Vísir - 29.04.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 29. april 1966. 7 fJÁRMACNID HJÁ FÓIKINU r Avarp Styrmis Gunnarssonar á fundi borgarstjóra í gær JJeykjavík ber svip ungrar borg- ar. Þótt byggt sé á gömlum stofni er Reykjavík ný og síung, enda hefur æskan staðið hér við stjómvölinn. Borgarstjórar Reykja- víkur hafa oftast tekið við því vandasama embætti ungir að árum og £ borgarstjórn hafa Reykvíking- ar hverju sinrri sýnt nýrri kynslóö mikilsverðan trúnað. Engan þarf þvf aö undra, þótt Reykjavík hafi veitt öörum hlut- um landsins forustu í alhliða fram- förum og atvinnulegri uppbyggingu. Bjartsýni og djörfung æskunnar hef ur stuðzt við reynslu og traust hinna eldri og einkennt störf þeirra sem með borgarmál fara. Hér hafa ótal nýjungar verið teknar upp í verklegum framkvæmdum og á öðrum sviöum, sem síðar hafa ver- ið teknar upp £ öðrum hlutum lands ins. Jafnvel þessi fundur, sem viö erum nú stödd á, er gagnmerk nýj- ung, sem mun ekki aðeins hafa viðtæk áhrif á borgarmál Reykja- vikur heldur marka þáttaskil f is- lenzkum stjórnmálum. Sú kynslóö, sem á hverjum tíma hefur stjómað þessari borg, hefur verið kynslóö nýs tíma. Menn nýrr- ar aldar hafa leitt þá hrööu upp- byggingu, sem hér hefur orðið á örfáum áratugum. Og vegna þess, að þeir hafa öllum íslenzkum stjórn málamönnum fremur skiliö nauö- syn endurnýjunarinnar, hefur eng- in ein kynslóð setið um kyrrt að völdum i höfuöborg íslands, held- ur hefur hver kynsióð tekiö viö af annarri, hver um sig óbundin af skoðunum og viðhorfum hinnar fyrri, reiðubúin til þess að færa sér reynslu hennar í nyt en óhrædd við að brjóta nýjar leiðir. Ef við lítum yfir sögu Reykja- víkur sjáum viö þessi kynslóöa- skipti verða á áratugsfresti eöa svo og við sjáum þær breytingar, sem verða með tilkomu nýrra manna. Á síðustu fjórum árum hafa fbú- ar Reykjavíkur — með vaxandi á- nægju og stolti — fyigzt með fram- kvæmdabyitingu í höfuöborginni. Framkvæmdum, sem áður þokuð- ust áfram hægt og hægt, fleygir nú fram með ótrúlegum hraða. Gatna- gerð, hitaveita, skólabyggingar — allt gengur þetta með slíkum mynd arbrag, aö viö erum stoit af borg- inni okkar. Ný þekking, ný tækni, ryður sér til rúms, sem gerir kleift að framkvæma fyrir sama fé naiklu meira en áður. Þetta er tákn hins nýja tíma. En þess ber að gæta, að bylting i framkvæmdum borgar- innar er ekki nægileg til að skapa hér þróttmikið og vaxandi sveitar- félag. Undirstaða þess er blómlegt o'g öflugt atvinnulíf. Reykjavík er í dag stærsta verstöð ísiands, og Reykjavík er i dag stærsti iðnað- arbær á íslandi. I Reykjavík stend- ur einnig vagga og vígi frjálsrar og sjáifstæðrar verzlunar á íslandi. Það er aö mínu mati frumskylda þeirra, sem með stjóm borgarinn- ar fara, aö varðveita og efla þetta forustuhlutverk Reykjavíkur í at- vinnumálum íslendinga. Stuðla að því að nýr atvinnurekstur rísi, ýta undir tæknibyltingu i þeim, sem fyrir eru. Við hljótum aö ieggja höfuðáherzlu á, aö þeir, sem vilja reka atvinnufyrirtæki i Reykjavík, fái til þess nauðsynlega aðstöðu og svigrúm til starfsemi sinnar, en neyðist ekki til að leita til ann- arra sveitarfélaga. Atvinnurekstur- inn er lífæö Reykjavíkur og áð hon um verðum við að hlúa. Gjald- heimta borgarinnar má ekki ganga svo nærri atvinnurekstrinum og einstaklingum að hún lami getu þeirra til framkvæmda og athafna. Reykjavík er og hefur verið og mun verða höfuðvigi hins sjálf- stæða framtaks á íslandi. Og að því hljóta stjórnendur borgarinn- ar að stuöla meö því að gæta hófs í gjaldheimtu hjá borgurunum en nýta þeim mun betur meö aukinni tækni og hagræðingu gjöld þau, sem á eru lögö. Kjöroröiö er: Fjár- magnið hjá fólkinu. Þannig nýtist það bezt til framkvæmda, athafna og uppbyggingar fagurrar borgar. Og það er ánægjulegt til þess aö vita, að einmitt í þessum anda hefur Reykjavík verið stjómað und anfarin ár. Borgin annaðist fram- kvæmdir sínar að mestu leyti sjálf