Vísir - 12.04.1966, Page 7

Vísir - 12.04.1966, Page 7
VÍSIR . Þriðjudagur 13. aprfl 1368. 7 KIRKJAN ÞJÓÐIN Einu sinni var prestur spurður: Er ekki gott að vera prestur á páskum? Hvernig er það sr. .Takob, er misjafnlega auövelt (eöa erfitt) að vera prestur eftir því hver tfmi kirkjuársins er? — Hvenær er ekki gott að vera prestur? En auðvelt er það aldrei. Páskahátíðin inniheldur það, sem að mínu viti er hyming arsteinninn undir aTlri kirkju- legri kenningu. En páskahald okkar ’fylgist ekki með tíman- um, fremur en svo margt annað Nú eru þaö ferðaskrifstofur og íþrðttafélög, sem ráöa yfir þjóð- inni um bænadagana og upprisu dagana. Auövitað eiga að fara fram guðsþjónustur á vegum þesarra stofnana, upp um fjöll og firnindi. Ég messaði fyrir tveim árum — raunar ekki á páskum — í Espo f Finnlandi. Við messu var, auk safnaðarins, fullur langferöabíll af skemmti- ferðafólki, sem tók guðsdýrkun ina með í sfna ferðaáætlun. Þeg ar við Sigurbjöm biskup vorum að byrja starf okkar hér í Reykjavik, höfðum við páska- messur í skíðaskálunum, við á- gætar undirtektir, — svo að ein- hver náungi sagði í blöðunum, að nú væri hvergi orðinn friður fyrir prestum, ekki einu sinni uppi á reginfjöllum. Og skop- myndin í Speglinum var hrein- asta afbragð. En svo að við slepp um öllu spaugi, þá er tilgangur hátíðarinnar ekki sá, að ein- hvers staðar sé messað, heldur aö enginn einasti einstaklingur fari á mis við messu ,svo framar lega sem mögulegt er. Á pásk unum er messað klukkan átta að morgni, og síöan aftur klukkan ellefu, en ég væri til með að messa hvem sunnudag klukkan sex fyrir ferðafólk, sem vildi koma við í kirkjunni, áður en það færi úr bænum, ef það á annað borð væri komið á flakk. Þú hefur nú mikla prestskap- arreynslu frá þvf þú vígðist að- stoðarprestur til föður þfns að loknu prófi árið 1928. Þú hefur verið prestur bæöi austan hafs og vestan, bæöi úti á landi og hér í höfuðstaðnum. Er ekki af- Samtíð vor við GULLNA HLIÐIÐ armikill munur á verkefnunum á þessum stööum? — Jú, töluveröur munur. Og það ,er lærdómsrfkt fyrir presta að fá tækifæri til að þjóna við svo ólíkar kringumstæður. Fyrir vestan vom söfnuðumir orðnir fimm, sem ég þjónaöi að meiru eða minna leyti, allir frekar fá- mennir, skulum við segja, en oft messaði ég fjórum sinnum hvem sunnudag á sumrin. — Safnað- artilfinningin er yfirleitt sterk- ari fyrir vestan en hér. Þó fjar- lægðist ég fríkirkjuhugmyndina frekar en hitt. Þjóðkirkjan á bezt við okkur á íslandi þrátt fyrir allt. Austur á Noröfirði byrjaði ég prestsstarf mitt, að undanteknum sjö mánuðum sem ég var aðstoöarprestur hjá föð- ur mfnum á Djúpavogi. — Ég hefi einhvers staðar séð um- mæli á prenti, sem gáfu til kynna, að Norðfirðingar hafi ver ið sérlega sljóir f kirkjulegu til- liti. Þetta er ekkert annað en þvættingur og bull, því að ég efast um, að nokkur prestur á landinu hafi átt vísan stuöning jafnmargra ágætismanna í söfn- uði sínum og ég átti á Norðfirði. Barnaguðsþjónustur voru haldn- ar viö mikla aösókn, og föstu- guösþjónustur. Hvort tveggja var þá nýjung austur þar. Fyrir- rennari minn í embættinu haföi verið mjög reglusamur í allri embættisþjónustu, og fólkið var því vant að boðuð væri messa hvem helgan dag. Kirkjusókn var alltaf góð, og stundum með ágætum. Messuföll voru aldrei, nema ef ég sjálfur var fjarver- andi. En því veitti ég athygli, að kirkjusóknin var alltaf bezt, þeg ar aldrei var gert hlé á. — Á Noröfiröi naut ég hjálpar frá kennurum eins og Valdimar Snævarr og Sigdóri Brekkan. — Organistar voru oftast tónskáld- in Ingi T. Lárusson og Helgi Pálsson, og ekki get ég hugsað mér betri meðhjálpara en Hjálm ar Ólafsson. Einu veitti ég sér- staklega athygli á Norðfiröi. Þar voru vissar ættir, þar sem trúræknin virtist hafa verið á- stunduð og trúartilfinningin ræktuð mann fram af