Vísir - 30.04.1966, Qupperneq 2
SíÐAN
Samvaxnar í fyrra—á reiihjólum nú
Ar er Biðið síðan síomstvíburasysturnar Santina og Giuseppina
voru aðskildar og nú leika þær sér eins og önnur börn
jy/Jargir minnast þess vafalaust
A er ítölsku síamstvíbura-
systurnar, Santina og Giusepp-
ina voru aöskildar í maí í fyrra,
en þaer höföu verið samvaxnar
frá fæðingu. Eins og alltaf í
slíkum tilfellum voru bæöi aö-
standendur og læknar mjög ugg
andi — átti að reyna aö aö-
skllja þær og eiga kannski á
hættu aö önnur eða báðar létu
lífið, eða átti að láta þær lifa
samvaxnar áfram, sem fram að
þessu?
Foreldrar Santinu og Giu-
seppinu voru þó ákveðnir —
þeir vildu að læknamir freist-
uðu þess að skilja stúlkumar
litlu að. Þær voru iagðar inn á
sjúkrahús — og aðgerðin
heppnaðist vonum framar.
Kannski minnast einhverjir les
endur 2.-síðunnar myndar, sem
birtist af syst'runum I kringum
jólin, þar sem þær stóðu í
fyrsta skipti hvor sínum meg-
in við jólatréð.
fyrstu eftir uppskurðinn áttu
systurnar litlu í nokkrum erf-
iðleikum meö að halda jafn-
vægi — þær voru svo vanar
að hafa stuðning hvor af ann-
arri. En nú er útlit fyrir að
þær hafi alveg yfirunnið þann
erfiðleikg, og fyrir einu ári, er
verið varvað búa þær undir upp
skurðinnvhafa víst fáir látið sig
dreyma um svo skjótan og góð-
an bata.
Santina og Giuseppina eru í
heimavistarskóla skammt fsá
Gardavatni á Ítalíu, en þær fá
alltaf að fara heim öðru hverju
og mesta tilhlökkunarefnið er
þá að sjá litla bróðurinn, Fui-
vio, sem er á fyrsta ári. Ful-
vio litla var beðið með mikilli
eftirvæntingu, en eftirvænting
in var kvíða blandin, því að í
huga móðurinnar hljómaði stöð
ugt spurningin: — Skyldi barn
ið verða heilbrigt?
Um þetta leyti í fyrra var verið að búa systurnar undir uppskurðinn mikla. í fyrstu eftir aðskilnaðinn voru þær dálítið valtar á fót-
unum, þær vantaði stuðning, en í dag hafa þær yfirunnið þann erfiðleika en þó er vissara að hafa stuðningshjól á reiðhjólunum
Barniö varð heilbrigt og frú
Elide Foglia og maður hennar
horfa björtum augum til fram
tíðarinnar.
Það er gaman að koma heim í
litla bróðirinn, Fulvio.
skólafriinu og hitta mömmu og
Kári skrifar:
það er nú svo, að Kára ber-
ast nú fleiri bréf með hverj
um deginum sem líður um hin
ýmsu efni og er því miður ekki
hægt að birta þau öll, en hér
kemur eitt nýtt af nálinni, að
vísu nokkuð blandað stjóm-
málum, sem Kári vill sem
minnst nálgast, en það fer hér
á eftir örlítið stytt.
Tvær fréttir
Forsíðuefni dagblaðanna og
innmatur þeirra mestur hefur
undanfamar vikur litazt æ
meira af baráttugleði flokk-
anna fyrir yfirvofandi bæjar-
stjórnarkosningar. Þykja mörg-
um þær fréttir miður skemmti-
legar aflestrar margar. Eru þar
eins og einatt þegar nær dregur
kosningum rekin upp örvænting
arvein til þess ætluð að binda
athygli og ná samúð hins al-
menna borgara.
Neyðiaróp Tímans
Það er ekki siður minn að
vasast í stjórnmálum, en ég get
þó ekki orða bundizt, eftir að
hafa lesið það örverpi í frétta-
mynd, sem birtist á forsíðu
Tímans og á eitthvað skylt
viö sálarástand Framsóknar í
kosningabramboltinu.
Hvílík hálmstrá gerir Fram
sóknarmálgagnið að haldreip-
um sínum í kosningabaráttunni
Þaö hefur sjaldan verið talið
mönnum til hróss að gera sig að
fundarfíflum. En Tíminn hefði
varla hampað Vigfúsi gamla
meira, þótt hann hefði orðið
fyrstur manna til tunglsins, fyr
ir það athæfi að gerast elliær
á almennum fundi um borgar-
mál í Lido á fimmtudaginn.
Fara þar að gjamma um í-
myndaðar eiturgufur fram í fyr
ir ræðumanni, sem var að tala
um íþróttamannvirki og annað
slíkt, en neita þó að ganga í
pontu til að skýra mál sitt.
Finnst mér að ungu mennirnir
hafa firrt manninn meiri
skömm en orðið var með því aö
leiða hann af fundinum. Enda
hefur framkoma þeirra verið
hin prúðmannlegasta eftir því
sem fram kemur i Tímanum, en
þar er þetta haft eftir Vigfúsi
um þessa ungu menn: ,,... þeir
gengu rólega til mín og sögðu
að ég væri að trufla fundinn . . “
Oft hefur ritstjóri Tímans ver
ið seinheppinn í skrifum sínum,
en varla trúi ég að honum hafi
verið sjálfrátt um þessi, og er
það að vonum að hann birti
ekki stafi sína með fréttinni,
enda varla á færi annarra en
landsfífla að blása upp slíkar
sápukúlur á prenti og þann tit
il hefur Indriði þó ekki átt hing
að til.
Sjálfshroki
Svo er það forsíðugrein í
Þjöðviljanum, þar sem æra
Kristmanns Guðmundssonar er
yfirlýst 5 þús. kr. virði. En í
dóminum sem kveðinn var upp
í máli þeirra Kristmanns og
Thors Vilhjálmssonar, var
Thor gert að greiða Kristmanni
þessa upphæð fyrir „hneisu og
álitshnekki." — En Þjóðvilj-
inn lætur sér ekki muna aC
ganga eitt sporið enn í því a?
niðurrakka Kristmann í sam-
bandi við þetta leiðindamál og
verðleggja æru hans lágu verði.
Gætir nokkurs sjálfshroka í
tali Thors um þessi mál í sömu
grein, þar sem hann kallar að-
gerðir dómsins fáránlegar. Enda
er eins og hann hafi notað tæki
færið til þess að auglýsa sjálf
an sig sem mest í sambandi við
málaferlin. — Það er kannski
betra að vera frægur að endem
um heldur en engu. — J.J.