Vísir - 13.04.1966, Side 2
m
SÍÐAN
Þvi ekki að hringla til árinu?
„Eftir syndafallið"
T7' vikmyndaferill Margaret Lee
^ hófst með þvi að hún var
staðgengill Marilyn Monroe í
einni af kvikmyndunum sem
hún lék í. Margaret bar þá von
í brjósti að þetta mætti verða
upphaf mikils frægðarferils
en það varö bið á að svo yrði.
Árin liðu og Margaret fékk
ekki nema smávægileg hlutverk
í evrópskum kvikmyndum —
það var enginn sem veitti henni
sérstaka athygli. Þar til fyrir
nokkru.
Kvikmyndaleikstjórinn John
Frankenheimer hefur ákveðið
að gera kvikmynd eftir leikrit-
inu „Eftir syndafallið“ eftir
Arthur Miller. Þetta leikrit hef
ur verið sýnt í leikhúsum víðs-
vegar um heim og hefur hlut-
verk Maggie verið 1 höndum
beztu leikkvenna á hverjum
stað.
En John Frankenheimer legg
ur ekki áherzlu á að fá reynda
leikkonu í hlutverkið, hann vill
fá raunverulega Maggie, þ.e.
nýjá Marilyn Monroe. Og þar
með hefur Margaret Lee fengiö
hið gullna tækifæri lífs sins.
Hún er talin lfkjast Marilyn
Monroe öðrum fremur og þar
að auki hafði hún af henni per-
sónuleg kynni. Hin 25 ára gamla
brezka leikkona hefur verið ráð
in 1 hlutverk Maggie I kvik-
myndinni.
Mörgum leikkonum finnst
fram hjá sér gengið við val í
hlutverk Maggie, en ákvörðun
Frankenheimer stendur bjarg-
föst og Margaret Lee er himin
lifandi.
Æ'
I
kvikmyndinni
Tvífari Marilyn Monroe
á að leika MAGGIE
I
I
i
|
I
i
j
1 fljótu bragði viröist þessi mynd vera af Marilyn Monroe — en hún er af Margaret Lee, sem á að
lelka Maggie í „Eftir syndafallið."
Kári skrifar:
Undantekningarlaust er öllum
meiniDa við þetta hringl með
klnkkuna, að undantekmim
hrimghirunum sjálfum, sem fá
útrás mirmimáttarkennd sinni í
því mikilmennskubrjálæði að
þeim sé gefið vald yfir sjálfum
timanum, gott ef ekki rúminu
líka — að minnsta kosti telja
þeir sig þess umkomna að ráða
rúmtíma manna, því að alltaf
skulu þeir vera að þessu hringli
á nóttunni... Það er og eitt
einkennið á þessu mikilmennsku
brjálceði þeirra, og sýnir hve
langt það er gengið, að þeir
bregða yfir sig leyndarhjúpi ó-
persónulegs alpersónuleika, láta
hvergi getið nafns síns
eða stöðu, sízt af öllu þó hvað
an þeim sé komið sitt ofurvald
— enda hætt við að það vefðist
fyrir þeim... þeir eru bara
„þeir“ á sama hátt og hann er
bara „hann“ þegar maður segir
„hann snjóar“. Og eins og mað
ur veit, að „hann" snjóar, hvórt
sem almenningur vill eða ekki,
þá hlýða menn „þeim“ í blindni
og færa klukkur sínar aftur og
fram hvort sem þeir vilja eöa
ekki og rugla sjálfa sig í rím-
inu með því að stofna öllum sin
um lffsvenjum tileinkuöum og
erfðum, i beina andstöðu við
bandvitlausan tíma, sem hvergi
á sér rök né stoð í gangi neinna
himintungla, sólkerfa eða stjarn
þokuflóku — ekki einu sinni í
æðibunugangi halastjama eða
vígahnatta — heldur er í beinni
mótsögn og andstæðu við ger-
vallt sköpunarverkið... minna
má ekki gagn gera! Aö ekki sé
minnzt á smámuni eins og það
að fyrir þetta klukkuhringl fæð
ast menn ekki á sinni réttu ör-
lagastund hálfan ársins hring
né heldur deyja á sinu skapa-
dægri — því að skakkað getur
heilum sólarhring að tímatali
fyrir þennan klukkutíma, eins
er það með aðra atburði hálft
árið, allar sögulegar heimildir
markleysa fyrir tilstilli þessara
„þeirra". Því í ósköpunum eru
þessi þykjustualmætti — „þeir“
annars svo hlédrægir að láta sér
nægja klukkuhringliö, úr því
„þeir“ hafa tímann á valdi sinu
á annað borð? Hvers vegna
seinka „þeir“ ekki árinu ... Það
virðist þó sem nokkur rök séu
fyrir því, samkvæmt veörátt
unni eins og hún er og hefur
verið að undanfömu? Hvers
vegna hnika „þeir“ ekki til mán
uðunum, þannig að nú sé janú
ar eða febrúar, svo að snjóa-
tímabilið beri upp á miðjan
vetnr og fyrsti sumarmánuður
verði vormánuður? Það örlar þá
kannski á skynsemi í þeirri vit
leysu, eins og allt er í pottinn
búið... Eða kanski ber lika að
skilja þetta hringl alvörumáttar
valdanna með veðráttuna sem
mótmælaaðgerðir gagnvart
hringli þykjastmáttarvaldanna
með klukkuna — það skyldi þó
aldrei vera ...