manni. Oft verður lítið úr menningar- arfi sveitarinnar, þegar komiö er í fjödbýlið, en þama var eins og sjóður hvers og eins væri ávaxtaður til ágóða fyrir fjöld- ann. í þá daga var byggð sunn- an við fjörðinn, og heimsókn- ir mfnar þangaö voru hátíðis- dagar, svo viljugt var fólkið á bæjunum að koma saman til guðsþjónustu, t. d. þegar bari var skírt eða ég kom í húsvitj- un. Nei, það var sannarlega ekki dauft kirkjulíf á Norðfiröi, og Noröfiröingar hafa veriö mér á- kaflega tryggir, allt til þessa dags. Hér I Reykjavík finnst mér eiginlega, að ég hafi þrjá söfn- uði. í fyrsta söfnuðinum eru þeir, sem koma að staðaldri til messu. 1 öðmm söfnuðinum eru þeir, sem ég hefi haft persónu- legt samband við, t. d. í sál- gæzlustarfi, sem raunar fer mest fram í kyrrþey. Loks er þriðji söfnuðurinn, fjölskyldum ar, sem hafa sótt til mín prests- verk, kannski árum saman. Ég lifi það líklega ekki að sjá þessa söfnuöi alla undir kirkjuþakinu í einu, — en þeir, sem í kirkj- una koma, biðja fyrir þeim, sem ekki em þar, og í bænarheimin- um erum við allir eitt. Hér f Reykjavík hafa prests- verkin verið tengdari heimilum prestanna en víðast hvar ann- ars staöar í borgum, og raunar afgreiðsla embættanna einnig. Islenzka kirkjan gerir f raun- inni miklar kröfur til prestskon- unnar, en ég vil ekki segja, að þessi siður hafi alltaf verið sem heppilegastur, t. d. um jólin, þeg ar bömin á prestsheimilunum hafa verið homrekur, einmitt þá daga, sem bömum er kennt að hlakka til. En hvað sem húsunum. Þegar bæði Land- spítalinn og Borgarspítalinn eru fullgerðir, hefir ræzt fagur draumur. Vonandi verður það sem allra fyrst. Og þjóðin á að gera vel bæði við lækna og hjúkrunarfólk og tryggja því bæði góða lífsafkomu og starfs skilyrði. Og hér ætti að vera einn prestur við hvert hinna stærri sjúkrahúsa, maður meö sérmenntun í þeirri grein sál- gæzlu, sem þar til heyrir. Hann ætti einnig að vera undir það búinn að vera ráðunautur ein- staklinganna, þegar þeir hafa þörf á aðstoð við að samhæfast þjóðfélaginu við breyttar kring- umstæður. Finnst þér ekki hafa orðið í tilefni nýliðinna páska hefur Kirkjusíðan fengið hlnn þjóð- kunna rithöfund og kennlmann, sr. Jakob Jónsson, dr. theol, til að svara nokkrum spumingum. I samtaiinu er fjallað um ýmsa þætti í trúar- og kirkjulífi þjóðarinnar nú á tfmum, sem sr. Jakob ræðir á raunsæjan hátt af sínum alkunna þrótti og f jöri. Yfirskrift þáttarins er tekin úr niðuriagi samtalsins, þar sem srf Jakob minnist á byggingu Hailgrimskirkju. — Meðfylgjandi mýnd tók ljósmyndari Vísis af sr. Jakob í prédikunarstólnum á pálmasunnudaginn. þessu líöur, er ég alls ófeiminn viö að segja, aö ég efast um, að reykvískar prestskonur hafi nokkum tíma fengið þá viður- kenningu, sem þeim ber sem kirkjulegum starfsmönnum. Sumar kirkjudeildir banna prest um að giftast, en ég öfunda ekki starfsbræður mína í þeim kirkjum. Það er stórkostlegur ávinningur yfirleitt fyrir kirkj- una, að prestsheimilin hafa orö ið til, og við, sem erum orðin vön sambandi heimilis og safn- aðar, myndum sakna þess, ef þaö slitnaöi. Frá því eru marg- ar kærar minningar. Og úr því að þú spyrð um prestsstarfið í Reykjavík, get ég ekki stillt mig um að minnast á guðsþjónustumar á sjúkrahús um sóknarinnar. Aðallega er það þó landspítalinn, því að þar hefi ég guðsþjónustu að for- fallalausu annan hvern sunnu dagsmorgun. Þær heimsóknir eru mér ómetanlegar, og ég finn til innilegrar gleði yfir þeirri velvild, sem ég finn anda á móti mér frá læknum og hjúkr unárliði, jafnt sem sjúklingun- um. Það er líka uppbyggilegt fyrir prest að kynnast kristi- legri þjónustu í verki, eins og þeirri, sem fram fer á sjúkra- mikil breyting á viöhorfi fólks til kristindóms og kirkju frá því þú fyrst hófst þfna kenni- mennsku? Viðhorf fólksins hefir áreiðan- lega breytzt til