TKAPFICICINS OF
HIPES AU7 TUSICS
HERE-IN LUAM7A!
ég hef aldrei kært mig um pen-
þú hefur borgaö mér. Þú ert þaö
ég læt mig nokkru skipta. Ha,
aö ég gæti elskað gemlinga eins
Einhvern tímann mun þig iörast þess að
hafa talað til mín á þennan hátt. Þangað til
geturðu sagt mér hvað þú vilt, ég verð aö
fara að undirbúa mig fyri rsýninguna.
Það em nokkrir dýravinir, sem voru aö
koma ríðandi í bæinn. Þeir vilja binda endi
á ólöglega verzlun meö skinn og fílabein hér
í Luanda. Ó, nei, ég var nærri búin að keyra
þá niður, nú sé ég eftir því að hafa ekkí gert
það.
Auglýsið
Fermingargjöfin
Gefið menntandi og þrosk-
andi fermingargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortin
og hnettirnir
leysa vandann vlð landa-
fræðinámið. Kortin inn-
römmuð með festingum.
Fæst ; næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Árni Ólafsson & Co.
Suðurlandsbraut 12. Sími 37960.
betur
meö
«
wUeil
líanz-
iiriestii
ilifli nodihol
. jid* friiw
LMANTI K
dwbeéh
glans
hárlagningar-
vökva
HIILBSÖIUIIK6DIK
ÍSLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉUGH>HF
VBAMLdDSLtlRÍTTINDI AMANTI HF