Vísir - 17.05.1966, Qupperneq 4
4
V1 S I R . Þriðjudagur 17. maí 1966.
Fullkomið gatnakerfi
skipulagt í Reykjavík
í bókinni „Aðalskipu-
lag Reykjavíkur 1962—
1983“ fjallar einn kafl-
inn um framtíðarkerfi
gatna á borgarstæðinu á
Seltjamarnesi. Er þar
rætt um skiptingu gatna
í hraðbrautir, tengibraut
ir, safnbrautir og húsa-
götur, og hvaða hlut-
verki hver flokkur gatna
á að gegna. Sömuleiðis
er þar áætlun um röð
fyrstu framkvæmda. —
Birtast hér þættir úr
þessum kafla bókarinn-
ar.
PÖ5S VDfr0«
Kortlð sýnir fyrirhugaö gatnakerfi á borgarlandlnu á Seltjamamesi.
Gatnaskipulagið byggist á
skýrri aðgreiningu gatna í eigin
legar umferðargötur og aðrar
götur. Umferðargötunum er
skipt f þrjá flokka: fyrsta flokks
götur eða hraðbrautir, sem eru
einkum fyrir ferðir milli borg-
arhluta; þá eru annars flokks
umferðargötur, hér kallaðar
tengibrautir, sem eru einkum
fyrir ferðir innan einstakra
borgarhluta, og loks þriðja
flokks umferðargötur, kallaðar
safnbrautir, sem þjóna umferð-
inni innan einstakra hverfa.
Aðrar götur hafa það takmark-
aða hlutverk að veita aðkomu
að hverju einstöku húsi eða
stofnun innan hvers hverfis.
Mikill ökuhraði á
hraðbrautum.
Hraðbrautimar eru gerðar
fyrir mikinn ökuhraða og mikla
umferðarrýmd. í heild eiga þær
að vera með svipuðu sniði og
svonefndar bifreiðabrautir í
öðrum löndum. Þar eru tvær
aðgreindar akbrautir (a.m.k.
fjórar akreinar og miðræma),
enginn aðgangur að húsum,
skurðlaus gatnamót og sérstök
mannvirki, þar sem aðrar götur
tengjast við þær. Að jafnaði
munu tengingar við hraðbraut-
ir og mót þeirra innbyrðis verða
gerð með skábrautum, og fer
gerð tenginganna eftir umferðar
magni og mikilvægi brautanna
Af gatnamótum hraðbrautanna
eru aðeins tvenn fyrirhuguð
þannig, að brautirnar skerist í
sama fleti. Það eru mót Suður-
götu og Geirsgötu og mót
Snorrabrautar og nýrrar strand
götu.
í mörgum köflum í kerfi
hraðbrautanna eru gatnastærðir
töluvert meiri en lágmarksregl
ur fyrir bifreiðabrautir gera
ráð fyrir. Á kafla af Miklubraut
verða 8 akreinar, en 6 akreinar
annars. Á ýmsum öðrum hrað-
braututn er gert ráð fyrir 6 ak-
reinum, svo sem á Snorrabraut,
Kringlumýrarbraut, Skúlagötu
og hluta hinnar fyrirhuguðu
strandgötu i framhaldi Skúla-
götu.
„Vemdun" gatna í hrað-
brautakerfinu verður að vera
alger alls staðar, þar sem þær
liggja að óbyggðum svæðum.
En þar sem hraðbrautir liggja
um fullbyggð hverfi, er varla
hægt að vemda þær eins ræki-
lega, því f mörgum tilvikum
verður ekki hjá því komizt að
veita húsum nokkra aðkomu-
möguleika.
Ráðgert er, að eftirfarandi
götur verði hraðbrautir: Hring-
urinn: Suðurlandsvegur, Elliða-
vogur, Kleppsvegur, Sætún,
Skúlagata, Geirsgata, Ánanaust,
Hringbraut, Miklabraut, Vest-
urlandsvegur. Einnig Lækjar-
gata, Fríkirkjuvegur, Sóleyjar-
gata, ný gata vestan og sunnan
Öskjuhlíðar, ný Fossvogsbraut
í botni dalsins, Suðurlandsveg-
ur. Suðurgata verður aðal-
braut. Þá em það Snorrabraut,
Öskjuhlíð og vesturendi Bú-
staðavegar að Kringlúmýrar-
braut. Loks verða Kringlumýr-
arbraut og Hafnarfjarðarvegur
hraðbrautir.
4 akreina
tengibrautir.
Tengibrautir eru aðalæðamar
innan hvers borgarhluta, og
þær mynda að sínu leyti
ramma um einstök borgar-,
hverfi. Eftir því sem kostur er
á, eiga þær að bera eigið svip
mót svo að þær séu auðþekktar
í gatnakerfi borgarinnar. Þörfin
á umferðarrýmd og gatnagæð-
um skapar þá meginreglu, að
tengibrautir séu með fjórum
akreinum og miðræmu, án að-
gangs að húsum, en að gatna-
mót þeirra við aðrar götut
megi vera í einum fleti.
1 sambandi við lauslega
stærðarákvörðun á gatnamótum
hefur verið gerð tilraun til út-
reiknings á væntanlegum um-
ferðarljósum fyrir þær tengi-
brautir, sem erfiðastar verða í
framkvæmd. Kom í ljós, að
hægt mun að gera gatnamótin
f einum fleti, en að á allmörgum
stöðum þarf að auka gatna-
breiddina til þess að koma fyrir
biðreinum handa bifreiðum,
sem ætla að taka beygjur. Á
frumdrætti að tæknilegu formi
gatnakerfisins sést, að á nokkr-
um tengibrautunum hefur orðið
að sleppa miðræmunni. Þetta
stafar af því, að hér er um að
ræða götur, þar sem möguleikar
til breikkunar eru mjög tak-
markaðir. 1 sumum tilvikum er
þó fært að breikka þær til að
koma fyrir biðreinum við
gatnamót.
Uppistaðan í mörgum
tengibrautanna eru götur, er
hafa nú miklu þjónustuhlut-
verki að gegna við hús og stofn
anir. Af því getur hlotizt, að
eigi verði hægt að fullnægja
algjörlega þeirri kröfu, að eng-
in hús hafi aðgang frá tengi-
brautum.
Tengibrautir verða m. a.:
Eiðisgrandi, Nesvegur, Ægis-
sfða, Suðurgata sunnan Miklu-
brautar, Hofsvallagata og áfram
austur Vesturgötu, Kirkju-
stræti, Grettisgata, Tryggva-
gata, Hverfisgata, Laugavegur
austan Hverfisgötu, Suðurlands
braut, • Höfðatún, Flókagata,
Langahlíð og Nóatún norður að
Laugavegi, Dalbraut, Grensás-
vegur, Sjkeiðarvogur, Bústaða-
vegur, Háaleitisbraut sunnan
Miklubrautar, Réttarholtsvegur.
Lítið álag á
safnbrautum.
Safnbrautir þjóna ekki nema
hverju hverfi fyrir sig og yfir-
leitt mun umferðarálag á þær
ekki verða mjög mikið. Auk
þess munu safnbrautir þurfa að
veita aðgang að mörgum hús-
um og stofnunum, er nú þegar
liggja að þeim. Að jafnaði mun
þurfa að ætla tvær akreinar
fyrir ökutæki og leggja þeim,
eftir þvf sem starfsemin við
götuna gefur tilefni til. Á göt-
um þar sem þungt umferðará-
lag er, og á gatnamótum, þar
sem umferð verður stjórnað
með ljósum, getur þurft að
breikka akbrautir, m. a. til þess
að nægilegt rými fáist fyrir
biðreinar.
Rólegar húsagötur.
Húsagötur eiga ekki að full-
nægja meiri umferðarþörfum en
svo, að tvær akreinar duga, ef
þær eru einungis notaðar fyrir
farartæki á ferð. Hins vegar
verður að gera'strangar kröfur
um rými á götunum eða við
þær, þar sem stöðva megi bif-
reiðir eða leggja þeim. Tilhögun
á húsagötum er mjög háð að-
stæðum á hverjum stað, eink-
um þeirri starfsemi, sem þar er.
Á uppdráttum af gatnakerfinu
sem hér eru sýndir, eru aðeins
frumdrættir að þeim götum,
sem eru f umræddum flokki. í
gatnaáætluninni er fjallað um
þennan gatnaflokk aðallega til
að lýsa þeim endurbótum, sem
einnig þarf að gera á þessum
þætti gatnakerfisins.
Miklar endurbætur.
Núverandi gatnakerfi verður
að teljast frumstætt í saman-
burði við það kerfi, sem lagt
er til að komið verði upp. Til
tölulega fáar götur eru nú eins
vel úr garði gerðar og þeim er
ætlað að verða síðar og verður
því í meginatriðum að gera ráð
fyrir aukningum og endurbótum
á öllum þáttum kerfisins. Þær
framkvæmdir munu taka langan
tíma og kosta mikið fé. Er það
því sérstakt verkefni að gera á-
ætlanir um skipulagningu fram-
kvæmdanna í áfanga, svo að um
ferðarkerfið fullnægi umferðar-
þörfinni hverju sinni og á þann
veg, að sem mest gagn verði
jafnan að hverri fjárfestingu.
Það liggur í hlutarins eðli, að
eigi er unnt að fastákveða fram
kvæmdaáætlun fyrir svo langt
tímabil sem til 1983. En gagn
legt er að móta meginstefnur
um framkvæmdir á ýmsum svið
um á skipulagstímabilinu og
kveða á um það, í hvaða röð
meiri háttar mannvirki eiga að
koma til framkvæmda á næstu
árum.
Allt skipulagstímabilið verða.
stöðugar endurbætur á gatoa-
kerfinu, að fara fram, þar sem
sinnt er einstökum takmörkuð-
um verkefnum á stöðum, þar
sem þörfin er brýnust hverju
sinni. Það mun tíðast verða á
gatnamótum, þvf að þar kemur
Frdamhald á bls. 5.