Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Þriðjudagur 12. aprfl 1966. ■ . ■ ■ ' ■ PARIS - LUXEMBURG STAVAI JSwwKi; BERGEN T . BERLIN * HELSINKI FARGJÖLDIN LÆKKA UM FJÖRÐUNG Vorfargjöld Flugfélagslns gera ýSur Ideift a3 fljúga fyrjr fjúr'Bungi lægra verð til 16 borga í Evrópu. Á yorin er bezt a3 ferðast — fegursti árstíminn. í suBlægum löndum og lægstu fargjöldin. FljúgiB me3 Flugfélaginu y3ur til ánægju og ábata. FLUGFELAG ISLANDS ICELANDAIR Húsbyggjendur afhugið SÍMI 3-55-55 RUNTAL- OFNINN ERFYRIR HITA- VEITUNA SÍMI 3-55-55 RUNTAL- OFNINN ER FYRIR HITA- VEITUNA RUNTAL-OFNINN er svissneskur stálofn framleiddur á fslandi. — RUNTAL-OFNINN með sléttum flötum á vel við nýtízku byggingastfl. RUNTAL-OFNINN er ódýrasti ofninn. Verð frá krónum 140—396 á hitafermetra. RUNTAL-OFN/LH []F. Síðumúla 17. — Sími 3-55-55. Kirkjan — Framh. af bls. 7 aðra en presta, t.d. blaðamenn, leikara, verkamenn o. s. frv., en samt í tengslum við kirkjuna. — Annars held ég, að efling sálgæzlustarfsins sé nauðsynleg ust, samfara predikunarstarfinu. Taktu læknana til dæmis. Þeir þjóna einstaklingunum, og und- irbúningsmenntun þeirra er mið uð við það. Ég hef enga trú á því ,að nein bót sé fólgin f margbreyttari helgisiðum. — Ég lít svo á. að kirkjan sé eig- inlega ekki til sjálfrar sín vegna, heldur sé það tilgangur hennar að flytja boðskap Krists til bæði fjöldans og einstaklinga, og hjálpa mönnum, jafnvel ein um og einum, til að lifa í trausti guðs og elsku til náungans, — og haga llfi sínu samkvæmt því. Ég held, að mesta vanda- verkið nú sé að styðja að bæna- lífi þjóðarinnar, — einstakling anna yfirleitt. Og við þurfum að vera óeigingjamari en við erum, líka f bænum okkar. En i verklegum efnum er orðið mest aðkallandi að koma upp heimiium fyrir gamalt fólk. Og að lokum sr. Jakob, viltu svo ekki enda þetta spjall á því að segja nokkur orð um Hall grímskirkju. Árið 1974 eru 300 ár frá and láti séra Hallgrims, og sam- kvæmt áætlun á kirkjubygging- unni að vera lokið að fullu það ár. En sama árið mun þjóðin minnast 11 alda byggðar í land inu. Það væri ánægjulegt, ef þessi áætlun gæti staðizt að fullu og Hallgrfmskirkja gæti átt sinn þátt í þjóðhátíðinni. En ég er sannfærður um, að Hall- grímskirkja á eftir að inna af hendi göfugt og mikið hlutverk í menningar og listalífi þjóðar- innar. Kunningi minn sagði einu sinni við mig, að það hefði ver ið skynsamlegra að biða með bygginguna, þvi að sjálfsagt myndu seinni tímar vilja hafa hana einhvern veginn öðru vísi. Þetta er auðvitað mjög skynsam lega talað, en væri farið eftir því heilræði, yrði bara ekki hægt að byggja nokkurt hús f landinu, kannski sízt af öllu íbúðarhús! Ég held nú samt, að ef við hefðum ekkert verra á samvizkunni en að byggja kirkju eins og Hallgrfmskirkju, stæði samtið okkar vel að vígi við gullna hliðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 82. Tölublað (12.04.1966)
https://timarit.is/issue/183759

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

82. Tölublað (12.04.1966)

Aðgerðir: