Vísir - 29.04.1966, Blaðsíða 15
VISIR . Föstudagur 29. apríl 1966.
15
HARVEI FERGUSSON:
*
Don Pedro
Saga úr Rio - Grande - dalnum —
og dansaði með afburðum vel. Þaö
var sem leyndiseinkunnir hennar
nytu sín í dansinum og hinn mikli
þokki, sem hennar var, og hún
hafði þann hæfileika til aö bera að
vekja gleði og fjör í hug hvers
; manns, er hún dansaði við, svo að
i milli þeirra urðu sömu tengsl til-
í finninga og- bezt geta verið milli
manns og hests.
Eitt sinn, er Medavisk ofursti
; var þar gestur, dansaði hún vals
við hann af drottningarlegri virð-
, ingu, en það var í einu af sam-
. kvæmum þeim, sem hún efndi til á
mánuði hverjum, en þegar dans-
, gleðin náði hámarki, er á leið kvöld
ið, dansaði hún svo flugfjörugan
< ræl við mexikanskan dansfélaga, aö
hvaða gringói sem væri mundi hafa
snarsvimað og orðið að hætta. í hin
um gömlu hópdönsum hafði hún
allt á fingrum sér, en þeir voru
jafnan dansaðir að gömlum sið í
öllum stórum samkvæmum. En
mesta hæfileika hafði hún tii þess
að koma því til Ieiöar, að allir
yrðu gripnir hinum rétta samkvæm-
isanda. Leo þótti þaö hinni mestu
furðu gegna hve áhrif hennar til
þessa voru sterk. Það var eins og
andrúmsloftiö gerbreyttist um leið
og hún kom inn I salinn, svo mikill
var bjarminn yfir henni, svo mikil
var lífsgleðin og fjörið, sem geislaði
frá henni Þar sem hún var hlaut
gleði að ríkja.
Leo varð fljótt að reyna, að eig-
inmaður getur orðið að reyna, að
; hann eignist keppinauta um hylli
sinnar eigin konu.
Magðalena var þannig, að hún
seiddi unga menn til húss þeirra, og
að sér sjálfri, svo að hún var títt
umkringd ungum mönnum, sem
mændu til hennar augum ástar og
aðdáunar — án þess hún gerði neitt
til þess sjálf, að hæna þá að sér.
Þetta var sá heimur, er karlar voru
' miklu fleiri en konur, og þeir sem
fóru þar ferða sinna fjarri þjóð-
braut, sáu ef til vill ekki konur
mánuðum saman. En Magðalena
|var sú sól, sem öllum vermdi og
jvakti þrá í hvers manns brjósti.
| En hún virtist aldrei taka einn fram
jyfir annan, enginn náði að verða
j kjörvinur hennar, ef til vill vegna
I þess, að hún var í svo miklum met
• um margra.
Öllum var ljóst, er gestir voru i
I samkvæmum hennar, að ungur lauti
[nant. Hildgard að nafni, frá Boston
| var svo ástfanginn af henni, að þaö
| olli honum sársauka. Hann hafði
j kosið sér hermennsku aö ævistarfi,
j var 24 ára, að aldri, var borinn
j og barnfæddur í borg strangra
j hefða, fór þaðan til þess að bind-
55.
j ast enn strangari böndum aga óg
skyldu í foringjaskólanum í West
Point, og er verunni þar lauk, urðu
mikil tímamót í lífi hans, því að
íþaðan fór hann sem í annan heim,
;þar sem tíbráin titrar yfir sönd-
jum og bláfjöllum, landi villtra rauð
jskinna og bófa, þar sem setu-
jliðsmenn Selders-virkis lifðu til-
; breytingarlausu h'fi, nema þegar
. endrum var gerður út skyndi-
i leiðangur til atlögu við Rauðskinna,
jeða boðiö var í samkvæmi innan
jvébanda samfélags, þar sem aðrar
jhefðir ríktu og andi, en liðsforing-
ar höfðu vanizt, og menn urðu að
venjast því að hafa traust taum-
hald á tilfinningum sínum, á þeim
vettvangi, er ástin var listgrein.