Tjórhallur Halldórsson, mjólk-
urfræðingur sendi frá sér
ágæta grein í Tímariti Verk-
fræðingafélagsins, sem út kom
fyrir páskana. Bendir Þórhallur
réttilega á þá hættu, sem mat-
vælaframleiðslu okkar er búin
vegna skorts á hreinlæti við
alla meðhöndlun hráefna í fram
leiðslunni. — Það er fyllsta á-
stæða til þess að taka undir orð
mjólkurfræðingsins og er Kári
honum sammála í flestum atrið
um.
Og fyrst að á annað borð er
farið að ræða hreinlæti, eða rétt
ara sagt skort á hreinlæti í með
ferð matvæla, væri ekki úr vegi
að víkja ofurlítið að matsölun-
um okkar. — Það vill svo til að
Kári hefur tíðum orðið að boröa
á sjálfsafgreiðslustöðum hér í
borg. Þeir eru ófáir sem sækja
þessa staði á matmálstímum,
konulausir menn og þar með
lausir við allan tepruskap í mat
arræði, eða annað lausafólk.
Menn eru raunar ekkert að
kvarta þótt maturinn sé ekki
upp á það bezta á þessum stöð-
um, bragðlaus og oft afleitur I
alla staði. Ekki eru menn heldur
svo uppvægir yfir því, þó aö
sama súpan sé borin fram dag
eftir dag, kekkjótt og and-
styggileg og oft harla lík á
flestum stöðunum. — Nei,
svangir menn salla þessu á sig
og segja ekki orð. Þetta er fram
leitt fyrir sem flesta og á sem
ódýrastan hátt. — En mörgum
þykir skörin færast upp I bekk
inn, þegar matnum er ætlaður
staður á sprungnum diskum
og stundum illa þvegnum í
þokkabót — nei takk, ekki
Kári. Þaö er ekki svo að skilja
að því um líkt sé algengt, en
það þekkist, því miður. Eins er
það skelfing hvimleitt að hafa
stórar hrúgur af diskum með
matarleifum við hlið sér á borð
inu meöan maður nýtur matar-
ins. Þetta ástand skapast aö
sjálfsögðu vegna mikillar að-
sóknar að stöðunum á matmáls-
tímum og starfsfólkið hefur
ekki undan, en það er óþarfi aö
láta matarleifarnar mygla á
boröunum.
Svo er hitt annað mál, að
gestir ganga oft sóðalega og
draslaralega um þessa staði. —
Má kannski I því sambandi
minnast á þann ágenga púka,
sem virðist tröllríða vanþrosk-
uðum sálum og verður vel á-
gengt í því að fá menn til þess
að skilja eftir hluta af sálum
sínum upp um klósettveggi og
annars staðar þar sem menn
geta stundaö þessa iðju óáreitt
ir, að krota eigin nöfn, kunn
ingja sinna eða upphafsstafi á-
samt tilheyrandi málsora. Slíkt
fyrirfinnst líka á borðum og
stólum og er að því enginn
sómi. Það er niðurlægjandi fyr
ir sæmilega hugsandi fólk að
þurfa að viðurkenna svona ó-
tugtir í þjóðfélaginu, sem láta
annarlegar fýsnir sínar bitna á
dauðum hlutum.
Varðandi sprungnu diskana
vill Kári leggja til, að einhverj
um yrði fengið það embætti að
leita uppi alla sprungna diska
á veitingastöðum og brjóta þá
í nafni hins opinbera, er eldd
að efa að margir yrðu tfl þess
að falast eftir slíku starfi.