batnaðar. Breyt- ingar í andlegum málum gerast með tvennum hætti. Sumt eru tízkubreytingar, sem líkjast öld- um á yfirborði sjávarins, — en breytingar á undirstraumnum eru lengur að segja til sín. — Menningarsagan sýnir, að t. d. heimspekileg eða trúarleg hugs- un þarf áratugi ef ekki aldir til að ná tökum. Enginn vafi er á því, að frömuöir andlegrar menn ingar eru að verða miklu já- kvæðari en áður í garö trúar- bragðanna, og hugir unga fólks- ins eru opnari en miðaldra kyn- slóðarinnar. Samt erum við ekki búnir aö bfta úr nálinni með tízku-fyrirbæri nítjándu aldar- innar, efnishyggjuna. Einu sinni las ég eftir þig ritgerð eða ræðu út af orðum Páls f I kor. 14. 26: Allt skal miða til uppbyggingar. Hefur þú ekki hitt fólk, sem efast um að doktorsrit þitt um kímni í N.T. miði til uppbyggingar? Jú, nokkra. Raunar hefi ég ekki nema einu sinni orðið fjrrir aðkasti í blaði, en höfundur greinarinnar „gekk upp ólesinn“ eins og maður myndi segja í gagnfræðaskólanum. — En vís- indalegum guðfræðiritum er ekki ætlað að vera „til uppbvgg ingar“ á sama hátt og t.d. hús lestrarbókum. Ætlun mín var að reyna að skýra einn drátt í mynd frumkristninnar, predik- unarmáta og kennsluaðferð Jesú og postulanna. Ég hefi stundum orðið var við misskiln ing í sambandi við efni bókar- innar, og meðfram til að leið- rétta þann misskilning flutti ég þrjú erindi í útvarpinu f vetur, og ýmsir af hlustendunum hafa sagt mér, að við það hafi máiið orðið ljósara. Oft heyrir maður að heims- hyggjan, — lífsþægindastefnan — sé að gégnsýra þjóðlífið með ýmsum fskyggilegum afleiðing- um. Er kirkjah nægilega óháð „heiminum“ og því sem hans er, til þess að geta leitt menn á hjálpræðisveg og bent þeim á hið eina nauðsynlega? Heimshyggjan er auðvitað alltaf trl niðurdreps, ef átt er við fégirnd, skemmtanafýsn og nautnasýki, — eða þegar menn yfirleitt vilja lifa eins og gras bftar, sem ekki kunna faðir- vorið. En lífsþægindastefna í þeirri merkingu, að þjóðin vilji ekki lengur búa við vesaldóm f efnalegu tilliti, er bæði nauð- synleg og eðlileg. Ég hefi enga samúð með þessari fátæktar- rómantík, sem sumir halda fram eins og allir hafi verið svo góðir og guðræknir hér áður fyrr, þeg ar enginn hafði neitt handa á milli, og sveitarómagar voru boðnir upp eins og sauðfé. En það er annað, sem ergir mig. Ég man þá tírna, að barizt var heitri baráttu fyrir því, að viss ar stéttir, sem þá áttu örðugast fengju í sig og á. Nú stendur þjóðfélaginu alveg á sama, þó að ýmsar aðrar stéttir, t. d. menntamenn, verði að aftur- kreistingum í efnalegu tilliti. Ég er ekki alveg viss um, hvaða merkingu þú leggur f það, að kirkjan sé háð eða óháð „heim inum“. Kirkjan er jarðnesk stofnun, þó að hún sé af himn eskum uppruna. Samt kæri ég mig ekki um, að þeir tímar komi aftur, að kirkjan verði einhvers konar auðvald í þjóðfélaginu, —i en mér hefir samt í fullri alvöru dottið í hug, hvort það verði ekki bráðum nauðsynlegt fyrir íslenzku þjóðkirkjuna að útvega sér einhvern fastan tekju stofn, t.d. útgerð eða iðnað, þvf að tillag ríkisins nægir ekki til þess, sem nútíminn krefst, og íslenzkir auðmenn hafa ekki enn lært nógu mikið af amerf könum. En vestan hafs þykir ekki nema sjálfsagt, að auðugir menn skelli milljónum f kirkjur, sjúkrahús og háskóla. Þetta lag ast héma, þegar menn hætta að hugsa eins og fátæklingar, þó að þeir ráði yfir of fjár. Hvað finnst þér vera athyglis verðasta nýjungin í boðunar- máta kirkjunnar eða starfsað- ferðum? * Það fer eftir því, við hvað er miðað. Æskulýðsstarfið er mikils vert, en getur varla tal- izt nein nýjung úr þessu. Guö fræðilegu námskeiðin, sem far- ið er að efna til, hafa geysilega þýðingu fvrir kirkjuna, en mig dreymir alltaf um námskeið eða ráðstefnur af svipuðu tagi fyrir Framh. a bls. 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.