Hildgard liðsforingi var maður fríð
ur sýnum, sterkbyggöur en grann-
ur, hárið ljóst og liðað og ávallt
vandlega kembt aftur, nefið beint,
augun blá, hörundið ljóst, dálítið
bleiklitt, munnurinn fremur smár,
og var helzt til lýta á þessum ann
ars gjö.rvulega pilti, að það var
sem honum veittist erfitt að brosa.
Þó vottaði oft fyrir brosum, en það
var eins og þau hyrfu þegar út í
bláinn. Hildgard agaði sjálfan sig og
hann agaði sinn flokk af meiri
festu en aðrir liðsforingjar sína
flokka. í þremur smáskærum viö
Apache-Rauðskinna hafði hann
sýnt, að hann var vaskleikamaður,
„fæddur hermaður", sem finnur sér
svella móð í brjósti þegar út í
bardagann er komið og hvorki hræö
ist sár eða bana. En á dansgólfinu
var sem hann ætti enga mýkt til
— Magðalenu fannst hann minna
sig á flaggstöng — en, hann hafði
lært að dansa á austurríkja vísu í
West Point — hélt stúlkunni, sem
hann dansaði við í nokkurri fjar
lægð frá gljáfægðu látunshnöpp-
unum á bláa einkennisjakkanum,
hélt á stórum silkivasaklút í hægri
hendi, en með hinni hélt hann um
meyjarmitti en sú vinstri skagaði
fram sem bugspjót. En innan um
hóp svífandi og hoppandi danspara
stýrði hann meyjunni örugglega og
viröulega um þennan mannlífs ólgu
sjó, og virti allar mexikanskar dans
venjur að vettugi.
Magdalenu fannst sér skylt sem
húsfreyju að mýkja hann og liðka.
Án þess að svipta hann allri stjórn
á dánsinum, sótti hún að honum,
ef svo mættj segja, eins og hnefa-
leikakappi, sem greiöir hvert högg
ið af öðru sigurviss, unz keppi-
nautinn snarsvimar og brátt kom
hún á þeirri samstillingu, að þau
svifu um gólfið hvem hringinn af
öðrum, og Hildgard var á einni
stund sviptur Westpoint-skikkjunni
Sjálfsvirðing hans hafði orðið fyr-
ir áfalli og framkomublærinn, og
að dansinum loknum var hann eld-
rauður og vissi ekki sitt rjúkandi
ráö, stóö hann þarna eins og ást-
fanginn unglingur ,en Magdalena
klappaði saman lófunum og bað um
„meiri músík.“
„Huerto litli, Ijóshærði sagði
hún, ég skal ganga þannig frá þér
trúðu mér til, að þú veröir góður
Mexikani.
Leo veitti þv£ athygli, að eftir
það hafði Hilgard aldrei af henni
augun hvar sem hún var í salnum,
og að hann dansaði við hana hverju
sinni er' tækifæri bauðst. Og það
virtist svo, er hann kom í síðdegis-
heimsóknir, að hann kæmi ein-
göngu til þess að horfa á hana.
Hann var fámáll jafnan, en honum
var það greinilega mikil nautn,
að vera nálægt þessari lífsglöðu,
fögm konu, en konu sem slíka hafði
hann aldrei fyrr litið. Það var ný
lífsreynsla fyrir hann.
III.
Áður en Leo kvæntist hafði Copp
inger og komið ti lhans á kvöld-
in til rabbs yfir glasi, en nú kom
hann aldrei og sjaldan f búðina.
Coppinger vissi, að hann var ávallt
jafn velkominn, en hann var aug-
ljóslega feiminn, svo að Leo greip
að lokum til þess ráðs að bjóða
honum í eitt af sfðdegisboðum
Magðalenu.