áður fyrr. Nú er þetta breytt. Mestur hluti framkvæmdanna er boðinn út. Með þvi vinnst tvennt. Hagkvæmni í framkvæmdum og það, aö borgin stuðlar að eflingu sjálfstæðs framtaks borgaranna. Þessi stefna í framkvæmdum borg- arinnar hefur reynzt vel og henni ber aö halda áfram í framtíðinni. Jafnframt hlýtur sú spurning að vakna, hvort borgin eigi í vaxandi mæli að afla fjármagns til fram- kvæmda sinna meö skuldabréfaút- boöi. Slíkt færist nú í vöxt hér á landi og hefur gefizt vel. Þannig haldast fjármunimir í eigu borgar- anna, þótt borgin fái þá til nauð- synlegra afnota. Á sama hátt og Reykjavíkurborg hlýtur að hlúa að og efla atvinnu- lífið, sem er undirstaða lífræns og þróttmikils borgarlífs hlýtur hún einnig að veita sérstaka athvgli á- hugaefnum og vandamálum unga fólksins í borginni, sem er hennar framtíð. Unga fólkinu fjölgar stöðugt. Fjölmennir árgangar eftir'stríðsár- anna eru að vaxa úr grasi og byrja að láta til sín taka. Það er stundum sagt, að unga fólkið geri miklar kröfur nú til dags. Það má vera. En það fylgir straumi tímans og gerir aðeins þær kröfur, sem breyttir tímar gera. Þannig hefur það. alltaf verið og mun alltaf verða. Við viðurkennum að nýir tímar hafa skapað íslenzkri æsku meir heillandi tækifæri en nokkurri annarri kynslóð, sem þessa borg og þetta land hafa byggt, en við gerum okkur þess einnig grein að vandamálin eru enn fyrir hendi. Spjall J stjómmálabaráttunni velja menn og fiokkar sér bar- áttumál eftir því sem hugur þeirra stendur til. Þar eru margs konar þjóðnytjamál of- arlega á blaði. Nýtur sá stjóm- málaflokkur jafnan mestrar vild ar fólksins sem djarflegast berst fyrir umbótamálunum og dug- mestur þokar þeim í fram- kvæmd. Þessi einfaldi sannleik- ur virðist þó hafa farið fram hjá a. m. k. þeim sem stýra stjórnmálaskrifunum í Alþýðu- blaðinu. — Lengi hefur lít- ið farið fyrir umbótabaráttu flokksins í borgarstjóm, sem marka má gleggst af þvi að hann á ekki nema einn fulltrúa á þeirri samkomu af fimmtán. Og fyrir þessar kosningar eru það ekki umbótamálin, sem rædd eru í Alþýðublaðinu, svo sem marka má af forystugrein blaðsins i gær. Hún ber nafnið „Peningar“. Þar er í sífurkennd um vælutón talað um það hve það sé voðalega slæmt ef einn fiokkur hafi meiri fjárráð en annar. Verði að setja lög um það að hver flokkur gefi opin- bera skýrslu um fjármagn sitt sem eytt er í kosningum, og verði menn að fylgjast vel með því hvað hver flokkur eyði. p’r nú svo komið borgarmála- baráttu Alþýðuflokksins að hætt er að ræða hagsmuna- mál Reykvikinga í aðalmálgagn- inu en þess í stað kveinað um það að einhverjir ótilgreindir flokkar hafi fjárráð til þess að gefa út bæklinga fyrir kosning- ar og halda fundi! Mun lengi verða að leita til þess að finna dæmi jákvæðari stjórnmálabar- áttu eða mciri stórhug í þeim efnum sem máli skipta. Þetta sérstaka atriði er greinilega það sem Alþýðuflokkurinn í borgarstjóm telur mestu máli skipta fyrir framtíðarhag Reyk vikinga. Og svo er það náttúr- lega hln hliðin á málinu. Ekki er það verra eftir kosningar að geta kennt ófétinu honum Mammon um hve illa fór á kjör daginn. ^nnað dæmi um hina hugum- stóru kosningabaráttu Al- þýðublaðsins mátti sjá fyrir nokkrum dögum. Þá birti blaðið mynd af miklum bragga inn við Súða- vog, sem það sagði að væri dæmi um hið itla ástand í hús- næðismálunum undir stjórn meirihlutans. En því miður láð- ist Alþýðublaðinu alveg að geta um það að lengi hafa ekki litlir fætur hlaupið þar um gólf. I bragganum er sem sé aðsetur einnar deildar Leikfélags Reykjavíkur og þar að auki ljósastillingarverkstæði F.