Vísir - 30.04.1966, Side 11
KR-ingar íslandsmeistar-
ar / körfaknattleik 1966
& KR hafði algjörlega sigur yfir ÍR í fyrrakvöld í síð-
asta leiknum á körfuknattleiksmóti íslands. KR
vann þarna enn einn leikinn og hlaut samtals 16
stig, — vann alla sína leiki.
KR lék allan leikinn velheppnaða
svœðispressu, sem ruglaði ÍR-Ing-
ana talsvert í ríminu, komst Kol-
beinn Pálsson oft inn í sendingar
þeirra og oft sendu þeir boltann út
af. ÍR reyndi sömu vörn, en í
KR-Iiðið, sem varð íslandsmeistari í körfuknattleik 1966. Lengst til vinstri á myndinni í efri röð er Einar
Sæmundsson, formaður KR, en bandarískir þjálfarar liðsins eru lengst til hægri.
seinni hálfleik reyndu þeir „maður
gegn manni“, en án árangurs.
ÍR leiddi í byrjun og eftir 5 mín-
útur var staðan 7:6 fyrir ÍR. Á
10. mín. hafði KR hins vegar eltt
stig yfir 14:13 og smám saman
komst KR yfir og leiddi í hálfleik
með 41:28.
í seinni hálfleik var munurinn
orðinn 25 stig eftir 5 minútur,60:
35 fyrir KR og um miðjan hálfleik
var staðan 76:39 fyrir KR, eða 37
stiga munur og nú sklpti KR inn
varamönnum sínum, sem stóðu vel
fyrir sínu og héldu því forskoti
sem náðst hafði og vann KR leikinn
94:59, sem er mun stærri sigur, en
nokkum hafði órað fyrlr.
Langbezti lelkmaður KR í gær-
kvöldi var Kristinn Stefánsson.
Hann tók 8 vftaköst og hltti úr 7
Framh á bls. 7
ÍR meistari í
.
kvennaflokki
ÍR varð íslandsmeistarl i
kvennaflokki i körfuknattleik,
en eini Ieikur mótslns var milli
ÍR og KR í fyrrakvöld. ÍR-stúIk
urnar unnu með 28:18 og unnu
því sigurlaunin, fallega styttu
og meistaratign.
Heldur er körfuknattleikurlnn
hjá stúlkunum þó á lágu stigi,
enda flestar bamungar.
Sigurlaunin vom afhent í hófi
í Lídó í fyrrakvöld, og þar var
KR-ingum einnig afhentur ís-
landsbikarinn í körfuknattleik.
íslandsmötið í
badminton
í dag kl. 14 verður íslandsmóttð
í badminton sett I KR-húsinu við
Kaplaskjólsveg og sér TBR um mót
ið að þessu sinni, en þátttakendur
koma víðs vegar að af landinu-
Keppt er í þrem flokkum, meist-
araflokki, 1. flokki og unglinga-
flokki.
Úrslitaleikir verða leiknir á morg
un kl. 14 í KR-húsinu.
Skððnmót ÍR
Síðasta skíðamótið á þessum
vetri fer fram í dag, laugardag, og
hefst kl. 15. Þetta er innanfélags-
mót ÍR í svigi kvenna, stúlkna og
drengjaflokkum. í þessa keppni er
boðið til þátttöku sklðafólki úr öðr-
um félögum, og fer skránlng fram
á mótsstað kl. 14.
Skíðafæri er nú með ágætum,
nægur snjór bæði til að renna sér
í brekkum og einnig til gönguferða
um fjöll og dali.
Hjónakeppni i
Hveradölum
Þá er rétt að minna menn á
hjónakeppnina og keppni fyrir á-
hugamenn, sem ekki hafa stundað
keppnisgreinar, en þessi nýstárlega
keppni fer fram í Hveradölum á
morgun og hefst kl. 14. Óli Óla-
son, tekur á móti tilkynningum um
þátttöku.
við bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogskaupstað 22» maí 1966
A
Framboðslisti Alþýðuflokks-
félags Kópavogs
1. Ásgeir G. Jöhannesson
2. Axel Benediktsson
3. Jón H. Guðmundsson
4. Hörður Ingólfsson
5. Áslaug Jóhannesdóttir
6. Tryggvi Gunnlaugsson
7. Jón Á. Héðinsson
8. Reinhardt Reinhardtsson
9. Þórður Þorsteinsson
10. Ólafur H. Jónsson
11. Brynjúlfur K. Björnsson
12. Ingvar Jónssón
13 Ólafur Ólafsson
14. Trausti Sigurlaugsson
15. Jóhannes Guðjónsson
16. Magnús A. Magnússon
17. Magnús A. Magnússon
18. Eyþór Þórarinsson
B
Framboðslisti Framsóknarfé-
laganna í Kópávogi
1. Ólafur Jensson
2. Björn Einarsson
3. Andrés Kristjánsson
4. Jón Skaftason
5. Helgi Ólafsson
6. Jóhanna Bjarnfreðsdóttir
7. Hjörtur Hjartarson
8. Kristján Guðmundsson
9. Sigurður Geirdal
10. Hrafnhildur Helgadóttir
11. Pétur Kristjánsson
12. Elín Finnbogadóttir
13. Guðmundur H. Jónsson
14. Grétar S. Kristjánsson
15. Þorbjörg Halldórs frá
Höfnum
16. Stefán Nikulásson
17. Gísli Guðmundsson
18. Tómas Árnason
D
Framboðslisti Sjálfstæðis
flokksins í Kópavogi
1. Axel Jónsson
2. Gottfreð Árnason
3. Sigurður Helgason
4. Kjartan J. Jóhannsson
5. Bjarni Bragi Jónsson
6. Eggert Steinsen
7. Sigurður Þorkelsson
8. Ásthildur Pétursdóttir
9. Jón Eldon
10. Guðjón Ólafsson
11. Guðmundur Þorsteinsson
12. Einar Vídalín
13. Guðmundur Arason
14. Ingimundur Ingimundarson
15. Bjarni Jónsson
16. Guðrún Kristjánsson
17. Jósafat J. Líndal
18. Kristinn G. Wium
H
Framboðslisti Félags óháðra
kjósenda
1. Ólafur Jónsson
2. Svandís Skúladóttir
3. Sigurður Grétar Guð-
mundsson.
4. Árni Halldórsson
5. Gunnar Guðmundsson
6. Sigurður Ólafsson
7. Þórir Hallgrímsson
8. Guðmundur Óskarsson
9. Benedikt Davíðsson
10. Eyjólfur Ágústsson
11. Elisabet Sveinsdóttir
12. Ingvi Loftsson
13. Guðmundur Bjamason
14. Steinar Lúðvíksson
15. Ingimar Sigurðsson
16. Jón P. Ingibergsson
17. Eyjólfur Kristjánsson
18. Þormóður Pálsson
YFIRKJÖRSTJÓRNIN í KÓPAVOGI
Ásgeir Bl. Magnússon
Gísli Þorkelsson Bjami P. Jónasson
.. .•<*«**♦