Coppinger kom og greinilegt var,
að hann haföi búið sig sem bezt
hann gat. Hann var í tandurhrein-
um brókum og skyrtu, stígvélin gljá
andi og silfursporarnir svo skín-
andi, að það ljómaði af þeim. Hann
og Magðalena störðu hvort á ann- i
að þögul, er þau voru kynnt eins
og þau væru bæði furðu lostin.
Hún varð fyrri til að átta sig, brosti
og rétti honum höndina.
Coppinger var eins og utanveltu,
sat á bekk með baröastóra hattinn
á gólfinu viö hliðina á sér, hafnaði
súkkulaðidrykk og konjaki, en bað
um kaffi. I sfnum eigin fátæklegu
húsakynnum gat hann verið aðlað-
andi og ræöinn, en hann kunni auö
sæilega ekki við sig innan um
Mexikana. Hitt var það að hann
talaði spönsku með hinum flata
Taxas-hreimi og Leo grunaði, að
hann hann væri ekki nógu góður
í málinu til þess að fylgjast með,
er hratt var talað. Þar að auki bar
hann það með sér í öllu, að hann
var Texasmaður, og kenna mátti í
andrúmsloftinu, að ekki var út-
dauður með öllu hinn forni fjand- !
skapur Texasbúa, og Mexikana. —
Sumar kvennanna gátu þó ekki j
stillt sig um aö gefa honum auga, i
því að maðurinn var fríður sfnum
og karlmannlegur, en karlmennirnir
forðuðust að líta beint framan i
hann.
Magðalena, sem ávallt var hin
fullkomna húsfreyja, fór og settist
hjá honum, og rabbaði við hann
um stund á ensku, og kvaddi hann
með handabandi, þegar hann fór.
Eftir á spurði hún Leo margt um
hann. Hún vildi fá að vita allt um
starf hans, hvaðan hann væri og
þar fram eftir götunum. Og Leo
sagði henni allt sem hann vissi um
hestabrask hans og tamningar, ætt
Á lögreglustöðinni. Við verðum að hafa
ykkur í klefa til morguns, þegar þið sjáið
Brand dómara. Hvers vegna ætti aö hafa
okkur í varðhaldi, við vorum aö verja okkur
gegn árásarmönnum sem voru með hnífana
á lofti.
Ég vil tala við Brand dómara strax. Við
ætlum okkur ekki að eyöa nóttinni í kjall-
aranum. Mér þykir það leitt en hann skipaði
svo fyrir að hann yrði ekki truflaður. Læs
ið þá inni.
Ég er að byrja aö finna það meira en lítið
Peter aö einhver hefur okkur í skotmáli.
Gerfi okkar sem veiðiþjófar virðist hafa
náð til rétta fólksins Tarzan. Allt sem við
þurfum að gera núna Tarzan er að vita hverj
ir þetta eru.
Sjóstnkkarnir
ódýru fást enn. svo og flest önn-
ur regnklæði, regnkápur (kcflött-
ar) og föt handa bömum og ungl-
ingum Vinnuvettlingar og plast-
vettlingar o.fl. — Vopni h.t. Aðal-
stræti 16 (við hliðina á bflasölunni)
Fermingar-
• •• #• / r
giofin i ear
Gefið menntandi og þrosk-
andi rermingargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortin og hnett-
imir !eysa vandann viö landafræði-
námiö. — Kortin innröipmuö með
festingum Fæst næstu bókabúö.
Heildsölubirgðir:
Arni Ólafsson & Co.
Suðurlandsbraut 12. Sími 37960.
la
gningin
betur
meö
vUeii'
6lanz
nrleslig
adn&éfr
glans
hárlagningar-
vökva
HKIIDSÖLUBIRCOIR
ÍSLENZK ERIENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF
fBAMLKIÐSLURKTTINDI AMANTI Hf