Í.B. Súðarvogssaga Alþýðublaðs- ins markast því af þeirri maka- lausu óskhyggju, sem oftar en einu sinni hefur skemmt Reyk- víkingum á undanförnum árum. Um það skyldi þó englnn kvarta, því hvar værum við staddir ef allan húmorinn vant- aði í pólitíkina? Vestri. Styrmir Gunnarsson. Það mál, sem nú varðar mestu unga fólkið í Reykjavík^ sem er að stofna heimili eða huga að heimilisstofnun er húsnseðismálin. Það er stundum sagt, að húsnæðis- málin séu unga fólkinu erfiðari en skyldi vegna þess, að það krefjist þess þegar á fyrstu hjúskaparárum að eignast eigin íbúð. Það er rétt en hvers vegna? Hvötin til þess að eignast íbúð er sterk og verð á leiguíbúðum í borginni er slíkt, að ekkert vit er í öðru fyrir ungt fólk, en að komast yfir eigin íbúð, svo fljótt sem auðið er. En jafn- vel þótt síðamefnda atriðið hafi mikil áhrif á viðleitni unga fólks- ins til þess að eignast eigið hús- næði, tel ég þá stefnu rétta, að það eignist eigin íbúð, svo fljótt sem unnt er. Við hljótum hins vegar að horfast £ augu við þá staðreynd, að aðstæður til þess eru ekki sem beztar og er orsökin fyrst og fremst sú, að lánakerfi húsnæðis- mála er ekki svo fullkomið sem skyldi. Ég hef ekki í hyggju að ræða þau mál ítarlega nú, en ég vil aðeins undirstrika það, að ég tel höfuðnauðsyn að á næstu ðárum eða svo veröi gerðar gagngerðar ráð stafanir til þess að byggja hér á landi lánakerfi húsnæðismála, sem veiti fólki kost á lánum til hús- bygginga, sem eru sambærileg við það sem gerist í nálægum löndum og vísir er kominn að hér á landi með þeim iánakjörum, sem með- limir verkalýðsfélaganna eiga kost á við kaup á íbúðum þeim sem Framkvæmdanefnd byggingaráætl- unar hyggst koma upp. Slíkt lána- kerfi mundi skapa heilbrigðara á- stand við fjármögnun þeirra bygg- ingaframkvæmda sem þegar eiga sér stað og gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði án þess að leggja hart að sér meðan á bygg- ingu stendur. Þessi mál koma að vísu ekki inn á verksvið borgar- stjórnar Reykjavíkur nema að mjög takmörkuðu leyti, en borgar- stjórnin hlýtur aö stuöla eftir megni að lausn hagsmunamála borgaranna í Reykjavík ag ekki sízt hinna yngstu þeirra. Ég fall- yrði, að á næstu árum sé ekkert mál unga fólksins I borginní jafn mikilvægt og raunhæf lausn hús- næðismálanna. Góðir Reykvíkingar. Öil viljum við byggja hér fallega borg. Borg, sem er í lífrænum tengslum við atvinnulíf þjóðarinn- ar og veitir atvinnuvegunum að- stöðu til að fylgjast með kröfum nýrra tíma, borg, sem skapar íbú- um sínum svigrúm til sjalfstæðs framtaks, athafna og framkvæmda, íþyngir ekki greiðslugetu þeirra nm of en skilur fjármagnið eftir hjá fólkinu, borg framtíðarinnar, sem hér eftir sem hingað til sýnir æskunni trúnað og hlýtur í staðinn djarfa og framsýna forustu. Að þessum markmiðum skulum við vinna saman í framtiðinni. Hafnarfirði 25. apríl 1966. TILKYNNING um aðstöðugjald í Reykjanesskattumdæmi. Ákveðið er að innheimta í Reykjanesumdæmi að- stöðugjald á árinu 1966, skv. heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Eftirtalin sveitarfélög umdæmisins hafa ákveðið notkun ofangreindrar heimildar. Njarðvíkurhreppur Vatnsleysustrandarhr. Garðahreppur Seltjarnameshreppur Mosfellshreppur Kjalarneshreppur Haf narfj .kaupstaður Keflavíkurkaupstaður Kópavogskaupstaður Grindavíkurhreppur Hafnarhreppur Miðneshreppur Gerðahreppur Gjaldskrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá umboðsmönnum skattstjóra og hjá viðkomandi sveit- arstjórum, og heildarskrá á Skattstofunni, í Hafnar- firði. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu- gerðar er vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir aðilar, sem aðstöðugjaldskyldir eru í einhverju ofangreindra sveitarfélaga, en hafa þar eigi lög- heimili þurfa að senda Skattstofu Reykjanesum- dæmis sérstakt framtal til aðstöðugjalds álagningar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af aðstöðugjalds- stofni tilheyrir hverjum einstökum gjaldflokkum. Frámangreind gögn vegna aðstöðugjaldsálagningar þurfa að hafa borizt til Skattstofunnar innan 15 daga frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Hafnarfirði, í aprfl 1966. Skattstjórlnn í Reykjanesumdæmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.